sunnudagur, desember 31, 2006

Komdu með mér í gamlárspartí

Nei djók. ÞÉR ER EKKI BOÐIÐ! Ji ég tek bara hvern slagarann á fætur öðrum. Núna er árið bara að verða búið og mér finnst bara eins og að það hafi foookið í burtu á hraða ljóssins til tunglsins og til baka. Sem er bara gott því það sem er skemmtilegt það líður svo hratt. Ég ætla nú ekkert að gerast sentimental og þakka öllum fyrir frábært ár en ég geri það nú samt. Svo á nýju ári kemur "2006 bloggið" og mun ég veita fólki, atburðum, fyrirbærum og öðrum velunnurum verðlaun af betri endanum.

Síðastliðnu dagar: Þeir fáu sem hafa áhuga á að vita hvað ég hef verið að gera þessa síðastliðnu viku geta lesið áfram. Hinir mega baka pönnukökur.

- á jóladag gerði ég uppstúf í vinnunni.
- ég þorði samt ekki að smakka hann sjálf.
- ég komst að því að ég og föðursystir mín erum með alveg eins tær.
- rugludallurinn mamma tók eftir því.
- HALLÓ!
- rölti í ríkið annan í jólum.
- kom að luktum dyrum.
- þegar heim var komið var bara hlegið að mér.
- fór að tjútta á annan í jólum á Sólon af öllum stöðum.
- þar elti ljósmyndari pose.is mig á röndum.
- einhver gaur var að hössla mig en þegar hann spurði mig í 3ja skiptið hvað ég héti þá ákvað ég að hann væri of fullur.
- ég var næstum því búin að kýla gaur í pulsuröðinni á Lækjartorgi því hann var alltaf að vaða í klofið á mér til að komast fram fyrir mig.
- ég ýtti aðeins við honum og öskraði vel valin orð á hann og þá klappaði fólkið í röðinni fyrir mér.
- það var ágætis tilfinning.
- svo lenti ég aftur í útistöðum við stelpu á túr í leigubílaröðinni.
- ég náði þó að róa hana niður með því að syngja fyrir hana. Nei djók.
- svo fór ég bara á bönns af næturvöktum
- eftir það spilaði ég á tónleikum og það var troðið út úr dyrum.
- alveg 20 manns mættu...
- svo var pizzupartí hjá mér.
- síðan álpaðist smá lið niður í bæ.
- sveittur dans var stiginn í gufubaðinu á Ellefunni.
- þó var enginn ber að ofan og engum buxum var kastað út um gluggann enda var enginn gluggi opinn.
- ég varð svolítið fúl en bara smá.
- svo ef ég hitti fólk sem ég var ekki búin að hitta lengi og það spurði mig hvað ég væri að gera þessa dagana, sagði ég af einhverjum ástæðum að ég væri að vinna á tannlæknaskrifstofu.
- fólki fannst það gjöðveikt.
- svo svaf ég til þrjú í gær og fór svo í bæinn með stelpunum á koffíhás.
- þar var ég mikið að pæla í því hvernig hægt er að 'álpast í bæinn'. Er maður bara eitthvað að labba og svo bara: "Nei, er ég bara komin/n í bæinn?"
- nei maður spyr sig!
- síðan 'álpaðist' ég á Eyrarbakka. Ekki spyrja af hverju.
- síðan fórum ég og Björk í bíó með Gretu og Garðari á Happy Feet.
- það átti nú að verða 6.A-hittingur en alltaf sama gamla óskipulagið á fókinu.
- ég hef ákveðið að eignast mörgæsarunga. Getnaður hefur þegar átt sér stað með manni í kjólfötum. Haha.
- jæja, þá var brummað í bæinn og á einu ölhúsinu var farið á allsvakalegt trúnó sem við höfðum bara allar gott af held ég.
- við sátum á aðal partíborðinu enda flykktist karlpeningurinn að okkur í massavís. Massaís. Reyndar bara gamlir og góðir MRingar en þeir eru skárri en ekki neitt...
- síðan fengum ég og Greta þessa miklu þörf fyrir að dansa á hnakkastað við ólgandi tóna Justins nokkurs Timberlake við lítinn fögnuð hinna sem flugu út á öðrum fæti með rófuna undir handarkrikanum.
- og núna sit ég í vinnunni eftir klukkutíma svefn og verð hér föst til kl. 6 og þá verður bara hoppað beint í humarinn og fíneríið.
- partí hjá DJ Sóley og Eika Boss í kvöld og þar mun gleðin taka við völd.
- ég er alveg búin að gera slatta síðastliðnu daga....

Gleðilegt nýtt ár börnin góð og takk fyrir það gamla. Áramótaheit eru fyrir aumingja eins og svefn.

Ps. Dissum skaupið, dettum íða. Drögum um hvor fær að ríða!

mánudagur, desember 25, 2006

Jólabloggið mikla

Ógeðslega mikið gleið jól krakkar mínir. Ekki fullorðna fólkið. Hérna kemur jólasagan mín fín.

Á Þoddlák var nú mikið húllumhæ. Ég vann til kl. 8 og skaust svo beint til ömmu og afa til að fara með familíunni á Laugarveginn. Einnig var þar litla systir pabba sem kom alla leið frá Norge með 4 börn sín. Alltaf gaman að hitta Hófý frænku. Við vorum þarna 10 saman að labba í þessari þvögu þannig að maður var alltaf að týna öllum. Það endaði svo á því að ég og Jóney frænka sem er að læra lækninn í Ungverjalandi, hoppuðum inn á Dillon á Brain Police og Dr. Spock tónleika. Vitaskuld fengum við okkur nokkra öllara. Ekki annað hægt þegar Óttar Proppé kemur við sögu með bleikan pimphatt á kolli. Þar hitti ég líka yndið hana Þuru sem var bara megahress, nýkomin frá Barcelona. Síðan kom Oddný elskan mín í djammgammósíunum og við fengum okkur skot í boði ógeðslegs sjómanns sem ég man ekki hvað heitir. En hann átti nóg af peningum sem hann vissi ekkert hvað hann átti að gera við þannig að auðvitað hjálpuðum við honum að eyða smá. Það eru nú jólin. Svo kom Helga og meira var drukkið. Skelltum okkur á Hverfizzzz (mitt annað heimili) með sjóaranum og vinum hans en þar flúðum við mennina enda ekkert annað hægt í stöðu sem þessarri. Stelpurnar héldu áfram að djamma en ég kíkti í heimsókn og var þar laaaangt fram á nótt.

Upp rann aðfangadagur, grár en fagur. Hinn árlegi jólagjafarúntur fjölskyldunnar var í aðsigi og auðvitað varð maður að fara í sparifötin fyrir það. Pabbi fékk svo kaffi og koníak á öllum vígstöðvum enda er það orðið að jólahefð. Krúsi páfagaukur fékk sér svo smá sundsprett í glasinu hans pabba heima hjá Lottu frænku og sagði okkur frá partíi í 30 vindstigum (hann talar/bullar). Ég heyrði líka mjög skemmtilega sögu en Guðný frænka mín fór í lúgusjoppu um daginn og bað um kakó en það var ekki til. Þá bað hún um swiss mocca en fékk í staðinn sex smokka. Hahaha. Týpískt eitthvað sem ég myndi gera ef ég væri að vinna í lúgusjoppu... Síðan var haldið heim á leið eftir rífandi brandara Geira frænda (sem ég kalla núna Hvítlauks-Geira) og haldið þið að ég hafi ekki þurft að keyra heim. Mamma fékk sér Baily's og pabbi enn meira koníak. Iss. Ég fór í sparifötin en ekki í fína jólakjólinn sem ég keypti mér um daginn. Hann var eyðilagður á Broadway eftir mikið traðk á baki Særúnar. Tölum ekki meira um það. Allt liðið kom og höfum við aldrei verið svona mörg heima á aðfangadag. 12 manns þakka þér. Humarsúpan var bara snilld og hambóinn ekki síðri. Við vorum svo mörg að við þurftum að opna pakkana í kjallaranum og vera með 2 jólatré. Lúxus. Ég held að ég kunni bara ágætlega mikið í norsku eftir þetta kvöld. Setningar eins og: "Nu slutter du!" og "Du er en torsk!" óma í höfðinu á mér og eiga eftir að gera það lengi. Jæja, pakkarnir voru uppurnir um ellefu leytið og þá var það ísinn. Það voru tveir ísar og í sitthvorum ísnum var ein mandla. Ég fékk ekki neina möndlu. O. Þetta kemur næstu jól. En ég fékk bara snilldar gjafir þessi jól eins og bara öll jól. Náttföt sem ekki slæmt og svo fullt af fötum, húfu og vettlinga, skartgripi, veski (enda er Hello Kitty veskið mitt ekki lengur hvítt heldur brúnt...) og bara föllt af dóti. Og já, fullt af ástardóti. Upplásinn I love you - púði, 200 hjartalímmiðar og blikkandi ástarteningur. Er einhver að reyna að segja mér eitthvað? Haaa...
Takk fyrir mig ef einhver sem gaf mér eitthvað er að lesa. Je.

Og núna er jóladagur og ég mætti í vinnuna kl. 9 að morgni til sem ætti að vera bannað samkvæmt lögum. Ég mætti einum bíl á leiðinni í Garðabæ skiluru. Allir sofandi nema ég. En ég er búin kl. 6 þannig að ég hoppa bara beint í hangiketið hjá ömmu. Svo er pælingin að djamma eitthvað á morgun. Er einhver geim?

Ég kveð á þessum jóladegi og vona að þið hafið það tússugott yfir jólin og bólin.

Kossar og knús frá Særúnu jólamús.

miðvikudagur, desember 20, 2006

Það er draumur að vera dáti

Nei kannski ekki. En mig dreymdi afar skondinn draum um daginn. Það gerist nú ekki oft þessa dagana að ég man eftir mínum sveittu blautu draumum en þessum get ég aldrei og mun aldrei gleyma. En ég ætla nú samt að skrifa hann hérna svona just in case.

Hann byrjaði á því að ég átti heima á Ægissíðunni en Ægissíðan var orðin að hitabeltisströnd. Það var prófatími og allir sátu sveittir inni við að læra nema ég af því að ég var ekki í skóla. Þess vegna svaf ég úti í árabát sem var upp á pallbíl og þess vegna sá ég alltaf alla sitja yfir bókunum heima hjá sér og megnið af þessum krökkum eru krakkar sem voru með mér í MR. Svo allt í einu á meðan ég er sofandi í árabátnum koma tveir krakkar og bara: "Hey Særún! Prófin eru búin. Höldum strandpartí!" Svo kemur einn gaur og hendir árabátnum út á strönd (með svona útlanda sandi) og ofan í sjó. Það vill svo skemmtilega til að bátnum hvolfir með sænginni og öllu en það var allt í lagi því ég var í bikiníinu innan undir náttfötunum. Svo tek ég upp á því að hoppa á gaurinn sem ýtti bátnum, tek hann úr takkaskó sem hann var í og fer að lemja hann í andlitið með sólanum. Öllum fannst þetta bara rosalega fyndið og svona: "Hún Særún er svo fyndin!" Strákurinn fær svo svona takkaför á andlitið og allir skellihlæja. Síðan vaknaði ég af ljúfum draumi við leikskólakrakka sem organdi byrjuðu að lemja á rúðuna mína. Daglegt brauð.

