sunnudagur, janúar 18, 2009

Snjómokstur

Í hverfinu mínu eru göturnar frekar þröngar og stundum erfitt að keyra um. Ég reyni því eins og ég get að forðast að keyra innan þess, sérstaklega þegar ég er að flýta mér. Það er þó ein gata sem mér finnst hvað leiðinlegust. Bæði þröng og fjölfarin.

Ég hef þó tekið eftir því að eftir að það byrjaði að snjóa nú í vetur, sé ég oft 2 litla stráka vera að moka snjó af umræddri götu fyrir framan húsið sitt (geri bara ráð fyrir að þeir eigi heima þar). En þegar ég var farin að sjá þá gera þetta ansi oft fannst mér þetta meira skrítið en sætt. Einn daginn varð ég að keyra þarna í gegn til að fara í Nóatún og styðsta leiðin þangað er að keyra um þessa götu. Þá sá ég strákana alveg á fullu að moka snjó með stórum skóflum af litlum part af götunni og færðu sig svo alltaf frá ef bíll var að koma. Mér fannst þetta frekar fyndið en hló mig máttlausa á leiðinni til baka. Um 5 mínútum seinna voru strákarnir mættir með garðslönguna og voru farnir að sprauta heitu vatni á hálkuna til að hún færi. Alveg magnað!

Og það sem mér finnst mest áhugavert er: hvað fær svona litla stráka til að gera þetta svona oft? Það eina og fyrsta sem mér dettur í hug eru foreldrarnir. Það getur vel verið að þeim sé verðlaunað með þessu eða að þetta sé refsing fyrir eitthvað sem þeir gerðu af sér. Þá væri það frekar asnaleg og skrýtin refsing því ég stórefa að foreldrarnir græði eitthvað á þessu annað en snjó- og hálkulausa götu fyrir framan húsið sitt. Svo er þetta eiginlega bara hættulegt fyrir strákana því þegar ég hef séð þá gera þetta er oftast myrkur og oft erfitt að sjá þá. Svo datt mér í hug afar andstyggilega ástæðu: kannski hafa foreldrarnir sagt þeim að afi þeirra hafi dáið þegar hann rann í hálku eða frændi þeirra kafnað í snjóskafli. Langsótt en maður veit aldrei...


Bráðum fara þeir að biðja um svona í jólagjöf

miðvikudagur, janúar 07, 2009

20000009

Tíminn líður hratt á kreppuhnattaöld. Nú tekur við ár breytinga á Særúnarbæ og er átakið nú þegar byrjað. Nokkrir liðir þurfa þó að bíða betri tíma því breytingin á eftir að verða gríðarlega gígantískt stórvægileg. Á richterskvarða Særúnar allavega. Nú hljóma ég kannski eins og viss íþróttamaður ársins 2008 en ég skal alveg sleppa því að mixa Morfeusi við þetta. Og nei, ég er ekki að fara í kynskiptiaðgerð.

Árið 2008 byrjaði ekki vel. Kl. 00:00 lá mín í sófanum með handklæði undir sér í svitabaði, ein heima með 40+ stiga hita. Missti í kjölfarið 7 kíló og engar buxur héngu utan á mér. Það þýddi þó ekkert að væla yfir því heldur fór ég bara í teygjustökk og borðaði áströlsk nömm til að ná fitunni minni aftur á mig. Lúxuslíf. Það sem á eftir kom einkenndist aðallega af ljósum, konfettí, hoppi, látum og heyrnaskemmdum. Inn á milli var gaman, hlátur, grín og skemmtilegheit. Eftir yndislegt sumar fór ég í skóla og hafði gaman af. Og nú er ég hér.

Þetta átti að vera ógeðslega útpælt og djúpt blogg en fokkit, nenni ekki að vera væmin og solleis. Það sem ég gerði:


Hitti þennan


Fékk mér svona


Fékk mér líka eina svona óþekka


Tsjillaði með þessum


Mátaði svona fínt


Fekk að sjá þessa pjöllu verða stúdent


Fleppaði með þessum


Hitti þessar á einhverju balli


og vorum í essunum okkar

Takk fyrir 2008!

sunnudagur, desember 14, 2008

Oh

Gaman að vera að blogga bara fyrir sjálfa sig. Og Völu og hann Trygg vin minn. Mjög upplífgandi. En verið róleg því þetta er póstur nr. 796 og planið er að púlla þetta upp í 800. 1000 væri töffaðast en þetta blogg er bara löngu dautt. Enda er það að verða 6 ára!!! Gosh, held að þetta sé kannski bara með þeim elstu á landinu. En í þá gömlu daga hafði ég smá blogghæfileika sem hafa gufað upp í atóm sín í dag. Nei ég er bara ekki eins skemmtileg og flippuð og ég var þá. Orðin gömul kelling sem allir hafa misst áhugann á ef hann var einhver til að byrja með. Það glittir í smá biturleika núna en það er kannski af því að ég á eitt jólapróf eftir og er bara hreinlega ekki að nenna því. En þá er gott að eiga góða vini eins og þessa:



og smá íslenskur svartur djókur í lokinn:



Og svo verður blogg nr. 797 allsherjar jólablogg.

Bæ Vala og Tryggur!

fimmtudagur, desember 04, 2008

ðfrðfrð

Nýjast fútt Særúnar: að skrifa öll skólafög án sérhljóða. Eins og sést greinilega á titlinum er ég að læra fyrir aðferðafræði, það yndisfríða fag. Er að lesa hérna um bókasöfn og að internetið sé vont. Gígantískt stuð. Enda þetta stuðblogg á íðilfagurri mynd sem mér barst frá aðdáenda í vikunni.


Við vinkonurnar í blússandi sveiflu, það er allavega ekki hægt að sjá annað.

Verð að þjóta, þarf að hlaupa á næsta borð og gubba yfir allt.

Sæjó gubbó

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Vondur draumur marr!

Ég veit að þessi fræga auglýsing segir allt annað en mínir draumar síðastliðnu nætur hafa bara verið vondir.

Þarsíðasta nótt

Þá var ég komin til heimilislæknisins míns og kippti mér ekkert upp við það enda hef ég verið tíður gestur þar á bæ síðastliðnar vikur. Nú þetta byrjaði bara með venjulegri skoðun en allt í einu erum við komin í hörkusudda sleik og sem betur fer vaknaði ég með andfælum því ekki vildi ég sjá meira af þessari martröð. Vonandi þarf ég ekki að fara til doksa í bráð því ekki vil ég nú sjá þessa sjón fyrir mér aftur. Eða bara skipta um lækni...

Síðasta nótt


Þá var öldin önnur en þá var ég mætt í lesstofuna hérna í Morgunblaðshúsinu og engar læknar né sleikar í augnsýn. Bara sama gamla. Mig dreymdi meira að segja að ég væri að gera stærðfræðidæmið sem ég riðlaðist við kvöldið áður en því miður birtist svarið mér ekki. Deeeem. En allt í einu er hurðunum rykkt upp og svartklæddir karatekappar með vélbyssur hrúgast inn og segja öllum að leggjast í jörðina. Ég geri það auðvitað en svo bara búmm, Særún skotin í magann. Ég vakna við það að ég er að drepast í maganum en sem betur fer er hann ennþá áfastur. Þá veit ég hvernig er að láta skjóta sig í magann.

Já krakkar, draumar eru merkilegt fyrirbæri. Segi ekki annað.


Ég og nýi besti vinur minn. Dýrka þennan strák!
Nei ókei, ég þekki hann eiginlega ekki neitt, var bara með honum á mynd sko.

mánudagur, október 27, 2008

Draumastarfið mitt

Um daginn píndi ég sjálfa mig til að taka til í geymslunni og í gömlu menntóskóladóti um leið. Mátti þar finna margt skondið og skemmtilegt og var heldur betur gaman að skoða gömul verkefni. Má þar helst nefna ritgerðirnar: "Er Harry Potter slæmur fyrir umhverfið?" og "Af hverju eru strákar svona leiðinlegir?". Fann líka nokkra spjallmiða, þá aðallega milli mín og Móu. Það sem við gátum talað um... En upp úr stóð fyrirlesturinn Draumastarfið mitt fyrir lífsleiknitíma hjá Knúti árið 2003:

Ég á mér lítinn draum. Draum um gott framtíðarstarf. En leitin að þessu starfi er ekki auðveld. Hindranirnar eru margar líkt og gallarnir. Á tímabili hélt að ég væri búin að finna rétta starfið. En allt kom fyrir ekki því ég sá að ég gat bara ekki unnið við tannréttingar því ég er með viðkvæmt nef og þoli því andfýlu illa.
Ég lét þó ekki bugast, heldur leitaði og fann. Flugfreyja, það er eitthvað fyrir mig! Það er afar heillandi starf; flottur hattur, sætir flugmenn og flugþjónar, ef þeir eru ekki hýrir. Svo get ég verslað í Fríhöfninni hvenær sem ég vil og heimsótt framandi lönd.
Ég vil halda því fram að ég hef marga kosti sem eru nauðsynlegir í þessu starfi. Ég er ljóshærð, leggjalöng og get nokkurn veginn bjargað mér á 4 tungumálum. Svo er starfið líka þokkalega vel borgað miðað við að það eina sem þarf að gera er að labba milli farþega, brosa, sýna þjónustulund og spyrja með móðurlegu röddinni sinni: "Má nokkuð bjóða þér djús?"
Þar sem ég er afar fyrirferðamikill og plássfrekur kvenmaður, væri nú ekki gott að mæta mér á þröngum gangi. Af þeim ástæðum er þetta kannski ekki mjög hentugt starf fyrir mig en oft má kenna gömlum hundi að sitja.
Segjum sem svo að ég nái að komast í gegnum flugfreyjuskólann og gerist atvinnuflugfreyja, þá verður það mitt takmark að láta stækka klósettin og fótaplássið og í leiðinni verða þjóðinni til sóma!

Stór orð fyrir svo unga mannsveskju. Ég man samt mjög vel eftir flutningi þessa fyrirlestrar. Í salnum í Gamla skóla þar sem Jón Sigurðsson sagði hin frægu orð í gamla daga, stóð ég upp í pontu og frussaði yfir hana alla af hlátri. Stundum var ég bara alltof fyndin. Knútur kennari varð að reyna að róa mig niður svo ég gæti nú klárað þetta en mér fannst öndunaræfingarnar hans bara meira fyndnar og hélt því áfram að grenja af hlátri. Af tvöföldum krafti. Sem betur fer var ég ekki ein um það að hlæja því bekkjarfélagarnir gerðu mér þann greiða að hlæja með mér. Og að mér.

Mín fyrstu ræðuhöld voru því afar misheppnuð en svona er þetta víst. Og sem betur fer gerðist ég ekki flugfreyja því þá væri ég kannski bara ekki með vinnuna mína lengur í dag.

föstudagur, október 10, 2008

Vasareiknaglens

Í tilefni þess að ég var í stærðfræðiprófi í gær kemur hér smá vasareiknaglens sem fróðir menn geta stundað á þessum síðustu og verstu tímum. Nú hefur enginn efni á að fara í bíó og því er þetta tilvalin skemmtun og alveg ókeypis.
Vasareiknar eru skemmtileg tól. En það er ekki einungis hægt að reikna með þeim, heldur einnig er hægt að hlæja að þeim. Hér koma nokkur dæmi sem hægt er að framkvæma með t.d. Casio reiknivélum:

- Pressa 2x á samasemtakkann (=) Þá stendur efst á skjánum: AnsAns
- Pressa á "svigi opnast" takkann, síðan á kommutakkann. Síðan á "svigi lokast" og endurtaka undanfarandi rullu. Þá kemur þetta: (.)(.) Þá ertu kominn með þessar fínu júllur til að dást að; þér að kostnaðarlausu.
- Pressa á "svigi opnast" og síðan á sinnummerkið x. Loka sviganum með "svigi lokast." Þá er útkoman (x) Og nú hefurðu beygjandi rassgat til að horfa á, daginn út og daginn inn.
- Svo þessi klassíski. Pressa á 170.55378. Svo einfaldlega snýrðu reiknivélinni 180° og þá hefurðu orðin Bless Óli. Góð kveðja ef þú þekkir einhvern Óla.

Stærðfræði getur nefnilega líka verið skemmtileg krakkar. Yfir. Sæjó.

föstudagur, september 26, 2008

Reglur morgunökumannsins

Nú þegar skóli og vinna tekur við sumrinu þyngist umferðin um aðalgötur bæjarins. Hjá því verður ekki komist. Ég er svo heppin að hafa kynnst þessu allvel upp á síðkastið enda þarf ég að mæta í skólann kl. 8:15 á hverjum degi. Ef ekki væri fyrir reglurnar sem ég hef búið til handa sjálfri mér, væri ég eflaust ennþá föst í viðjum umferðarinnar.

1. Leggja 5 mínútum fyrr af stað en þú gerir venjulega
. Það gerir gæfumuninn því fyrstu skóladagana lagði ég af stað kl. 7:45 og var stundum mætt of seint. Nú legg ég af stað kl. 7:40 og hef nokkrum sinnum komið 20 mínútum of snemma (sem er reyndar svolítið lúðó) en það er víst betra að mæta snemma en seint. Eða það finnst mér.

2. Aldrei hafa mikið bil á milli þín og bílsins fyrir framan þig í umferðarteppunni
. Því með því nýtir ökumaðurinn á hinni akreininni sér það til fulls og svínar fram fyrir þig þegar hann getur. Það leiðir til þess að fleiri bílar verða fyrir framan þig og þú verður lengur á leiðinni. Einföld stærðfræði. Bilið sem um er að ræða má ekki verða meira en sirka 2 metrar því annars verður allt vitlaust.

3. Ef einhver bíll reynir að troða sér fyrir framan þig og bilið er mjög lítið, ekki leyfa hinum sama að komast upp með það. Sá ökumaður er bara frekja og við þolum ekki frekjur. Frekar skrúfa niður bílrúðuna og sýna viðkomandi puttann og/eða öskra eitthvað skemmtilegt fúkyrði á viðkomandi. Afar hressandi svona í morgunsárið.

4. Aldrei mynda augnsamband við þann sem þú sérð að ætlar að koma inn á þína akrein.
Því ef það gerist tekur hinn ökumaðurinn augnsambandinu sem samþykki og oftar en ekki endar það illa, svo sem með dauðsföllum eða limlestingum. Frekar láta eins og þú sjáir ekki viðkomandi og þá getur hann lítið gert annað en verið áfram á sinni fúlu akrein.

5. Oft getur verið gaman að fylgjast með öðrum ökumönnum í umferðinni. Ekki er leiðinlegt að sjá manninn í bílnum við hliðina á bora í nefið eða kreista fílapensil í baksýnisspeglinum. Þegar hann lítur svo á þig og sér þig, er alltaf skemmtilegt að skella upp úr og láta manngreyið alveg fara hjá sér. Góð byrjun á ef til vill afar góðum degi.

Prófið bara og þið munuð trúa mér.

Smá pæling:
Væri ekki fyndið að heita Benjamín, vera handrukkari og vera kallaður Berjamín?

þriðjudagur, september 16, 2008

Heitt


Hundaástir


Svo langt frá því að vera heitt



Jónsi með ljótasta dú sem ég hef séð. Og þá er mikið sagt.

Egg, beikon og knús,
Sæbba

þriðjudagur, september 09, 2008

Stuð að eilífu

Ég sit hérna í lesstofunni og svitinn lekur ofan á stærðfræðibókina mína. Ég held að ég stofni sjóð fyrir skólasystkini mín, sjóð fyrir kommúnusvitaspreyi því lyktin er GASAleg í orðsins fyllstu merkingu. Ég held að hún komi aðallega frá manninum á móti mér sem er með EVE online belti. Maður kann að velja sér mótsessunauta krakkar. Annars eru allir hressir hér, gleðin skín úr hverju andliti yfir sömu stærðfræði og ég. Jess-in óma í loftinu og þá veit ég að einhver gat gert dæmið rétt og aðrir samnemendur flykkjast í átt að jess-inu í von um hjálp. Samskiptamóti okkar krakkanna er ekkert flókinn skal ég ykkur segja.

Útsendingu héðan úr mbl-húsinu er lokið. Þangað til næst, hittumst heil - alaus.

Bæjó, Sæjó