þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Aldrei drekka á mánudögum

Konan lærði þá lexíu í gær. Staffadjamm með vinnunni enda náttúrulega bara alltaf illa. Liðið fór á Stokkseyri í rútu um klukkan 5 og svo á Draugasetrið. Þar voru hræddar úr konunni líftórurnar en það lagaðist eftir smá Móramjólk. Síðan var borðuð humarsúpa í rauðu húsi í fyrrnefndum kaupstað og hvítvín með. Fékk konan sér aðeins of mikið í tána og lenti í blakkáti. Man hún ekkert sem gerðist eftir klukkan 10. Hún fór víst í rútu heim, á Dillon og vaknaði svo í ókunnugu rúmi sem hún hafði ekki sofið í til að byrja með. Datt hún oft og var rúllandi hress þrátt fyrir marbletti á marbletti ofan. Aldrei hefur hún fengið marblett á höku fyrr en nú. Hnén eru alvarlega sködduð og höfuðið vankað. Situr hún nú í skólanum en þangað fór hún til að heilsa bekkjarsystkinum í morgunsárið, enn með áfengi í æðum. Fór hún heim, í sturtu og aftur í skólann til að gera latínustíl og íslenskuverkefni. Rauðeygð er hún og tuskuð en hausverkur er að gera útaf við hana. Myndir frá umræddu kvöldi koma síðar ef þær eru birtingarhæfar. Man samt ekkert hvenær myndir voru teknir og við hvaða tækifæri. Þunna konan kveður með þynnku í hjarta.

Öppdeit

Myndir af herlegheitunum eru hér

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Pælingar

Ég og Guðrún áttum stuttar en laggóðar pælingar í íslenskutíma í dag. Það hefur lengi verið minn draumur að skíra son minn tilvonandi Sólon. (Ath. ég er ekki ólétt) Þá kom upp sú pæling að hann ætti líka að vera getinn á skemmtistaðnum Sólon, sbr. sonur Búkkham-hjónanna, Brooklyn sem var einmitt sáðfrumaður í Brooklyn. Svo er hægt að fara lengra með þessa pælingu því möguleikarnir fyrir eðlunarstaða-nafngiftum eru óteljandi. Dæmi:

Pravda Thorvaldsen
Óliver Gaukur
Hressó Hverfiz
Sólon Rex
Prikið (ef verslings barnið er ef til vill tvítóla)
Nelly Sirkus

Og svona mætti endalaust telja. Þá er bara að velja skemmtistaðinn, eðla sig og búa til börn!

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Dúddú!

Var að búa til þessa fínu myndasíðu fyrir mínar núverandi og tilvonandi myndir. Skellti inn nokkrum frá árshátíðinni og sem betur fer voru allar birtingarhæfar, sumar á mörkunum þó. Aðallega slæmar myndir af mér eða myndir teknar af ekki neinu. Það er ekkert sniðugt að vera tippsí að taka myndir. Ef þið óskið eftir skýringum á myndunum er ykkur velkomið að hafa samband. Ætla ekki að hafa þetta lengra þar sem ég er að fara í tónó. Njótið!

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Ji!

Komst að því að þegar ég segi sögur úr mínu daglega lífi, fer fólk bara að hlæja að mér. Er líf mitt bara einn stór hlægilegur brandari? Mér er spurn.

Átti alveg rosalega innihaldsríkt samtal í gær:

Gaur: "Hvernig ferðu að þessu?"
Ég: "Hverju?"
Gaur: "Að vera svona flott"
Ég: "Bara... drekk mikið af vatni"
Gaur: "Ég bíð eftir þér á Thorvaldsen"
Ég: "Thorvaldsen er bara fyrir gamla kalla"
Gaur: "Ertu að segja að ég sé gamall?"
Ég: "Neinei, þú ert örugglega rosalega ungur í anda"
Gaur: "Viltu komast að því?"
Ég: "Nei takk"

Vildi að öll mín samtöl væru svona hress.

Ætla ég að enda þessa leiðinlegu sunnudagsfærslu á mynd af rumpinum mínum:


Greyið kallinn á afturendanum fær ekki að sjá neitt

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Góður dagur!

