sunnudagur, febrúar 19, 2006

Ji!

Komst að því að þegar ég segi sögur úr mínu daglega lífi, fer fólk bara að hlæja að mér. Er líf mitt bara einn stór hlægilegur brandari? Mér er spurn.

Átti alveg rosalega innihaldsríkt samtal í gær:

Gaur: "Hvernig ferðu að þessu?"
Ég: "Hverju?"
Gaur: "Að vera svona flott"
Ég: "Bara... drekk mikið af vatni"
Gaur: "Ég bíð eftir þér á Thorvaldsen"
Ég: "Thorvaldsen er bara fyrir gamla kalla"
Gaur: "Ertu að segja að ég sé gamall?"
Ég: "Neinei, þú ert örugglega rosalega ungur í anda"
Gaur: "Viltu komast að því?"
Ég: "Nei takk"

Vildi að öll mín samtöl væru svona hress.

Ætla ég að enda þessa leiðinlegu sunnudagsfærslu á mynd af rumpinum mínum:


Greyið kallinn á afturendanum fær ekki að sjá neitt

Engin ummæli: