fimmtudagur, október 25, 2007

Lobbyblogg

Aaaa eg er i lobbyi i Rio og thad er fukking rigning! Ertu ad trua thessu eda? Helt ad eg vaeri ad fara ur rigningu heima og koma i sol. Kommon! En rigningin fer a morgun. Lofa. Eftir trju ogedisflug og eg full af kvefi komumst vid a afangastad. Rosalega mikil fataekt herna enda var eg nu ekki ad buast vid odru. Thad er kona herna sem fylgir okkur ut um allt sem vann vid myndirnar Motorcycle Diaries og City of Gods (btw einar af minum uppahaldsmyndum) og i gaer for hun med okkur i leiklistarskola fyrir fataek born her i Rio. Thar fa born taekifaeri til ad dansa, leika og syngja og thad eina sem thau thurfa ad gera er ad vera med godar einkunnir i skola. Nokkur af bornunum sem leku i City of Gods komu einmitt ur thessum skola og maetti svo ekki bara einn adalleikarinn a stadinn. Krakkarnir sungu og donsudu fyrir okkur og nokkur litil krili roppudu fyrir okkur um ottann. Aetli eg hefdi ekki felt nokkur sorgartar ef eg hefdi nu skilid eitthvad hvad thau voru ad segja. Og audvitad vorum vid kysst i bak og fyrir af ollum af brasiliskum sid. Litlu munadi ad eg fengi nuddskeggfar a kinnarnar.
I dag var svo enntha meiri rigning og tha var malid ad kikja bara i mollid sem er nu bara med theim flottari sem eg hef sed. Svo bara heim ad tjilla. Horfa a Scrubs og Simpson og svona.
Nuna a eftir er svo sandtekk fyrir TIM festivalid sem er a morgun. Spilum med Hot Chip og Killers. Thetta festival er samt mjog skringilega upp sett. Thvi er skipt i tvo hluta og vid spilum i fyrsta hlutanum tiltolulega snemma. Svo er ollum smalad ut og nytt folk kemur i stadinn til ad horfa a hluta nr. 2. Sem sagt mjog spes.

En eg kemst kannski i tolvuna mina a morgun til ad setja inn myndir og svona. Og ef thad verdur ekki sol tha, tha verdur min brjalud og a eftir ad tala i allan dag med samakrepptar tennur. Thid fattid.

Ble a medan!

mánudagur, október 22, 2007

Ókei ókei - 2. hluti

Ókei. Fjórði túrinn okkar byrjar sem sagt á morgun og mikið verður húllumhæið. Flugplanið er nú eitthvað búið að breytast en það hljómar svo: Kebblavík - London (bíða) London - Sao Paulo (12 og hálfur tími) Sau Paulo - Rio de Janeiro (klukkutími). Já þetta er yndislegt líf sem ég lifi. Ekki allir sem fá að fljúga svona mikið eins og við. Haha ónei. Svo er lítill hluti af mér - litla táin - sem er bara ekki að nenna þessu. Játning dagsins.
En fyrst ég hef svona mikinn lausan tíma þá held ég að málið sé bara að vippa inn einni Airwaves-gagnrýni í vélinni og vona að það sé nú til eitthvað sem heitir internet í Brasilíu svo ég geti deilt því með ykkur og öðrum fréttum.


Þeir sem geta giskað á hvaða tónleikum þessi ógeðismynd var tekin fá eitthvað djúsí frá Chile.

Adios mis amigos. Estoy en la playa.

mánudagur, október 15, 2007

Ókei ókei

Smá öppdeit á túrnum fyrir forvitna. Fljúgum Ísland-London-Rio á þriðjudaginn sem verða örugglega helluðustu flug í heimi. Muna flugsokkana og eróbikkið stelpur! Í Brasilíu verður þetta svakalega festival á þremur stöðum þannig að í millitíðinni verður það bara sandur í einni og mojito í hinni. Ah. Buenos Aires kemur í kjölfarið og verður örugglega hægt að gera ýmislegt þar. Kannski er hægt að fara í Evitu-túr? Santiago, Chile er það svo og svo er bara ekki búið að staðfesta hitt sem kemur í kjölfarið þannig að mínar varir eru innsiglaðar. Nananananaaaa. Mín getur ekki beðið.

Í byrjun desember er svo aðalstuðið. Guadalajara í Mexíkó, LA og Las Vegas! Örugglega klikkað að vera þar í kringum jólin. Allir fá jólagjafir frá Vegas, engin spurning. Svo tekur við smá jólafrí en í janúar...

Ástralía og Nýja-Sjáland! Til að byrja með spilum við á einu stærsta festivali Ástralíu sem kallast Big Day Out Festival og mun það ferðast um helstu borgir eyjanna. Með í för verða engir aðrir en Rage Against The Machine, Arcade Fire, LCD Soundsystem og fullt af öðrum sveitum sem ég kannast ekkert við. Þetta verður því svakalegt dæmi og lítill fugl hvíslaði að mér að við munum spila fyrir framan óperuhúsið í Sydney. Það er ekkert slor. Hásumar verður þá og mikið verður heitt. En þá held ég að málið sé bara að liggja á ströndinni, læra að sörfa og klappa kengúrum.

En meira veit ég ekki þannig að þið verðið bara að bíða eins og ég.

Tvær góðar af djamminu til að ylja ykkur um hjartarætur í skammdeginu:


Skonsur


Sigurhæðarskvísur á Oktoberfest. Bitte ja.

fimmtudagur, október 11, 2007

Oh

Örugglega fáránlega boríng að vera að skipuleggja óvissuferð og vita bara allt sem á eftir að gerast í ferðinni. Oh. Fór bara allt í einu að pæla í þessu. Ég finn til með ykkur óvissuferðaskipuleggjendur.

Og yfir í aðra sálma. Ég fékk sorglegustu og jafnvel fyndnustu játningu ævi minnar um helgina. Ég er ennþá að hlæja og jafna mig á þessu í leiðinni. Bara kúl fólk fær að vita.

Svo er ég alltaf að pumpa. Í dekk og vindsæng. Nei djók. Í ræktinni. Á hverjum degi næstum. Maður er orðinn soddan spaghettí.

Svo nenni ég ekki að tala um það er ég er að gera þessa dagana. Aðallega að þrífa upp piss og kúk. Og láta urra á mig og bíta mig í puttana af þessari dömu:


En hún er bara svo mikið mússímússí.

föstudagur, október 05, 2007

Tiltekt

Stundum þarf maður að taka til í tölvunni sinni eins og í lífinu almennt. Er að því núna og gengur bara ágætlega takk. Fór í svona received files og fann fullt af drasli sem ég kannast ekkert við. Smá sýnishorn:


Whuuut. Ekki veit ég hvaða paint-hommi þetta er.


Ég veit samt alveg hver þetta er. Haha.


Einhver dónastelpa


Voða sætur tisi en ég veit ekkert hver á hann!


Einhver lúði hefur sent mér mynd af bókinni sinni


Ekki skánar það.


Jájá.

Ég mæli eindregið með því að það takið til í tölvunni ykkar. Það er mega fyndið.

þriðjudagur, október 02, 2007

Skúleblogg

Núna er ég í skólanum. Samt ekki í tíma. Bara læra. Ætla nú ekkert að tjá mig um þessa nokkru tíma sem ég er í fyrr en ég er virkilega farin að finna fyrir öllum hugarþunganum sem því fylgir að vera í háskóla. Tjái mig um það seinna.

En gleðifréttir fyrir suma! Ný tík mun bætast við fjölskylduna á næstu dögum og heitir tíkin Kleina. Tók þessa skemmtilegu mynd af henni um daginn þegar hún kom í heimsókn:


Og hérna er hún með systkinum sínum:


Ókei ég skal hætta öllu sprelli. Haha. En í alvörunni, hún á að heita Kleina. Asnó? Mér finnst það bara sætt. Og þetta er alvöru mynd af henni:


Dúllídúllí! Hún er af kyninu Shetland Sheepdog sem er alveg eins og Collie nema bara minni. Hún verður því nýja prinsessan á heimilinu því ég hef ákveðið að segja af mér titlinum. Svo mikil vinna. Sókrates gamli kall er samt ekki sáttur við hana um þegar þau hittust í fyrsta sinn gat hann ekki látið hana í friði og varð hinn afbrýðisamasti. Ekki furða því hann er auðvitað kóngur á sínu heimili. En ég finn á mér að þau eigi eftir að vera góðir vinir.
Öllum er velkomið að kíkja á gripinn í þessari viku því ég verð víst að vera dugleg við að passa hana fyrstu dagana svo hún sé ekki ein. Þetta verður svipað því að fá annað yngra systkini á heimilið. Ooo en gaman.