Ég fékk alveg yndislega og dýra hugmynd í gær. Ég var að fara í strætó í þessu fokkíng veðri og hugsaði með mér: "Ég ætla að kaupa mér bíl." Gat ekki losnað við þessa hugmynd og spurði mömmu þegar ég kom heim hvað henni fyndist nú um þetta. Hún var nú ekki sátt og byrjaði að telja upp alla þá ókosti sem fylgja því að eiga bíl... peningar. Ég sagðist því bara ætla að tala við pabba og hann tók heldur betur vel í þetta og við fórum strax að skoða. Komumst að því að það er best að splæsa á Yaris enda rosalega sætur bíll. Jáh bara eins og ég! En ég er ekkert að flýta mér enda ætti ég að lifa af nokkrar strætóferðir í viku þar sem ég lifði af að fara í skólann á hverjum degi með þessu apparati í 4 ár. Sjáum til þegar ég vil og skil.

Set svo inn partímyndir á myndasíðuna þegar ég nenni.

laugardagur, desember 16, 2006

Þar sem

ich hier sitze und trinke Weihnachtsbier und warte auf das Party, soll ich ein altes Ding publishere. Eine Namewitze, dass ich schrieb, da ich 16 Jahre alt war. Ja. Hier ist die:

Bill Gates: Billi Geit
Bill Clinton: Billi Klín-tonn
Bruce Springsteen: Brúsi Sprengjusteinn
Chris O’Donnel: Kriss Ó-Dolla
Chris Rock: Kriss Rokkur
George Clooney: Georg Klón
James Cameron: Djeims Kameljón
John Travolta: Jón Tveggja-volta
Kofi Annan: Koffín Anna
Olivia Newton-John: Ólavía Nítján-Tonn
Robert DeNiro: Róbert Nýra
René Zellwegger: René Segulveggur
Robert Townsend: Róbert Tása
Fransic Ford Coppola: Frekar fer ég á kopp Óla
Michael Douglas: Mikael dó í glasi
Catherine Zeta Jones: Kötturinn situr á Jóni

Ich war sehr witzig in den alten Tagen ja. Jetzt muss ich in die Toilette gehen. Hat mich jemand verstanden?

Mein Haar ist blonde. Alle in dem Haus sind fritzig!

fimmtudagur, desember 14, 2006

Jólasaga í bundnu máli


Saga þessi er hundrað prósent sönn

auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.

Fjölskylda á Hálfvitastígnum býr

með afa sem er eilítið hýr.

Jólin oft hjá þeim skrautleg eru

og einkennast mikið af holdi beru.

Nú aðfangadagur upp er runninn

og hamborgarhryggurinn strax er brunninn.

“Hlaupt’ út í búð og kauptu brauð,

svo við endum ekki undir jólatrénu dauð!”

Sonurinn út á brókunum fer

svo bremsufarið öll gatan sér.

Strákurinn gleymdi í bomsur að fara

enda á hann engar – alltaf að spara.

Engin búð þetta kvöld opin er

en drengurinn finnur á götunni ger.

Hyggst hann fyrir móður brauð baka

svo úr verði dýrindis jólakaka.

Hann kemur heim með gerið glaður

svo heimilið verður ágætis staður.

Hann byrjar að baka og brúnköku mallar

þó á henni sjáist margir gallar.

Fjölskyldan á kökunni smakkar

og horfa gráðug undir tré – “Pakkar!”

Þau rífast og tætast og tréð niður fella

og öskra á mömmu: “Þú ert mella!”

Sonurinn horfir á ættingja stjarfur

og verður eins og hinn versti larfur.

Hann flýr beint út og fær sér smók,

smakkar á gerinu, “þett’ er kók!”

Drengnum sá varð um og ó

og hló og hló og hló uns hann dó.

Inni var fjölskyldan pakka að tæta

og foreldrar eðluðust milli sæta.

Systirin sléttujárni í vegginn kastar

og afi ákaft der Führer lastar.

Á svölunum sonurinn ennþá liggur

eins og sólbrunninn hamborgarhryggur.

Jólin á Hálfvitastígnum ónýt eru

enda sást lítið sem ekkert af holdi beru.

----------

Ekki allir komnir í jólaskapið? Greinilegt að ég er komin í það. Allir bora í nefið á jólunum eins og ég:

föstudagur, desember 08, 2006

Rúllandi niður strætið

Var að koma af jólahlaðborði með vinnunni á fyrrverandi vinnunni. Flókið? Fór á Hereford, minn gamla vinnustað með ellismellunum sem vinna á sambýlinu. Allt unga fólkið í prófum þannig að ég sat uppi með krumpufésin. Munurinn á mér og elsta voru sirka 50 ár. Reikniði nú. Svo gat ég lítið borðað. Hef komist að því að mín matarlyst fer eftir skapi. Áðan var ég til dæmis voða leið og niðursneidd/lút (förum ekkert út í smáatriðin) og þá gat ég ekki borðað neitt. Ef ég er reið þá borða ég rosalega mikið. Ég get því greinilega ekki gert eins og í bíómyndunum; fengið mér ís beint úr dollunni (þennan dýra) þegar mig langar til að grenja úr mér augun. Eða borðað hnetusmjör með Oreo-kexi. Eða hellt í mig hnetu emmogemmi eins og í Nutty Professor. Sem er ágætt held ég bara. Fékk mér smá lax í forrétt og kúfyllti diskinn af kjöti og gúmmelaði í aðalrétt en gat pínt í mig svona 1/3 af disknum. Eftirréttinn var ómögulegt að innbyrða. Þetta var því hálfgerð peningasóun og fýluferð. Nei þetta var ágætt. Ekki oft sem ég fer á jólahlaðborð. Bara aldrei. En ég lærði þó galdrabragð sem inniheldur rauðvínsglas, tannstöngul, skeið og gaffal. Ógeðslega var það kúl. Þið pikkið í mig og ég sýni. En ég þarf greinilega að stúdera tengsl skapsveiflna minna og matarlystar.

Og yfir í eitthvað skemmtilegt. Við gimpin á Hverfisgötunni eigum okkur uppáhaldsþátt. Þátt þar sem allir setjast niður saman, gleyma sorgum og sútum og hlæja. Búbbarnir. Þeir eru Búbbarnir. Búbbabúbba. Búbbabúbba. Já mörgum finnst þetta nú þunnur þáttur en ekki okkur. Við erum sammála að mafíósasjónvarpsstjórinn sé bestur og á eftir honum endurnar á tjörninni. Hér kemur uppáhaldsbrandarinn minn með þeim:

Önd 1: "Hvernig ertu?"
Önd 2: "Svipuð. En þú?"
Ö 1: "Svipuð. Varstu búin að frétta með Andrés önd?"
Ö 2: "Nei hvað?"
Ö1: "Hann hélt fram hjá Andrésínu."
Ö2: "Gvöð, hvað gerðist?"
Ö1: "Hann fór á gæs."
Ö1 og Ö2: "Ahahahaha!"

Óborganlegt.

Jæja, núna er ég á næturvakt nr. 2 af 5 og ég er farin að horfa á Dante's Peak og ætla að gæða mér á tjöbbatjöbbs sleikjónum sem ég splæsti á mig áðan. Svo kannski skrifa á nokkur jólakort fyrir gömlu konuna.
Ps. Nokkrir letibloggarar voru að missa p-málið sitt. Obbobobb. En Sjöbba frænka var að fá link. Hún er með húmorinn í lagi enda erum við svo mikið skyldar sjáiði til.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Böööö

Mér leiðist. Fór til fökkíng tönnsu í dag. Og vá hvað hún spilar alltaf leiðinlega músík. Gerði við einhverja skemmd og boraði ofan í glerunginn og deyfði mig ekki. Langaði bara að klóra augun úr kellu. Og þetta var ekkert ódýrt. 11.000 kall!! Hefði frekar farið á svona sadó... masó... svipu... dæmi og borgað fáklæddum stæltum mönnum fyrir að lemja mig í bossann. Ef ég fílaði þannig það er að segja. Þori bara ekki að kíkja á heimabankann minn. Sérstaklega ekki eftir helgina. Fór í svona ég-skal-bara-splæsa-af-því-að-ég-á-pening-fílinginn. Er ekki til eitthvað lyf við þessu? Vona það. En allavega, þá á ég erfitt með að borða og er að drepast í kjaftinum. Æi blabla þegiðu Særún.

Yfir í aðra sálma. Ég er að prófa að safna nöglum. Eitthvað sem ég hef aldrei getað. Ákvað þetta þegar ég keypti mér svona French Manicure sett í London. Testaði það í dag og af því að ég er með 7 þumalputta gekk það ekkert svakalega vel. Sé hvernig gengur. Spurning hvort ég eigi ekki eftir að klóra einhvern til blóðs. Eða augu úr brjáluðum tannlæknum.

Haha. Verð að segja eitt ógeðslega fyndið og svo skal ég hætta. Ég var að spila með einhverjum kór á sunnudaginn. Kórstjórinn var tékkneskur, já og stór hluti hljómsveitarinnar líka. Hann talar samt alveg ágæta íslensku og allt það. Svo gerði ég fullt af villum og svona þannig að ég ætlaði bara að laumast út svo að hann þyrfti ekki að tala við mig. Það var að takast þangað til að ég heyrði öskrað á eftir mér: "Horní! Horní!" Vitaskuld sneri mín sér strax við enda að drepast úr greddu. Nei segi svona. Æi mér finnst þetta bara svo fyndið. Ég er kannski ein um það. Held samt að verkjalyfin séu að tala núna þannig að ég ætla bara að slútta þessu. Já.

sunnudagur, desember 03, 2006

Partý!
Björk og Þóra megasætar
Sing star í gangi
Allir ýkt dædir!
Moi og Steini Skúl. Já og öxlin mín.

Partýið var göðveikt. Samkvæmt mínum útreikningum mættu sirka 40 manns og er ég í skýjunum yfir mætingunni. Var svo hrædd um að það myndi enginn mæta út af Hafnarfjarðarstaðsetningunni. En fólkið í Reykjavík er að standa sig! Bjórinn og vínið kláraðist en það var nóg handa öllum. Og takk krakkar fyrir allar æðislegu gjafirnar. Ég á allavega freyði- og hvítvín til að endast út alla ævina. Og klósettbókin frá Björk var mega. Planið er að krossa við öll klósettin sem við munum fara á um allan heiminn. Og vínyllinn frá Stefni var megadega. Ekki allir sem eiga Debute með Björk á vínyl. Og armbandið frá Dagnýju. Og inniskórnir frá Sóleyju. Og geisladiskainneignin frá Steina Skúl. Og Lay Low frá Sóley, Sigrúnu og Ingimar. Og ferðadagbókin frá Halla, Jóni og Kötu. Og hárklemmurnar og varasalvinn fyrir tónlistarmenn með varir frá Jóa. Og sleiksöngurinn frá Kristínu, Guðnýju og Þóru. Og böttplöggið og græna stöffið frá Oddnýju. Er örugglega að gleyma einhverju. Sorrí. Singstarið var alveg að gera sig. Fólk bara húkkd. Jæja svo var það bærinn eftir teitina sem var bara æði. Endaði samt ekkert svakalega vel. Datt og fékk þennan risafokkíng opna blæðandi skurð á hnéð. Þetta var samt límt saman áðan. Þurfti ekki að sauma sem betur fer. En svo keypti ég mér svooooo fínan jólakjól fyrir afmælið. Maður er svakaleg megagella í honum. Þetta er eina myndin sem ég á af mér í honum... var svo löt við að taka myndir.Blörrí

laugardagur, desember 02, 2006

Dresskódið í afmælispartýið mitt á morgun. Je! Segir enginn nei við þessu skal ég ykkur segja. En ef þér hefur ekki verið boðið í teitina þá ertu bara ekki þess verðug/ur að vera boðin/n. Nei djók. Þú ert örugglega ágætis náungi/náunga. Ég bið ykkur bara vel að lifa og svo læt ég í mér heyra eftir partýið til að segja allar svæsnu sögurnar. Það sem gerist í Særúnarpartýi, verður ekki kyrrt í Særúnarpartýi. Hahaha. Það er svo langt síðan ég hef haldið almennilega teiti að ég á bara örugglega eftir að missa mig. Verð geðveikt æst bara. Sjáum til. Bless kornfleggs!

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Mín

ekki alveg að standa sig í blogginu hérna. Afmælisdagurinn minn já. Hann var góður. Var með rautt naglalakk og rauðan varalit yfir allan daginn enda mátti ég það alveg. Svo var ég með Birthday með Sykurmolunum á rípít það lengi að ég verð að taka mér pásu á því lagi í smá tíma. Gleymdi að segja frá því að systir mín gaf mér líka Mars með pakkanum frá henni og lá ég ofan á Marsinu þegar ég fór aftur að sofa. Vaknaði öll brún á bakinu og fékk nett flassbakk. Fann einu sinni bráðnaða Maltesers kúlu klínda í rúmið mitt og hélt að einhver hefði kúkað í rúmið mitt. Góðir tímar. Já svo var ég að taka til í herberginu mínu og fann einhverja ógeðslega gráa klessu á gólfinu undir sjónvarpsborðinu mínu. Fór eitthvað að þefa af þessu og fattaði þá hvað þetta var. Svona Dracula brjóstsykur sem ég kastaði einhvern tímann þegar ég var ekki í góðu skapi fyrir svona 2 mánuðum. Og núna er klessan bara föst. Ég og nammi erum greinilega ekki góðir vinir.

Svo var bara gaman í fjölskylduboðinu þó að sumir fjölskyldumeðlimir kunni greinilega ekki á klukku. Fékk góðar gjafir. Inneign í Smáralind sem verður brúkuð í jólakjólakaup. Hárdót sem ég á að nota í útlöndunum. Óléttumálverk eftir 7bbu frænku. Dónabók frá Stjána frænda. En svo gat ég ekki borðað mikið af þessum dýrindiskökum enda er matarlystin ekki búin að vera mikil upp á síðkastið. Eitthvað sem ég hélt að væri ekki hægt á mínum bæ. En hverjum er ekki sama...

Frí í viku eftir næturvaktina í nótt. Je. Það frí verður brúkað í eitthvað sniðögt og skemmtilegt. Held kannski teiti næstu helgi. Veit ekki alveg. Annars eru heimsóknir vel þegnar. Á alveg kökur sko sem ég er tilbúin að deila með mér.
Peace.Love eins og stelpan sem dýrkar mig á myspace segir alltaf.

mánudagur, nóvember 27, 2006

Þá er komið að því

Særún er orðin kona. Eða svona... Allavega orðin tvítug. Dagurinn byrjaði bara helvíti vel. Var vakin með misfallegum afmælissöng í morgunsárið. Pabbi á nærbuxunum eins og vanalega. Fékk þetta dýrindis hálsmen og hring frá uppalendunum og þetta svaðalega gelluveski frá örverpi og gæludýri. Hélt svo bara áfram að sofa og var að vakna núna. Var þó alltaf að vakna við sms-bíb en það var allt í lagi. Góð ástæða fyrir þeim. Dagurinn fer svo bara í það að taka til, baka smá, í tónó og svo er kökuboð hérna fyrir nánustu ættingja í kvöld. Ég vil hafa barbídiska og hatta og svona plastlúðra en mamma leyfir mér það ekki. O. En svo eru það leiðindin. Næturvaktin ógurlega! Gubbigubb! En svona er það víst. Og já, blóm og kransar eru afþakkaðir en ekki hitt. Takk.

Farin í ríkið... bara svona upp á prinsippið.

mánudagur, nóvember 20, 2006

Upp og niður

Þetta krakkaveður hjá Sigga stormi er alveg magnað. Vindkviða er táknuð með einhverju sem líkist mörgum sáðfrumum sem streyma á hraða ljóssins. Magnað! Tékkið á´essu.

Og þá eru það fréttir. Ég er sem sagt að fara að túra um allan heiminn með engri annarri en Björk Guðmundsdóttur í meira en heilt ár. Byrjar í apríl 2007 og fyrsta giggið er í Kaliforníu. Meira veit ég ekki. Fer samt víða: Afríka, Asía, Suður-Ameríka, Ástralía, Evrópa og Bandaríkin. Þetta verður þannig að ég verð einn mánuð á túr og svo einn mánuð heima og svo einn mánuð á túr og svo framvegis. Ekki konutúr heldur spilatúr. Við erum 10 stelpur sem erum að brassast með henni og tókum við 2 lög upp á plötu með henni fyrir viku sem var hevví gaman. Fékk sushi í hádegismat en get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi. Björk, Erla og Sigrún eru líka að fara þannig að mér á ekkert eftir að leiðast. Allavega ekki mikið. Svo er víst verið að hanna á okkur búninga og verður það eflaust skrautlegt. Glimmer og g-strengur kannski. En ég er allavega drulluspennt fyrir þessu en kvíði líka smá. Erfitt að vera frá öllum svona lengi en sem betur fer er þetta bara einn mánuður í senn. Og alltaf þegar eitthvað gott gerist fylgir eitthvað slæmt í kjölfarið. Það er bara þannig hjá mér. Svona jing og jang. Tölum samt ekki meira um það. Bara leiðinlegt.

Og fegurðardrottningin Björk Níelsdóttir er tvítug í dag og óska ég henni til hammó með það. Svo er það bara kellan ég eftir viku. Jíha. Ég kveð á þessum mánudegi sem er fullur af slappleika og móral. Út.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Ég og trúðar

Ég og trúðar höfum aldrei náð vel saman. Ég hef átt margar óþægilegar reynslur sem tengjast trúðum og við erum bara ekki góðir vinir.

Mín fyrsta reynsla var þegar það kom einu sinni sirkus í Hafnarfjörðinn á Víðistaðatún í tjaldi og læti. Mamma fór með mig þegar ég var sirka 5 ára og ég var að drepast úr spenningi. Svo varð ég auðvitað að smakka bleika skýið sem allir voru með, sem sagt kandí floss. Mamma lét mig fá pening og ég valhoppaði að söluvagninum. Þar var útlenskur trúður að afgreiða þannig að ég gat ekkert spjallað við hann eins og ég var vön að gera í þá daga. Við hvern sem er. Fékk kandí flossið og labbaði í burtu. Þá sá ég að trúðurinn var að labba á eftir mér. Ég var ekkert sátt við það þannig að ég fór að hlaupa og trúðurinn á eftir. Þá fór ég að hágrenja enda orðin drulluhrædd við trúðinn. Kom til mömmu og trúðurinn náði að útskýra fyrir henni að ég hafði gleymt að borga. Samt.

Svo vorum við með ógeðslega margar sjónvarpsstöðvar á mínum yngri árum og var ég alltaf að horfa á Cartoon Network. En á kvöldin var alltaf einhver stöð á sömu stöð og Cartoon Network sem hét TMT eða TNT eða eitthvað. Þar var alltaf verið að sýna einhverja mynd sem fjallaði um stelpu sem fékk gefins trúðabrúðu og svo lifnaði hún alltaf við á nóttunni og herjaði á fjölskylduna, kyrkti þau og svoleiðis skemmtilegt. Já og gróf þau í drullupolli. Hræðslan skánaði ekki við þetta áhorf.

Svo er það rúsínan á pylsuendanum (oj, örugglega mjög vond pylsa) Þegar ég var 7 ára vann ég í getraun í Stundinni okkar og fékk í verðlaun að draga nöfn næstu vinningshafa úr risastórri kúlu og vera með skemmtiatriði og læti. Jæja, mætti upp í gamla RÚV húsið á Laugarveginum með mömmu í fína köflótta skokknum mínum og í púffskyrtunni minni. Og það fyrsta sem ég sá þegar ég kom inn var trúður í nærbuxum einum fata. Svona þröngum spídónærbuxum. Hann tók í höndina á mér og svo þurfti ég að vera með þessum trúð í upptökunni og hélt mér í góðri fjarðlægt frá honum það sem eftir var. Perratrúður.

Hræðslan hefur sem betur fer minnkað með árunum enda hef ég ekki lent í neinu slæmu upp á síðkastið þar sem trúður kemur við sögu. Hef einu sinni farið í sirkus og það í Köln en sem betur fer náði ég að halda kúlinu. Ætli ég verði ekki bara að fara í trúðaskóla ef ég vill virkilega losna við þessa fóbíu. Veit ekki.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Lon og don

Kom heim frá London í gær ásamt fríðum förunautum. Förubeljum ætti það kannski frekar að vera. Gerðum margt skemmtilegt en ég nenni ekki alveg að koma með ítarlega ferðasögu þannig að ég ætla bara að stikla á stóru.

- Fórum á Spamalot, leikrit Monty Python manna og það var bara geðveik snilld. Vorum reyndar í lélegustu sætunum en þá var gott að geta leigt leikhúskíki. Ég bara hló og hló og hló eins og mér einni er lagið. Fórum svo á kokteilbar og ég fékk geðveikt vondan mojito. Oj.

- Verslaði kúkamikið en sé svo ekki eftir kaupunum. Keypti úlpu, stígvél, Mary Poppins tösku (taska sem allt kemst í) sem var búin til úr gömlum leðurjakka, hornnótur og fullt af nærfötum. Já og nýtt listaverk á listaverkavegginn minn. Svo þurfti ég að kaupa einhverja kápu handa mömmu sem var heví þung. En fyrst þetta var fyrir mömmu gömlu þá lét maður sig hafa það.

- Svo saurgaði ég margar styttur á götum London. Lét risahest kúka á mig, riðlaðist á hundastyttu og kíkti undir frakka Sherlock Holmes. Særún dónastelpa.

- Ég og Erla trítluðum í Tate Modern og ætluðum að fara í risarennibrautirnar en þá var bara svo mikil röð og við fengum ekki miða í efstu rennibrautina. Fúlt.

- Fórum í London Eye (risastórt parísarhjól) að kvöldi til og það var massakúl.

- Fórum í Camden Town sem er svona pönkarahverfi og þar missti maður sig í mörkuðunum. Þar fékk ég líka afar ánægjulegt símtal.

- Síðasta kvöldið var stefnan tekin á Soho hverfið til að djamma almennilega. En það sem við vissum ekki var að það kostar inn á alla staðina um helgar og ég var ekki með mikinn pening á mér. Létum þó einhverja gríska stelpu lokka okkur inn á Hverfisbarinn 2 og þurftum að borga 8 pund inn en stelpan sagði að við myndum fá frían drykk á barnum þannig að við slógum til. Komum inn og þá þurfti maður að borga meira til að geyma yfirhafnir og það var bannað að fara með jakkana sína inn á staðinn. Asnó pasnó. Þannig að þá vorum við búin að eyða sirka 10 pundum (1300 kr.) bara til að komast inn á staðinn sem var allur út í jólatrjám. Jæja, ætluðum að ná í drykkina okkar en nei, þá var stelpan bara eitthvað að bulla og enginn frír drykkur. Þá datt maður bara alveg úr djammfílingnum og við fórum bara aftur upp á hótelið eftir að hafa hlaupið undan nokkrum Írum sem voru in the navy. Einn var ekki sáttur þegar ég fór að synga "In the navy!". Og ég sem syng svo fallega.

- Svo fórum við bara heim snemma næsta morgun og ég beint á æfingu upp á Seltjarnarnesi. Já svo keypti ég mér langþráðan iPóða í fríhöfninni. Svartur og stinnur.

Hendi inn dónamyndunum þegar ég nenni. Nenni sem sagt voðalega litlu þessa dagana. En ef þið verðið stillt þá segi ég ykkur kannski gleðifréttir á næstu dögum sem munu breyta ansi miklu í lífi mínu næstu árin. En bara ef allt gengur að óskum. Særúnum Óskum. Hohohoho. Bis später meine Damen und Herren!

föstudagur, nóvember 03, 2006

Góðir landsmenn

Ég vil lýsa yfir andstöðu minni á prófkjörum. Það er nefnilega alveg gjörsamlega óþolandi að vera vakin með símtali á ókristilegum svefntíma til að biðja mig um að kjósa einhvern mann sem ég veit ekki einu sinni hver er. Og þessi SMS! Ég ætla ekki einu sinni að tala um öll SMS-in sem ég hef fengið frá fólki um hvippinn og hvappinn, fólki sem ég þekki ekki baun í bala í dag. "Strákurinn okkar þarf á þínum stuðningi að halda." Fyrst hann þarf þennan stuðning svona rosalega mikið, þá á hann bara ekkert heima þarna og á ekki skilið að vera kosinn! Ég er reið!
Ef ég vil fara að kjósa þá fer ég bara að kjósa og þarf engan til að minna mig á það. Já ég er rosalega ópólitísk en þannig vil ég bara vera. Segi bara eins og Ásgeir "Appelsína" Kolbeins: "Ég get ekki hugsað mér að fara þarna í bað, hvað þá pissa í klósettið. Ógeðslegt." Það sama segi ég um kosningaskrifstofur.

Yfir í aðra kirkjunnar sálma. Fór í akstursmat(arboð) í dag hafandi keyrt próflaus um götur borgarinnar í um viku. Óþekk ég. Niðurstaða: ég er góður bílstjóri. Þið getið því alveg verið róleg í bíl með mér. Sérstaklega fólkið sem tekur stundum í haldfangið þarna í loftinu þegar ég keyri. Og fólkið sem segir að ég keyri eins og kelling, við ykkur vil ég þetta segja: Betra er að keyra eins og kelling en eins og dauð kelling. Hananú.

Og nú eru allir fótlama á heimilinu nema ég. Hahaha. Þá hoppa ég um öll gólf af því að ég er sú eina sem get það. Öfundin skín af þeim. Hahaha.

Oj, næturvaktahelgi. Átti að vera í fríi en varð að skipta um helgi útaf London-ferðinni. Búið að bjóða mér í ÞRJÚ partý á morgun. Kemst ekki í neitt. Lífið er stundum viðbjóður. Nei það er ágætt bara. O svo þarf ég að kíkja í þetta nýja IKEA. Örugglega sú eina sem hefur ekki farið þangað. Ef ég þekki mig rétt þá á ég eftir að villast. Feitast. Ætla að hætta þessu væli núna. Núna.

Finnið villuna!


Sá/sú sem vinnur fær British Fudge frá mér.

sunnudagur, október 29, 2006

Sussubía!

Loksins kemur ferðasagan. Fer þó ekki út í subbublega smáatriðin því enginn vill vita þau. Jæja.

Föstudagur: Faðir skutlaðist með mig út á völl snemma snemma og blabla. Þessi nýja fríhöfn er ekkert sniðug og tók það mig langan tíma að finna hraðbanka sem var falinn í einhverju skúmaskoti. Fyndið að ég hitti alltaf einhvern sem ég þekki í fríhöfninni í þau fáu skipti sem ég legg leið mína þangað. Lítið land lítið land. Hoppaði í vélina eftir að hafa setið ein hliðina á nokkrum túristum að drekka latté í um klukkutíma. Sat hliðina á konu sem var rosalega fúl eitthvað. Sat líka hliðina á klósettinu og endrum og sinnum blossaði upp þessi svakalega kúkafýla að mér varð um og ó. Til að byrja samræður við fúlu konuna sagði ég: "Það er naumast lyktin!" Hún fnussaði bara og hélt áfram að lesa Hér og nú og drakk hvítvínið sitt. Úr vélinni var stiginn léttur dans og náði ég að redda mér með því að elta fúlu konuna að töskudraslinu. Fann leiðina að lestarmiðasölunni, keypti miða og hringdi í Kristínu fínu sem ætlaði að hitta mig á Hovedbane. Fór í lestina og aldrei sá ég neitt skilti sem var bendlað við umrædda stoppustöð. Vesen númer eitt: Hringdi í Kristínu eftir um 20 mínútna lestarferð og var þá komin í Hellerup sem er úthverfi Köben og fáir kannast við. Þá hafði ég misst af stoppinu mínu og varð að snúa við. Fagnaðarfundir brutust út við komu mína. Vona ég. Kom í svítu stúlknanna og beint á Laundromat sem Frikki Weiss á. Fékk mér þar dýrindis hamborgara enda ekki búin að borða neitt þann dag. Flugvélamatur með skítafýlu í loftinu er bara ekki að gera sig. Keyptum bjór og fórum svo í smá teiti þar sem íslensku slögurunum var þeytt út í allar áttir. Ég, Guðný og Guðrún Elsa fórum á kokteilbar og ég hélt að það væri búið að nauðga Guðrúnu á klóinu. Sem betur fer gerðist það ekki. Svo fórum ég og Guðný á annan bar og mojito var það heillin. Sofnaði eftir sólahringsvöku við hliðina á stelpunum og vaknaði stuttu seinna við það að ég var að rúlla á gólfið. Færði mig í sófann.

Laugardagur: Svo fórum við bara í bæinn að fá okkur í svanginn og ég rúllaði í gegnum H&M. Já svo sá ég húsið þar sem Jónas Hall rúllaði niður tröppur. Vá ég er búin að segja 'rúlla' alveg fjórum sinnum. Svo fórum ég og Kristín heim og fengum heimsókn og drukkum öl og hvítvín. Svo komu Hildur og Guðrún Elsa og við fórum saman í Íslendingapartí númer 2 hjá Kristjáni. Ópalið var teygað og síðan þræddum við staðina í leit að fólki og enduðum á skipperbar þótt við reyndum ítrekað að komast inn á strippstað en af því að við vorum svo margar stelpur þá fengum við ekki að koma inn. Samt buðumst við til að dansa. Á skippernum var tjúttað og drukkið og teknar súrar myndir. Djúkbox var á staðnum með fullt af lélegum lögum. Svo lélegum að ég man ekkert hvaða lög þetta voru. Talaði við gaur sem ég hélt að væri þýskur en var svo bara danskur allan tímann. Svo fór ég heim. Vesen númer tvö: Engin af stelpunum svaraði dyrabjöllunni eða símanum sínum og ég var föst úti í sirka hálftíma með tilheyrandi ekkasogum. Á endanum komst ég þó inn.

Sunnudagur: Sá dagur fór í almenna þynnku. Ég, Guðný, Guðrún og Hildur héngum á Laundromat fram á kvöld enda biðum við í marga tíma eftir að eldhúsið opnaði. Svo fékk ég þetta skemmtilega hælsæri eftir nýju/gömlu stígvélin mín nýbúin að segja: "Það besta við að eiga notaða skó er að einhver er búinn að fá hælsæri fyrir þig." Djöflastígvél. Þurfti því að leika fötluðu stelpuna á leiðinni heim. Jæja, horfðum á Seinfeld þangað til við fórum að sofa.

