mánudagur, janúar 30, 2006

Uppgötvun vikunnar

Komst að því að ég get tengt mig við andskoti súkkulaðihúðað og frægt fólk.

Gilzenegger: Sko, vinkona mín hún Sóley vinnur í Ikea og þetta vita ekki allir... Gilzenegger var einu sinni kerrustrákur í þeirri blágulu búð. Sóley vann sem sagt með honum. Svo nenni ég ekki að segja "frægu" Gilzenegger söguna mína, það eru hvort eð er allir búnir að heyra hana.


Silvía Nótt: Ég var í vinnu í sumar og flokkstjórinn minn hét Agnes (Mamma líka þúst). Hún á vin og hann er bróðir Evu sem leikur SIlvíu Nótt. Silvía var líka í Víðistaðaskóla alveg eins og ég en ég var í þeim skóla í 2 mánuði í 1. bekk.


Ásgeir Kolbeins: Þessi appelsínuguli maður var einu sinni að deita systur fyrrverandi kærasta ónefndrar vinkonu minnar. Úff ef þið náið þessu eruð þið snillingar!

(Ji svo á ég alveg eins klút og hann og nota sama brúnkukremið!)

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Ekki furða að Hasselhoff er elskaður í Þýskalandi

Jújú, í kvöld er maður að fara á Brokeback Mountain. Það verður forvitnilegt að sjá viðbrögð hjá sessunaut mínum sem er að þessu sinni karlmaður.

sunnudagur, janúar 22, 2006

Haha!


Minnir mig svo á gaur sem segir að allt sé svo krúttó og dúlló. Vá hvað hann er ömó.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Janúar

Mánuðurinn sem ég get ekki beðið eftir að klárist. Svo er hann 31 dagur. Ekki 30. Febrúar verður æði. Einvörðungu 28 dagar. Minnir mig á myndina 28 Days Later. Það var nú ljóta myndin. O það er svo mikið að gera. Ætla ekki einu sinni að telja upp það sem ég þarf að gera á næstu dögum og um helgina. Kúkur. Og nú er komið að persónulega horninu.


Ég var fótboltaséní á mínum yngri árum. Tuddinn í liðinu og blótaði þeim sem komu nálægt boltanum. Síðan þroskaðist maður og...


... fór að skíða í staðinn. Þarna er maður í öllum græjum og mín bara tilbúin í brekkuna, búin að æfa plóginn í marga mánuði og komin í gellugallann. Já einu sinni var maður íþróttalega þenkjandi.

laugardagur, janúar 14, 2006

Ég hef lifað í sjálfsblekkingu öll þessu ár

því ég hef lifað í þeirri trú og auglýst það útum allt að ég hafi aldrei ælt undir áhrifum áfengis. Fékk svo að frétta það um daginn að eftir fertugsafmæli móður minnar ældi ég í snakkskál á heimili vinar frænku minnar. Lífið er fullt af upplýsingum, svo eitt er víst.

Hver vill koma í partý til mín. Núna?


Ætli Björk hafi ælt í snakkskál eftir þessi herlegheit?


Litlu munaði að Guðný ældi í bílinn

föstudagur, janúar 13, 2006

Föstudagurinn þrettándi

Ég bíð ennþá eftir óhöppunum. Hingað til hefur ekkert skeð sem skýrist af þessum degi en ég mun hafa augun hjá mér. Í tilefni dagsins ætla ég að forðast þjónastarfið eins og ég get og halda mér heima við. Maður býður ekki hættunni í vinnuna, heldur heim til sín. Ég heyrði einu sinni söguna á bak við þessa hjátrú og viti menn, ég er búin að gleyma henni.

Herbergjaframkvæmdir ganga vel en ég held að ég þurfi að bíða í 1-1 1/2 mánuð í viðbót. En ég mun leyfa ykkur að fylgjast með enda veit ég að allir eru að pissa í sig af spenningi (NOT) og hér kemur myndasyrpa svo þið tappið ekki af alveg strax.


