miðvikudagur, desember 31, 2003

The Icelandic Yule lads

Ég gleymdi víst að minnast á það að ég fékk möndlugjöfina þetta árið. Það er kannski ekki frásögum færandi því að ég hef fengið hana síðastliðin þrjú jól af þremur jólum sem þessi siður hefur verið viðhafður á mínu heimili. Möndlugjöfin þetta árið var Eftir-átta-nammi og spilin með íslensku jólasveinunum þar sem Brian Pilkington ljáir þeim penna sinn. Í gær fór ég fyrst að skoða þessi spil og sést það vel að þau eru einnig ætluð túristum og útlendingum. Á kassanum stendur á ensku: The Icelandic Yule lads. Jahá, hver hefur ekki heyrt um hinu frægu Yule lads? Jæja, ég sætti mig nú alveg við eina asnalega þýðingu en þegar mér var litið inn í pakkann... fór ég bara að hlæja. Þetta er ástæðan:

Stekkjastaur: Sheep Worrier (Síðan hvenær hefur hann haft áhyggjur af kindum?)
Giljagaur: Gully Gawk (Minnir helst á trúðsnafn. Gully þýðir reyndar gil en gawk þýðir klunnalegur. Gully Dude væri kannski betra)
Stúfur: Stubby
Þvörusleikir: Spoon Licker (Engin er skeiðin)
Pottasleikir: Pot Licker
Askasleikir: Bowl Licker (Engin er skálin)
Hurðaskellir: Door Slammer
Skyrgámur: Skyr Glutton (Kjánalegt)
Bjúgnakrækir: Sausage Stealer (Tíður gestur á Bæjarins bestu að næturlagi.)
Gluggagægir: Window Peeper (Perralegt)
Gáttaþefur: Door Sniffer (Minnir á eiturlyfjaneytanda)
Ketkrókur: Meet Hook
Kertasníkir: Candle Beggar (Ég held að Kertasníkir færi aldrei að grátbiðja um kerti)
Grýla: Joker (Ég þori að veðja upp á augasteina langaömmu minnar, að hún Grýla er ekki mikil brandarakelling)

Ef ég væri útlendingur og myndi sjá þessi spil, myndi ég hiklaust kaupa fullt af þeim, gefa ættingjum mínum og sýna þeim hvað Íslendingar eru miklir kjánar og hafa skrýtna siði.

Á nýju ári ætla ég að hætta þessu daglega bloggi mínu, nenni ekki að standa í þessu.

En ég vil óska lesendum gleðilegasta árs hingað til og þakka fyrir það gamla. Gangið hægt um gleðinnar dyr, notið hlífðargleraugu og munið: Hjálparsveit skáta skaffar dótið!

þriðjudagur, desember 30, 2003

Post jucundam juventutem

Já, æskan líður svo sannarlega ung og fjörleg. Ég komst að þeirri niðurstöðu áðan en þá braust fram barnið í mér og varð að fallegu blómi. Ég fór nefnilega út að renna mér í snjónum ásamt Sóleyju, Snorra og Eiríki. Við skunduðum við glöð í bragði í átt að brekkunni fyrir neðan kirku Víðistaða með þoturassa, plastpoka og snjóþotu og æskan og kynþokkinn skein af okkur. Hvað er meira kynæsandi en að vera í monnboots, í alltof stórum snjóbuxum og með skærgrænt ennisband? Ekki veit ég það.
Ég og Sóley bjuggum til þessa fínu pomsubrekku sem var ekki mikill rassavinur. Strákarnir bjuggu svo til stökkpall sem var bara samanþjöppuð snjóhrúga. Svo var aðalmálið að hitta á pallinn, það gekk ekki vel en gekk þó. Til að gera langa sögu stutta, fórum við heim til Bjarkar eftir kaffæringar og englagerð og fengum kakó. Það var gaman.

Ég mæli eindregið með því að þið drattist af ykkar ***** rassi, hendið ykkur í Kraft-gallann, grípið í Stiga-sleðann og gerist börn á ný! Væri lífið ekki öðruvísi ef allir hugsuðu eins og Pétur Pan? Jú, því þá létu allir eins og börn!

Svo er þetta líka ókeypis skemmtun. Hver þarf bíó, keilusali, spilakassa og súlustaði þegar maður hefur snjó í brekku?

mánudagur, desember 29, 2003

Í gær...

...náði nördinn í mér yfirhöndinni. Já þið giskuðuð rétt, ég fór nefnilega á Lordarann í annað skipti í sömu vikunni. En það er ekki mér að kenna, ekkert annað en hópþrýstingur! Nú jæja, það slæma við að fara aftur á sömu sýninguna tvisvar sinnum er það að nú er ég 990 kr. fátækari en ég var deginum áður. Það góða er að í annað skiptið þarf maður ekki að vera að fylgjast mikið með söguþræðinum, heldur fer athyglin í öll smáatriðin sem á vegi manns verða. Ég tók eftir nokkrum:

- Kyntröllið og kallinn Jómar er með þessa svakalegu vörtu fyrir ofan aðra augnbrúnina. Ekki mjög sjarmerandi.
- Viggo Mortensen hleypur asnalega.
- Stuttlingurinn Kátur opnar munninn ískyggilega mikið þegar hann talar.
- Fróði stynur unaðslega en hlær aftur að móti kjánalega.
- Orðið: "Ríðum!" er mikið notað í þessari mynd. Sóðabrækur!
- Gandalfur væri ógeðslega flottur með tígó.
- Ég hefði ekkert á móti því að greiða skeggið á Gimli, kannski setja nokkrar fléttur.
- Hárið á Aragorn er alltaf að síkka og styttast svo aftur. Hvaða sjampó ætli hann noti?
- Í einu atriði sést lítil stelpa henda blómum á götu í Mínis Tíríð og þá er hún mannsbarn. Í öðru atriði í Hobbitabrúðkaupi, sést þessi stelpa aftur en þá sem Hobbiti. En kannski er hægt að klóna fólk þarna, veit það ekki.

Ég er nú að pæla í að fara bara aftur og þá í þriðja sinn. Best að skella sér bara...Vartan sést víst ekki hérna, hjálmurinn fyrir og svona. Svo er hann líka svo mikið meikaður að hún myndi hvort eð er ekkert sjást.

sunnudagur, desember 28, 2003

Nokkrar gullmolaspurningar úr Trivial Pursuit:

- Þegar María Antonette heyrði um brauðskort í Frakklandi sagði hún: ,,Gefum þeim bara kökur í staðinn." En hún sagði þetta auðvitað á frönsku.
- Ben Stiller er sonur kallsins sem lék föður George í Seinfeld-þáttunum.
- Loftskipið Graf Zeppelin kom til Íslands árið 1930.
- Sterkasta beinið í fætinum er hælbeinið.
- Silvester Stallone fór úr Armani jakkanum sínum og vafði nýfætt barn sitt í hann þegar frú Stallone fæddi fimmta barn þeirra í lyftu hér um árið.
- Leikarinn og leikstjórinn Mel Brooks heitir í alvörunni Melvyn Kaminsky.
- Fljótasta landspendýrið er blettatígur.
- Stjórnmálamaðurinn og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna Al Gore telur sig hafa fundið upp internetið.
- Þorpið Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwillantysiliogogogoch er í Wales. Þetta er líka lengsta staðarnafn í heimi.
- Afkastamesti uppfinningamaður sögunnar var Thomas Alva Edison.
- Í Kína eru flest svín í heiminum.
- Moskítóflugur laðast mest að bláum lit.

Kópavogsbúinn Fannar í 3.G. fær link fyrir að vera hann sjálfur.

laugardagur, desember 27, 2003

Mig dreymdi draum...

... og draumurinn var sá að ég fékk 10 flísteppi í jólagjöf. Ég var bara nokkuð ánægð með það og varð enn ánægðari þegar ég komst að því að teppin voru frá engum öðrum en Fídel Kastró. Hann kom með þau í eigin persónu og sagði að ég myndi skilja gjöfina seinna. En það gerði ég ekki af því að ég var vakin. Síminn minn hringdi kl. 4 í nótt og ég svaraði: "Fídel?" Síðan var skellt á. Ég mun finna þig í fjöru, mörðurinn þinn!!Teppin voru svona nema í mismunandi litum. Núna vildi ég að ég ætti svona teppi.

föstudagur, desember 26, 2003

UPPGÖTVANIR SÍÐUSTU DAGA:

1. Rauðsokka þýðir víst kvenréttindabaráttukona, ekki indíánakona eins og ég hélt.

2. Ástæðan fyrir því að maður kallar höfuðverk eftir fyllerí, timburmenn er sú að það er hægt að líkja verknum við smiði að hamra í timbur. Alltof langsótt fyrir mig.

3. Rauðkál er vont.

4. Líka bláu molarnir í Gæðastrætis konfektinu.

5. Það er ekkert sniðugt að pakka inn kassakvittuninni með jólagjöfinni.

6. Það er líka ekkert sniðugt að senda tóm jólakort en nú þegar vitum við að þau eru 2 þessi jól og þau eru örugglega fleiri.

fimmtudagur, desember 25, 2003

GLEÐILEG JÓL!

Ég vona svo sannarlega að þau verði það. Jólin byrjuðu svo sem ágætlega hjá mér. Gott dæmi um það er Þorláksmessukvöld en þá skundaði ég ásamt 9 öðrum vitleysingum á vit ævintýranna á veg laugarinnar í Reykjavík. Fórum í strætó með túbu, bassatrommu, sneriltrommu, 2 horn, 2 trompeta, saxófón og jólabjöllur. Jú og nótur og jólaskapið. Leið okkar lá svo í Kolaportið þar sem jólalögin voru kyrjuð í gegnum hljóðfærin en lítil var stemningin þannig að við fórum á Laugarveginn í staðinn. Þar var nóg um að vera og mikið um manninn. Okkur var tekið vel og fólk var greinilega í stuði af því að það tók óhikað þátt í leiknum okkar, að kasta pening í húfu. Verðlaunin fyrir þátttökuna voru ekki af verri endanum, hyllingaróp. Svo þegar við sáum einhverja sem við þekktum spiluðum við eitt frægasta lag í heimi fyrir það, afmælislagið. Engu máli skipti þótt að þau áttu afmæli eða ekki. Við komumst svo að því að Skífan er fýlupúkabúð sem kann ekki að meta góða tónlist og jólaandann því að við vorum rekin út þegar við buðumst til að spila þar. Heimildir herma að þar hafi Jón Ólafsson verið að verki. Við létum það ekki aftra okkur frá því að spila, en við spiluðum s.s. um allan Laugarveginn og með leiknum okkar söfnuðum við ca. 10.000 kr. sem er samt helmingi minna en við söfnuðum á Menningarnótt. Það var líka ekki mikið af fullu fólki í þetta skiptið sem gáfu okkur heilu 1000 kallana.

Aðfangadagur byrjaði nú rólega. Ég vaknaði seint og fékk grjónagraut. Síðan var hin árlega pakkaferð og heima hjá frænda mínum og frænku voru reyttir brandarar á fullu spani:

Hafið þið heyrt um bóndann sem tók inn heilt pilluglas af viagra? Honum er haldið sofandi í mjaltarvél!

Hvað kallast maður af amerísk-afrískum uppruna sem hefur borðað nokkur biðskyldumerki? Toblerone!


Eftir mikil hlátrasköll var haldið heim í von um að finna ilminn af hamborgarahrygginn í ofninum. En enginn var ilmurinn. Pabbi hafði þá stillt klukkuna vitlaust og núna var klukkan hálf fimm og hryggurinn hrár. Því varð að fresta máltíðinni um nokkra klukkutíma en það var nú allt í lagi fyrir mig en ekki systur mína því að hún var að farast á taugum og hélt að hún myndi ekki fá að opna neina pakka í ár. Sem betur fer voru amma og afi fjarri góðu glensi frá þessum hremmingum því að þau ákváðu að fara í 3 mánaða rómantíska ferð... til Noregs og búa þar hjá dóttur sinni og 3 brjáluðum börnum sem tala ekkert nema norsku. Tuttebærjahulte! Afi hefði svo sannarlega ekki sætt sig við svona uppákomu. En klukkan 9 voru allir búnir að borða og pakkarnir voru tættir í sundur. Ég fékk margt skemmtilegt og óskemmtilegt en það skemmtilega var tvímælalaust úr án tölustafa sem ég fékk frá foreldrum mínum. Því verður skipt fyrir betra úr. Svo fékk ég náttbuxur með ilm frá systur minni en ilmurinn á víst að fara úr í næsta þvotti. What a pitty it is! Svo fékk ég 3 geisladiska og tvo vildi ég alls ekki fá. Þeim verður því skipt líka. Rúsínan á pysluendanum var svo hið ágæta spil Trivial en það var spilað seinna um kvöldið þrátt fyrir öll boð og bönn. Pabbi fékk jólasveina g-strenginn frá systu og frændi minn fékk risastóra tréstyttu af svínum að ríða frá systur sinni. Á styttunni stendur: 'Making bacon' Haha! Svekkelsi kvöldsins átti án efa hún móðir mín en ég fékk þá hugmynd að hrekkja hana aðeins. Hún hafði s.s. sýnt mér þennan svakaflotta hring sem hana langaði svo mikið í og ég átti að sjá til þess að hann yrði keyptur. Hann var keyptur en einnig keyptum við í 10-11, ísskeið, hræripísk og geisladisk. Þessum þremur hlutum var fallega pakkað inn og mamma ætlaði að missa augun þegar hún sá að þetta var ekki lítill kassalaga pakki sem var pakkað inn í búðinni. Það var svo algjört kodak-móment þegar hún svo opnaði pakkann því að hakan var komin niður á maga af undrun og svekkelsi. Allt kvöldið var hún fúl og sagði að það yrði ekkert gaman að segja vinnufélugunum frá því hvað hún fékk í jólgjöf frá eiginmanni og börnum. Eftir nokkurra klukkustunda píningar og fýlu gáfum við henni svo rétta pakkann. Þá varð hún svo glöð, kyssti okkur og knúsaði og sagði: "Eins gott!" Vanþakkláta kona. Síðan var Trivial spilað og svo fóru allir að sofa.

Jóladagur byrjaði ekki vel. Kl. 7 um morguninn þurfti ég að dröslast framúr rúminu og fara að vinna á elliheimilinu, þvílík pína var það! Þegar ég kom á staðinn voru fá kunnuleg starfsfólksandlit og um helmingurinn voru útlendingaandlit. Ég var svo heppin að fá að vinna með leiðinlegu filipeysku-konunni sem kann ekki að tala almennilega íslensku og lætur mann gera allt það erfiða og leiðinlega. Orðin 'ha?' og 'ég skil þig ekki!' voru því óspart notuð þennan vinnudag. Í þokkabót mætti hún með jólasveinahúfu dóttur sinnar og var alltaf síhrópandi: "Hóhóhóhóhóhó!" Greyið gamla fólkið hrökk alltaf í kút og það lá við að það dytti úr rúmunum og gleypti gervitennurnar sínar. Það var líka mikið þreifað á mér þennan vinnudag því að dónakallinn á deildinni var svo sannarlega í jólastuði og ávallt ungur í anda. Ég var svo heppin að fá að klæða hann og fékk því mikið hól fyrir lögulegan líkama og fallegt nafn. Filipeyska konan setti líka út á nafnið mitt og tjáði mér það að á filipeysku þýddi það strútur! Og svo hló hún. Mér var ekki skemmt. Eftir vinnu fór ég heim, skóflaði í mig einu hangiketslæri og hér sit ég og þjappa matnum niður með því að hossast á stólnum. Virkar bara heldýpis vel. Neih, eftirrétturinn tilbúinn!

Það var kannski vitleysa af mér að óska ykkur gleðilegra jóla því í mínum huga eru þau alltaf búin á jóladag en ekki tek ég orð mín til baka. Þetta voru þá bara ágætis jól.

þriðjudagur, desember 23, 2003

Fídel Kastró - góður gaur!

Ég hef alltaf haldið að hann væri vondur kadl en svo er bara ekki. Pabbi sagði að það væri útaf því að ég hafi blindast af áróðri Bnadaríkjamanna. Það er líka alveg satt og svo er kannski líka ein önnur ástæða fyrir því. Þegar ég var yngri hlustaði ég rosalega mikið á Tvíhöfði og eini geisladiskurinn sem ég á var ofspilaður og það er óhugnalegt að ég geti hlustað á hann ennþá. Á disknum er leikrit sem kallast 'Bylting á Kúbu' og það hljóðar svo:

*Bank bank*
Móðir Fídels: Nei komdi sæll og blessaður Djeminn
Tjé: Hæ, er Fídel heima?
MF: Já. FÍDEL!
Fídel: Hvað?
MF: Hann Tjé er að spurja um þig
F: Já hæ.
T: Hæ, viltu vera memm?
F: Gera hvað?
T: Byltingu.
F: Byltingu... hvar?
T: Á Kúbu.
F: Kúbu... hvar er það?
T: Æi það er eyja.
F: Hmmm, af hverju?
T: Bara, arfarán.
F: Jájá, æi ég veit það ekki. Ég á eiginlega eftir að læra.
T: Þú mátt vera forseti.
F: Vá, lofarðu því?
T: Jájá
F: Ja það er kannski þokkalegt.
T: Ég held að það geti verið ógeðslega gaman.
F: Jæja ókei. Mamma, ég er farinn út!
MF: Hvert ertu að fara elskan?
F: Fara til Kúbu, í byltingu.
MF: Ekki vera lengi, passaðu að þér verði ekki kalt.

Nokkru síðar í skógum Bólivíu:

Báðir (syngjandi):
Óleóleóleóle, óleóle, óleóleóleóle, gera byltingu, gera byltingu!
T: Nú skulum við fara til Kúbu að gera byltingu.
F: Ókei.

Nokkru síðar á Kúbu:

T: Þá erum við búnir að gera byltingu og þú ert orðinn forseti Kúbu, Fídel. Hvernig lýst þér á það?
F: Þokkalega!
T: Fáðu þér vindil.
F: Nei reykingar eru óhollar maður.
T: Nei kommon maður, einn vindill getur ekki sakað.
F: Jæja ókei.

Öðruvísi fór en áætlað var, Tjé Gúvara reykti svo mikið að leyniþjónusta Bandaríkjanna neyddist til þess að drepa hann og Fídel Kastró hélt áfram að reykja eftir sinn fyrsta vindil og varð háður nikótíni. Hann varð þekktur sem einn hræðilegasti harðstjóri mannkynssögunnar og heldur Kúbu enn í heljargreipum kommúnisma og nikótínfíknar. Stöndum saman, verum reyklaus! Hötum kommúnista og illaþefjandi byltingarhyski!

Það sem er feitletrað hér að ofan er einmitt gott dæmi um það hvað usa-menn geta smitað út frá sér alls konar lygum og dóti. Ég man ekki alveg hvað Fídel átti að hafa gert... jú hann fór til Suður-Afríku og leysti fólk undan aðskilnaðarstefnunni, man ekki meira. Hann er líka eini maðurinn sem hefur staðið í hárinu á usa-mönnum og komist upp með það. Usa-menn settu líka hafnarbann á Kúbu og eitthvað svona leiðinlegt. En Fídel er þá góður gaur, það segir pabbi að minnsta kosti.

Mig langar til KúbuHann Fídel er ekki bara góður gaur, hann er líka góður gaur í hafnarbolta og tekur sig ógeðslega vel út í þessum búning. Nettur!

mánudagur, desember 22, 2003

Það er...

...slabb úti.Það er meira að segja til slabb-borg fyrir einstæða!

sunnudagur, desember 21, 2003

Ég fór á...

... Lordarann í gær í Laugarásbíó. Ég og Björk skunduðum glaðar í bragði í átt að bíóhöllinni hálftíma áður en sýningin átti að byrja í von um að fá góð sæti. En nei, var þá ekki biðröð út á götu. Þar biðum við í korter, hríslandi af kulda og höfðum bara kynþokkann til að hlýja okkur. Svo var hleypt inn og múgurinn breyttist í rolluhjörð á leið í réttir á svipstundu þegar það henti saklausu fólki í gólfið til þess eins að vera nálægt hurðinni. Ég og Björk lentum í miðri hrúgunni og eftir ca. 20 mínútna bið var orðið ansi heitt í hamsi. Fólk var að fara yfir um af æsingi og súrefnisskorti og þar sem ég þoli hita illa var mér farið að svima ansi mikið og þegar yfirliðið var að svífa yfir var opnað. Fólk byrjaði að froðufella af blóðþorsta og þeyttist í átt að hurðinni, ýtandi á fólk fyrir framan sig því að það hélt greinilega að það fengi ekki sæti. Þegar ég loksins steyptist inn í salinn var ég næstum búin að drepa mig eða kannski réttara sagt Laugarásbíó var næstum búið að drepa mig. Hvað er málið með að vera með skautasvell á gólfinu og það í brekku? Ekki veit ég það en sem betur fer urðu engin slys á mér og vonandi ekki á öðrum. Myndin byrjaði að byrjaði vel. Ég vil nú ekki segja frá innihaldi myndarinnar en það sem ég tók eftir var að í hvert skipti sem litli skeggjaði dvergurinn Gimli kom fyrir, var eins og að fólk væri búið að ákveða að hann ætlaði að segja eitthvað fyndið og hló meira að segja áður en hann sagði stakt orð. Hann var nú reyndar fyndnasta persónan í myndinni að mínu mati en þegar hann sagði eitthvað sem var ekki einu sinni fyndið, fór fólk samt að hlæja. Í hlénu var mikil húllumhæ. Á vegi mínum urðu nokkrir verslingar sem mér er ekkert svakalega vel við en ég er kurteis og skvetti framan í þá einu hæ-i líkt og kaldri gusu úr koppi að morgni dags. Þegar hléið var búið og ég sest niður fór verslópía sem sat í sömu röð og ég að kaupa sér eitthvað. Þegar hún kom til baka og ég ætlaði að standa upp fyrir henni, rak Björk óvart fótinn í hana og stelpan steyptist á mig með nachos í hendinni. Sem betur fer fékk ég enga sósu yfir mig en ég fékk nachos og það mikið af því. Ég vildi samt ekki borða það af því að fólk í verlsó er eitrað mjög.
Endirinn á myndinni var væminn og eilítið langdreginn en góður endir samt því að allir urðu glaðir til æviloka.

Bingókúlur: 4 af 5

laugardagur, desember 20, 2003

BLOGG DAGSINS!

Ég rakst á skemmtilegt blogg um daginn. Þótt að maðurinn sem það er um sé viðurstyggð mikil, þarf kannski ekki að blogga um hann og stofna félag honum til heiðurs. Reyndar er þetta anti-fan club en samt sem áður félag. Já þið giskuðuð rétt því að ég er að tala um Heiðar Austmann, sjónvarps- og útvarpsmann með meiru. Í síðunni er hann kallaður Hreðjar en hann hefur svoleiðis, en hver veit það nema hann sjálfur? Þótt að þetta sé asnalegt blogg um asnalegan mann er þetta samt sem áður skemmtileg lesning og bara nokkuð fyndin. Hann Hreðjar er í alla staði leiðinlegur og er með ljóta klippingu. Svo eru litlar stelpur hrifnar af honum og þannig menn eru ekki vinsælir hjá mér. En bloggið er hérna og vonandi njótið. Ef mér býðst að vera meðlimur í þessum klúbbi mun ég hiklaust vera með og jafnvel bjóða mig fram í einhverja háttsetta stöðu, Vibbus Hreðjus jafnvel sem er víst það sama og formaður.Svo er hann líka með lélegan fatasmekk í þokkabót... og vinur hans líka. Þetta er líka kallað Hreðjar-syndrome sem sýkir menn og konur af ómóðensheitum.

föstudagur, desember 19, 2003

DELLA ALDARINNAR

Faðir minn kær er kominn með nýja dellu og er það engin smáræðisdella. Dellan er lyftingar. Ég er ekki alveg að skilja karl föður minn því að hann hefur aldrei og þá meina ég aldrei haft mikinn vilja til að hreyfa sig og iðka íþróttir. Jú vissuelga fer hann með hundinn út að ganga en ég tel það tæpt að kalla hundagöngu til íþrótta. Hann keypti sér sem sagt þessar allsvakalegu lyftingasamstæðu og er búinn að planta þessu apparati í kjallaranum. Það verða sem sagt engin partý þar á meðan tækið er til staðar og verður því 4.B. að redda sér annars staðar.
En maður verður alltaf að sjá jákvæðu hliðarnar á öllum málum og hef ég fundið þá jákvæðu við komu aðskotahlutarins - að stofna Drykkjufélagið Upp-lyftingu þar sem mikið verður drukkið og síðan verður farið í bekkpressukeppni og sigurvegarinn fær upplyftingu, s.s. að allir haldi á honum og kassti í loftið. En svo fór ég að pæla... það er kannski ekkert sniðugt að láta fullt fólk lyfta lóðum. Mér hefur verið lyft að fullu fólki og hvernig haldið þið að það hafi endað? Jú, á jörðinni. Það væri samt alveg hægt að stofna þetta félag og tengingin við lyftingarnar væri að það væri hægt að sitja á tækinu eða hafa það sem borð. Svo er þetta líka afar fallegt tæki og ég gæti skreytt það og gert það huggulegt. Já ég held að ég geri það bara! Þeir sem hafa áhuga að gerast meðlimir í félaginu kommenta og ég skal taka umsóknina til umhugsunar.

Í skóinn:
Afsökunarbeiðni frá Askasleiki fyrir kartöfluna og að hafa verið að njósna um mig á ballinu.

fimmtudagur, desember 18, 2003

KARTAFLA DAGSINS!

Í gær fékk ég kartöflu í skóinn. O ég var svo fúl. En svo fékk ég bréf sem ég opnaði þegar ég kom heim svolítið völt af jólaballi Flensbyrginga og í því stóð:

Kæra Særún
Því miður verð ég að láta kartöflu í þetta sinn. Þú verður í það minnsta að vera komin heim þegar ég er að gefa í skóinn og svo var nú líka svolítið mikið drasl í herberginu þínu að ég hefði nú bara varla fundið skóinn nema af því að ég fann alveg hroðalega táfýlu. Svo veistu að það er alveg bannað að kyssa stráka. Ég var að labba Holtagarðana rétt hjá Ikea og heyrði ég þá ekki þessu flottu tónlist. Rann á hljóðið, var þá ekki hún litla sæta Særún að kyssa strák bak við hús. Mér náttúrulega dauðbrá. Fyrst sýndist mér þetta vera hann blessaður faðir minn hann Lúði en svo sá ég að þetta var einhver annar þó hann væri líkur honum pabba, bara aðeins yngri.
Særún mín, passaðu þig nú að fara fyrr að sofa á kvöldin.

Þinn einlægi vinur, Askasleikir Leppalúðason


Þvílík ósvífni er þetta! Askasleikir má bara... sleikja sinn ask!! Auðvitað sætti ég mig ekkert við svona framkomu þannig að ég skrifaði bréf sem á stóð að hann mætti bara stinga kartöflunni þar sem sólin aldrei skín og gefa mér franskar kartöflur í staðinn. Og þegar ég kom völt heim í annað sinn las ég bréfið sem var þá búið að skila eftir:

Til Særúnar matvöndu
Frá Hurðaskelli Grýlusyni

Ég hélt nú að þú vissir að við sveinkarnir förum ekki til Frakklands til að kaupa kartöflur. Við ræktum þær auðvitað sjálfir. Annars sagði Aski bróðir að þú hefðir verið eitthvað í harkinu í gær og hann hefði orðið að gefa kartöflu. En þú víst lofaðir að vera góð í þetta sinn þannig að ég vippaði smá í táfýluskóinn. En ef það verður líka útstáelsi hjá þér annað kvöld verður vandlega farið í saumana á þessum málum.

