mánudagur, maí 31, 2004

Særún dagsins



Fyrirtækið Særún á Blönduósi sem sérhæfir sig í... ég bara hef ekki hugmynd. Veit það einhver?

sunnudagur, maí 30, 2004

Messuvín

Ég gerðist svo fræg í dag að ég fór í mína fyrstu formlegu messu síðan ég fermdist hérna um árið 2000. Messan var samt ekki í kirkju, heldur í matsal nokkrum á elliheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði eða á vinnustað mínum aðrahverja helgi þetta sumar. Ég var sett í það að fara með allt fólkið í messuna sem treysti sér til og gerði ég það af miklu öryggi og varkárni. Það þýðir nefnilega ekkert að hlaupa með eldgamalt fólk niður stiga. Hann Herra Bóbó gamli varð hálfhræddur við prestinn og skalf af hræðslu allan tímann meðan á messuhöldum stóð. Frú Matthildur Ibsen öskraði allar bænir sem hún kunni á dönsku við lítinn fögnuð viðstaddra. Presturinn var samt leiðinlegur, talaði bara um það hvað það er allt svo gott í himnaríki. Gamla fólkið varð alveg heillað og hefur örugglega farið strax upp í herbergið sitt og kæft sig með púða til að komast þangað sem fyrst. Getur verið.

Nokkur góð ráð sem ég lærði í vinnunni í dag:

- ef gamlir kallar reyna við þig og klípa í rassinn þinn, segðu þeim þá að þú sért ólétt. Það svínvirkar því þeir munu ekki snerta þig framar.
- ekki sjóða nælonsokkabuxur þegar þær eru þvegnar því þá verða þær gráar.
- sleipiefni er gott til að losa sig við harðlífi.
- fleiri ráð lærði ég ekki í dag.

Samtal

Ég: ,,En hvað þú ert í fínum kjól!"
Hallveig Hallgrímsdóttir: ,,Þú líka."
Ég: ,,Takk."

Ath. Gamla fólkið ber dulefni því í rauninni er það að vinna að falli ríkisstjórnarinnar en enginn veit hvernig þeim ætlar að takast það. En þú kemst að því í næsta þætti af The Old And The Beautiful.



Geirþrúður, Svabbi Diðriks, Karólína og Jófríður að ræða málin.

laugardagur, maí 29, 2004

Komin með aukavinnu

Tek að mér að mæta í partý. Öll partý koma til greina, m.a.s. swinger- og kynsvallspartý, náttfatapartý, brúðkaupspartý en ekki dóppartý. Ég get mætt með gítar en auðvitað kostar það aukalega. Get spilað lög á borð við Firewater Burn, Island in the Sun, Fatlafól, Pósturinn Páll, Smells Like Teenspirit, Hit Me Baby One More Time, Prumpulagið (allt nema viðlagið) og svona mætti lengi telja. Frægust er ég þó fyrir nýstárlega túlkun mína á Viðrar vel til loftárása með Sigur Rós. Tek einnig að mér að spila óskalög.
Klukkutíminn kostar aðeins 1000 kall en hægt er að fá sérstakan afslátt ef beðið er um mig í meira en 5 tíma. Þá kostar klukkutíminn aðeins 900 krónur og 1 bjór fyrir hvern klukkutíma sem er auðvitað gjafaprís á heimsmælikvarða.
Áhugasamir hringja í mig í síma 866-8916 með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara. Get byrjað núna í kvöld.

Með von um góðar viðtökur

(Smáaletrið:Partýhaldarierskyldugurtilaðborgaundirmigleigubílsamkvæmtlögumnúmerfimmþúsundsext íuogníusemfjallaumréttindipartýfólksímorkinskinnufráárinutólfhundruðþrjátíuogátta)


