fimmtudagur, október 11, 2007

Oh

Örugglega fáránlega boríng að vera að skipuleggja óvissuferð og vita bara allt sem á eftir að gerast í ferðinni. Oh. Fór bara allt í einu að pæla í þessu. Ég finn til með ykkur óvissuferðaskipuleggjendur.

Og yfir í aðra sálma. Ég fékk sorglegustu og jafnvel fyndnustu játningu ævi minnar um helgina. Ég er ennþá að hlæja og jafna mig á þessu í leiðinni. Bara kúl fólk fær að vita.

Svo er ég alltaf að pumpa. Í dekk og vindsæng. Nei djók. Í ræktinni. Á hverjum degi næstum. Maður er orðinn soddan spaghettí.

Svo nenni ég ekki að tala um það er ég er að gera þessa dagana. Aðallega að þrífa upp piss og kúk. Og láta urra á mig og bíta mig í puttana af þessari dömu:


En hún er bara svo mikið mússímússí.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey ég vil vita :D er ég nógu kúl ? ;) sjett forvitin skiluru!

takk fyrir helgina sætust mín - vildi að þú hefðir náð að djamma meira með vor í gærkvöldi - en við bara endurtökum leikinn later :D !

knús í kless gullmolinn minn :D

Særún sagði...

Þú varst með þeim fyrstu að vita kjáni. Þú manst þetta bara ekki ;)

Nafnlaus sagði...

jess! ég er kúl fólk!!!! jess! loksins! ;)
takk fyrir síðast sæta og góða ferð!

sjáumst sem allra fyrst!
kveðja

Móa