Þinn Jóli


Jæja ég er þá búin að sættast við jólasveinana í þetta sinn. Ég ætla að skrifa þeim næsta eitthvað fallegt í kvöld. Samt skrýtið að jólasveinarnir skrifi öll bréfin í tölvu og visti þau í tölvunni minni! Já tæknin nú til dags!

miðvikudagur, desember 17, 2003

JÓLALAG DAGSINS!

Í tilefni að því að ég er að fara á jólaball nr. 2 þetta árið, ætla ég að gefa ykkur sýnidæmi um það hvernig alvöru jólalög eiga að vera. Dæmið í þetta sinn er lagið: I Want a Hippopotamus For Christmas. Það er mér hulin ráðgáta hvernig á að bera fram nafn dýrsins þannig að það er bara best að segja... hippopotato. En þetta lag var samið á því herrans ári 1950, árinu sem mun seint renna úr minni allmargra. Söngkonan sem söng þetta lag heitir/hét Joanie Bartel og hver man nú ekki eftir henni? Ja allavega eru þeir ekki margir. Best að vera ekkert að ílengja þetta og skella textanum á ykkur og njótið:

I WANT A HIPPOPOTAMUS FOR CHRISTMAS

"I want a hippopotamus for Christmas
Only a hippopotamus will do
I don't want a doll, no dinkey tinker toys
I want a hippopotamus to play with and enjoy


I want a hippopotamus for Christmas
I don't think Santa Claus will mind, do you?
He won't have to use a dirty chimney flue
Just bring him through the front door
That's the easy thing to do


I can see me now on Christmas morning
Creeping down the stairs
Oh what joy, what surprise
When I open up my eyes
To see a hippo hero standing there


I want a hippopotamus for Christmas
Only a hippopotamus will do
No crocodiles, no rhinosaurus
I only likes hippopotamuses
And hippopotamuses like me, too


Mom says a hippo would eat me up, but then
Teacher says a hippo is a vegetarian
There's lots of room for him in our two-car garage
I'd feed him there and wash him there and give him his massage.


Og þar hafið þið það. Svona jólalagatextar vaxa nú ekki á öllum trjám, það er víst.

þriðjudagur, desember 16, 2003

KJÉDLINGIN BARA BÚIN Í PRÓFUM!

Sældarlíf er framundan. Engin danska, engin líffræði og bara ekki neitt. Jú ég ætla reyndar að vera rosadugleg að æfa mig og síðast en ekki síst... að sofa.
Systir mín var að koma úr jólainnkaupunum. Hún er svo heppin að það eru 2 "draslbúðir" hérna í Firðinum og notar hún þær óspart í allskyns gjafakaupum. Hún keypti þennan forláta g-streng handa pabba en þetta er enginn venjulegur g-strengur... heldur yo-lasveina g-strengur. Að framan er þetta risaandlit af sveinka sjálfum og planið er víst að stinga bibbalingnum í hólf sem er á skegginu. Mig langaði nú ekkert að skoða þetta nánar en ég verð að játa að þetta er soldið sniðug jólagjöf!
Mamma fær nú ekki gjöf af verri endanum en það er prumpublaðra. Já það er saga að segja frá því en ég veit ekki hvort ég ætti að segja hana. Jú ég geri það bara. Móðir mín s.s. á það til að prumpa í svefni, sérstaklega þegar hún sefur upp í sófa. Hún hrýtur líka: "*hrjót* pfff... *hrjót* pfff..." Það er soldið fyndið, alveg eins og það að gefa móður sinni prumpublöðru í jólagjöf.

Ég held að ég fari nú hefðbundnu leiðina í innkaupunum og kaupi bara ilmvatn handa mömmu og veiðivesti handa pabba. Það er víst nýjasta dellan hans líkt og golfið hér forðum. Hann keypti sér glænýtt golfsett og allar græjur og þegar hann var loksins byrjaður fyrir alvöru ákvað hann að hætta. Það var víst útaf því að hann tók þátt í vinnugolfmóti og fékk skammarverðlaun fyrir lélega frammistöðu. Stuttu eftir það fékk hann þessa glæsilegu golfskó í afmælisgjöf og þeir hafa ekki verið teknir uppúr kassanum enn en prýða nú nýjan áfengisfelustað minn. 1 bjór í sitthvorum skónum. Það klikkar ekki!Þessi er nú ekki í g-streng... en nálægt því!

mánudagur, desember 15, 2003

HVER ER MAÐURINN?Vísbending: Hann er alveg ógeðslega frægur!

Allt svindl bannað!!

HELVÍTIÐ HANN DABBI ODDS!

Eftir frekar erfitt enskupróf í morgun gekk ég súr á svip framhjá stjórnarráðinu ásamt Björk Níels og Guggu á leið í strætó. Ekki skánaði ástandið því að hver haldiði að hafi staðið beint fyrir framan gluggann á stjórnarráðinu? Jú hann Dabbi litli krulluhaus!! Hjartað datt ofan í klof við þessa sjón því að þetta var svo ófögur sjón. Dabbi að mönsa feitan Nonnabita með sósu útá kinn. Ég var sú eina sem sá þennan hrylling og þegar við höfðum labbað framhjá sagði ég: "Hey, þarna var Dabbi Odds!" Björk varð furðulostin og í örvæntingu sinni hrópaði hún: "Ha, jólasveinninn??" Þá svaraði ég galvösk að vanda: "Það er nú enginn munur á þeim!" Og að þessum orðum slepptum rann ég beint á rassinn fyrir framan stjórnarráðið! Það var svolítið skrýtin tilfinning, fannst eins og að þetta gerðist í slow-motion en svo var víst ekki. Og það besta var að ég var í mjög ljósum buxum og afturendinn var alveg brún. Það er bara flott að eiga hálfar brúnar buxur og hálfar ljósar.
En ég kenni Dabba alfarið um þetta óhapp mitt og má hann missa allar sínar krullur mín vegna og hoppa í hyldýpi helvítis í leiðinni.DABBI KÚKALABBI!

Í súkkulaðadagatalinu: Ég hef aldrei átt neitt dagatal! Trúgjarna fólk!
Í skóinn: Táfýla

sunnudagur, desember 14, 2003

BIRGITTA DAGSINS!

Vitiði hvað krakkar? Ég talaði við Birgittu Haukdal áðan! Hún er svo yndisleg mannseskja, algjört krúttípútt! Hún var í Kringlunni áðan ásamt öllum hinum rúsínubollunum í Írafár, að árita nýja diskinn sinn. Ég hoppaði hæð mína af gleði og fór strax í Skífuna að kaupa diskinn. Þetta var svo sannarlega minn lukkudagur af því að diskurinn var á tilboði á aðeins 1899,- kr! Var ég ekki heppin? JÚ!!
Ég þurfti reyndar að bíða í röð í hálftíma en hvað gerir maður ekki til að berja átrúnaðargoðið sitt augum? Og svo var komið að mér... fyrst var það Hanni banni sem skrifaði, o hann er algjört kandífloss! Svo skrifuðu hinir en þeir eru ekki eins miklir sykurpúðar. Jú kannski litli sæti krulluhausinn, hann er algjör bingókúla!! Ó Birgitta, ó Birgitta! Hve mikið ég dái þig! Þegar hún átti að fara að skrifa, gat ég ekki annað en starið, ég var í svo mikilli sæluvímu! Þegar ég gat loksins komið útúr mér orði, bað ég hana um að skrifa nafnið mitt inní diskinn. Hún skrifaði reyndar: Til Særúni Ósk frá Birgittu. Ég meina, ef einhver annar hefði beygt nafnið mitt svona vitlaust hefði ég bara kýlt hann en fyrst þetta var nú bara hún Birgitta, þá var þetta nú allt í lagi. Við verðum nú að gefa henni smá séns, hún er nú einu sinni frá Húsavík.
Ég er búin að hlusta á diskinn í allan dag og vá hvað hann er góður!! Sérstaklega lagið eftir Birgittu sem hún samdi eftir að afi hennar dó. Ég fór bara að gráta og allt og hér sit ég með maskara niður á kinn og bara tími ekki að þurrka þessi tár því að þau eru svo einlæg.
En jæja, ég ætla núna að hlusta á diksinn í 5. skiptið í dag.

GLOSS KOSS!!

Í súkkulaðidagatalinu: Afsteypa af rassinum á Hanna banna.
Í skóinn: Birgittu-húfa, Birgittu-gleraugu og Birgittu-pillur.

laugardagur, desember 13, 2003

TÓNLEIKAR DAGSINS!

Ég var að koma af tónleikum. Þetta voru garg- og sargtónleikar. Það var nefnilega lítill strákur fyrir aftan mig, sonur fyrrverandi kennara míns, sem orgaði allan tímann af því að snakkið hans var búið. Hver kemur með snakk á tónleika? Ekki ég!! Kennarabörn... kolvitlaus alveg.
En systlingurinn minn stóð sig með mikilli prýði í sarginu. Hún er meira að segja farin að spila í takt! Svo slitnaði strengur hjá henni 10 mínútum áður en hún átti að byrja. Vond skita! Hún fékk því lánaða fiðlu hjá vinkonu sinni. En á tónleikunum voru spilaðir margir góðir slagarar á borð við Partýlagið og G-streng. Og viti menn! Stelpufjandinn sem fór að hlæja að nafni síðara lagsins á síðustu tónleikum, fór aftur að hlæja á þessum tónleikum. Hún sökk í sætið sitt... aftur og fékk vond augnaráð... aftur. Stelpan vill ekki láta nafns síns getið.

Í súkkulaðidagatalinu: Sneriltromma
Í skóinn: Súkkulaðijólasveinn sem endaði líf sitt í ruslinu. Einnig fékk ég bangsa sem á að spila Heims um ból þegar ýtt er á maga hans. En hann er bilaður og þegar ýtt er á magann heyrist bara: Biiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. Hann er greinilega í hjartastoppi.

Og já. Það á víst að vera einhvers konar gestabók á þessu vefsetri en að finna hana er eins og að leita að nál í heystakk. Skil samt ekki af hverju þetta heitir gestabók því að enginn er penninn. Þetta er gott dæmi um hluthvarf. Eða var það huglægni? Nú jæja, mér er sama. Gestabókin er bleik af einhverjum ástæðum. Veit ekki af hverju.

föstudagur, desember 12, 2003

Ég hef sagt það áður og segi það enn... mamma mín er ofurkona. Allt sem hún gerir, gerir hún af svo mikilli innlifun og gerir það með hjartanu. Nei ég segi svona. Tilefni þess að ég lofsama hana hér í dag er gullmoli sem spratt af vörum hennar um daginn, moli sem við kvenþjóðin ættum digga. Hún og pabbi voru eitthvað að kítast:

Mamma: "Af hverju tekurðu aldrei upp ryk ef þú sérð það á gólfinu?"
Pabbi: "Af hverju getur þú ekki verið eins vaxin og konurnar í Victoria's Secret sýningunni?"
Mamma: "Ef ég væri það, þá væri ég ekki gift þér!"

FEIS!!

Í súkkulaðidagatalinu: Veit það ekki, dagatalið er fyirr neðan ruslatunnuna og molinn datt ofan í
Í skóinn: Thule í gleri fyrir jólaballið. Jólasveinninn vill greinilega að ég verði óþekk á ballinu svo að hann geti flengt mig vel og rækilega.

fimmtudagur, desember 11, 2003

ÞRAUT DAGSINS!

HVaða kona er þetta og hvað hefur hún gert af sér um árin?Í súkkulaðidagatalinu: Lifur

miðvikudagur, desember 10, 2003

JÓLALAGAPÆLINGAR!

Poppjólalög eru afar sérkennileg fyrirbrigði sem hefur fest klær sínar um jólin. Hver man ekki eftir jólalaginu með Landi og sonum og Júróvisjón laginu sem kallinn í Skítamóral gerði að jólalagi og það kollreið landanum fram og aftur? Gott dæmi um poppjólalagadrottningar eru stöllurnar Helga Möller og Sigga Beinteins. Þessar konur hafa alltaf farið í taugarnar á mér, ekki síst þegar ég heyri jólalög með þeim. Ég tók svo eftir því að framburður þeirra við flutning jólalaganna er hörmulegur. Eins í lagi frk. Möller, Fyrsta aðfangadagskvöld, heyri ég bara: "Fyrsta affaffaffakvöld, fyrsta affaffaffakvöld. Á jólahátíðinni..."
Annað dæmi er lagið Senn koma jólin með Siggu Beinu. Ég veit að textinn á ekki að vera svona en ég heyri alltaf: "Og senn koma jólin, kviknar í húsinu!"
Eigi veit ég hvað segja skal, kannski þarf að skafa út úr eyrunum á mér eða að það þarf að senda þessar söngkonur til talmeinafræðings. En eitt veit ég... ég er ekki sú eina sem heyri þetta.Þetta vill Sigga að komi fyrir þig um jólin. Er hún ekki vond kona?

Í súkkulaðidagatalinu: Man það ekki

þriðjudagur, desember 09, 2003

BLOGG DAGSINS!

Meira að segja sveinki sjálfur bara dottinn í blogggryfjuna. Sko kallinn! Hann er svo sannarlega ekki dauður úr öllum æðum, ónei!Hvað ætli sveinki sé að skoða?!?

mánudagur, desember 08, 2003

LALLI DAGSINS!