föstudagur, maí 28, 2004

Body Prump

Ég upplifði minn lengsta klukkutíma hingað til í gær. Ég og móðir mín ákváðum að taka okkur til og fara í ræktina til að vera nú mönnum sæmandi á ströndinni í Portúgal í sumar. Við keyptum okkur sitthvort 2. mánaða kortið fyrir morðfjár og fengum gefins 2 brúsa af því að afgreiðslukonan sá á okkur að við vissum ekkert hvað við vorum að gera. Með brúsann í hendi, fórum við í okkar fyrsta tíma - Body Pump.
Í hvert skipti sem ég heyri þetta orð - Body Pump - get ég ekki annað en séð fyrir mér mann eða konu með hjólapumpu í rassinum. Svo er pumpað og pumpað og maðurinn eða konan er orðin/n að stórum belg með útlimina skagandi út úr belgnum sem byrjar svo að svífa um loftin blá eins og loftbelgur eða gasblaðra á 17. júní. En svo er víst raunin ekki. Body Pump samanstendur af leikfimiæfingum með misþung lóð og einhvers konar pall.
Við gengum inn í salinn með augun á stilkum og vissum ekkert útí hvað við vorum að fara. Fólkið í tímanum samanstóð af miðaldra húsmæðrum með siginn rass og maga og svo voru tvö steratröll sem gerðu hvað þeir gátu til að sýna öllum hinum hvað þeir gátu nú sett þung lóð á stöngina sína og reyndu að klæðast sem litlum fötum til að geta hnykkt vöðvana hvað mest. Þetta byrjaði bara ágætlega. Við vorum með langléttustu lóðin og byrjuðum á skrýtnustu upphitunaræfingu sem ég hef séð. Algjör óþarfi að fara eitthvað nánar út í hana. Móður minni gekk ekkert svakalega vel og var alltaf á mis við alla aðra hvað varðar taktinn. Þegar við fórum með lóðin niður, setti hún þau upp. Seinna kom hún með þá útskýringu að það væri vegna þess að hún er örvhent - það skiptir nefnilega svo miklu máli þegar kemur að lóðum. Til að gera langa sögu stutta, var tíminn loksins búinn. Mér fannst ég hafa verið þarna inni í um það bil 3 tíma en neinei, ég var búin að vera inni í aðeins einn. Eftir tímann tók þjálfarinn okkur afsíðis og sagði okkur hvað það var sem við gerðum vitlaust. Eftir þónokkuð langa upptalningu ákváðum við mæðgurnar að fara aldrei aftur í þennan tíma og gáfum honum nafnið Body Prump því það er tíminn svo sannarlega - algjört prump.

fimmtudagur, maí 27, 2004

SKÓLAÁRIÐ Í HNOTSKURN

Ágúst: Þá byrjaði sko ballið. Kom bara þokkalega sátt í skólann þrátt fyrir mjög strembið og tilfinningaþrungið sumar. Meira en sátt við bekkinn minn og móralinn sem í honum var. Tók latínunni opnum örmum en sneri baki við líffræðinni. Byrjaði í hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsögu sem hefur verið hin mesta skemmtun og mun eflaust nýtast mér vel í framtíðinni.

September: Ósköp venjulegur septembermánuður. MR-ví dagurinn og busaballið. Datt í gæsaskít og hélt fyrirpartý fyrir busaballið. Komst að því að áfengi og stress eiga ekki vel saman. Kynntist mikið að skemmtilegu fólki.

Október: Októbermánuður einkenndist aðallega ef árshátíð, haustfríi. Var næstum því búin að senda ákveðnum manni eitthvað illalyktandi í pósti en sem betur fer tók ég sönsum og sá að það var ekki rétta leiðin til að takast á við ergelsið.

Nóvember: Einn af betri mánuðum ársins því að þá á ég einmitt afmæli. Mikið öl drukkið og mánuðurinn var bara eitt stórt partý.

Desember: Öðru nafni ruglmánuðurinn. Jólapróf. Tíminn fór bara í rugl og vitleysu sem hefði átt að fara í próflestur. En ég lærði af reynslunni. Jólin og gamlárskvöld. Jólin voru fín en kvöld gamla ársins hefði getað verið betra.

Janúar: Byrjaði með særindum og táraflóði en með hjálp góðra vina komst ég aftur upp á bakkann - bakka lífins sem ég hef náð að halda mér á síðan þá. Litla frænka mín veiktist alvarlega og varð að fá gefins nýra. Ég bauðst til að gefa eitt af mínum en eftir rannsóknir kom í ljós að ég var ekki heppilegur nýrnagjafi. Tók þátt í minni fyrstu ræðukeppni ásamt bekknum mínum 4.B sem var bara mjög skemmtilegt. Annað mál er þó hvort við unnum eða ekki. Söngvakeppni MR var í janúar þar sem ég og Guðný Danaveldisfari sýndum okkur og sönnuðum að við eigum framtíðina fyrir okkur sem rapparar og textahöfundar undir tímapressu. Söngvaball. Það að hafa mætt kl. 10 á laugardagsmorgnum á kammersveitaræfingar í marga mánuði, stórborgaði sig eftir afar glæsilega tónleika sem innihéldu margar af frægustu óperum Mozarts.