Mánudagur: Vaknaði tiltölulega snemma og Guðrún og Kristín fóru með mér á Strikið að versla. Verslaði alveg ágætlega mikið en samt rosalega mikið af ópraktískum fötum og fötum sem ég nennti ekki eða hafði ekki tíma til að máta. Góð. Keypti svo 5 DVD myndir á 150 DK krónur = 1800 kall! Fattaði samt ekki að franska myndin Amelie var bara með dönskum texta. Já og finnskum. Góð. Tók svo strætó til stelpnanna með húslykil af svítunni til að geta pakkað og svo var Kristján svo góður að bjóðast til að skutla mér á völlinn mér til mikillar gleði enda var "lestarslysið" mér minnisstætt. Vesen númer þrjú: Á hurðinni voru tveir lásar og ég byrjaði á því að reyna að opna þann efsta. Ekkert virkaði. Prófaði hinn. Ekkert virkaði. Hringdi í stelpunar. Ekkert virkaði. Hjartað hamaðist. Greyið Valdís varð að hjóla til mín og opna fyrir vitleysingnum mér sem hafði læst efri lásnum í fyrstu tilrauninni. Pakkaði í fússi og upp í bíl. Átti að fljúga 20:55. Tveir tímar til stefnu. En nei. Vesen númer fjögur: Ég átti þá að lenda 20:55 og fljúga 19:45. Minna en klukkutími til stefnu. Hjartað var essinu sínu. En þetta reddaðis á endanum. Náði fluginu en sat í þetta skiptið hliðina á tveimur verslópíum en vélin var full af þessu pakki. Svo héldu þær allan tímann að ég væri útlensk og báðu mig alltaf um að standa upp á ensku þótt ég svaraði á íslensku og talaði við flugfreyjurnar á íslensku. Dö! Þær hermdu líka alltaf eftir mér. Þegar ég fór að skoða myndir í myndavélinni minni gerðu þær það líka. Við sína vél, ekki mína. Þegar ég bað um kodda gerðu þær það líka. Þegar ég fór að pissa komu þær á eftir mér. Ósjálfstæðu manneskjur. Lenti 20:55. Mamma beið eftir mér með tárin í augunum. Saknaði litlu stelpunnar sinnar. Mússímúss.

Á heildina litið yndisleg ferð til yndislegra stúlkna þrátt fyrir öll vesenin. En smá aksjón hefur drepið fáan manninn. Ég er ekki ein af þeim. Minni enn og aftur á súrar ferðamyndir og hafa þær verið ritskoðaðar. Þá er það bara London baby eftir 1 og hálfa viku!

Kvót vikunnar: "Pabbi, ertu að fara að kaupa þér svona LSD sjónvarp?"

þriðjudagur, október 24, 2006

Finito

Komin heim og til í næstum hvað sem er. Úti var gaman og kemur ferðasagan seinna því súrar ferðamyndir segja meira en 10.745,6 orð. Einnig var ég að dútla mér við að búa til ævialbúm sem er þarna á linkalistanum líka.

Á meðan þið bíðið eflaust spennt eftir ferðasögunni er tilvalið að hlusta á þessa útgáfu af Hoppípolla sem We Are Scientists taka svo skemmtilega. Alltaf fyndið að heyra Kana syngja á íslensku. Hefði svo verið til í að sjá þá á miðvikudaginn en var soldið pínku smá upptekin þá. En ég ætla núna að pakka uppúr töskunum og máta kannski fötin sem ég keypti mér og hafði ekki tíma til að máta en keypti samt. Stundum lúkka þau bara svo vel á rekkanum. Já ég er stelpa.

þriðjudagur, október 17, 2006

Er miðvikudagskvöld og þú hefur ekkert að gera og átt armband á Airwaves og þér þykir ofboðslega vænt um mig?

Þá er tilvalið að skella sér á Grand Rokk svona um miðnætti og sjá stóran draum minn rætast. Hann er að spila með rokkhljómsveit á minn klassíska lúður. Já ég og Björk og Sigrún munum vera kvenhandleggur Lödu Sport-manna og sýna þessum köllum hvernig á að rokka feitast og gera þetta almennilega og EKKI MEÐ SKÍTINN LAFANDI NIÐUR BUXNASKÁLMINA! Jö!

Svo hef ég átt ágætis spjöll við sæta gaurinn sem keyrir mig alltaf þegar ég þarf að fara með einn vistmann á sambýlinu í sund. Hann sofnaði í gær yfir tölvuleik, eyddi 75 þúsund kalli í djamm um helgina, á einkaleyfi á einhverju fiskveiðidóti sem hann fékk frá róna á Kaffi Austurstræti á sínum tíma og hefur oft sofnað undir stýri en aldrei lent í alvarlegu umferðarslysi. Ég lofaði honum að ég myndi vekja hann ef það kæmi nú fyrir á meðan ég er í bílnum. Gott að hafa trausta jafnt sem myndarlega aðstoðarmenn í farþegasætinu. Jájá. Svo labbaði hann einu sinni inn á mig þegar ég var að pissa í vinnunni. Óð bara inn á skítugum skónum. En sem betur fer sá hann ekki vagínuna. Það hefði verið ljóta vesenið.

Á föstudaginn flýg ég á vit ævintýranna og fer í fyrsta skipti ein í flugvél. Ég vil fá svona flugfreyju sem passar upp á mig takk og leiðir mig inn og út úr vélinni. Takk. Svo kann ég ekkert á flugvelli en Kastrup á víst að vera idiotproof þannig að það ætti alveg að reddast. Og vonandi að ég týnist ekki á Strikinu sem ætti að vera erfitt þar sem þetta er bara eitt langt strik. Svo verður bara vonandi öl og vínarbrauð hægri vinstri í Köben á meðan hinn lýðurinn skemmtir sér ekkert án mín heima. Þarf samt að endurskoða skóladönskuna því ég er búin að gleyma öllu. Blanda bara þýsku, dönsku og spænsku saman. Það var svona að hlusta ekki á Ebbu og læra aldrei heima í Top 10 og Panorama og Vi ses! og Skal vi snakke sammen. Kem svo heim á mánudaginn og bara eins gott að velkomunefndin láti sjá sig og spili fyrir mig danska þjóðsönginn við hliðið. Nema auðvitað að ég týnist á Kastrup og dey. Sjáum til. Þangað til næst: Hej!

þriðjudagur, október 10, 2006

Uselessstuff.com

Margur er notlaus hluturinn og tilgangslaus. Ég gerði þá skissu að kaupa mér notlausan hlut sem hefur hlutverk en það er svo ómerkilegt að það á kannski ekkert að vera að eyða orðum í það. En það ætla ég að gera. Keypti þennan hlut hjá skósmið á heilar 700 krónur í brjálæði mínu og sé mikið eftir því. Bölvaður sértu herra skósmiður! Hluturinn er:


Uppblásnir plasthólkar sem setja á ofan í stígvél til að halda þeim lóðréttum og þéttum.
Svo eru þeir með blómamynstri í þokkabót. Eitthvað sem ekki sést þegar hólkarnir vaða skít og táfýlu dag hvern. Já og þarna sjást stígvélin sem ég var að kaupa mér. Kjarakaup í Spútnik!
Hægt er að gera miklu fleiri handhægari hluti með þessu apparati en upprunalega hlutverk þess og mun ég nú sýna fram á það:


Hægt er að leika rostung, mammúta eða vampíru eða eitthvað því um líkt og sýkt.


Uppblásnar kynlífsdúkkur með gati hafa verið vinsælar í ástarleikjabúðum landsins. Þó aðallega hjá karlpeningnum.


Að bora í nefið er góð íþrótt.


Sem dildó ef maður er mikið fyrir harða plastkanta. Og nei. Þetta er ekki snípurinn minn heldur rennilásinn á peysunni minni.


Ekki geta greyið sjónræningjarnir og fótlausa fólkið endalaust hoppað um á tréfótum eða gervifótum frá Össuri. Þetta er málið með smá tonnataki.


Hver þarf búbbdjobb og sílíkon þegar maður hefur uppblásna stígvélahólka?


Og að lokum lætur handalausi trúbadorinn gamlan draum rætast.

fimmtudagur, september 28, 2006

En hvar eru hin?

Dótturafkvæmi krakkanna í Beverly Hills eru fullorðnu merðirnir í Melrose Place sem tröllriðu kananum og velunnurum þeirra á árunum 1992-1999. Á venjulegum degi í íbúðakjarnanum gerist oftar en ekki þetta: morð, framhjáhald, bakstungur, hafnanir, lygar, upprisa, peningaskandalar, svikamyllur, alkóhólismi og svo lengi mætti telja. Góð formúla að góðum þáttum segja sumir. Persónur systkinaþáttanna fléttast þó saman á furðulegan hátt. Eiginlega á of furðulegan hátt. En hvar er þetta fólk nú?

Andrew Shue - Billy Campell

Þá: Í byrjun þáttanna var Billy litli fátækur leigubílstjóri sem leigði með vinkonu sinni Alison í íbúðarkjarnanum fræga. Veggirnir milli herbergja þeirra voru greinilega það þunnir að ástarhitinn streymdi í gegn og þau urðu ástfangin upp fyrir enni. Samband þeirra var eins og skæri, sundur saman sundur saman og alltaf mjög gleitt. Þau trúlofuðu sig en það fór allt fjandans til og hjálpaði klækjakvendið Amanda ekki til sem með bellibrögðum lokkaði Billy til sín af og til með stuttum pilsfaldi sínum. Nú er Billy í góðu starfi hjá D&D, greinilega eina fyrirtæki bæjarins og er giftur beðmálskonunni Brooke sem giftist honum einungis til að komast yfir arf látinnar móður.

Nú: Andrew byrjaði sinn glæsta feril á því að leika meðlim í karateklíku í myndinni 'Karate Kid' 1984 sem flestir hafa séð. Góð byrjun sú arna. Einnig lék hann lítið hlutverk í mynd Tomma Krúsa 'Cocktail'. Hans stærsta hlutverk hlýtur þá að vera í mynd Francis Ford Coppola 'Rainmaker' árið 1997. Engar heimildir eru fyrir því hvað hann gerði eftir MP en nú er hann að leika í myndinni 'Gracie' ásamt systur sinni Elisabeth Shue sem lék meðal annars í 'Hollow Man'. Beikonið flottur í þeirri mynd. Ha, stelpur. Á yngri árum bjó Drúi í Zimbabwe þar sem hann spilaði voðalega mikið fótbolta. Bróðir hans dó í húsi fjölskyldurnnar og var Andrew voða leiður. Skiljanlega. Á tvö börn með spúsu sinni.

Courtney Thorne-Smith - Allison Parker

Þá: Pallison var yfir sig ástfangin af Billy og allt gekk vel þangað til áfengisdjöbbi bankaði upp á hjá henni. Hún fór til dyra og bauð honum kaffi og koníak. Hataði Amöndu salamöndru útaf lífinu, hætti með Silly Billy í tuttugasta skiptið, sökkti sér í búsið, keypti sér sportbíl og var tekin fyrir ölvaðan akstur. Hentist í meðferð og kynntist þar rúbbístjörnu sem var bæði alkóhólisti og kynlífsfíkill. Góð blanda. Þau voru fyrst voða glöð og ekki gröð þangað til rúbbíkallinn hélt framhjá. Var einnig misnotuð af föður sínum á yngri árum. Ojojoj. Allison vinnur hjá Amöndu og Billy með. Skemmtilegur ástarþríhyrningur á vinnustaðnum. Núna er Alli blind eftir sprengju og allt í skölli. Núna rétt áðan var hún svo að fá sjónina eftir að hafa dansað við Billy sinn.