Og hann er ekki einu sinni hálfnaður. Byrjaði daginn á því að skutlast upp í leikskóla til mömmu og var með hljóðfærakynningu og spilaði smá fyrir krakkana. Einn strákur sagði mér að þegar hann verður 2 metrar ætlar hann að spila á svona gull. Gangi honum vel. Litlu börnin, yndisleg.

Fór svo í morgunpartý til Gyðu í bakkelsi, kakó og Buzz sem ég fékk reyndar ekki að prófa. Og núna er ég bara heima að tjilla og missi þar af leiðandi af árshátíðardagskránni. Verður að hafa það. Pæling að byrja bara að drekka. Nei byrja svona 4. Svo er bara matur hjá Gretu snilling en ég var að "elda" í gærkvöldi fram á nótt heima hjá henni. Sá allavega um merkispjöldin við borðið og tuð. Svona verður matseðillinn:

Fordrykkur - Freyðivín
Forréttur - Villisveppasúpa ala Argentína
Aðalréttur - Hamborgarahryggur og lambakjöt með kartöflum, salati og dóti
Eftirréttur - Súkkulaðifrómas með rjóma og frönsk súkkulaðikaka

Ég verð sko tvöföld eftir þetta kvöld. Síðan partý hjá PartýHildi og síðan ball á Gullhömrum upp í sveit. Síðasta árshátíðin mín í MR. Farin að grenja. Tek svo myndir af heila klabbinu og þær sem eru birtingarhæfar set ég ef til vill á netið.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Allt að gerast!

"Thor Jensen er ekki bara nafn í sögubók. Hann er nefnilega svo miklu miklu meira." Svona byrjaði sögufyrirlesturinn minn sem ég var að gera til hálf 3 í nótt. Tókst ágætlega bara held ég. Kvikmyndafræði í fyrsta tíma. Mín þreytt og reytt með bauga niður á rasskinnar. Umræðuefni tímans: Slasher-myndir. Fullt af ógeðslegum myndbrotum. Strákar og stelpur öskruðu. Þá aðallega strákar. En það var bara af því að það var mánudagsmorgunn. Bölvaði mér fyrir að hafa ekki séð allar þessar myndir fyrr. Friday The 13th, Nightmare on Elmstreet-myndirnar. Þarf hugrakkan karlmann í að horfa á þetta með mér. Býður sig einhver fram? Sá reyndar Halloween um daginn en augu voru lokuð mestallan tímann. Ég kippi þessu í lag þegar ég fæ heimabíóið (sem er ekki til) þegar á neðri hæðina verður komið. Herbergið að komast í stand. Núna á bara eftir að planta einni hurð, mála veggi og húsgögn og koma fyrir nýja ameríska rúminu mínu sem ég mun kaupa næstu helgi. Nú get ég hent 90x200 rúminu sem ég keypti fyrir fermingapeningana mína fyrir ca. 6 árum og kysst rassabunguna í rúminu bless með feitum sleik. Ef hærra væri til lofts í herberginu myndi ég hoppa í því á hverjum degi. En það ætti nú að vera hægt að redda því á annan hátt. Habbahabba!

Ef ég mætti ráða myndi ég mála herbergið mitt gulllitað. Helst glimmer. Eða pallíettur. Halda bara risastórt pallíettupartí og allir fá bjór og brjóst ef þeir líma pallíettur á veggina mína. Svo mega allir gista í nýja rúminu mínu og hoppa að vild. Þetta er nú bara draumur. Það væri líka gaman að halda partí og láta alla fá gullspreybrúsa og allir sprauta bara út um allt og verða rosalega skakkir. Já þetta er eitthvað sem vert er að íhuga.


Svona verður maður eftir gullspreybrúsapartí. Með stálbrjóst.

laugardagur, febrúar 11, 2006

Ógeðslega fyndið!

Var að horfa á fréttir á RÚV um daginn. Fréttamaður með míkrófón. Á honum stóð: Jónvarpið. Þessi kjánaprik.