Febrúar: Árshátíðarvika og árshátíð númer 2. Vorhlé. Förstudagurinn þrettándi. Sögufyrirlestur um Mozart. Bekkjarpartý eins og 4.B. er einum líkt.

Mars: Varð mjög veik um miðjan mánuðinn og mætti því ekki í skólann í rúma viku. Missti þar af leiðandi af Herranæturleikritinu og grímuballinu, mér til mikillar mæðu. Kosningar.

Apríl: Ákvað að hoppa út í djúpu laugina og velja fornmáladeild I fyrir næsta skólaár. Páskafrí byrjaði. Tónleikar og söngvakeppni framhaldsskólanna. Lestur skólabóka. Partý þar sem ég kynntist ungum dreng. Páskar og páskaegg. Páskafrí búið. Mikið af afmælum. Sumardagurinn fyrsti. Ritgerð um Wagner fyrir tónlistarsögu. Gaf mig fram í bókasafnsnefnd og komst í hana. Síðasti skóladagurinn með bekknum mínum.

Maí: Lengsti mánuðurinn hingað til og hann er ekki einu sinni búinn. Einkenndist af 12 prófum sem loksins tóku enda. Evróvarp. Vinnuleit. Tónleikar. Hljómfræðipróf. Drykkja. Aðgerðarleysi. Tuðný fór til Danmerkur. Atvinnuleit svo ég komist í heimsókn til Tuðnýjar og geti lifað í sumar. Einkunnaafhending. Náði öllu. 7,8 í meðaleinkunn. Ballið búið.

Í stuttu máli sagt: Eitt stórt partý. Erfitt á köflum en alltaf smá sólarglæta. Eitt af mínum betri skólaárum.



Gæsaskítur

miðvikudagur, maí 26, 2004

Litið yfir farinn veg


THE ADVENTURES OF CORNELIUS AND MORTIMER

Það var sólríkur dagur í bænum Offcester í Englandi og vinirnir Cornelius og Mortimer ákváðu að skella sér á ströndina. Fámennt var á ströndinni þennan dag og þeir sáu einungis ástfangið, nakið par í heitum ástarleik í sandinum. Allt í einu sáu þeir einhvern svartan hlut grafinn í sandinn.

M: “What on earth is that black object buried into the sand, my dear Cornelius?”
C: “Well I don’t have a clue Mortimer!”
M: “Ohh good Lord! This is a gun!”
C: “It’s obviously very old. I wonder if it works!?!”
*BANG* *AHH*
M: “Your question was answered my old friend!”
C: “Dear Lord! I think we shot the couple!!”
M: “Huhumm… you did my lad! But I think that won’t be a problem... that’s just Herman, the drunken sailorman and his mistress. No one will miss them.”
C: “But what shall we do with the drunken sailor??”
M: Oh Cornelius! Now is not the time to sing! We just have to go to the Danish shopkeeper and buy a plastic-bag and a shovel to dig them into the sand.
C: What a splendid idea, pal! Lets go!!

Þegar vinirnir komu í Den danske fødevarebutik tók kaupmaðurinn Hans á móti þeim að dönskum sið.

H: “Hvad!?!”
C: “God dag! Kan vi ha’ to sorte plastikposer og en skovle tak??”
H: “Nej, I kan ikke ha’ to sorte plastikposer og en skovle!! ”
M: “Men... hvorfor??”
H: “Jeg servere ikke mordere!!”
C: “Hvorfor tror du at vi er mordere??”
H: “Jeg er ikke et tossehovet! Du holder en pistol, idiot!!”
M: “Ehh... ja det er sandt. Men det er kun en vandpistol.”
H: “Hvis det er en vandpistol... skyd mig!!”
M: “Er du sikker på det??”
H: “Ja... eller er du en høne??”
*BANG*
C: “What have you done you fool??”
M: “He called me a chicken!!”
C: “But now we have to burry 3 dead bodies!”
M: “I am human you know!”
C: “Yes I know! But a cup of tea will fix everything. I can bet my grandmothers eyeball on that!”
M: “But I don’t want a cup of tea!”
C: “But lets think for a moment. We are in a Danish shop full of delicacies and Danish money. Then we’ve got the drunken sailorman’s boat!”
M: “Why are you always so bloody clever Cornelius??”
C: “I guess I was just born under a lucky star and with a silver-spoon in my mouth.”
M: “So you want us to take the money and the food and sail to Denmark on the boat??”
C: “You hit the nail on the head my dearest pal!”
M: “But what shall we do with the bodies??”
C: “We’ll just take them with us and sell them in Denmark... I’m sure the zoo will take them!”
M: “What a splendid idea, pal!! Lets go!!”