Í sakleysi mínu var ég að læra í gær fyrir latínupróf. Rosa rosa rosam rosae rosae rosa. Allt í einu heyrði ég þessi þvílíku kokhljóð fyrir utan og var mér því litið út um gluggann. Og var þá kallinn bara ekki mættur... sjálfur Lalli Johns! Hann var að gera sér glaðan dag og ákvað að æla á nágrannahúsið. Sem var bara gott hjá honum, betra en að gera það á miðri götu. En það sem vakti furðu mína var að hann var með einhverjum polla sem er kannski á svipuðum aldri og ég. Á Lalli þá kannski son eða er hann búinn að stofna einhvers konar klíku? Lalli's devils!!
En hvað um það... Lalli sá greinilega að það var einhver að horfa á hann í gegnum rimlagardínurnar og ákvað að líta aðeins upp úr ælunni og horfa inn um gluggann. Þá varð ég sko hrædd þannig að ég hætti bara að horfa og leyfði honum að klára að gubba. En þegar hann var búinn að ljúka sig af, labbaði hann að glugganum og kíkti inn. Og hjartað bara: Búmmbúmm búmm búmm búmm. Núna skil ég hvernig mömmu leið þegar hún ætlaði að ná í mig af busaballinu í 3. bekk og hann var fyrir framan Kaffi Reykjavík og settist bara á húddið á bílnum hennar. Það hefur verið vond skita!!
En Lalli lallaði bara í burtu fyrst hann sá engan í glugganum og eflaust hefur hann líka ælt á næsta hús.Í súkkulaðidagatalinu: Pakki

sunnudagur, desember 07, 2003

SVEKKELSI DAGSINS!

Ég fór áðan í mat til ömmu og afa í afa-læri. Núna er afi bara með eitt læri. Nei við kölluð alltaf lærin sem eru af kindunum hans, afa-læri. Systir mín missti úr sér augun þegar hún sá broddgelti eðla sig og tilkynnti öllum það að broddgeltir ríða eins og hundar. Eftir afa-lærið, hoppaði afi á einum fæti yfir að sjónvarpinu og horfði á fréttirnar. Síðan sagði hann við mig að þessi væri nú lík mér... ég kipptist öll til og skaust að sjónvarpinu í von um að hann væri að líkja mér við einhverja ofurskutlu. En nei... hann líkti mér við þessa:Þetta er sem sagt eiginkona Putins sem er forseti Rússlands. Sjáið þið svip? Nei ég held ekki!! Afi á sko ekki sjö dagana sæla á næstunni!!

laugardagur, desember 06, 2003

SLÚÐUR DAGSINS!

Föstudagar eru slúðurdagar á mínu heimili. Reyndar eru allir dagar slúðurdagar en á föstudögum er mamma alltaf búin að fiska eitthvað sérstaklega gott í soðið. Slúðrið þennan föstudaginn var ekkert venjulegt slúður, heldur slúður sem mun koma í Séð og heyrt en er ekki komið þangað enn. Slúður sem mun kannski fylla huga þinn af viðbjóði eða að þér sé alveg skítsama.

Slúðrið er um þjóðþekktan mann, hafnfirskan mann. Hann hefur sungið sig í gegnum hug og hjarta þjóðarinnar með sínum gervitönnum. Þetta er enginn annar en Bó Halldórs!! Fyrir þá sem ekki vita þá hefur hann verið giftur í mörg mörg ár og með konu sinni á hann 2 börn sem eru einnig þjóðþekktir einstaklingar. Hann er talinn vera mjög mikill sjarmör og sést það best í þessu slúðri. Hann nefnilega HÉLT FRAMHJÁ eiginkonu sinni! Og það ekki með hverri sem er, ónei, heldur gerði hann það með 25 ára gamalli konu sem gæti þess vegna verið dóttir hans. Og hérna kemur aðalsjokkið: Þessi kona fæddi honum barn!! Bó er s.s. orðinn pabbi á ný og er að skilja við konu sína. Hann var nýbúinn að festa kaup á íbúð í Hafnarfirði (ekki svo langt frá mínu húsi. Ég er skítug fyrir það) en sú íbúð er nú komin á sölu. Það er búið að sýna hana í Innlit útlit, "frábært rými, brilliant" og allt það og svo er Bó gestur í þættinum Sjálfstætt fólk annað kvöld. Jæja nú hefur hann svo sannarlega skotið sig í fótinn og núna getur Björk Níelsdóttir ekki verið stolt af því að Bó átti heima i húsinu hennar. Þessi maður hefur gjörsamlega engar tilfinningar!! Stöndum saman, hættum að hlusta á Bó og förum með skilti fyrir framan heimili hans sem á stendur: "BÓ ÞÓ!"

SVAR VIÐ GETRAUN:

Konan á mynd nr. 1 er einhver leikkona. En hún lék persónu í þættinum Just shoot me (byssan) og hét persónan Nina van HORN. Á mynd nr. 3 eru víkingar og bæði hafa þeir HORN á hjálmum sínum og drukku úr HORNUM. Á næstu mynd er hann Mozart að spóka sig en hann samdi afar marga HORN konserta. Hún Heidi litla var síðan alltaf að passa geitur og hvað hafa þær á hausnum? Jú mikið rétt.... HORN!
Svarið er s.s. feitletrað. Já krakkar mínir. Þetta var svona auðvelt.

Í súkkulaðidagatalinu: Búklaus jólasveinn

föstudagur, desember 05, 2003

HVAÐ ER SAMEIGINLEGT MEÐ ÞESSUM MYNDUM?Í súkkulaðidagatalinu: Íkorni

fimmtudagur, desember 04, 2003

HVER ER GLAÐI MAÐURINN SEM BENDIR Á ÞIG?Ef þið hafið ekki Guðmund um hver þetta er, þá skal ég kannski vera góð og gefa vísbendingar.

Í súkkulaðidagatalinu: Fjögurra laufa smári

miðvikudagur, desember 03, 2003

SKANDINAVÍSKASTA SPURNING SEM TIL ER...

Fær græni ísinn að svíkja í Finnmörk í Noregi?


Í súkkulaðidagatalinu: Jólapakki

þriðjudagur, desember 02, 2003

UPPGÖTVANIR DAGSINS!

1. Baðherbergisgardínur á klósetti nr. 2 eru gegnsæjar. Ég á víst fan-club og allt! Endilega skráið ykkur í hann.... alltaf pláss fyrir fleiri. Fundir fyrir framan gluggann kl. 20 alla daga.

2. Who let the dogs out? Það er greinilegt að litlir Sókratesar og litlar Sókrateresur eiga eftir að hlaupa um hverfið á næstunni því að nágrannatíkin er á lóðaríi. Getnaðurinn hefur þó ekki átt sér stað.

3. Maður fær heiftarlega vindverki af of miklu piparkökuáti. Nefni engin nöfn.

4. Fólk um hvippinn og hvappinn er búið að linka við mig þannig að ég mun endurgreiða greiðann. En kunna endur að greiða sér með greiðu?Það er greinilegt að þessi fartari hefur verið að stelast í piparkökurnar á bænum!

Í súkkulaðidagatalinu: Stjarna

mánudagur, desember 01, 2003

FYRIRLESTURINN!

Tölvufræði er skemmtilegt fag enda stóðum við stöllurnar í 4.B. okkur svo vel áðan við flutning fyrirlestrarins um ferð okkar til Kýpur, að álitið á þessu fagi reis allavega um helming.
Í ferðinni gætti ýmissa grasa, m.a. hittum við þátttakendur í Herra Heimi á ströndinni og þeir buðu okkur að vera með í myndatöku. Síðan var keppnin daginn eftir og okkar menn unnu allt en Herra Mexíkó sem var hönkið hennar Bjarkar, fékk titilinn Herra Leggir. Gaurinn minn hann Herra USA varð í öðru sæti en það var allt í lagi. Eftir mikið partý buðu þeir okkur í skemmtisiglingu um Miðjarðarhafið á skipinu The Dandy Sailorman og eyddum þar jólunum. Móa dró upp hangikjötslæri úr vasanum og gátum við því haldið gleðileg jól. Eftir viku af endalausu djúsþambi, kanínufóðri og sólböðum, var komið gamlárskvöld. Horfðum á kýpverskt áramótaskaup og fórum svo í partý með fallegu fólki. Djúsið var teigað og daginn eftir fórum við í skoðunarferð um Limassol (Haha! Typpasól!) og fórum á Shakespeare leikrit í rústuðu leikhúsi. Daginn eftir, vörutalningadaginn mikla 2. janúar, var farið í verslunarferð og keypt korselett í massavís. Þegar á hótelið var komið skelltum við okkur á líkamsræktarstöðina Hot Steam Sex-machine og tókum þátt í vaxtarræktarkeppninni Glorious Women in bathing-suits or nothing. Við unnum auðvitað og fórum svo í hand- og fótsnyrtingu. Daginn eftir reyndu djöflabörn að kaffæra okkur í sundi og eftir það fórum við í göngutúr. Þar fundum við lítinn hvolp sem við skírðum Hössler og komum honum til rétts eiganda. Það kom á daginn að eigandinn var engin önnur en Eurovisionstjarnan Gimme sem söng lagið One árið 2002 og lenti í 6. sæti. Það var nú bara af því að Ísland var ekki með. Hún bauð okkur í mat og söng fyrir okkur lagið sitt. Annað kom á daginn af því að Gimme var svo karlmaður... en sú skömm. Síðan var tekið til í herberginu og fundust margir smokkar undir rúmum sem enginn vildi vita af. Og svo fórum við heim.

En hvað þetta var skemmtleg ferð. Þrátt fyrir að lesningin hafi gengið ákaflega vel, sást ekki glitta í bros á kennaranum enda er hún með sannkallað stálbros. Rúsínan á pylsuendanum var svo endirinn á Power-point sýningunni sem fjallaði um alla þá djúsdrykkju sem átti sér stað í ferðinni:Juicy juice safinn styrkti þessa ferð.
Juicy juice - djúsalega djúsaður!

laugardagur, nóvember 29, 2003

BÓK DAGSINS!

Þennan virðulega titil fær besta bók sem skrifuð hefur verið. Ég fann hana í rykföllnum kassa um daginn og hoppaði hæð mína þegar ég sá hana. Þetta var uppáhalds bókin mín í æsku og sást það vel á því hversu slefborin hún var – ég slefaði víst mikið sem krakki. Bókin hefur að geyma einn fallegasta boðskap sem að prentaður hefur verið. Bók vikunnar er:

Bangsímon og afmælisveislan


Einn góðan veðurdag kom Bangsímon gangandi eftir stígnum sem lá niður að gömlu trébrúnni. Honum þótti alltaf svo gaman að standa á brúnni og horfa niður í lygnan árstrauminn.
Þegar hann gekk fram hjá háu trjánum datt eitthvað hart á hausinn á honum.
- Sko, hrópaði Bangsímon. Þetta er fallegur köngull!
Bangsímon var svo gagntekinn af að horfa á fallega köngulinn að hann tók ekkert eftir rótarhnyðju sem stóð upp úr götunni. POMP! Hann hrasaði um hnyðjuna og stakkst á höfuðið.
Hann kom niður á miðja brúna sína góðu.
- Hvað er orðið af könglinum mínum? sagði Bangsímon um leið og hann leit upp.
- Æ, æ, hann hefur dottið í ána! Hann horfði á köngulinn fljóta með straumnum.
Þá sá Bangsímon dálítið merkilegt.
- En skrýtið! Köngullinn datt út af brúnni hérna megin en kemur undan henni hinum megin. Ég ætla að prófa þetta aftur.
Bangsímon tíndi fleiri köngla og fáein prik og fór með það yfir á brúna. Hann teygði sig yfir handriðið öðrum megin og henti könglunum og prikunum í ána. Svo hljóp hann yfir að handriðinu hinum megin.
- Þarna er einn, þarna er annar, þarna er prik. Það kemur allt hingað! Og prikin fljóta hraðar en könglarnir, sagði Bangsímon. Ég verð að segja öllum hinum frá þessu!
- Gríslingur! Kaninka! Gúri! Nú kann ég nýjan leik. Hann heitir Bangsaprik. Ég skírði hann í höfuðið á sjálfum mér, sagði Bangsímon. Ég get ekki útskýrt hann en ég ætla að sýna ykkur hann.
Þau fóru niður að ánni.
- Fyrst týna allir fáein prik, sagði Bangsímon. Svo hendum við þeim af brúnni hérna megin og hlaupum síðan yfir á hinn kantinn og gáum hvert okkar vinnur. Eruð þið tilbúin? Hendið þeim núna! Þau hlupu þvert yfir brúna.
- Þarna koma mín prik! hrópaði Gúri.
En þetta voru engin bangsaprik. Það var Eyrnaslapi sem flaut niður ána.
- Hvað er að sjá þig, Eyrnaslapi? kallaði Kaninka. Ertu að bíða eftir að einhver bjargi þér á þurrt land?
- Já, það væri fínt, svaraði asninn og gekk upp og niður í vatninu.
- Hvað gerum við nú? spurði Grislingur.
- Mér dettur ráð í hug, sagði Bangsímon. Við hendum stórum steini rétt hjá Eyrnaslapa. Þá bera öldurnar hann að landi! Þetta þótti öllum þjóðráð nema Eyrnaslapa.
Bangsímon sótti stóran stein og lyfti honum upp á brúarhandriðið. Hann miðaði á blett við hliðina á Eyrnaslapa og skaut föstu skoti. SKVAMP! Steinninn féll afar nærri Eyrnaslapa eða réttara sagt beint ofan á hann.

Ohh... ég get ekki skrifað meir, þetta er svo sárt! Aumingja Eyrnaslapi að fá stein á sig! En það kom á daginn að Tumi tígur hafði hrint honum ofan í ána en Tumi sagðist bara hafa hóstað á hann. Bansímon tók eftir því að Eyrnaslapi var eitthvað slappur á kantinum en það var útaf því að Eyrnaslapi átti afmæli en enginn óskaði honum til hamingju með afmælið! Þau ákváðu því að gefa honum gjafir. Bangsímon ætlaði að gefa honum hunang en hann kláraði allt á leiðinni. Grislingur ætlaði að gefa honum blöðru en hún sprakk þegar að hann klessti á tré. Svo var haldið sörpræs partý og allir voru glaðir til ævi loka! Endir!

Boðskapur sögunnar: Simple mind, simple pleasure!
Leikur dagsins: Bangsaprik

föstudagur, nóvember 28, 2003

ÞAÐ SEM PIRRANDI ER...