Nú: Courtney lék í mynd sem ég á bara eftir að sjá 'Revenge of the Nerds II: Nerds in Paradise' og mun ég bæta úr því við fyrsta tækifæri enda eflaust eðalmynd þar á ferð ef marka má fyrstu myndina. Lék í barnarúbbímynd með Charlie Sheen áður en hún kom til Melrose Place og aðalhlutverk í mörgum minni myndum og þáttum. Efir MP lék hún stórt hlutverk í floppmynd aldarinnar 'Chairman of the Board' með mest pirrandi og rauðhærðasta gaur sem til er, Carrot Top. En það kom ekki að sök því hún lék smá í 'Spin City' sem eru mjög góðir þættir. Synd og skömm að þeir hættu. Ferill hennar tók stökk þegar hún landaði hlutverki eiginkonu æskuástar 'Ally McBeal' sem flestir af minni kynslóð sátu límd við með tonnataki á yngri árum. Talaði inn á ofurhetjuteiknimynd sem er greinilega afar vinsælt hjá þessu fólki. Við tók 'According to Jim' þar sem Kortní leikur fallegu konu feita mannsins sem er vinsæl formúla í Kanalandi. Stendur sig með prýði á þeim bænum og er á grænni grein. Var svo að deita Andrew Shue á meðan tökum stóð. Habbahabba. Var einu sinni með 32CC barm en minnkaði hann niður í C með því að stunda jóga. Merkilegt.

Grant Show - Jake Hanson

Þá: Í fyrstu var Jake fátækur listamaður sem keyrði um á mótorhjóli. Þessi týpíski kall sem er svo kúl að kúl er ekki til í hans orðaforða því það notar það enginn lengur. Kynntist þá ljósmyndaranum Jo sem heillaði hann upp úr kúrekastígvélunum og saman keyptu þau bifvélaverkstæði. Svo kviknaði að mig minnir í því og þau hætta síðan saman. Jake og Amanda byrja að deita og hún reddar honum vinnu hjá pabba sínum. Jake flettir ofan af svindli tengdó sem lendir svo í fangelsi. Hann losnar úr fangelsi og reynir að drepa Jake sem endar sjálfur á því að drepast. Úbbs! Flakkar á milli Amöndu, Jo og Sydney og kaupir svo subbubúlluna Shooters. Núna er hann nýbúinn að drepa bróður sinn og er byrjaður aftur með Jo. Sem sagt allt að gerast hjá Jake sem ætti kannski bara að fá sér shake.

Nú: Grant lék á árum áður í 'Ástarfleyinu', ekki raunveruleikaþættinum þó. Einnig í nokkrum sjittmyndum og sjittþáttum sem voðalega fáir muna eftir eða hafa séð þangað til hann kom á skellinöðrunni sinni til Melrose. Kom fram í BH þar sem hann lék hinn handlagna Jake Hanson og fellur Kelly Jelly Belly kylliflöt fyrir sjarmatröllinu sem lagar pípurnar á heimili hennar. Hún fær þó ekki meira en einn lítinn mömmukoss frá Jake enda er hann alltof drullutussusvalur til að deita einhverjar smástelpur. Eftir MP lék hann í nokkrum þáttum og bíómyndum og gestahlutverk í 'Ed' sem áhorfendur RÚV kannast eflaust við. 'Six Feet Under', 'Strong Medicine' og 'Beautiful People' hringja allir bjöllum og í þáttunum 'Point Pleasant' leikur Show djöfullegan mann sem keyrir um á limmu og eltist við smástelpu. Um þessar mundir er hann að leika í myndinni 'The Girl Next Door' og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri klámmynd. Er giftur, spilar golf og keyrir sportbíla og mótorhjól. Var einu sinni að deita gelluna sem leikur Sydney. Fólkið þarna greinilega að missa sig.

Daphne Zuniga - Jo Reynolds

Þá: Ljósmyndaragellan sem fellur fyrir töffaranum Jake. Notar sína peninga til að kaupa verkstæðið með Jake og þeir fuðra upp eins og allir þeir peningar sem nefndir eru í þættinum. Gerist ólétt eftir einhvern glæpon sem deyr svo. Foreldrar barnsföðursins eru klikkuð og vilja fá forræði yfir barninu þegar það fæðist. Þeim tekst það en þá kemur hin illa dr. Shaw sem þráir ekkert meira en að eignast börn og stelur barninu af henni þegar Jo reynir að fæða það í leyni með hennar hjálp. En dr. Michael Mancini kemur þá til bjargar og lætur Jo fá barnið aftur til að halda vinnu sinni. Jo neyðist þó til að láta ættleiða barnið af ástæðum sem ég skil ekki alveg. Jæja. Hún fékk huggun frá Jake og síðar bróður Jakes sem er ribbaldi. Hann deyr.

Nú: Daphne gerði garðinn frægan í stuðmyndinni 'Spaceballs' frá '87 og lék þar hlutverk Princess Vespa sem er skopstæling á prinsessunni Leiu úr Star Wars, svona ef þið vissuð það ekki. Seinna lék hún í 'The Fly II' sem er örugglega jafngóð og fyrsta myndin. Eða ekki. Í 'Spin City' lék hún og í þáttunum 'Stark Raving Mad' sem skartar Tony Shaloub eða herra Monk. Og aftur er það Batman teiknimynd sem hún talar inn á. Eftir það boraði hún smá í nefið, ekki mikið, og lék síðan gestahlutverk í 'Law & Order: SVU' og 'American Dreams' sem eitt sinn voru sýndir á Stöð 2. Í 'Beautiful People' leikur Daffní einstæða móður sem er einnig fatahönnuður í NY. Talandi um að geta gert tvennt í einu. Þar leikur einmitt Grant Show (Jake Hanson) fyrrverandi eiginmann hennar. Lítill heimur. Núna er hún að leika í þáttunum 'Christmas Every Day' sem eflaust margir bíða svo spenntir eftir að þeir geta ekki kyngt. Daffní situr mótorhjól á meðan gvatemalski pabbi hennar heimspekiprófessorast. Hún er með gat í nabblanum og bjó með Meg Ryan þegar þær voru báðar strögglandi leikkonur.

Josie Bissett - Jane Andrews Mancini

Þá: Jane var hamingjusamlega gift lækninum Michael og hennar helsti draumur var að verða fatahönnuður. Þau tvö stofnuðu fatahönnunarfyrirtæki og síðan missti Michael niður um sig kakíbuxurnar og uppí rúm með rauðhærða lækninum Kimberly. Jane var alveg fjúríus og fór að deita fullt af köllum til að komast yfir kallinn. Einn þeirra plataði hana algjörlega upp úr skónum þegar hann lét hana borga fullt af pening í fyrirtækinu sínu sem hann stal svo sjálfur. Já og svaf hjá Sydney systur hennar og var svo í glæpaklíku allan tímann. Jane er alltaf góð við allt og alla og samband hennar við systur sína er þyrnum stráð. Núna er hún bara að fatahannast og eldar pulsupasta í hvert mál. Núna býr Allison hjá henni því hún er svo blind og Jane er að deita Ríkharð.

Nú: Afsakið orðbragðið en hún Josie hefur ekki gert tussufrussurassgat í bala, hvorki fyrir eða eftir MP. Nokkrar sjittmyndir og nokkrir sjittþættir sem nákvæmlega enginn kannast við eða hefur séð. Þó gestahlutverk í 'Law & Order: SVU' Árið 1996 var hún þó kosin ein af 50 fallegustu konum heims af einhverju blaði. Árið 1993 sýndi hún svo Conan O'Brien öll tattúin sín. Var gift kalli sem á eftir að koma fram í þáttunum (Kyle McBride) og á með honum 2 krakkalakka. Brjóstamál: 34B.

Laura Leighton - Sydney Andrews

Þá: Litla systir Jane kom í bæinn og gerði allt vitlaust. Svaf hjá fyrrverandi eiginmanni Jane og allt ætlaði um koll að keyra. Var gift Michael í svona viku og gerðist svo gleðikona. Alltaf svakalega glöð. Fílaði ekki gleðikonustarfið og fór þá að vinna á Shooters, eina barnum á pleisinu. Var síðan send á geðveikrarhæli fyrir að hafa reynt að keyra yfir fésið á Michael en það var ekki hún sem gerði það. Fékk að fara heim og byrjaði að vinna í tískufyrirtæki systur sinnar. Fór svo í einhvern sértrúasöfnuð en flúði. Sydney litla er alltaf að lenda í veseni enda elta vandræðin hana á öndum. Gúmmíöndum. Var einu sinni að deita Jake og er núna ritari hjá Mikka og Pésa.

Nú: Ekki hef ég séð tangur né tetur af Lauru en hún hefur ekki setið auðum höndum kellingin sú arna. Steig sín fyrstu skref í MP árið 1993, hóstaði einu sinni 'Saturday Night Live' og talaði inn á 'Duckman: Private Dick/Family Man' sem voru snilldar teiknimyndir. Lék svo smá í Beverly Hills og þá nýja persónu. Einnig í 'Tru Calling' sem var eitt sinn sýndur á einhverri sjónvarpsstöðinni. Svo bara í mörgum low-budget myndum sem enginn hefur séð. Núna síðast lék hún gestahlutverk í 'CSI: Miami'. Hún er gift gaurnum sem leikur hommann Matt í MP og á með honum börn og puru. Spilar ABDC á píanó í frítíma sínum.

Thomas Calabro - Dr. Michael Mancini

Þá: Kynþokkafulli læknirinn sem getur ekki haldið tólunum í kakíbuxunum. Var giftur Jane, Sydney og Kimberly, þó ekki öllum í einu en með mjög stuttum millibilum. Lenti einu sinni í bílslysi þegar hann var nýbúinn að biðja um hönd Kimberly og var drukkinn undir stýri. Með kænsku sinni slapp hann með nokkur beinbrot og þurfti ekki að fara í steininn. Svissaði um konur eins og pungbindi og honum var ekkert heilagt. Góðmennskan poppaði þó einstaka sinnum upp á yfirborðið eins og þegar hann bjargaði Amöndu frá vonda lækninum Peter sem hugðist skera úr henni botnlangann til að fá hana til að þegja og deyja. En það var bara af því að hann var svo skotinn í Amöndu og hún var með krabbamein eða eitthvað. Allir vilja hefna sín á Mikka og Mikki vill hefna sín á öllum. Nú á hann læknastofu með Peter og er á lausu þar sem hann sendi Kimberly á geðveikrarhæli.