Ætlaði sko að hafa svona "Það sem fyndið er að segja" færslu en man ekkert af því sem ég ætlaði að segja. Jú! Brandari:

Tvær vampírur að tala saman:
V1: Ég var að frétta að þú værir orðin grænmetisæta. Á hverju lifirðu?
V2: Nú, blóðappelsínum!

Hahaha! Þennan las ég í Séð og Heyrt um leið og ég las svona 20 blöð þegar ég var í klippingu um daginn. Samt ekki öll í einu. Hoho!

Ok það komst upp um mig. Búin að drekka nokkra bjóra.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Stundum


getur maður verið gjörsamlega misheppnaður prakkari


og stundum fær maður bara senda mynd af sér og maður veit ekki frá hverjum eða hvenær hún var tekin og við hvaða tækifæri.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Obbobobb!

Ég hef verið að pæla alveg rosalega mikið upp á síðkastið og þá í fáránlegum hlutum en það meikar samt alveg smá sens. Til dæmis:
-Hvernig komst bananinn inn í hýðið?
-Úr hverju er appelsínubörkur og af hverju eru bara steinar í sumum appelsínum og af hverju skiptist appelsína niður í báta?
-Af hverju er kíví loðið?
Ávaxtapælingar eru góðar pælingar en geta stundum gengið fram af manni því ef ég fæ ekki svör við þessu á næstunni geri ég eitthvað róttækt. Kaupi mér snúð með glassúri eða eitthvað.
Svo hef ég líka verið að pæla í rosalega djúpum pælingum sem kannski aðrir hafa ekkert mikið verið að pæla í: hvað er eiginlega "re-bound"? Ég hef alltaf þóst vita það en svo bara geri ég það ekkert. Ég þóttist líka vita allt um Karl Marx en gerði það svo ekki þegar ég kom í söguprófið mitt í morgun! Alveg merkilegt hvað heilinn getur verið skrýtinn stundum.

laugardagur, febrúar 04, 2006

Ég nenni ekki

að gera neitt. Ég er á sterkjum verkjalyfjum útaf bakinu á mér sem er að klikka eins og alltaf. Lyfin hafa þau áhrif að ég verð sloj og slefa stundum. Krakkar, aldrei senda börnin ykkar í fimleika! Minnir mig á brandara sem ég fannst ógeðslega fyndinn hérna um árið: einleikar, tveirleikar, þrírleikar, fjórleikar, fim(m)leikar! Meira að segja þessi gullmoli fær mig ekki til að brosa. Vil ekki að slefið sleppi. Þótt vaktin í gær á Hereford hafi verið ein skemmtilegasta og klúrasta vakt mín í langan tíma, var þetta líkamlega erfiðasta vaktin. Já klúrasta vaktin mín. Það var skellt á rassa, rössum var hólað, klipið í brjóst... af kúnnum? Nei af þjónum og kokkum. Æi ég veit ekkert hvað ég er að skrifa hérna. Ætla að horfa á Alfie núna og láta mig greyma.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Úff!

Ég var beðin um að vinna í kvöld. Jújú, allt í góðu með það. Veitir ekki af peningum á þessum dýru tímum. Svo fattaði ég eitt í gær. Í kvöld er NEMÓ!!! Ég þarf að þjóna vesslingum! En ég lít bara á björtu hliðarnar. "Mmm, hvítur kjóll. Skvetti smá kóki á þetta til að gefa þessu smá lit." Illgirnin er farin að hrisslast um líkama minn. Góð tilfinning.

Ef ég kemst lífs af í kvöld mun ég taka þátt í ræðukeppni á morgun. Umræðuefnið er "Stöðvum Þjóðverjana áður en það verður um seinan." Mín verður frummælandi og er þetta í fyrsta skipti í 2 ár sem ég stíg upp í pontu sem ræðukona. Hef nú stigið upp í margar ponturnar skal ég segja ykkur. En ég er til í tuskið. Komið bara með þýska klámið, ég er til!


Spurning um að taka bara þýska lúkkið á þetta á morgun