Cornelius og Mortimer siglu til Danmerkur og þar hélt ævintýri þeirra áfram. En þið fáið ekki að heyra hvernig gekk í Danmörku. Allavega ekki strax....

16. mars 2003

þriðjudagur, maí 25, 2004

Ódrykkur mánaðarins:


sunnudagur, maí 23, 2004

Yesterday

-all my troubles seemed so far away.
-útskrifaðist hún Erla mín úr Flensborg. Hún tók þetta á þremur árum og brilleraði bara í öllu. Til hamingju með það.
-fór ég í veisluna hennar Erlu og við krakkarnir gáfum henni brjálað málverk.
-hefði ég getað farið í tjaldferð með 4. bekk en nei... hverju fórnar maður ekki fyrir vini sína?

Last night

-she said: "Oh baby I feel so good..."
-gaf pabbi mér bjór sem var góður og mamma gaf mér pina colada í flösku. Það var nú meiri viðbjóðurinn sem ég mun aldrei leggja inn fyrir varir mínar aftur.
-fór ég í súrt partý þar sem MR var rakkaður niður eins og alþingismaður á góðum degi.
-fór ég til Ingimars þar sem faðir hans gaf okkur rauðvín.
-pissaði Ingimar á húsið á móti mér.

Today

-is gonna be the day that they're gonna throw it back to you
-læra fyrir hljómfræðipróf.

Katrín lenti í 1. sæti, ég í öðru og Guðný í því síðasta. Til hamingju krakkar.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Hver á flesta vinina?

Núna er komið að því... keppnin um það hver er vinsælastur og vinamestur. Til að sjá það þarft þú, lesandi góður, aðeins að fylgja leiðbeiningunum hér fyrir neðan:

1. Skráir þig inn á MSN ef þú ert ekki nú þegar á því.
2. Telur hvað þú ert með marga inni á MSN hjá þér ef þú kannt þá að telja. Bannað að svindla!
3. Klikkar á Comment með því að fara með músarbendilinn á viðkomandi reit og ýta á vinstri hnapp músarinnar.
4. Skrifa nafn þitt og hve marga þú ert með á MSN hjá þér.
5. Ef það vill svo skemmtilega til að þú ert sá/sú vinsælasti/vinsælasta, þá færðu skemmtilegan titil að launum og borða (svona eins og í fegurðarsamkeppnum.)

Sjálf er ég nú bara með 41 hjá mér þannig að þið verðið að gera betur en það ef þið viljið vinna og hver vill ekki fá titil og borða? Ég bara spyr.

Uppáhaldsbrandarinn minn sem barn:

Hvert er helgasta nafnið?
- Helgi Dagur Kristinsson

Fattiði? HAhahahahahaha!



Helgi Dagur Kristinsson borðar Mentos. Mentos - ferskgerarinn!

þriðjudagur, maí 18, 2004

Lag dagsins (á íslensku)

Leggstu niður leggstu niður
leggðu allt niður
láttu hvíta fuglinn þinn brosa upp
og þá sem standa og setja upp skeifu.

Leggstu niður leggstu niður
leggðu allt niður
láttu hvíta fuglinn þinn brosa upp
og þá sem standa og setja upp skeifu.

Við vorum svo náin - það var ekkert herbergi
Við blæddum inni - í sárum hvors annars
Við gripum öll - sama sjúkdóminn
Og við sungum öll - söng friðarins

Leggstu niður leggstu niður
leggðu allt niður
láttu hvíta fuglinn þinn brosa upp
og þá sem standa og setja upp skeifu.

Leggstu niður leggstu niður
leggðu allt niður
láttu hvíta fuglinn þinn brosa upp
og þá sem standa og setja upp skeifu.

Svo lyftið kertunum hátt
því ef þið gerið það ekki gætum við verið svört gegn nóttinni.