... þegar móðirin á heimilinu tekur upp á því að kaupa tannbursta á liðið, hefur þá alla frá Colgate en í mismunandi dökkum litum (grænum, fjólubláum, bláum og öðruvísi bláum). Svo þegar að völt unglingsstúlka kemur heim frá "samkundu" um nótt og ætlar að fara að tannbursta sig, man hún ekkert hvaða tannbursta hún átti! Hún tekur því upp á því að nota bara alla tannburstana! Þessar mæður!!

... stórir auglýsingabæklingar, t.d. frá Elko og Rúmfatalagernum. Það þarf heilt borð til að lesa þá.

... lúðrasveitabúningar, sérstaklega þessir fjólubláu og gulu/gulllituðu. Böndin á öxlinni eiga það til að flækjast í öllu steini léttara, t.d. hurðarhúnum. Þarf ekki að útskýra þetta því að þið þekkið þetta!

... nafnabrandarar af því að þeir eru svo langt frá því að vera fyndnir. Hér koma nokkur dæmi:

A: “Ohh, vanda sig!”
B: “Ég heiti ekki Vanda Sig, ég heiti Guðríður Jóns!”

A: “Drífa sig!”
B: “Ég heiti ekki Drífa Sig, ég heiti Sveinsína Trausta!”

A: “Þegar ég verð gömul, ætla ég að setjast í helgan stein.”
B: “Hver er þessi Helgi Steinn??”

Nafnabrandarar í boði mömmu – maður kallar ekki allt mömmu sína!

... þegar að fjölskyldumeðlimirnir mínir finna alla áfengisfelustaðina mína "ÓVART!"
"Ég opnaði bara hurðina á herberginu þínu og þá datt bara taskan með bjórnum af snaganum"
"Hvaða bjór er þetta í kassanum? Þegar að ég ætlaði að fara að ná í gamlar skólabækur í honum... blasti bara kippa við mér!! Hvernig stendur á þessu? Og hvar fékkstu þetta? Veistu ekki að það er gegn lögum að selja börnum undir lögaldri áfengi?"
Ég verð bara að vona að það finni enginn kippuna sem er inní fataskápnum mínum! :sHérna er ég ásamt nokkrum vel völdum félögum í hátíðarbúningnum okkar. Ég er önnur til vinstri. Sem betur fer er enginn hurðarhúnn sjáanlegur!!

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

HÚN Á AFMÆLI Í DAG!

Afmælisbarnið afþakkar alla blómakransa og skeyti en öll peningjagjöf er vel þegin á reikninginn 061231 í Sparisjóði Hafnarfjarðar.

Fyrir hönd afmælisnefndar

Jón Jónsson

laugardagur, nóvember 15, 2003

BLOGGPÁSA!

Ég ætla að taka mér smá bloggpásu. Kem aftur hress og kát 27. nóvember.

Lesandi: "Af hverju 27. nóvember?"
Ég: "Gaman að þú skildir spyrja, en þá á ég 17 ára afmæli!"

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

HINN EINI SANNI MIÐVIKUDAGUR!

Og hann hlýtur miðvikudagurinn í dag! Já þetta hefur verið viðburðarríkur miððvikudagur get ég svo sannarlega sagt ykkur með kökkinn í hálsinum. (í þessu tilfelli er kökkurinn á stærð við billjardkúlu og fer sífellt stækkandi... ekki spyrja af hverju!) Ég fór í skólann í morgun eftir 3ja daga veikindi, fékk að vita úr líffræðiprófinu mínu og einkunnina get ég talið á annarri hendi. Og getiði nú!!

Svo var spurningakeppni í MR. Núna er ég miklu gáfaðari en ég var í gær af því að ég fékk að vita að Þykkvabæjarsnakk er selt í 90 gramma umbúðum OG 140 gramma umbúðum. Svo er Borgarfjörður líka afar skeljóttur og Jóhanna af Örk er frönsk og barðist í Hundrað-ára-stríðinu. Og geri aðrir betur!!! Ég komst líka að því að spurningakeppnin heitir ekki Rataröskur eins og ég hélt, (Særún silly Billy! Radarar geta ekki öskrað!!) heldur Ratatoskur í höfuðið á einhverjum íkorna sem átti í ástarsambandi við Yggidrasl. Oj, dýrasifjaspjöll! 4.B. tapaði en við megum eiga það að við vorum helvíti góð í hraðaspurningunum!! Gengur bara betur næst.

Svo fór ég í bíó á Finding Nemo með MR. Þetta er frábær mynd en ég var að skíta á mig á köflum. Nei ég var ekki að kúka á kaflana í bókinni minni, heldur var þetta bara svo spennandi mynd. Mæli eindregið með henni! Og núna sit ég við tölvuna og reyni að blogga. Þá legg ég atherslu á REYNI... því að það er einfaldlega ekki að virka. Þetta er einhvern veginn ekki eins og þegar ég byrjaði fyrst á þessu "dópi"... ég hef ekkert að tala um núna. Ég hef því ákveðið að taka mér smá hlé á þessu, fylla upp í gatasigtið og koma svo sprellfjörug til baka! Mér líst vel á það! Kem kannski með eina góða færslu áður en ég legg skóna á hilluna... í smástund.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

ÞAÐ SEM FYNDIÐ ER...

... að klæða gæludýrið sitt í föt. Ég geri nú ekki mikið af því heldur aðallega hún móðir mín. Í gær klæddi hún hundinn okkar í fyrstu barnaskóna mína. Hann passaði þrusuvel í þá en við fyrsta tækifærð sparkaði hann þeim bara í mömmu... gott hjá honum! Það á ekki að koma svona fram við dýr... þótt að það sé ekkert smá fyndið!!
... nýja gælunafnið hans Jónsa í Svörtum fötum: Jónsi í Vitlausu gati! Pabbi heyrði þetta víst í vinnunni sinni. Æi þetta er kannski ekkert fyndið... Maður á ekki að gera grín að kynhneigð fólks.
... nafnið á sögubókinni minni: Samband við miðaldir. Hver veit... kannski heitir einhver Miðaldir og á í sambandið við einhverja! Og ég held að hann myndi ekki vilja að allir vissu það með því að setja það framan á framhaldsskóla-sögubók! Ónei!
... að ef að einhver nær að plata einhvern annan og segir svona: "Haha, þú trúðir mér!" Þá er hægt að kalla þann sem trúði... trúð! "Trúðurinn þinn!"

Þetta er án nokkurs efa lélegasta færslan mín hingað til!Suckin' on the bling bling!

sunnudagur, nóvember 09, 2003

HVER VERÐUR FJÖGURÞÚSUNDASTI GESTURINN?

Verðlaun í boði!Hérna er ég að fara með verðlaunin til vinningshafans. Hver vill ekki fá bleikan sportbíl og tölvu sem er með hendur og kann að keyra?

VERSLUNARMIÐSTÖÐ DAUÐANS!

Svona byrjar Svarta bók: Helvíti var kringla, Kringlan var verslunarmiðstöð. Laugardaginn 8. nóvember fóru tvær ungar hnátur í verslunarleiðangur en það sem þær vissu ekki, var að verslunarmiðstöðin sem þær fóru í var.... VERSLUNARMIÐSTÖÐ DAUÐANS! Það er líka ekki furða því að matsalur verstlinga er einnig staðsettur í sama húsi. Telpurnar með þynnkuna, Björk Níelsdóttir og Særún Ósk Pálmadóttir höfðu gengið inní opinn dauðann... án þess að vita af því.

Fyrst lá leið þeirra í Spútnik. Þær sáu pils sem var saumað úr bolum... þá fyrst fengu þær hugmynd um að það var eitthvað mikið að. Þær fóru í Skífuna, heimsveldi Jóns Ólafssonar og gerðu sér glaðan dag. Björk keypti síðbúnar afmælisgjafir handa fjölskyldunni og Særún keypti sér nýja diskinn með The Strokes. Allt var í lagi þangað til að... þroskaheftur strákur réðst að Særúnu og spurði hvort hún ætti diskinn með Sálinni og Sinfó. Hún varð flemdri slegin, hljóp út og týndi Björk en sem betur fer var hún með gemsa og komst að því að Björk var bara hjá 2 fyrir 2200-rekkanum. Þroskahefti strákurinn sást hvergi þannig að þær borguðu og flýttu sér út... en það sem þær vissu ekki, var að þær voru í þann mund að labba uppí opið ginið á Kebab-skrímslinu ógurlega. Þær ákváðu að fá sér snarl í Kebab húsinu. Afgreiðslukonan kom og var greinilega í vandu skapi. Særún pantaði sér ostborgara en Björk átti eitthvað erfitt með að ákveða sig. Konan ákvað þá bara að dæsa og labba í burtu til að sína þeim að hún hataði þær og einnig vinnuna sína. Særún fékk hamborgarann sinn og Björk fékk franskarnar sínar eftir langa bið. Þetta var svo sannarlega AFGREIÐSLUKONA DAUÐANS því að þegar Særún beit í hamborgarann sinn, var hann hrár og einnig franskarnar hennar Bjarkar. Ekki mátti á tæpara standa því að ef þær hefðu borðað mikið meira af þessu sulli, hefðu þær ekki lifað til að segja þessa ótrúlegu lífsreynslusögu sína. Þær hittu síðan klarinettarana Ingimar og Tómas en þeir voru með nammi. Á meðan þau töluðu saman á fyrstu hæðinni gerðist hreint út sagt magnaður hlutur... það rigndi eina-krónum! Tvisvar sinnum var eina-krónu hent í þau en sem betur fer fékk enginn krónu í sig. Ef þau hefðu verið fyrir neðan Eiffel-turninn og fengið eina krónu í hausinn... hefði krónan drepið þau! Í skelfingu sinni hlupu þau út og fóru heim. Hjúkket! Þau sluppu út úr helvíti!Þetta er Lúsífer... enda er hann í píkupoppshljómsveitinni Westlife

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

FYRIRSÖGNIN!

Ég var að vafra á veraldarvefnum í gær og þegar ég rakst á eina fyrirsögn á mbl.is, þá hélt ég að augun myndu hreinlega detta úr mér:

Berjast fyrir lokun Thulestöðvarinnar

Og ég hugsaði.... hvaða vondu manneskjur vilja láta loka verksmiðjunni sem framleiðir besta bjór í heimi?
Svo ákvað ég nú að kynna mér þetta betur og skrollaði niður. Þá var ekki verið að tala um bjórinn Thule, heldur herstöðina Thule á Grænlandi! Það er víst verið að reka fólk frá heimkynum sínum af því að Kanarnir vilja það af einhverjum ástæðum. Ahhh... sem betur fer!

Ég sé núna hvað áfengisneysla mín er á háu stigi og það er frekar slæmt :s

föstudagur, október 31, 2003

PÆLING DAGSINS!

Ég átti afar athyglisverða pælingu í daginn. Hún spratt upp á þriðjudagnn þegar ég var að læra fyrir latínupróf og var að fletta upp orði í latínubókinni minni sem kennd er við Kristin Ármannsson. Fyrir áhugasama þá var ég að leita að orðinu magister sem er masculinum og þýðir kennari. Eitthvað hef ég farið orðavillt því að mér varð litið á annað orð hinum megin á síðunni og það orð var mamma.

mamma, -ae, f.: brjóst, speni, júgur.

Og þá byrjaði ég að huxa. Mamma er nokkurs konar slanguryrði á Íslandi og þýðir einfaldlega móðir eða kvenkyns uppalandi. Í bíómyndum hef ég oft heyrt að feitir ítalskir pizzukallar eins og Super Mario og Luigi, segja með mikilli innlifun: Mamma mia!! Latína er eins og margir ættu að vita, undirstaða margra tungumála og ætti ítalskan að standa latínunni nærst. Og mér er spurn: Eru Ítalir þá ekki að segja: Mamma mín! eins og ég hef alltaf haldið, heldur: Brjóstin mín!? Ef svo er, þá ætti það að vera af tvennum ástæðum:

1. Brjóst ættu að vera á flestum konum (veit ekki með þessar ítölsku) og sú stund sem er móðir hvað kærust, er þegar hún var með barn sitt á brjósti. Börnin vita þetta og kalla því mömmu sína brjóst eða júgur og á það að minna á þessa ógleymanlegu stund.

2. Ítalir eru sjúkir í brjóst og leggjast svo lágt, að girnast brjóst sinnar eigin móður.

Ég er kannski á villigötum en það er þess virði að gefa sér smá tíma og virkilega pæla í þessu.


fimmtudagur, október 30, 2003

ÁRIÐ '82 - ÞRIÐJI HLUTI

Huhumm... ég ætla bara að biðjast afsökunar á hegðun minni í gær (síðustu færslu) en ég talaði við geðlækninn minn í dag og hann sagði mér að ég var vond stelpa fyrir að verða svona reið útí ykkur. Ég átti ekkert að setja myndina sem ég teiknaði á netið og átti alls ekki að segja að ég ætlaði að stinga ykkur með priki. Það er bara skref aftur á bak í meðferðinni.

En fyrst ég er nú að rifja þetta upp, er ekki best að klára bara rúnku-kalla-söguna? Jú ég held að það sé meira en upplagt! (Geðlæknirinn sagði líka að ég ætti að vera jákvæð og glöð)

Þá var dyrabjöllunni hringt! (Phsycho ískrið) "AHH!" "Opnaðu hurðina... Agnes!" "Hvernig veistu hvað ég heiti?" (Phsycho ískrið) "Það stendur á hurðinni..."
Æi ég nenni ekki að segja meira en það kom s.s. í ljós að bróðir hennar sem bjó með henni, fékk e-n vin sinn til að gera at í henni. Þá biðu hann og nokkrir af vinum hans inni í þvottahúsi og komu aftan að mömmu þar sem hún skalf af hræðslu, og hoppuðu ofan á hana þannig að allt liðið lenti í sófanum og mamma fékk snert af taugaáfalli. Hann gerði þetta til að hefna sín á því þegar að hún og vinkona hennar settu prumpublöðru í rúmið hans. Það vildi svo skemmtilega til, að þegar hann sast á blöðruna... þá var dama með honum í rúminu. Það hefur ekki sést tangur né tetur af þeirri dömu síðan. Þetta var s.s. bara allt smá sprell sem fór í svolítið vitlausa átt því að vinurinn átti ekkert að fara að rúnka sér, átti bara að standa fyrir framan gluggann. Honum fannst greinilega fantasían um skrifstofustúlkuna með ritvélina, svona gífurlega æsandi að hann stóðst ekki mátið og togaði fram bibbann. En í öllum fjölskylduboðum er talað um þessa sögu og finnst mér hún alltaf jafnfyndin... en það finnst mömmu ekki.