Þetta er veggurinn sem pabbi er að setja upp. Hann er úr gifsi. Einu sinni keyrði ég á gifsvegg og hann eiginlega bara brotnaði. Ég vona bara að enginn keyri á þennan vegg. Hurðin mín verður við þennan vegg og henni verður oft skellt í reiðisköstum. Við vegginn má sjá forláta hallamál.


Þetta er innvolsið. Búkkaborð og gifsplata. Nei djók. Rauði veggurinn þarna verður annaðhvort ólífugrænn eða gulllitaður. Hið seinna kitlar meira.


Án efa minnsta klósett á landinu. Minnsti vaskur á Norðurlöndum er einnig staðsettur þarna. Persónulega vil ég mála allt eldrautt svona eins og að þarna inni hafi fallið túrsprengja. Segi svona. Þetta mun sem sagt vera mitt klósett og má enginn pissa í það nema ég.


Nágranni minn mun verða þetta tryllitæki. Gym-master 2000. Ég vona að í framtíðinni eigum við eftir að verða góðir vinir og hittast kannski svona annan hvern dag eða bara þegar ég nenni.

Að viku liðinni mun ég svo eflaust öppdeita og þá verður þetta sko spennandi. Allir að halda í sér þangað til!

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Boring

Ég hef nákvæmlega ekkert til að blogga um svo að ég ætla bara að deila með ykkur bestu/verstu pikköpplínu sem hefur verið notuð á mig (þær eru nú samt sem betur fer ekki margar). Þannig var að nú fyrir stuttu var ég að labba niður Laugaveginn eftir vinnu með stelpunum og við ætluðum að kíkja á tjúttið í 101 þúst. Úti var snjór og bara frekar leiðinlegt veður. Ég sagði við stelpurnar: "Oh ég vil ekki hafa þennan snjó í andlitinu á mér!" Á móti okkur gengur maður sem heyrði greinilega hvað ég sagði og því sagði hann: "En ég vil hafa þig í andlitinu á mér!" Ég skal segja ykkur það, ég hef ekki hlegið svona mikið lengi lengi lengi en auðvitað er þetta eitthvað sem maður varð að sjá og heyra. Greyið maðurinn bjóst greinilega við því að ég myndi falla fyrir honum en raunin var önnur og labbaði hann skömmustulega í burtu. Vildi bara deila þessu með ykkur og ég forða ykkur frá því að nota þessa línu enda mjög erfitt að hrinda henni í framkvæmd.

Kjellan kveður

sunnudagur, janúar 08, 2006

Aldrei kaupa neitt í flýti

Keypti mér þessa fínu peysu áðan í flýti, kom heim og fattaði að þetta var kallapeysa. Henni verður skilað, nema að einn af mínum mörgu bólfélögum vilji fá hana í staðinn fyrir vinarhót. Best að hringja nokkur símtöl.

Persónulega hornið



Þarna er ég í sveitinni hjá ömmu og afa að bora í nefið í drullupolli. En það er meira... ég var veik með alveg 40 stiga hita og mamma var að bíða eftir lækni frá Búðardal. Ég nennti ekki að hanga inni þannig að ég skellti mér bara í pollagallann og fór að drullumalla. Pabbi kom að mér, fannst þetta bara fyndið og tók mynd af mér. Móðir mín var samt ekki eins kát og skellti mér aftur í rúmið. Já ég var einu sinni prakkari.

föstudagur, janúar 06, 2006

15 mínútur af frægð

DV er nú meiri sorapésinn. "Klámkynslóðin komin í MR - bekkur nakinn á bekkjarmynd." Einhver óprúttin náungi gerðist svo djarfur að fara með bekkjarmyndina okkar á DV sem ég asnaðist til að setja á netið. Sé eftir því. Sorrí krakkar mínir. En hér með ætti ekki að vera tangur né tetur af þessari mynd á veraldarvefnum (búin að eyða henni) og því miður gat ég ekki keypt öll DV-eintök á landinu. Á morgun hlæ ég af þessu eins og ég geri í dag. Það er nákvæmlega ekkert klámfengið við þessa mynd. Hún er bara sæt og á henni er afar sætt fólk. DV er allt annað en sætt og má bara skeina sig með honum. Aftur á móti ætla ég ef til vill að ramma inn greinina bara svona upp á djókið. Get svo hlegið af þessu með barnabörnunum, "Sjáiði krakkar, amma bara hálfnakin í skólanum!" En þetta var mitt fyrsta og síðasta skipti sem ég festi kaup á DV. Maður lærir af reynslunni.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Svartsýni seppinn Hvutti hefur ekki sagt sitt síðasta


en núna hefur hann sagt sitt síðasta

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Jö!