Ó, lytfið þeim hærra aftur
og ef þið gerið það getum við haldist þurr gegn regninu

Leggstu niður leggstu niður
leggðu allt niður
láttu hvíta fuglinn þinn brosa upp
og þá sem standa og setja upp skeifu.

Leggstu niður leggstu niður
leggðu allt niður
láttu hvíta fuglinn þinn brosa upp
og þá sem standa og setja upp skeifu.

Við vorum svo náin - það var ekkert herbergi
Við blæddum inni - í sárum hvors annars
Við gripum öll - sama sjúkdóminn
Og við sungum öll - söng friðarins

Sumir komu til að syngja
Sumir komu til að biðja
Sumir komu til að halda
myrkrinu í burtu

Sumir komu til að syngja
Sumir komu til að biðja
Sumir komu til að halda
myrkrinu í burtu

Svo lyftið kertunum hátt
því ef þið gerið það ekki gætum við verið svört gegn nóttinni.

Ó, lytfið þeim hærra aftur
og ef þið gerið það getum við haldist þurr gegn regninu

Leggstu niður leggstu niður
leggðu allt niður
láttu hvíta fuglinn þinn brosa upp
og þá sem standa og setja upp skeifu.

Leggstu niður leggstu niður
leggðu allt niður
láttu hvíta fuglinn þinn brosa upp
og þá sem standa og setja upp skeifu.

Hvaða lag getur þetta nú verið?

mánudagur, maí 17, 2004

Bókó

Ég fór á bókasafnið áðan að skila bókum og ákvað að sjúga í mig slúður. Hitti meðal annars góðkonuna Katrínu sem var eitthvað að bókast eins og ég. Katrín, það var ánægjulegt mjög að hitta þig þrátt fyrir afar stutt samtal. Það þarf bara svo lítið til að gleðja mitt litla hjarta.
En nóg um það. Ég sá sætan strák sem sat við hliðina á mér í sófanum á bókasafninu. Hann var að lesa fótboltablað á meðan ég var að lesa allt um demantshringinn hennar Dorritar í Séð og heyrt. Hann var eitthvað óvenjumikið að horfa á mig og vitaskuld tók ég því sem jákvæðan hlut - setti upp villimannslega augnráðið og bjóst til atlögu. Svo stóð ég upp til að ná mér í nýtt blað og þá fór strákurinn að flissa. Mér varð um og ó því ég vissi nákvæmlega að hverju hann var að hlæja. Ég þorði ekki heldur að líta niður heldur renndi hálfum rennlásnum upp - sem ég hefði átt að geyma þangað til seinna. Í staðinn fyrir að ná mér í nýtt blað, gekk ég út með hálfopna buxnaklauf. Þarna kom ég mér nú í bobba, hohoho! En ég get huggað mig við það að hann átti mig bara ekkert skilið fyrst honum finnst fyndið að vera opna buxnaklauf. Þetta er alvöru mál! Og hana nú!

sunnudagur, maí 16, 2004

Iceland

Aldrei datt mér í hug að einhver í útlöndum færu að semja lög um Ísland og skíra það svo Iceland en það eru víst 3 sem hafa gert það og eru textarnir hver öðrum asnalegri. Sá asnalegasti var þó textinn við lag sem hljómsveitin The Fall gaf frá sér hér um árið og er það hljómsveit sem ég hef greinilega misst af. Hann hljómar svona:

Iceland

A plate steel object was fired
And I did not feel for my compatriots
Hated even the core of myself
Not a matter of ill-health
It was fear of weakness deep in core of myself
The fact attainment was out of...

[Mounting orations/What generations]
[Dumb populations/What emulations]

To be humbled in Iceland
Sing of legend, sing of destruction
Witness the last of the god-men
Hear about Megas Jonsson

Cast the runes against your own soul
There is not much more time to go
Work fifteen hours for the good of the soul
And be humbled in Iceland
Sit in the gold room

Fall down flat in the Cafe Iol
Without a glance from the clientele
Your coffee black as well,
Hair blond as hell

Cast the runes against your own soul
Roll up for the underpants show
And be humbled in Iceland
And the spawn of the volcano
Is thick and impatient

Like the people around it.
See a green goblin redhead, redhead
Make a grab for the book of prayers.
Do anything for a bit of attention

Get humbled in Iceland
What the goddamn fuck is it?
That played the pipes of aluminum
A Memorex for the Krakens
That induces this rough text
And casts the runes against the self-soul
And humbles in Iceland
----
Gæðatexti út í eitt. Svo eftir textann kemur lýsing um Megas og þar er sagt að hann sé dópisti sem vinni á bryggju og hafi ekki komið opinberlega fram síðan 1981 eftir að almenningur útskúfaði hann úr samfélaginu. Café Iol er svo sagður vera aðalskemmtistaður hljómsveitarinnar MES sem örugglega fáir hafa heyrt um. Ég held að gaurarnir sem sömdu þetta hafi verið á miiiiikilli sýru þegar þeir sömdu texta sína. Gaman væri svo að fá að heyra þetta mjög svo skemmtilega lag einhvern tímann.