Já svona fór um sjóferð þá!

ATH! Ég er ekki hjá geðlækni. Geðlæknirinn er hjá mér!


Svona líta búningarnir út sem allir geðsjúklingarnir eru í þegar þeir reyna fyrir sér í knattleik á geðsjúkrarhælinu.

miðvikudagur, október 29, 2003

ÁRIÐ '82 - ANNAR HLUTI

Núna varð ég fyrir miklum vonbrigðum að hálfu ykkar. Ég sem beið eftir því að þið mynduð geta upp á því hvað gerðist næst. En ónei, ég bað um svo lítið og hvað fæ ég í staðin?? Ekki neitt sem er samasem skítkast af verstu gráðu. Já verstu gráðu! Þótt að ég sjái voða lítið á skjáinn fyrir öllum hrákunum sem frussuðust upp úr mér í reiðikasti mínu, þá ætla ég að leyfa ykkur að heyra óvænta söguendinn sem mér finnst svo ÓGEÐSLEGA fyndinn. Nei ég ætla að láta ykkur þjást... og þjást... og þjást eins og kallinn á myndinni sem ég teiknaði hjá geðlækninum í dag. Já þið getið ímyndað ykkur það að þetta sé ég sem er með... prikið (því að ég nota ekki byssur) og að ÞÚ sért hinn gaurinn!


mánudagur, október 27, 2003

ÁRIÐ '82

Þetta herrans ár var mamma mín jafngömul mér. Hún bjó ein með systkinum sínum í í blokkaríbúð á neðstu hæð í Fossvoginum vegna þess að foreldrar hennar voru sauðfjárbændur í eyðifirði á Vestfjörðum. Á veturna var litli malarvegurinn að bænum alltaf fullur af snjó og það kom bíll þangað einu sinni í viku og það var mjólkurbíllinn. Mamma þurfti því að flytja í bæinn aðeins 15 ára gömul og byrjaði að stunda nám við FÁ. "Mamma, pabbi. Ég verð að byrja að stunda nám við FÁ." Hún var í vélritun hjá Guðríði. Guðríður var alltaf kölluð Pikkríður og þegar að krakkarnir horfðu of mikið á ?lyklaborðið? á ritvélunum, tók hún upp gult límband og teipaði yfir alla stafina. "Næst teipa ég ÞIG en ekki stafina!"

Eitt kvöld þegar mamma sat í makindum sínum í stofunni að vélrita, ákvað hún að vildi fá nammi. "Hey, mig langar í nammi!" Hún skrapp útí sjoppu og á leiðinni til baka, tók hún eftir því að maður á mótorhjóli var að horfa á hana. Þótt að maðurinn hafi vakið áhuga móður minnar, hélt hún sína leið og hélt áfram að vélrita. "Ú þetta er svalur melur! En best að halda áfram að vélrita." Þegar mamma var búin að vélrita í nokkra stund, heyrði hún skringileg hljóð fyrir utan. Henni varð litið útum gluggan og sá hún þar dularfulla manninn á mótorhjólinu vera að rúnka sér fyrir framan gluggann! "Oj! Hann er að rúnka sér fyrir framan gluggann!" Mamma fór í panik og dró fyrir gluggana og ákvað að halda rónni. Stuttu seinna var dyrasímanum hringt. (Phsycho ískrið) Hún svaraði. "Halló, má ég koma inn?" "Nei, ógeðið þitt! Ef þú hættir þessu ekki þá hringi ég á lögregluna!" Hún lagði á og fór að gráta. Hún sturtaði nammipokanum í sig og byrjaði að froðufella. "Umm nammi!" Þá var dyrabjöllunni hringt! (Phsycho ískrið) "AHH!"

Hvað haldið þið að hafi gerst næst?

laugardagur, október 25, 2003

Ég held að það sé ekki hægt að toppa það hvað ég myndast illa. Eða réttara sagt, það er ekki hægt að toppa það hvað ljósmyndarar velja alltaf fullkomna mómentið til að taka myndirnar. Eins og t.d. þetta móment

En þessi er nú allt í lagi :s

fimmtudagur, október 23, 2003

SJÓNVARPSÞÁTTUR DAXINS!

Þessir raunveruleikaþættir eru ekkert nema plága en núna hafa framleiðendur í Bandaríkinni svo sannarlega hitt naglann á höfuðið með besta raunveruleikaþætti norðan Alpafjalla: Queer Eye for a Straight Guy. Fyrir þá sem ekki vita hvaða þáttur þetta er, þá fjallar hann um 5 homma sem taka kynvísan mann og gera hann eiginlega að Barbí-dúkkunni sinni (Ken), fara með hann í klippingu, kaupa á hann föt, kenna honum að elda og innrétta íbúðina hans uppá nýtt. Þetta er svona blanda af Innlit/Útlit, Einn, tveir og elda og Oprah Winfrey. Svo um daginn var ég einmitt að horfa á þennan margrómaða þátt og sá eitt atriði sem vakti mikla kátínu í mínu húmorslausa lífi. Í endann á þættinum kemur hver "hommi" með eina ráðleggingu og homminn sem er með svona bjútí-trix kom með kennslu í því hvernig á að setja á sig rakspíra: (Eða veiðivatn eins og Pési vinur minn kallar þetta)

Sometimes it can be hard to spray after-shave but I've got the perfect formula for that:
SPRAY - DELAY - WALK AWAY!

Svo kom hann með sýnikennslu og allt!! Vá þetta var svo fyndið! Og núna hef ég komist að því að hommar kunna að ríma og þeir eru heví fyndnir því að ég er síhlæjandi þegar ég horfi á þessa þætti. Svo kom annað rím frá þeim þegar þeir voru að skála kampavíni vegna nýja meistaraverksins síns: CHEERS FOR QUEERS!

Skál fyrir þeim!!

sunnudagur, október 19, 2003

SAY WHAT?

Mörg eru misskild orðin:

* Afhenda = að höggva af hönd
* Afturvirkni = samkynhneigð karla
* Arfakóngur = garðyrkjumaður
* Baktería = hommaveitingabúð
* Búðingur = verslunarmaður
* Dráttarkúla = eista
* Dráttarvél = titrari
* Dráttarvextir = meðlag, barnabætur
* Féhirðir = þjófur
* Flygill = flugmaur
* Forhertur = maður með harðlífi
* Formælandi = sá sem blótar mikið
* Frumvarp = fyrsta egg fugla
* Glasabarn = barn getið á fylleríi
* Handrið = sjálfsfróun
* Hangikjöt = afslappaður getnaðarlimur
* Heimskautafari = tryggur eigimaður
* Herðakistill = bakpoki
* Hleypa brúnum = kúka
* Iðrun = uppköst, niðurgangur
* Kóngsvörn = forhúð
* Kúlulegur = feitur
* Kópía = hjákona
* Kviðlingur = fóstur
* Líkhús = raðhús
* Lóðarí = lyftingar
* Loðnutorfa = lífbeinshæð konu
* Maki = sminka
* Meinloka = plástur
* Nábýli = kirkjugarður
* Náungi = maður sem deyr ungur
* Neitandi = bankastjóri
* Pottormar = spaghetti
* Riðvörn = skírlífisbelti
* Ringulreið = grúppusex
* Sambúð = kaupfélag
* Samdráttur = grúppusex
* Skautahlaupari = lauslátur karlmaður
* Skautbúningur = kvenmannsnærbuxur
* Tíðaskarð = skaut konu
* Undandráttur = ótímabært sáðlát
* Undaneldi = brunarústir
* Upphlutur = brjóstahaldari
* Uppskafningur = vegheflisstjóri
* Úrslit = bilun í úri
* Veiðivatn = rakspíri
* Vindlingur = veðurfræðingur
* Vökustaur = hlandsprengur að morgni
* Öryrki = sá sem er fljótur að yrkja

Og ef þið haldið að ég hafi samið þetta, þá eru það ekki satt.

þriðjudagur, október 14, 2003

SVEINBJÖRGIN!

Pikköpp línur eru ekki venjulegar línur. Ekki línudans, ekki línuskautar og alls ekki lína.net. Þær bjarga sveinum... og eru því sveinbjargir. En svo eru sumir sem bara kunna ekki á sveinbjargirnar. Það er útaf því að þeir kunna ekki réttu pikköpp línurnar. En eins og alltaf kann Særún ráð við öllum fjandanum. Ég ætla nefnilega að kenna þér nokkrar pikköpp línur, karlkyns lesandi góður, aðallega útaf tilkomandi árshátíð MR-inga sem verður háð á Breiðvangi næsta fimmtudag. Og þá byrjar kennslan:

1. Þú heitir Villi, Hilli eða bara jafnvel Lilli. Þú ert geeeeðveikur töffari og þú veist það! Þú sérð alveg mergjaða gellu sem þú diggar í tætlur! Þú gengur að henni með Súperman göngulaginu og Stifler lúkkið er að springa, það er svo yfirvegað. Þú vilt sýna henni að þú ert sannur MR-ingur, að þú ert gáfaður, að þú ert karlmaður sem kann að ríma. Þú segir við hana:

"Vantar þig snilla með tilla? Hringdu þá í Villa!"

Gellan fellur fyrir þér... á gólfið og þú flýgur með hana burt í Súperman búningnum, leggur hana á næsta ský og... tekur hana! Ef þetta virkar ekki, þá er stelpan annaðhvort heyrnarlaus eða dofin. Það getur gerst að þetta virki ekki strax en bíddu spakur. Hún kemur um hæl.

-------

2. Þú sérð gellu við barinn sem er að fá sér vatn. Þú ákveður að grípa tækifærið og vilt vera bæði fyndinn og sjarmerandi í senn. Þú gengur að henni, biður um vatn og á meðan það er á leiðinni, gjóir þú augunum til hennar og blikkar hana létt. *blikk* Ef hún horfir á þig, þá veistu að þú átt hana. Þegar þú ert komin með glasið í hendina snýrðu þér að henni og segir:

"Vissir þú að vatn er það hollasta sem til er fyrir fallega líkama eins og þinn?" (Skvettir vatninu yfir hana) "Núna mun kroppurinn þinn vera fallegur að eilífu!"

Stundum hefur það komið fyrir að hún verði svolítið reið, en óttastu ekki, hún verður ekki mikið reið. Ef það gerist er best að slá þessu upp í aðra pikköpp línu með því að bjóða henni skyrtuna þína til að þurrka sig. Svo má hjálpa henni með það að vild.

-------

Vonandi gat ég hjálpað með þessari kennslu og munið... þessar sveinbjargir hafa verið prófaðar áður af þaulreyndum köppum og eru því prófessjonal. Ég myndi nefnilega aldrei ráðleggja ykkur einhverja vitleysu!

laugardagur, október 11, 2003

ÞAÐ SEM Á DAGA MÍNA HEFUR DRIFIÐ...

... mamma ætlar að fara í kirkjukór!
... mamma þarf að fara í inntökupróf og presturinn þarf að vera viðstaddur. Hann hleypir nú ekki hvaða rödd sem er inn í Guðs hús.
... mamma er núna að æfa sig fyrir inntökuprófið. Er að þrífa, hlustar á Papana og gólar: "Já það er lotterí, já það er lotterí og ég tek þátt í því!"
... hundar eru líka með fílapensla. Það er s.s. ekkert fyndið en þeir eru bara svo heví stórir!!
... ég kastaði svefnpoka (óvart) í pabba um síðustu helgi. Ég kastaði pokanum niður um lúguna sem fer niður í kjallara og það vildi svo skemmtilega til að pabbi var að labba í rólegheitum fram hjá stiganum fyrir neðan. Hann fékk pokann í hausinn og slengdist upp að vegg. Hann er með kúlu og finnst það ekki fyndið. En það finnst mér!
... ég gerði enskuverkefni um Christina Aguliera fyrir systir mína í gær. Allar stafsetningavillurnar sem hún gerði fóru svo í taugarnar á mér að ég ákvað bara að gera verkefnið fyrir hana! Og núna veit ég ALLT um hana... það er fyndið og sorglegt í senn.
... það er systrafélagsfundur heima hjá mér í kvöld. En það mætir bara u.þ.b. helmingur vegna veikinda, brúðkaupa og leiklistarferðalaga. Það verður fámennt... en góðmennt.

þriðjudagur, október 07, 2003

Ég fann þessa ensku smásögu í tölvunni sem ég gerði í 9. bekk. VARÚÐ: HÚN ER LÖÖÖNG. Þetta er svo mikið bull!

The big tree

One day, Sally Jackson, a 19 year old student in London, was walking in the park. It was a Friday afternoon and she was so glad that the weekend had already started. The sun was shining, the birds sang and the bumblebees buzzed. She noticed that there was an old lady standing next to a lamp post and she was looking at a big tree. Sally didn’t really wonder about this so she kept on walking. Suddenly she heard a bang and looked back. The people ran out of the park and an old lady lay on the ground. It was the same women who had been watching the tree. She had been shot! She hid behind a tree and saw a man dressed in black run towards the body and he took her handbag. He stood next to the body for a minute and looked around. Sally was so scared that she started to cry and she couldn’t stop the tears. The man heard her and started walking towards the tree. Sally ran away and the man was following her. She ran as fast as she could but she was faster than him. Sally looked back but she couldt’n see him. She ran into an alley and went behind a dustbin and stayed there for a while. She thougt about what she had seen and knew that this was a case for the police to handle.
Sally went to the policestation and talked to the police commissioner.

