miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Mín

ekki alveg að standa sig í blogginu hérna. Afmælisdagurinn minn já. Hann var góður. Var með rautt naglalakk og rauðan varalit yfir allan daginn enda mátti ég það alveg. Svo var ég með Birthday með Sykurmolunum á rípít það lengi að ég verð að taka mér pásu á því lagi í smá tíma. Gleymdi að segja frá því að systir mín gaf mér líka Mars með pakkanum frá henni og lá ég ofan á Marsinu þegar ég fór aftur að sofa. Vaknaði öll brún á bakinu og fékk nett flassbakk. Fann einu sinni bráðnaða Maltesers kúlu klínda í rúmið mitt og hélt að einhver hefði kúkað í rúmið mitt. Góðir tímar. Já svo var ég að taka til í herberginu mínu og fann einhverja ógeðslega gráa klessu á gólfinu undir sjónvarpsborðinu mínu. Fór eitthvað að þefa af þessu og fattaði þá hvað þetta var. Svona Dracula brjóstsykur sem ég kastaði einhvern tímann þegar ég var ekki í góðu skapi fyrir svona 2 mánuðum. Og núna er klessan bara föst. Ég og nammi erum greinilega ekki góðir vinir.

Svo var bara gaman í fjölskylduboðinu þó að sumir fjölskyldumeðlimir kunni greinilega ekki á klukku. Fékk góðar gjafir. Inneign í Smáralind sem verður brúkuð í jólakjólakaup. Hárdót sem ég á að nota í útlöndunum. Óléttumálverk eftir 7bbu frænku. Dónabók frá Stjána frænda. En svo gat ég ekki borðað mikið af þessum dýrindiskökum enda er matarlystin ekki búin að vera mikil upp á síðkastið. Eitthvað sem ég hélt að væri ekki hægt á mínum bæ. En hverjum er ekki sama...

Frí í viku eftir næturvaktina í nótt. Je. Það frí verður brúkað í eitthvað sniðögt og skemmtilegt. Held kannski teiti næstu helgi. Veit ekki alveg. Annars eru heimsóknir vel þegnar. Á alveg kökur sko sem ég er tilbúin að deila með mér.
Peace.Love eins og stelpan sem dýrkar mig á myspace segir alltaf.

Engin ummæli: