miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Partý!

Var að gæða mér á grilluðum bjórkjúklingi með mömmu. Við erum báðar bara þónokkuð tipsy. En það er kannski líka af því að við drukkum auðvitað bjór með. Tipsy á miðvikudagskvöldi. Lífið gæti ekki verið betra!

laugardagur, ágúst 27, 2005

Vó!

Ógeðslega langar mig mikið í svona. Ég hef samt ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera við þetta.

föstudagur, ágúst 26, 2005

Hið ljúfa líf

Mamma í Köben að skoða leikskóla og flengríða H&M. Fyrir þá sem ekki vita, þá er flengríða nýja uppáhaldsorðið mitt. Hún hringdi í mig áðan. Sagðist vera á happy hour. Ég hló bara. Skóladagurinn var ágætur. Ég kom bekkjarfélögunum til að hlæja með lýtaaðgerðarsögunni minni. Gaman að aðrir gleðjist yfir sársauka mínum. Neinei, ég hló líka þegar að ég hugsaði til baka. Fyndið að vera með túrban með lítið tígó að horfa á Legally Blonde og geta ekki hlegið nema að þurfa að halda munninum saman því maður er svo hræddur um að saumarnir rifni. Sem þeir gerðu svo.

Busakynningin var í gær. Skemmti mér konunglega. Okkar kynning var góð. Alltaf gaman að kasta sleikjóum í fólk og koma fram við busa eins og lítil börn. Haha.

Ég er farin á vit heimilisstarfanna. Heimilið er í lamasessi í fjarveru móður.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Rollin' down the street

á nýrri Mözdu Tribute. Ég var að kaupa mér bíl. Alveg ein. Það borgar sig að vera í bæjarvinnunni, peningalega séð. Ég er eiginlega bara hrædd að keyra hann, krafturinn er svo mikill og bassaboxið blastar í mínum eyrum. Túrbóið er svo megagígamikið að ég pissa í mig í hvert skipti sem ég sest í hann. Enda fylgdi pissudúkur með. Hér fyrir neðan er hægt að sjá gripinn en varúð: ekki horfa of lengi. Þið gætuð dáleiðst af fagurbláa litnum og föngulegri lögun. Væri maður ekki til í að taka þennan og flengríða?!



Missti mig aðeins hérna fyrir ofan. En þá er Loki Laufeyjar kominn á fullt skrið. Skrifa skrifa og aftur skrifa, fá lélega hugmynd og aftur skrifa. Svo gerðist ég bekkjarráðsmaður í dag ásamt Þuru. Úff ég höndla þetta ekki krakkar! Minn fyrsti tími í kvikmyndagerð í morgun. Líst vel á pakkann. Fyrsta skipti sem ég hef 2 kennara í sama faginu. Fáar stelpur en góðar stelpur. Hef alltaf verið með mörgum stelpum í tíma. Ekki núna.

mánudagur, ágúst 22, 2005

Byrjar ballið

því í dag er hin fræga skólasetning. Þá fussum við eldribekkingarnir og sveium yfir smekkleysi busakjötsins, þá aðallega í klæðnaði, fasi og útliti. Það verður teiti.

Vinna á menningarnótt. Allt var kreisí á Hereford og komu um 300 manns að borða það kvöld. Allt fazmo.is gengið kom í öllu sínu veldi en djöfulli eru þetta flottir folar mar. Sjí! Einnig kom pípari með konu sína sem var einu sinni að reyna við mig og Oddnýju á Ölstofunni. Hann bað mig um tannstöngul og brá bara við að sjá mig. Gott á hann! Eftir vinnu var slegið upp veislu með fríu öli og SPK. SPK er náttúrulega bara snilldin ein. Það sem eftir er af kvöldinu er allt í móðu en ég vaknaði heima hjá mér. Það er sjaldséður hlutur.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Portúgal í grófum dráttum:

- Breezer
- Frozen Grashopper
- Bjór og meiri bjór
- Hrotur
- Skúffurúm
- Trúnó
- Slúður
- Dýnan Gísli
- Vatnsrennibrautagarðar
- Stólpípurennibrautir
- Kúkarennibraut
- Ógeðisfólk
- Jamiroquai
- Strandpartí
- Dragshow
- Bjór
- Padda á baðherbergi
- Herbergi 617, bleiki lykillinn
- "Hello Portugaylians, we from Iceland have taken over Portugal!"
- Sandur í öllum skúmaskotum
- Crepes með banönum, ís og heitri súkkulaðisósu
- Burger Ranch
- Kebab
- Katedral
- Karíókíbarinn
- White titties
- Tipsy
- Sprull
- Berbrjósta svefn í hjónarúmi
- Hor
- Kvef
- Slúðurbókin
- After Shock
- Bananabátur
- Klósettlæsing á tógakvöldi
- Múss með vanillusósu á Jupiter
- Marblettir á fáránlegum stöðum og enginn veit af hverju
- Erótískir barborðsdansar við súlu
- Olía númer núll
- Dans á barborði í tóga fyrir skot
- Marbletturinn hennar Guðnýjar
- "You could make a mess here in Portugal"
- "Are these real? Is this silicone? Let me check!"
- "Þegar að ég var í Portúgal í fyrra..."
- Þegar að fulla stelpan datt af bátnum í siglingunni
- Þegar að ég ætlaði að fara að opna freyðivínsflösku en fór að tala við Kristínu og þá poppaði tappinn í andlitið á mér
- Þegar að Hildur klessti á svalahurðina
- Þegar að Kristín talaði upp úr svefni: "Ok, persónulega finnst mér fáránlegt að vera að vörka tannið. Ég er alveg orðin nógu brún."
- Stuttu seinna: "Aha!"
- Þegar að mjög myndarleg stelpa bauð mér bjór og ég fór að dansa við hana á fullu. Komst svo að því að hún var lesbía að reyna við mig
- Þegar að við vorum nokkur úti á svölum að drekka og Guðný greyið lá veik í rúminu. Svo kom hún í svalahurðina, öll úfin og allir öskruðu