“Hello, my name is Sally Jackson and I was in the park today and I witnessed a murder!”
“Oh, a horrable murder indeed. Mr. Falker is on this case and you can talk to him for further informations.”
“Thank you very much”
Mr. Falker was a handsome man and Sally felt a connection with him the first minute she laid eyes on him.
“Hello, my name is Sally Jackson and I witnessed the murder in the park this afternoon.”
“Yes, the Memphis case” said Mr. Falker.
“The Memphis case?” asked Sally.
“Yes, the woman’s name was Alexandra Memphis, a 65 year old jewelrystore owner in London. Her late husband was Jonathan Memphis, a stockbroker which had been shot in the same park 10 years ago. We found out that he was a drugdealer with some very angry clients.
“What a horrible story!” said Sally.
“So, I have been told that you saw the murderer”
“Yes, but I didn’t see his face but I saw a tattoo on his hand shaped like a red triangle with some animal in the middle.”
“Was it a snake?” asked Mr. Falker.
“Yes, I think so”
“It was the sign of Mr. Memphis’s company and all his drugdealers had this tattoo. Now we know that the murderer has to be one of his dealers.”
“But what if the murderer or the one who is behind this wanted someone to see this tattoo to make that person think that this is a dealer from Mr. Memphis’s company?”
“Very clever, Mrs. Jackson.” said Mr. Falker.
“Please call me Sally”
“All right, Sally. Tell me, did you see anything peculiar in the park?”
“Well yes I did. The old lady was staring at a big tree in the park. And just few seconds after, she got shot. So there has to be something about that tree”
“Should we maybe take a walk to this tree?”
“Yes” said Sally.

Sally really liked Mr. Falker and thought that he was a gentleman and they are not very common in London. When they came to the tree, they didn’t find anything but Sally found a big hole under the tree.
“What can this be?”
“I think that there is something in there”
Mr. Falker pulled a brown paper bag out from the hole. He opened it and there were many bags with white powder in it.
“This is cocaine!” said Mr. Falker after he tasted the white powder.
“Now I see why they wanted to kill Mr. Memphis and his wife” said Sally.
“But why did they kill Mrs. Memphis?”
“Well, I don’t know. Maybe she knew something about these drugs” said Sally.
“Well, you are very good at this. Maybe you should be an investigator when you grow up”
“Yes, I’ve always wanted to be an investigator! Maybe I will.”
“I think that we should take this to the station and figure out a plan for how we can catch these crooks”

They went to the station and figures out a plan. They were going to hide behind some bushes tonight and put the drugs in the hole. And if somebody tries to get them, Mr. Falker will arrest him or them. It was the perfect plan.

Sally and Mr. Falker met at the station and walked together to the tree. They were both dressed in black so that they wouldn’t be noticed in the dark. They went behind the bushes and stayed there for many hours. At 2 o’clock, a man dressed in black came running towards the tree. Mr. Falker sneaked up to the man and seized him. He handcuffed him and went with him to the station. And Sally was right, the killer wasn’t one of Mr. Memphis dealers. It was his uncle who only wanted to inherit his money and his company because he was his only family exept for his wife so that was the reason for killing the old lady. He also used drugs so that’s why he wanted the drugs under the tree.

Sally then became an investigator and started to date Mr. Falker. They got married and lived happily ever
after. Now you can see that a little bit of action can bring two people together.

Boðskapur daxins: Smá hasar getur komið tveim manneskjum saman! En sætt...

mánudagur, október 06, 2003

BRANDARAR DAXINS!

Ég var að skoða outbogsið (úthólfið á góðri íslensku) hjá systur minni sem er 12 ára um daginn og raxt á nokkra ömurlega-fyndna barandara sem hún náði í einhvers staðar. Þeir hljóma svona:

- Varð afi reiður þegar tollurinn lét hann strippa um daginn?
- Nei nei. Hann fann gleraugun sín!

- Hver er munurinn á moskítóflugu og ljósku?
- Flugan hættir að sjúga þegar þú slærð!

- Þjónn, fiskurinn smakkast eins og strokleður!
- Það er gott að þér líkaði sæbjúgun!


Já... hver hefur sinn húmor og þeir sem sömdu þessa "brandara" hafa AFAR sérstaka kímni!

En hérna kemur einn góður:

- What do cows do to entertain themselves?
- They go to the moooooooovies!


Vá hann er svo fyndinn að ég er bara að hlæja! Vá marr!

föstudagur, október 03, 2003

Í DAG....

... munu verstlingar deyja!!

Nema einn... hún/hann fær jógúrt í hárið á sér sem hún/hann var allan morgun að slétta með 12000 volta sléttujárninu sínu sem er það besta á markaðnum í dag.

þriðjudagur, september 30, 2003

ÞARFAÞING MÁNAÐARINS!

Nú er kominn á markaðinn nýr áfengismælir; CA2000. Það eina sem þú þarft að gera er að blása í 5 sekúndur og mælirinn sýnir þér nákvæmt alkóhólmagn. Núna kostar hann aðeins 9.995 kr.- í Elko sem eru ekkert annað en kjarakaup. Hver hefur ekki lent í þeirri aðstæðu, að vilja allt í einu fá að vita hvað hann er með mikið áfengi í blóðinu? Þá væri nú gott að geta gripið í nýja áfengismælinn sem fæst aðeins í Elko. Til að prufukeyra gripinn, fóru nokkrir Elko menn nú á dögunum, og gáfu Lalla Johns og félögum nokkra mæla til að fara nú ekki útí vitlausuna... enn á ný.

ELKO - FYRIR ÞÍNA ÞÁGU!

(smáaletrið:mælirinneríábyrgðíaðeinstvodaga,ekkiyfirhelgi.Svoerþettalíkadraslsemáheimaíklósettinueðaáöðrumskítastöðumeinsogversló)

laugardagur, september 27, 2003

GLEÐI- OG DRAUMAHORNIÐ!

Gleði daxins er mikil því að ný fjarstýring af sjónvarpi mínu var að lenda í híbýlum mínum! Ég fékk hana reyndar í gær eftir 4 mánaða pirring því að takkarnir þeirri gömlu fóru að beila á mér einn af örðum. Fyrst var það nr. 1 og 3 (Stöð 2 og Skjár einn) Þá varð ég að notast við upp og niður takkana en þeir biluðu svo nokkrum dögum seinna, huxanlega vegna ofnotkunar. Svo var það takki nr. 2 (RÚV) og svo nr. 4 (Popptíví) Það eina sem ég hafði var þá Omega á takka nr. 5 og Stöð 2 á takka nr. 6 þegar það voru óruglaðar fréttir. Pabbi kom með fjarstýringu handa mér í nótt eftir margra mánaða bið en gat ekki beðið til morguns... grrrr. Af einhverjum ástæðum kom hann heim kl. 12 úr vinnunni og þá var ég sofnuð fyrir klukkutíma síðan (Ég er orðin eins og mamma og amma... dey svefndauða kl. 10-11 á kvöldin) Allt í einu var ljósið kveikt, akkúrat á þeirri stundu þegar sæti spanjólinn Pablo var að fara að kyssa mig blautum suðrænum heitum kossi. Pabbi: ÉG MUN HEBBNA MÍN!! Hann byrjaði að kenna mér á fjarstýringuna og ég mummlaði bara já öðru hverju svo að ég gæti byrjað aftur á draumnum sem fyrst. Hann fór hálftíma síðar og ég var orðin meistari fjarstýringanotkunar án þess að vita af því. Loxins gat draumurinn byrjað aftur. Pablo var horfinn og ég var komin í dönskustofuna. Ohhh... þarna var frk. Kærlighed-kneller (Ástríður) öðru nafni Ebba komin og stóð yfir okkur með prik og lét okkur þýða stíl um sögu MR:

Skolen blev tegnet af rigsbygmesteren af Danmark, etatsåd Jörgen Hansen og den blev drevet efter dansk reglement om latinskoler. Huset, som i dagligtsprog nævens Den gamle skole blev viet året atten hundrede seksogfyrre. Skolen blev opringeligt nævnt Den lærde skole; senere Latinskolen og nu Reykjavík Gymansium.

Allt í einu öskraði Ebba: "Hættið að geyfla ykkur í framan og haldið áfram með stílinn! Þetta er alveg ÓÞOLANDI!!" Þá leit ég til hliðar og þá var allur bekkurinn með krampa í andlitinu sem færðist niður í hendur og allur 4.B. lá á gólfinu í flogakasti nema ég. Ég fór að hlæja en þá fékk ég líka svona kast. Svo vaknaði ég og kipptist öll til eins og í kastinu í draumnum. Vá, þetta var raunverulegra en þegar ég labba fram að bryggju í draumi og vakna með fiðring í maganum.

Já krakkar, fjarstýringar eru af hinu illa... líka danska.

fimmtudagur, september 25, 2003

SVAR DAXINS!

Ég er komin með svarið við óskilningi daxins: Kokeilsósa var á árum áður búin til, til þess að hafa með rækjuKOKTEIL. Þá var rækjum og e-u sulli dýft í sósu sem samanstendur af majónesi, tómatsósu og SINNEPI! Með tímanum hættu rækjur að vera móðens og eftir stóð sósan sem hélt sinni upprunalegu merkingu: kokteil-sósa!

Upplýsingar í boði Finnboga - Finnbó... ekkert líkur Bó!

Svo fær Hildigunnur tónheyrnarkennarinn minn góði, þann heiður að vera ein af börnum Guðs.

mánudagur, september 22, 2003

ÓSKILNINGUR DAXINS!

Ég skil ekki þá þörf föður míns, að hafa kokteilsósu með öllum mat! Þá meina ég öllum: steiktum fiski, pizzu, kjúdlingi, samlokum, rúgbrauði og svo lengi mætti telja. Fyrir þá sem ekki vita, samanstendur sósan af my-own-ass-i (majónesi) og túmatsósu. Majónes= fita, og túmatsósa=... örugglega mikil fita líka. Svo verður hann bara svaka hissa þegar vigtin sínir stærri tölu en mánuðinum áður: "Hva... ég skil þetta ekki. Og ég sem er ekki búinn að borða neitt óhollt í langan tíma!!" Karlkindin... óskiljanlegur fylgihlutur konunnar.

Svo skil ég ekki heldur (ATH! Ég skil ekki mikið) af hverju kokteilsósa heitir kokteilsósa. Ekki er kokteil og sósu blandað saman. Hvaðan kemur þessi kokteill? Kannski mólotovkokteill? (Las í Andrea elsker mig að það væri sprengja :p ) Svar óskast... og það fljótt, því ég er að verða brjáluð. Skellibjalla... ég ætla að bíta þig í skólanum!! Grr...

laugardagur, september 20, 2003

PÓSTKORT DAXINS!

Um daginn fékk ég póstkort. Póstkort frá þýskum vini mínum. Þýskum vini mínum sem segir alltaf sögur. Sögur sem hafa ekkert ,,fútt”. ,,Fútt” er ekki til í hans orðaforða. Enda er hann Þjóðverji. Póstkortið hljóðar svona:

Hi Saerún!

Greetings from “Marseillan Plage” in South-France! I am spending great holidays here with my friends. The weather is really good and we are having a lot of fun. We are staying on a camping-side where we cook or grill our own food! :) And off course we go swimming in the Mediterranean Sea every day or drink a beer to cool down from the hot weather.

Bye-bye Christoph!


Hann er ekki Þjóðverji fyrir ekki neitt. Ónei!

Svo vil ég leggja fram obinberlega kvörtun til póstþjónustu almennt. Póstkortið var sent 19. júlí og ég fékk það fyrir 2 vikum… sem er auðvitað ekki nógu gott. Hvað varð um gömlu góðu bréfdúfurnar??

miðvikudagur, september 17, 2003

SAMTAL DAXINS!

Systir: Þegar stelpur byrja á túr, byrja strákar að fá sáðlát.
Pabbi: Já... draumkuntu! Huhuhuhuhuhuhu
S: Hvað er drumbkunta? Eitthvað dónó?
P: Sjáðu nú til... þegar strákar fá DRAUMKUNTU, þá fá þeir sáðlát í svefni.
S: Ha... fer þá brúnt í rúmið?
P: Neinei... það fer vanilluís í rúmið.
Ég: Oj pabbi, ég er að reyna að borða hérna!!! Ómægod!!
P: Vanilluís??

Ég ætla aldrei að borða vanilluís

föstudagur, september 12, 2003

UPPGÖTVANIR DAXINS!

1. Pabbi minn er hörmulegur lagasmiður. Í gær heyrði ég hann góla lítinn lagstúf um hundinn minn á meðan hann var að reima skóna sína fyrir daglegan göngutúr feðganna. Ekki nóg með það að tegstinn var hræðilegur, heldur söng hann aðra hverja línu eins og Bee Gees, í falsettu held ég að það heiti, og hinar eins og Pavarotti.... með misgóðum árangri. Og hérna er afraksturinn:

Sjúddírarí Sókrates
slefið sveiflast upp á fés.
Sjúddírarí Sókrates
Playboy og Hustler mikið les.


Úff, þetta er rosalegt!!

2. Ég komst að því í sögutíma hjá Helga Ingólfs fyrir stuttu, að þegar Bretland er teiknað með landamærum Skotlands lítur það alveg út eins og.... já ég skal segja það... stór og stæðilegur limur! Og nei... ég er ekki með typpi á heilanum krakkar mínir! Þetta er líka alveg rosalegt!!

3. Það er ekki gott að láta sprengja nammipoka við eyrað á manni... sérstaklega ekki í enskutímum. Og nei, ég fékk ekki verk í eyrað heldur í hausinn! Afar furðulegt! Köld eru enskukennara-augnaráðin.

þriðjudagur, september 09, 2003

Ó-JÓGÚRT VIKUNNAR!