Nú: Tommi réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hans fyrsta hlutverk var í eðalmyndinni 'Exterminator 2' frá '84 sem eflaust allir með lausa skrúfu hafa séð og það margoft. 'Columbo: No Time To Die' tók við árið '92 þar sem hann lék samstarfsmann ofurlöggunnar Columbo sem leikinn er af kvennabósanum Peter 'Lata auga' Falk. Frá '92-'99 lék Tommi í Melrose Place og er eini leikarinn sem lék í þáttunum allan þann tíma sem hann var sýndur. Fyrir það fær Calabro klapp á rassinn frá mér. Á þessum árum lék hann einnig í nokkrum pissþáttum og hóstaði 'Mad TV' þætti af sinni einskæru list. Athygli vekur að hann hefur greinilega festst í læknahlutverkinu enda leikið marga læknana í gegnum tíðina enda með rosalega læknalegt útlit ef ég segi sjálf frá. Eftir Melrós lék hann gestahlutverk í 'Nip/Tuck' og lék þar einmitt lækni. Í 'Cold Case' lék hann einnig gestahlutverk. Nú er hann að leika í mynd sem ber það skemmtilega nafn 'Cake' og mun fólk streyma á hana í kvikmyndahúsin í tonnatali. Tommi er aðeins 173 cm að hæð sem gerir hann tveimur cm minni en ég er. Hann er sem sagt dvergur sem á dvergakonu og 3 dvergabörn og er örugglega akkúrat þessa stundina að borða dvergaköku á dvergaveröndinni sinni.

Marcia Cross - Dr. Kimberly Shaw Mancini

Þá: Hin slóttuga doktor Kimberly féll fyrir Mikka samstarfsmanni sínum en þau koma fram við hvort annað eins og sokkapör og það er rosaleg táfýla af þeim. Gat ekki eignast krakkalinga og tók þá upp á því ráði að stela einu frá Jo. Það plan heppnaðist ekki alveg enda dauðadæmt frá "fæðingu" hugmyndarinnar og barnsins. Reis upp frá dauðum eftir að foreldrar hennar létu Michael halda hana verandi dána. Kom til baka í strandhúsið sköllótt og notar því alltaf hárkollu sem er alveg rosalega raunveruleg. Reyndi svo að keyra Mikka niður og klíndi því á Sydney. Mikki vildi svo frekar Amöndu og þá snappaði Kimb alveg og sprengdi íbúðarhúsið í tætlur. Núna er hún á geðveikrarhæli og læknirinn Peter er núna að digga hana. Er með ljótan spanjólakall í hausnum sínum sem segir henni að drepa drepa og aftur drepa.

Nú: Marcia átti eftirminnilegan leik í þeim gríðarskemmtilegu þáttum 'Cheers' og seinna í 'Who's The Boss?' með villikettinum Tony Danza í aðalhlutverki. Lék síðan pínkuponsuoggupoggulítið hlutverk í 'Murder, She Wrote' sem eru svakalegir þættir með ömmudrottningunni Angelu Lansbury og var ég fíkill í þá á sokkabandsárunum. Í 'Seinfeld' lék hún lækni og einnig í 'Spin City' eins og svo margir aðrir MP leikarar. Gestahlutverk í 'Ally McBeal' og 'Strong Medicine' og 'CSI' og 'King of Queens'. Tók hún við hlutverki aðþrengdu eiginkonunnar Bree Van De Kamp og plummar sig vel sem þrifna en léttgeggjaða ekkjuhúsmóðurin með áfengis- og barnavandamálin. Fyrir það hlutverk hefur hún hlotið Gullna hnöttinn og fleiri styttur. Slúðrið segir svo að hún muni taka að sér hlutverk Pamelu Ewing í 'Dallas' myndinni sem er í bígerð. Greyið Marcia hefur verið með mígreni frá því hún var 14 ára og er nú ólétt af tvíburum eftir kallinn sinn. Pæliði í magaslitunum og rauðhærðu mígreniskrökkunum!

Heather Locklear - Amanda Woodward

Þá: Amanda litla ljóska átti erfiða æsku enda fékk hún aldrei ást föðurs síns keypta. Ekki einu sinni fyrir pjeninga. Bitur kona með skarpt viðksiptavit og lætur ekki neinn vaða yfir sig á skítugum vöðlum. Hefur verið bendluð við töffarana Billy og Jake og læknana Peter og Michael. Víðförul kona eins og sést. Á íbúðarkjarnann og fylgist grant (show. Haha) með öllu sem þar gerist. Er forstjóri D&D og notar óspart svipu á undirmenn sína. Hefur næstum verið drepin af fyrrverandi kæró og fékk krabbamein. Er núna algjört gæðablóð og blabla. Ekkert fútt í henni lengur. Pabbi hennar sprakk í tætlur á báti en ég finn það á mér að hann eigi eftir að púsla sig saman og koma aftur til Amöndu sinnar.

Nú: Heather er örugglega frægasta leikkona sem Melrose hefur alið af sér. Bæði fyrir og eftir þættina. Árið 1981 lék hún í 'The Return of the Beverly Hillbillies' sem voru víst svakalegir þættir og í 'Love Boat' árið 84. Sápuóperurnar hafa átt hug hennar allan og má þá helst nefna 'T.J. Hooker' með William 'Denny Crane' Shatner og 'Dynasty' með Joan Collins í fararnefbroddi. Lék lítið hlutverk í 'The First Wives Club' en það er mynd sem ég hef ekki lagt í að sjá og mun seint gera enda Bette Midler með eindæmum pirrandi lítill rassálfur. Talaði inn á 'Hercules' og 'Batman' og 'King of the Hill' og 'Duckman: Private Dick/Family Man' og lék í 'Scrubs' og 'Two and a Half Man'. Landaði mjög stóru hlutverki í 'Spin City' og var þar alveg snældubrjáluð frá 99-02. Lék svo í gullmyndunum 'Uptown Girls' og 'The Perfect Man' og lék á móti Hillary Duff á örugglega mjög smekklegan hátt. Í 'LAX' fór hún á kostum sem stjórnareitthvað yfir LAX flugvellinum en sá þáttur var ekki langlífur. Nú leikur hún í nýrri mynd sem kallast 'Oranges' á móti lélegasta leikara leiksögunnar, Tom Arnold. Var gift Supernovagoðinu Tommy Lee og rokkaranum Riche Sambora (í nef?), gítarleikara Bon Jovi og á með honum dóttur sem heitir einmitt það sama og dóttir Reese Witherspoon og Ryan Phillippe. Núna er hún víst að deita álfinn og greppitrýnið David Spade sem er bara ljótari en allt. En það voru fyrrverandi líka. Hún er að hluta til Lumbee indíáni og skosk. Góður kokteill.

Doug Savant - Matt Fielding


Þá: Matti var samkynhneigður maður sem þorði aldrei að koma út úr skápnum enda voru fordómarnir án efa meiri þá en nú. Var alltaf að vinna í svona súpueldhúsi fyrir fátæka. Hann vinnur nú á spítalanum ásamt Mikka og Kimberly og hefur oft þurft að kljást við hjónakornin þegar þau gera eitthvað siðferðislega rangt af sér. Daglegt brauð. Hann giftist rússneskri læknakonu svo að hún fengi græna kortið (í strætó) en hún flúði aftur til Rössja með dóttur sína. Matt var að deita kall sem var með alnæmi og það fór bara allt í klessu. Svo varð hann ástfanginn af lækni sem var gifur konu en læknirinn drap konu sína og klíndí því á greyið litla Matt. Í þættinum áðan tókst Matt að fá lækninn til að viðurkenna morðið en þá var Matt rekinn úr vinnunni sinni, örugglega fyrir það að vera svona mikill hommi. Hann er samt með ógeðslega flott dú sem haggast bara þegar hann er pirrípú.

Nú: Doug lék í nokkrum þáttum og myndum fyrir MP og stendur myndin 'Maniac Cop 3: Badge of Silence' upp úr. Klárlega. Hann lék einnig í 'Columbo: No Time To Die' eins og félagi hans Thomas Calabro. Var íbúi í íbúðarkjarnanum umtalaða frá 92-97 og árið 98 lék hann löggu í græna floppernum 'Godzilla'. Lék síðan gestahlutverk í 'According to Jim' og 'The Guardian' og 'NYPD Blue' og '24' og 'CSI' og 'Nip/Tuck'. Stóra breikið hans kom árið 2005 þegar hann tók hlutverk Tom Scavo í ósmurðan analinn í 'Desperate Housewives' og leikur þar margra barna faðir og bisnessmann. Eins og áður segir er Doug giftur Lauru Leighton a.k.a. Sydney Andrews og á með henni 2 börn og önnur 2 börn úr fyrra hjónabandi. Hann hætti víst í MP því hann vildi ekki vera alltaf hommi en fólkið sem stjórnaði sagði bara nei. Samt sem áður var hans karakter fyrsti samkynhneigða persónan sem birtist í sápu í USA. Brautryðjandi hann Matt. Áður en hann gerðist leikari var hann pizzusendill fyrir Dino pizzur - sjúklega hættulegar pizzur.
----
Já 3200 orð. Enda tók þetta 2 næturvaktir. Ef þið lásuð þetta í gegn og eruð enn á lífi eruð þið hetjur.

mánudagur, september 18, 2006

Hvar eru þau nú?

Þátturinn sem allir tala um eða ekki. Beverly Hills 90210. Peningar, spilafíkn, fíkniefni, alkóhól, lýtaaðgerðir, kynlíf, smokkar, kynsjúkdómar, brjóst, typpi og pjöllur. Allt eru þetta orð sem hringja bjöllum. Í þáttunum fáum við að fylgjast með lífi, þroska, framhjáhöldum, ástum, hötrum og grátum snobbuðu og ósnobbuðu barnanna í Bel Air, Hollywood, USA. Ekki slæmt. En hvar eru þessi börn núna?

Jason Priestly - Brandon Walsh


Þá:
Svali sveitastrákurinn frá Minnisódavatni sem þurfti að klífa upp metorðastigann þegar hann fluttist í stórborgina. Tókst honum það á korteri enda sjarmör sjálfs skrattans. Byrjaði illa, varð drukkinn undir stýri og svo fór hann beint í AA. Kærasta númer 23 setti dóp í sprætið hans og hann fór að veðja á körfuboltaleiki. Núna er hann í háskóla og heldur framhjá með konu kennara síns á meðan hann hjálpar körfuboltastrák úr gettóinu með lærdóminn. Sómapiltur hann Brandon. Vinnur fyrir sér og kagganum sínum á Ferskjupittinum sem er aðalbúllan í bænum.