Þetta var yndisleg ferð

mánudagur, ágúst 15, 2005

Tipsy

Ord ferdarinnar an efa. Herna eru allir tipsy, útatadir i sprulli. Her er margt buid ad gerast, leidinlegt, ógedslegt, skemmtilegt og engu ad sidur eitthvad sem verdur skilid eftir i Portugal. Thad gengur brosulega ad vorka tannid thvi ad eg branni fyrsta skipti i gaer. Thad er allt oliunni ad kenna. Maeli ekki med henni. For a bananabát og var bodid ad koma i siglingu a spíttbát med Gydu og Kristinu ásamt theim Marco og Edvardo. Thá brann eg. Skútusiglingin goda var a laugardaginn og thar vard eg tipsy og synti i land. Hoppadi svo af bátnum. Um kvoldid var svo toppur ferdarinnar. FOKKING JAMIROQUAI! Ad ógleymdri Sonique sem allir heldu ad vaeri karlmadur. Á leidinni a tonleikana var myndavelin min notud til ad taka myndir af pissandi typpi. O eg hlakka til ad na i myndirnar. Teknar voru margar myndir af jay Kay. Og Oddny ég er ekki sátt vid thig. Thad skellir sko enginn a mig thegar ad eg leyfi einhverjum ad heyra i Jay Kay live. I dag er fridagur verslunarmanna her i landi og thad vard thvi ekkert ur Levi´s búda ferdinni minni. Hrumf. Kem svo heim á midvikudaginn, ferks ad vanda. Bid ad heilsa og plís kommentid og laeti.

laugardagur, ágúst 06, 2005

Drama drama

Er stodd á Portó. Ferdin er aedi en samanstendur af miklu drama.

Kvold númer eitt: Ég var full og fór á feitan bommer af thvi ad eg thurfti ad sofa i skúffu.

Kvold númer tvo: Ég var full og fór ad synda i sjonum med Gardari og tyndist. Allir (Kristin) heldu ad eg vaeri dáin og thegar ad +eg komst i leitirnar var mikid grátid.

Kvold numer thrju: Tógakvold og eg var full. Laestist á fatladraklosetti med ERnu, Huldu og Hiildi og var thar fost i klukkutima. Segi betur fra thessu kvoldi seinna. Er af fara i Modelo.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Við erum að passa páfagauk. Og bíl. Páfagaukurinn heitir Krúsi en bíllinn Guðfinna. Krúsi hefur gaman af því að kroppa í eyrnasnepla, leita að eyrnamerg í eyrum og baða sig í rauðvínsglösum. Hann klessti á spegil í herberginu mínu í gær. Hann hélt að þarna væri kominn annar Krúsi, bara kvenkyns. Guðfinna hefur það fínt, aðallega hjá mér. Ég hef ekki gefið henni stundarfrið síðan hún kom í pössun. Þótt eigandinn sé í fríi þá þýðir það ekki að hún sé í fríi.

Tveir í fyrsta veldi dagar í Portó. Þar sem ég verð alveg á kafi á morgun í verkefnum verður þetta síðasta færslan fyrir Portó. Ég þarf að fara í klippingu, kaupa hvítt lak, kaupa sjampó, sólarvörn og svoleiðis drasl, fá Frelsi í útlöndum hjá Símanum, kaupa evrur, pakka, kveðja kallinn og setja á hann skírlífisbelti. Ótrúlegt en satt þá er ég búin að kaupa nýtt bikiní en það er með svokölluðum low-cut bikiníbuxum. Það er því eins gott að kantskera svo pippskeggið flæði ekki bara um alla sundlaug. Nei segi svona.
Ég mun reyna allt sem ég get til að blogga úti en það verður takmarkað. Því lofa ég. Ég skal halda undir-áhrifum-færlsunum í lágmarki eftir bestu getu. Vil ekki endurtaka leikinn frá því í fyrra. Með von um úrhellis rigningu á Fróni í fjarveru minni,
Særún senjóríta.