Tónlist þeirra er augljóslega svo flókin og torskilin að það þurfti að búa til leiðsögubækling til þess eins að skilja hana. Hoj!

laugardagur, maí 15, 2004

Hvað var Guð að pæla þegar hann bjó til bananann?

Það er spurning sem mörg ykkar hafa án efa velt fyrir ykkur. Ég hef gert það líka og hef hér með komist að hinni einu sönnu niðurstöðu sem er óhagganleg hvað sem á dynur:
Guð var einu sinni að pissa þegar hann uppgötvaði sér til mikillar skelfingar að hann var kominn með guluna á getnaðarliminn. Hann var líka eitthvað hálfslappur, boginn og lítill. Svo prófaði hann að toga í getnaðaraliminn og þá heyrðist: "Ba na na, ba na na". Þetta fannst honum fyndið og ákvað að búa til ávöxt. Og til varð bananinn í öllu sínu veldi. Undantekningin var þó að hann gerði banann stærri en fyrirmyndina. Héðan í frá mun ég kalla banana guðstyppi.
Þið hljótið að velta því fyrir ykkur af hverju ég veit þetta. Það er einföld skýring á því: ...




Guðstyppi



Guðstyppatré



Niðurskorin guðstyppi



Guðstyppi í náttfötum



Umskorið guðstyppi

föstudagur, maí 14, 2004

Spurning:

Um hvað á ég að blogga? Ekki um próf og ekki um Júróvisjón. Já og ekki um konunglega dansk/ástralska brúðkaupið.



Þetta er kynsystir mín hún Les B. Anne. Frábær stelpa. Henni finnst MJÖG gaman að pota í fólk... aðallega stelpur.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Ef ég væri hrúðukarl...

...þá væri ég tvíkynja og væri með riiiisastórt typpi.

Vellíðan

er ekki hluti af mínu lífi þessa dagana. Þið megið geta 3x af hverju.

Ég hef komist að því að það eru til 6 sjampóbrúsar á heimilinu en aðeins 1 með hárnæringu. Svona er lífið mitt nú viðburðarríkt.

Best að telja svörtu hárin á fæðingarblettunum mínum og plokka þau svo af.



Þessi mynd kom upp þegar ég skrifaði birthmark á google.com. Mér finnst hún við hæfi.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Usher

Það kalla ég sko merkilegan mann. Ég hef verið svolítið að stúdera textagerð og tilfinningar hans í lögum hans og hef komist að ýmsu skemmtilegu. Ég veit til dæmis alltaf hvað hann er að hugsa í hverju lagi. Í sumum er hann einfaldlega graður, í öðrum er hann leiður og í enn öðrum er hann í vímu. Hvort það er sæluvíma eða einhver öðruvísi víma, veit ég ekki. Hans nýjasti smellur er lagið Yeah þar sem hann tekur moonwalk á dansgólfinu eins og Neil Armstrong. Þetta er það sem hann er að hugsa: (Lesist eins og hann syngur)

Yeah yeah! I'm on the dancefloor feeling horny.
Yeah yeah! And I am very corny.
Yeah yeah! My heart is beating with the music.
Yeah yeah! I see a sexy mama who I wanna kick.
Yeah yeah! She's wearing a mini-skirt and I can see her panties.
Yeah yeah! And I take a moonwalk across the colonies.
Yeah yeah! There is my homie wearing a raincoat.
Yeah yeah! I must admit I can not sing a note.
Yeah yeah! My bling bling is blinking in her eyes.
Yeah yeah! It's a disco-ball that I won't sacrafice!