Nú:
Jason hefur leikið í nokkrum þáttum sem eru greinilega ekki það góðir að þeir hafa verið sýndir hér á landi. Þó leikur hann í 'Love Monkey' sem eru hinir ágætustu þættir. Þar hefur hann misst kúlið síðan í BH því núna er hann með brjóst og bumbu, giftur og virkar miklu minni en hann gerði í BH. Árið 99 klessti hann á staur því hann var búinn að drekka aðeins of mikið kallakók. Bæta á bumbuna sko. Hann sagði samt að hann hefði neyðst til þess svo hann myndi ekki klessa á dádýr. Dýravinur mikill hann Jason. Giftur meiköppartist og spilar hokkí.

Shannen Doherty - Brenda Walsh


Þá: Gellan sem allir elska að hata. Tvíburasystir Brandons sem gerir ekki annað en að grenja og væla yfir öllu. Þá sérstaklega fyrrverandi kærustum. Gerir ekki annað en að bjóða foreldrum sínum byrginn með því að deita syni glæpona, stelast til Kúbu og giftast ríkum gaur í Vegas. Fór í háskóla á Minnisódavatni í 2 vikur en kom grenjandi til baka því allir voru að gera grín af henni því hún átti heima í Hollívúdd. Búhú. Núna er hún að gera ekki sjitt og heldur að hún verði geðveikt góð leikkona. Kannski byrja á því að senda Shannen í leiklistarskóla áður en Brenda fer.


Nú:
Eftir BH ruglið boraði hún í nefið í smá tíma en árið 1998 lék hún í nornaþættinum 'Charmed' með tveimur jussum. Svo var hún rekin þaðan því hún var alltaf svo drukkin og alltaf að lemja ljósmyndara og rústa hótelherbergjum og djamma og tjútta og sukka. Svo varð hún kynnir í 'Scare Tactics' sem var bara ekkert skerí. Jú hún var það kannski. Svo kom hún við í Playboy blaðinu og var eitthvað að striplast þar á Brenduklæðum. Og núna er hún bara eitthvað veik heima að horfa á 24 sem er uppáhaldsþátturinn hennar. Undirskriftarlistinn 'Sendum Shannen í leiklistarskóla' verður látinn ganga árið 2010.

Jennie Garth - Kelly Taylor


Þá:
Kelly, skvísan sem allir gaurar voru búnir að skvísa. Átti samt voðalega erfitt líf enda skipti mamma hennar um karlmenn líkt og túrtappa og stundaði kókaínið villt og galið. Líf hennar breyttist þó við komu sveitatvíburanna og hún gerðist fyrirmyndarstúlka. Fékk þó átröskunarsjúkdóm og lifði á megrunarpillum. Svaka drama. Varð ástfangin af Dylan, kærasta Brendu til margra ára, þó með mörgum millibilum. Annað svaka drama. Þau eru víst ennþá að dúlla sér og geta ekki haldið sér í gulrótarbuxunum. Núna býr hún með ástardúfunum David og Donnu. Oreo kex. Örugglega rosalega gaman að vera Kelly Jelly Belly.


Nú: Eins og öll hin börnin lék Jennie í nokkrum lélegum þáttum en talaði þó inn á 'American Dad' sem eru jájá afbragðsgóðir þættir. Núna er hún bara kasólétt af sinni þriðju dóttur með einhverjum óþekktum leikara. Kom í heimsókn til Mörthu Stewart um daginn og hefur lítið breyst. Aðeins nokkrum hrukkum og fellingum dýrari.

Luke Perry - Dylan McKayÞá: Viðurstyggilega sjarmatröllið sem talar og tjáir sig með augnbrúnunum. Hann er þessi leyndardómsfulla týpa. Enginn veit hvað hann er að hugsa, enginn veit hvað hann mun gera. Átti erfiða æsku eins og flest allir þótt faðir hans hafi synt í pjeningum. En föðurást fæst ekki keypt og Dylan fékk að kynnast því ungur að aldri. Pabbi dó í sprengingu og hann fékk fullt af vasapening sem hann eyddi í vitleysu. Hataður af fyrrverandi tengdó en það er allt í læ.


Nú: Veit bara ekkert hvað hann er búinn að gera af sér. Örugglega leika í sápuóperum. Lék þó í nokkrum 'Will and Grace' þáttum. Plús í kladdann fyrir það. Upprunalega sótti hann eftir hlutverki Steves Sanders en fékk hlutverk Dylans. Áður en BH kom til sögunnar vann hann í hurðahúnaverksmiðju. Greyið. Á slatta af börnum með slatta af konum og hefur það örugglega ágætt. Segjum það bara.

Tori Spelling - Donna Martin


Þá: Litla sæta krúttípúttí hreina meyjan. Læknadóttir sem aldrei hefur þurft að gera handtak en lifir þó í ótta við sína eigin móður. Féll fyrir litla busanum og tónlistarnerðinum David en vildi aldrei sofa hjá honum. Aumingja David litli kall. Góðmennskan uppmáluð og skipuleggur góðgerðardæmi og gefur fátækum börnum jólapakka. Gefur þeim greinilega líka matinn sinn því mjórra mitti hef ég sjaldan séð. Drakk smá sjampein á prom og það átti bara að reka hana úr skólanum. En þá er gott að eiga góða vini sem halda kröfugöngur og fara í prófverkfall. Svo þegar hún loksins ætlaði að afmeyjast komu mamma og pabbi í heimsókn. Allt brjálað. Svaka drama. Svo sagði David henni upp að því að hún var svo mikið hrein mey. Hún grætur enn.

Nú: Núna er frú Stafsetning bara að leika í þáttum og fara í lýtaaðgerðir og rífast við mömmu sína og syrgja pabba sinn. Fór í lýtaaðgerð á nefi eftir að páfagaukur beit hana. "Polly wants a nosejob!" Er í raun og veru dökkhærð. WTF! Er núna gift leikara sem leikur með henni í einhverjum sjitt þáttum. Hún er hrædd við vonda kallinn undir rúminu og kíkir undir rúmið á hverju kvöldi. Vírdó. En hún er samt svaka glöð og þá er ég glöð enda erum við þjáningasystur.

Brian Austin Green - David Silver


Þá:
Lúðinn sem allir forðuðust til að byrja með. Elti alla á röndum og var ástfanginn af Kelly sem varð svo seinna stjúpsystir hennar. Donna var hans ást og yndi en það breyttist fljótt. Var við það að fá plötusamning en hann klúðraði því víst og neyddist því til að halda áfram DJ-djobbinu í West Beverly.
Fór að lyfta lóðum og varð þessi svaðalegi töffaradjöfull. Núna er hann kominn í dópruglið til að halda sér vakandi og er bara í ræsinu.

Nú: Eftir BH reyndi hann fyrir sér í mjaðmahoppinu (hip-hop) en böstaði feita mellu með því uppátæki sínu. Hann var giftur konu sem lék í BH og lék svo seinna í 'Las Vegas'. Átti með henni krakkaorm. Núna er hann að deita tvítuga stelpu sem lék vondu gelluna í 'Confessions of a Teenage Drama Queen' sem skartar megabeibinu Lindsey Lohan. Var líka einu sinni að deita Tori Spelling. Kemur víða við og leitar ekki langt. Hann var gestaleikari í 'Sabrinu', 'Las Vegas' og 'George Lopez'. Núna er hann örugglega bara að hafa það næs í ljósabekk að hömpast á rjúpu.

Ian Ziering - Steve Sanders

Þá: Alltaf sama vesenið á Steve. Mamma hans er fræg sápuóperustjarna sem ættleiddi hann í den. Mamma kaupir handa honum nýjan bíl í hverri viku og Steve kyssir hana fyrir það. Stelpuvandamál elta Steve uppi en hans eina ást hefur alltaf verið Kelly en þau voru einu sinni að deita en hún vill núna ekkert með hann hafa sem kærasta. Bara vin. Lítur upp til Brandons og er oft í keppni við hann um hylli ungra stúlkna. Alltaf að koma sér í vandræði. Reyndi eitt sinn að breyta einkunnum sínum í tölvum skólans og var næstum rekinn. Þá kom mamma og bjargaði öllu. Er núna í háskóla í fratörnití og á svo sannarlega heima þar. Já Steve er bara vitleysingur.

Nú: Íann hefur ekki gert neitt merkilegt síðan BH. Ef fólki finnst merkilegt að tala inn á nokkrar teiknimyndir eins og Spiderman og Batman þá má þeim finnast það. Fyrir BH lék hann þó í Leiðarljósi og hlýtur amma mín þá að vilja Íann. Hann var einu sinni giftur Playboy gellu en hún vildi frekar Hugh Hefner.

Gabrielle Carteris - Andrea Zuckermann

Þá: Blaðamannanördið Andrea sem var svo skotin í Brandon og ætlaði að gefa honum sig í kveðjugjöf þegar Brandon og co hugðist flytja aftur til Minnisódavatns. En sætt. Hún var alltaf bálskotin í Brandon og er það örugglega enn. Hún ógnaði hinum stelpunum í fyrstu með gáfum sínum og skörpum tilsvörum en varð seinna litla tilraunadýrið þeirra. Óborganlegt þegar Kelly og Donna lituðu á henni hárið. Hún var alltaf að deita nýja og nýja gaura og eitt sinn fór hún á deit með leiklistarkennaranum sínum sem átti svo kærustu. Átti voða erfitt því hún mátti eiginlega ekki vera í West Beverly af því að hún var ekki úr því hverfi. Neyydist því til að flytja til ömmu gömlu. Komst í Yale en hætti við að fara á síðustu stundu. Núna er hún að deita spanjóla og þau borða burritos og fajitas á hverju kvöldi.

Nú: Ótrúlegt en satt var Gabrielle 29 ára þegar hún lék hina 16 ára gömlu Andreu árið 1990. Ojojoj. Síðan þá hefur hún leikið nokkur gestahlutverk í þáttum sem flestir ættu að kannast við. T.d. 'Nip/Tuck', 'Crossing Jordan' og 'Strong Medicine'. Er gift og á tvö afsprengi, stelpu og strák. Hún er tvíburi af grískum uppruna og stúderaði látbragðsleik á tímabili.
---
Þar hafið þið það. Sirka 1600 orð en bara af því að ég er á næturvakt og hef ekkert annað að gera. Vonandi eruð þið einhverju nær um það sem kalla mætti mína nýjustu fíkn. Skjár einn fær allavega eitt klapp á bakið frá mér fyrir þetta uppátæki.