Skólinn bara á morgun. Ha. Síðasta önnin mín í MR. Ha. Stúdentspróf í næsta dimma húsasundi. Ha. Ég er alveg rosalega mikið að springa úr bjartsýni hérna. Ha.

Nú er janúar. Ekkert rímar við janúar. Japúar? Jagúar? Efa það. Mikið að gera í janúar. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna eins og í fyrra. Æfingar bara annan hvern dag næstum því. Næsta laugardag er fyrsta raddæfingin og um kvöldið eru það tónleikarnir í Höllinni. Ég er að prumpa á mig hérna, ég er svo spennt.

Verð ég ekki að koma með eina svona 2005-pælingu eins og allir eru að gera? Jú. 2005 - ár númer 2005 - ár sem miðast við tímatal sem ég hef ekki hugmynd um hvar byrjar - ár tækifæranna - ár háranna. Þetta ár er svona í móðu. Ég var særð og ég særði örugglega jafnmikið á móti. Ég biðst afsökunar á því. Ég endurnýjaði gömul kynni og sé ekki eftir því og það er gott að vita til þess að tíminn er ógeðslega góður í að kyssa á gömul bágt. Mörg skyldmenni dóu. Ekki hægt að komast hjá því því þetta á víst að gerast fyrir alla einn daginn. Meira að segja fyrir mig. Úff þetta er nú niðurdrepandi.

En 2006? Það er allt annar handleggur. Það verður ár framfara og endurbóta. Árið þar sem ég tek mig á á eins mörgum sviðum og ég get og nenni. Þau svið koma bara í ljós þegar þar að kemur. Ég ætla að ferðast og það mikið. Ég ætla ekki að lofa upp í ermina mína og því hætti ég bara hér. Mér líst sem sagt bara vel á 2006 enda verð ég þá tvítug og verð því ekki lengur barn.

Eitt ógeðslega fyndið hérna í lokinn: Ég var í aukatíma í tónheyrn í morgun og var nýkomin úr sturtu þegar ég kom. Fann allt í einu fyrir því að ég varð rosalega þurr á höndunum og bara svona til að vera viss þá spurði ég yfir bekkinn hvort einhver væri með handáburð. Bjóst nú ekki við jákvæðu svari en svo sagði einhver stelpa sem ég þekki ekki neitt: ,,Já!" og rétti mér handáburð. Þetta fannst mér ógeðslega fyndið.

Persónulega hornið


Stundum skil ég ekki afhverju í ósköpunum ég er með þetta persónulega horn. En jæja. Þarna er ég bara eitthvað í bleikum galla í sófa með straum í hárinu og allt er ógeðslega gaman. Ég held að ég hafi verið álfur í fyrralífi.

sunnudagur, janúar 01, 2006

Fyrsta færsla ársins

og henni fylgja gleðitíðindi. Allavega fyrir mig. Mamma hefur gefið grænt ljós á að við fáum okkur annan hund. Sókri kjellinn kominn til ára sinna og vill örugglega fá sér lifandi dót svona á elliárunum. Í þetta skipti ætlum við að fá okkur tík af tegundinni Shetland Sheepdog sem er bara míníútgáfa af Collie en Sókrates er af þeirri tegund. Lítill heimur. Við fáum hana öugglega í sumar og þá getur Sókri kennt henni allt sem hann kann. Ég vil skíra hana Hnetu en mamma vill skíra hana Cleopatra í stíl við Sókrates. Það er bara ekkert í stíl. Eins og lagið segir: "Ég hlakka svo til..."


Úff mig langar bara að étann!


Æi þetta var nú léleg fyrsta færsla ársins.