Þetta var hann að hugsa svona í grófum dráttum. Og svo er annað lag sem er nýkomið á sjónvarpsrásirnar sem heitir Burn eða eitthvað svoleiðis. Þar er hjartað hans aðaltextaefnið:

Burn! It's burning inside, my heart.
I wanted to make love to from the start.
I'm singing this song to you,
bababoooo.
You are my desire,
I'm on fire!
I think about you my baby all day long.
My heart is burning and so is your pearl-thong.
I got my car and my diamont bling bling,
it's as expensive as my chin.
The palmtrees over my head are burning too,
only for you!


Usher, if you are reading this give me a call. I can be your textwriter



Greyið Usher hefur týnt peysunni sinni og er eitthvað stúrinn.

mánudagur, maí 10, 2004

Ljóðatími


"Wacko in the crack-ho!"

þetta segja þau alltaf við mig
hérna í Honolulu.
ég geng niður
saurug strætin í leit
að sjálfri mér
þegar þessi orð eru öskruð
í eyrað.
nú veit ég hvað ég er:
krakkhóra.

Þetta ljóð er tileinkað þér, Tuðný.

sunnudagur, maí 09, 2004

Ég er komin aftur!

Þar sem prófin eru búin í Verzló, skólanum mínum ætla ég að byrja aftur að blogga eftir prófhléð. Fá orð geta lýst þeim söknuði sem mun ríkja í hjarta mér í sumar við þá tilhugsun að ég muni ekki sjá skólafélagana frábæru aftur fyrr en næsta haust. Ég ætla því að gefa fólkinu sem mér þykir hvað vænst um, titla svo ég muni nú aldrei gleyma þeim.

Mongólíti skólaársins


Gáfaðasti útkastari skólaársins


Fyrirsæta skólaársins


Bæklaðasta stelpa skólaársins


Spéhræddasti nemandi ársins


Og munið krakkar: Ég mun aldrei gleyma ykkur! Þið eruð bestu skólasystkini sem hægt er að hugsa sér!
VIVA VERZZZZZZZZLÓ!

miðvikudagur, maí 05, 2004

Hætt!

Ég blogga ekki fyrr en prófin eru búin. Kannski.

Sættið ykkur við það!

þriðjudagur, maí 04, 2004

Leyndardómar dönskunnar

Ég hef komist að leyndardómi dönskunnar! Tadadatamm! Ekki auðvelt að útskýra hann en ég ætla að reyna það. Sko, setja FOR- fyrir framan orðið og -ING fyrir aftan það. Auðvelt. Tökum dæmi:

Þú ert að leita að danska orðinu yfir mengun. Hugsa hugsa. Mengun er óhrein sem á dönsku er uren. Setjum það inn í stærðfræðiformúluna góðu -> For + uren + ing = Forurening. Og viti menn! Það þýðir mengun á dönsku!

Leiðinlegt að vera fyrst að fatta þetta núna þar sem maður er nú þar til útskrifaður í dönsku. Þetta er þá bara fyrir ykkur hin.



Kim er sammála mér. Er það ekki?

mánudagur, maí 03, 2004

People are strange

Ég er umkringd af skrítnu fólki. Ég var í tónlistarskólanum áðan að fara í hljómfræði og var að borða máltíð dagsins. Þá sá ég mann koma labbandi í áttina að mér og hann var með fötu á hausnum. Ég kannaðist við líkamsbygginguna og komst að því mér til mikillar undrunar að þetta var Þórður Árnason, fyrrverandi gítarkennarinn minn, einnig betur þekktur sem skrítni, mjói kallinn í Stuðmönnum. Með fötuna á hausnum gekk hann smáspöl í áttina að mér og sneri svo snögglega við. Spurning hvort hann hafi séð í gegnum fötuna eða ekki. Leið hans lá á salernið og þegar hann kom út, hélt hann á fötunni (ótrúlegt en satt). Hann gekk að tveim stórum pottaplöntum og fór að vökva þær með vatni sem hann hafði greinilega náð í á klósettinu. Þetta er alveg stórskrítinn maður og er ég alltaf hálfhrædd við hann eftir að ég hætti hjá honum. Gott kennslubókardæmi um skrítinn mann á hættulega háu stigi.

Mamma mín er líka skrítin manneskja... sérstaklega undir áhrifum áfengis. Hún er það samt aldrei en núna um helgina var hún það. Hún fór í fertugsafmæli vinkonu sinnar og í veislunni var áfengi gefið. Hún drakk víst afar mikið af einhverri bollu og kom svo heim sauðadrukkin klukkan 4. Hún kom upp til mín í herbergið mitt, angandi eins og klósett á skemmtistað og sagði með tilheyrandi þvoglumælgi: ,,Særún, bollan sem ég drakk skipti alltaf um lit á svona hálftímafresti." Svo fór hún að sofa í sófanum. Um morguninn vaknaði hún og vissi ekki hvað stóð á sig veðrið og er búin að vera þunn þangað til í morgun. Spurning hvað hafi verið sett í bolluna. Hmm... ég verð að fá uppskriftina.

sunnudagur, maí 02, 2004

Gestabloggari nr. 1

Fyrst enginn bauð sig fram sem gestabloggari, vil ég útnefna Hörpu Rán, mína yndislegu systur sem gestabloggara. Hún er einn öflugast bloggari 12 ára kynslóðarinnar hér á landi og ég ætla bara að gefa henni orðið:

Halló ég heiti Harpa Rán Pálmadóttir og ég er litla systir Særúnar. Ég er í 7. bekki Lækjarskóla í Hafnarfirði. Hún Særún er yndisleg, glæsileg, falleg, gáfuð og besta systir í heiminum (ég hef bara átt eins systur svo ég veit ekki hvernig er að eiga aðra). Nú ætla ég að segja eithvað sem gerðist þegar ég og Særún vorum litlar. Einu sinni fyrir langa laungu, var ég ný fædd og Særún 5 ára. Þá lá ég á gólfinu að hugsa um lífið og tilveruna, svo allt í einu kom stórt skrímsli og byrjaði allt í einu að hoppa yfir mig (þetta var nátturlega Særún) ég reyndi að hlaupa í burtu en ég gat það ekki því að ég kunni ekki að labba. Svo greip ég í pelan minn og sprautaði mjólk í augun á því þannig að skrímslið sá ekki neitt. Svo reindi ég að kalla á hjálp en eg gat það ekki því að ég gat ekki talað. Ég hugsaði mig betur um og fattaði svo að ég gæti grenjað. Ég grenjað og grenjaði þangað til mamma kom. Þegar mamma sá þetta greip hún í eyrað á skrímslinu og hennti því í skammakrókin. ~* The end *~

Nú ætla ég að segja brandara:
Einu sinni fór maður á bar og sá fulla skál af peningum, hann spurði barþjónin afhverju það væru svona margir peningar í skálinni. Hann svaraði: Þú verðir að leysa 3 þrautir til að fá peninginn. Fyrsta þrautin er að þú þarft að drekka viskí án þess að blikka augunum. Númer 2 er að þú þarf að fara í garðinn minn og taka skemmdu tönnina úr klikkaða hundinum mínum. Síðasta er að amma mín er að fara að deyja bráðlega og hefur ekki fengið drátt langalengi. Þú átt að gefa henni hann.
Maðurinn drakk viskíð án þess að blikka augunum og fór svo í garðinn. svo kom maðurinn aftur til bara og spurði: Hvar er þessi gamla amma þín sem þurfti að láta taka tönnina úr sér??

HAHAHAHAHAHA!
---------

Ég þakka örverpinu kærlega fyrir þetta skemmtilega innlegg og bendi á það þið getið fengið meira af þessu hérna. Það er greinilegt að blogggenið erfist.

laugardagur, maí 01, 2004

Ó mig auma!

Þetta árið get ég ekki gefið af mér til almúgans. Ég er veik og get því ekki spilað í 1.maí skrúðgöngunni í fjólubláa og gula búningnum mínum með stöðumælaverðahatt. Þó verð ég að hugsa jákvætt því það er alltaf annað ár eftir þetta. Ónei, nú ganga þau framhjá húsinu mínu spilandi Njallann! Ég get þó huggað mig við það að afi gaf mér einu sinni plötu með Njallanum á þýsku sem ég ætla að hlusta á á eftir á meðan ég les Babettes Gæstebud. Góð samsetning sú arna.
Gangan fer alltaf framhjá húsinu mínu og þá verður hundurinn minn þunglyndur og lemur hausnum utan í vegg. Þetta verður þá í fyrsta skipti sem ég get séð það.

Ég ætla að fara að vinka þeim.

Nújæja, þau voru ekki að spila Njallann heldur Washington Post eða eitthvað. Þau virtust vera reið og hneyksluð þegar þau sáu mig. Heil lúðrasveit hatar mig!

Ég óska eftir gestabloggara! Hver og hver vill?