“Til eru mörg ó-jógúrtin Dæda mín”, var afi vanur að segja við mig áður en ég fór að sofa þegar ég var hjá honum og ömmu í sveitinni á sumrin. Ég er hætt leit minni að hinu eina sanna ó-jógúrti afi minn, því að ég hef heldur betur fundið það. Frá belju á Skerðingsstöðum í Eyjafirði, mjólkurbíl til Akureyrar, safapressu og áfyllingarvél hjá KEA, vörubíl til Reykjavíkur, hillu í Fjarðarkaupum og innkaupakerru móður minnar hefur það ferðast og endaði ferð sína beint í ísskápnum mínum. Og af einhverjum ástæðum rambaði það í nestispakkann minn í morgun, mér til mikillar mæðu.

Best að vera ekki að tvínóna við hlutina heldur skella gusunni á ykkur: Ó-jógúrt vikunnar er KEA skyr með blóðappelsínum. Meira að segja nafnið skerst inní hjarta mitt því að aldrei myndi ég leggja það á vana minn að borða eitthvað með orðinu blóð- í. Mér fer að svima þegar ég heyri talað um blóð og ekki minnkar sviminn þegar ég sé blóð. T.d. þá snýst allt herbergið núna og bráðum dett ég á gólfið....

(2 mínútum seinna) Jæja, þarna leið yfir mig í smástund. En svo að ég snúi mér nú aftur að skyrinu, þá er þetta frekar ógeðslegt skyr, með svona appelsínu-hýðis-tætlum útum allt. Það inniheldur líka 98 kaloríur í 100 g sem er ekki gott... held ég. Ég ætla ekki að fara yfir í neina næringarfræði hérna en ég ætlaði bara að vara þig við þessu skyri, lesandi góði, því að mér er annt um þig... í alvörunni. En allir hlutir með marga galla hafa a.m.k. einn kost og kostur blóðskyrsins er sá að með dollunni fylgir svona handhæg skeið í 2 hlutum sem er tvímælalaust til mikilla þæginda.

Ef ég ætti að velja Húsavík eða Akureyri þá væri það Húsavík. Potter!!

KEA skyr með blóðappelsínum= 1 logsuðutæki

sunnudagur, september 07, 2003

REGS OG PEGS DAXINS!

Vondar kartöflur


Kona var að kvarta undan kartöflum í Velvakanda sl. sunnudag. Er ég henni alveg sammála og finnst ástandið aldrei hafa verið svona slæmt áður. (Kannski ekki árið 1700 og súrkál þegar kartöflur voru ekki einu sinni til! Vertu ánægð með það sem þú hefur... manneskja) Það eru svartir blettir á kartöflunum af því að þær hafa verið blautar í pokunum. (Það er líka rigning á þessu landi allan ársins hring! Og kartöflur eru mannlegar... það eru flest allir með fæðingarbletti!) Þegar keyptar eru kartöflur þarf að taka þær strax úr pokanum þegar heim er komið, annars eyðileggjast þær. (Ráð daxins gjössovel!)
Það finnst mörgum gott að borða kartöflur (Nei er það?!?) með hýðinu (Nei ekki mér) en í ár hefur það ekki verið hægt. Finnst mér að kartöflubændur ættu að taka þetta til alvarlegrar athugunar því ég veit að ég tala fyrir hönd margra. (Og heyriði það kartöflubændur!! Það verður að gera eitthvað í þessu... og það strags!!)


Það sem hægt er að nöldra yfir kartöbblum... og það í Velvakanda. En “sem betur fer” byrjaði RÚV aftur með Leiðindarljós því ef svo væri ekki, væru dagmömmur og frystihúsakvensur á Kópaskeri og konur úr Vesturbænum ennþá að kvarta í Velvakandi því að lífið hefur bara engan tilgang og er gjörsamlega ómögulegt án Leiðindaljóss. En í staðinn eru það kartöbblur. Jeminn eini!

Rappanúlí in da krímhás

þriðjudagur, september 02, 2003

BRANDARI DAXINS!!

Þrjár konur lentu saman í bílslysi og dóu allar og fóru saman til himna. Þar tók Lykla-Pétur á móti þeim og sagði: Við höfum bara eina reglu hér og hún er sú að það er bannað að stíga á endurnar. síðan fengu þær að fara inn um himnahliðið og það voru endur út um allt. Það var næstum ómögulegt að stíga ekki ofan á einhverja þeirra og þó þær pössuðu sig eins vel og þær gátu fór svo að ein þeirra steig ofan á eina öndina. Um leið kom Lykla-Pétur með þann ljótasta mann sem hún hafði augum litið. Lykla-Pétur hlekkjaði þau saman og sagði: Refsing þín fyrir að stíga ofan á önd er sú að þú verður hlekkjuð við þennan þennan mann að eilífu. Daginn eftir lendir kona númer tvö í því að stíga ofan á önd og um leið birtist Lykla-Pétur með annan skelfilega ljótan mann og hlekkir þau saman með sömu ummælunum. Þriðja konan sem hafði fylgst með þessu öllu og vildi alls ekki lenda í því sama og þær, passaði sig alveg sérstaklega hvar hún steig niður. Henni tókst að þrauka mánuðum saman en einn daginn kom Lykla-Pétur með þann fallegast mann sem hún hafði séð. Löng augnhár, massaður, grannur og allur pakkinn !!! Hin heppna kona stundi: Ekki veit ég hvað ég gerði til að verðskulda að vera hlekkjuð við þig um alla eilífð. Fallegi maðurinn svaraði: Ég veit ekki um þig en ég steig á önd !!!

Og núna.... ALLIR HLÆJA!!

laugardagur, ágúst 30, 2003

Ó ÞIÐ YNDISLEGU ÆSKUMINNINGAR...

Hvað er betra en að rifja upp æskuminningarnar þegar maður hefur ekkert að gera á laugardegi? Ég bara veit það ekki... Það er einmitt það sem ég gerði áðan eða gerði heiðarlega tilraun til þess. Á heimilinu eiga að vera til 3 spólur, Fjölskyldumyndir 1-3. Í þetta skiptið fann ég bara tvær af þessum spólum en það varð bara að duga.
Ég setti spóluna í en skjárinn var bara svartur. Neðst á skjánum stóð: 18.12.1997. Síðan heyrði ég falskt hljómborðsspil og þegar því var lokið heyrðist í fjarska: “En það bar við um þessar mundir að Ágústus keisari lét þau boð út ganga að skrásetja skildi alla heimsbyggðina...” Þetta var þá upptaka af helgileiknum sem ég lék í í 7. bekk. Ástæðan fyrir því að allt var svart, var sú að mamma gleymdi að taka lokið af upptökuvélinni og skildi ekkert í því af hverju það var allt svona dimmt! Mamma og rafmagnstæki hafa aldrei verið góðir vinir.

Ég ákvað því að reyna spólu nr. 2. Og við mér blasti saumaklúbburinn hennar mömmu og makar þeirra í partýi heima hjá mér árið 1989. Einn kallinn var að spila á gítar, allir í gúddí fíling og vel í því. Ég nennti ekki að hlusta á þetta gaul og spólaði smá áfram en varð að stoppa þegar ég sá að eitthvað svaðalegt var í gangi. Þá voru kallarnir að reyna að troða smokkum á hausinn á sér... þ.á.m. pabbi minn! Og þarna voru þeir... 4 fullir kallar í jakkafötum með smokk á hausnum, allir nema pabbi því að smokkurinn hans hafði slitnað. Ég gat ekki annað en hlegið en ég steinhætti því þegar einhver öskraði: “Svo það var svona sem að Særún varð til!!!” Vá, þetta fór bara beint í hjartað...

Áfram hélt stuðið... jólin ’89. Aðfangadagur var í aðsigi og pabbi var að taka mynd af jólatrénu... og það gerði hann í 10 mínútur. Svo fannst honum greinilega svo rosalega gaman að láta “smokkaslysið sitt” hverfa (s.s. mig), að hann stillti myndavélinni upp fyrir framan jólatréð og mér líka. Tók mynd af mér að hoppa og slökkti á vélinni. Henti mér svo organdi útúr stofunni og tók mynd af trénu. Henti mér svo aftur inn og tók mynd. Þá var eins og að ég hafi bara gufað upp og poppað upp aftur!! Úff... brellurnar á þessum tíma og skemmtanagildi föður míns eru ólýsanlegar!!

Aðfangadagskvöld rann upp bjart og fagurt, og hele familien var í mat og allir að opna pakka. Pabbi fékk brennivín frá tengdó og ég fékk þríhjól frá mömmu og pabba. Það var sett saman á ganginum og svo fór mín að hjóla. Það gekk eitthvað brösuglega því að kjóllinn minn var alltaf fyrir mér og svo kunni ég bara ekkert að hjóla!!! Það kom samt allt með nokkrum hliðarveltum og blómapottaákeyrslum og á endanum var ég þrællærður hjólakappi. Pabbi fékk líka að finna fyrir því, því að þegar hann var að taka mynd af mér, hjólaði ég BEINT á hann. Hann datt aftur fyrir sig (því að krafturinn var nefnielga svo mikill) og allt í einu var allt farið að snúast því að myndavélin datt þá væntanlega líka. Svo heyrðist lítill sætur prakkara-barnahlátur og: “Djöfulsins helvítis andskotans!!” Og þannig voru þau jól!! :D

Ég meikaði ekki að horfa meira. Ég kæri mig ekkert um æskuminnigarnar. Ég slökkti á sjónvarpinu.

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

MSN SAMTAL DAGSINS!

Guðný says:
særún!
Guðný says:
þú ert ekkert upptekin!!
Særún says:
hey hvenær komst þú?????
Guðný says:
núna
Særún says:
það kom ekki : Guðný has signed in
Særún says:
BLOKKAÐIRÐU MIG???
Guðný says:
nú?
Guðný says:
NEI!
Guðný says:
eða.......
Guðný says:

Guðný says:
fyrirgefðu
Særún says:
Guðný says:
ég þoli þig ekki
Guðný says:
Særún says:
djös.... !"#&/)"&#("%&#
Guðný says:
það þarf svo sterk bein til að vera ég
Særún says:
já því annars á ég léttara með að brjóta þau
Særún says:
íhíhíhíhíhí
Guðný says:
sjitt
Guðný says:
ég fer sko ekki í skólann á morgun!
Guðný says:
omg
Særún says:
og ég sem ætlaði að bíða með beis boll kylfuna mína
Guðný says:
og mér er sko skítsama um beis boll kilfuna þína
Særún says:
iiiiiii
Særún says:
þú átt eftir að elska hana þegar hún hjálpar mér að stytta þitt litla ljóta líf!!!!!
Særún says:
grrrrr...
Særún says:
já farðu að grenja.... veimiltíta!!
Guðný says:
á ég að segja þér?!
Guðný says:
????????????????????????
Guðný says:
!!!
Særún says:
lokaorð þín..... já
Guðný says:
HEI!
Guðný says:
ekkert svona
Guðný says:
!!
Guðný says:
ég var að kaupa efni í nýja kjólinn minn!!!
Særún says:
aha... og hvernig er það??
Særún says:
sirkustjald??
Guðný says:
ókei
Guðný says:
nú blokka ég þig!
Guðný says:
grínlaust

Ég er vond og Guðný er bitur!!

sunnudagur, ágúst 24, 2003

Það eru ekki margir sem vita að ég er jógúrt- og skyrmanneskja mikil... samt meira svona... fíkill. Og að því tilefni ætla ég að reyna að vera með vikulegan þátt á þessu bloggi; jógúrt vikunnar.

JÓGÚRT VIKUNNAR!

Ég smakkaði þetta jógúrt fyrir svona 2 vikum og gjörsamlega féll fyrir því strax og ég lét það inn fyrir mínar varir. Það var svolítið sætt og væmið en það er ég nú líka!! (já þetta var kaldhæðni krakkar mínir!) Og sem betur fer, á þetta jógúrt sér nafn og það á mörgum tungumálum: 1. Húsavíkur létt-jógúrt með perum og vanillu. 2. Leicht-Joghurt mit Birnen und Vanille 3. Low-fat yougurt with pears and vanilla. Alþjóðlegt jógúrt takk fyrir!!

Að mínu mati eru umbúðir jógúrtsins afar smekklegar og fallegar... voða sæt mynd af peru og svo er lítið vanillublóm sem sveigir sig í kringum peruna og hjúfrar sig að henni. Þá veit ég núna að vanilla er blóm, ekki ístegund. Svo eru aðeins 82 kaloríur og 1,3 grömm af fitu í 100 grömmum þannig að þetta ætti ekki að vera mjög fitandi... enda er þetta líka LÉTT jógúrt, samt alveg 500 gramma dolla...

S.s. bara hið ágætasta jógúrt og ég mæli með því. Húsavík rokkar!!! >:E

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

FLOTTASTA LAG Í HEIMI/GEIMI!

Space Oddity - Dawid Bowie

Ground Control to Major Tom
Ground Control to Major Tom
Take your protein pills and put your helmet on

Ground Control to Major Tom
Commencing countdown, engines on
Check ignition and may God's love be with you

Ten, Nine, Eight, Seven, Six, Five, Four, Three, Two, One, Liftoff

This is Ground Control to Major Tom
You've really made the grade
And the papers want to know whose shirts you wear
Now it's time to leave the capsule if you dare

"This is Major Tom to Ground Control
I'm stepping through the door
And I'm floating in a most peculiar way
And the stars look very different today

For here
Am I sitting in a tin can
Far above the world
Planet Earth is blue
And there's nothing I can do

Though I'm past one hundred thousand miles
I'm feeling very still
And I think my spaceship knows which way to go
Tell my wife I love her very much she knows"

Ground Control to Major Tom
Your circuit's dead, there's something wrong
Can you hear me, Major Tom?
Can you hear me, Major Tom?
Can you hear me, Major Tom?
Can you....

"Here am I floating round my tin can
Far above the Moon
Planet Earth is blue
And there's nothing I can do."