sunnudagur, janúar 01, 2006

Fyrsta færsla ársins

og henni fylgja gleðitíðindi. Allavega fyrir mig. Mamma hefur gefið grænt ljós á að við fáum okkur annan hund. Sókri kjellinn kominn til ára sinna og vill örugglega fá sér lifandi dót svona á elliárunum. Í þetta skipti ætlum við að fá okkur tík af tegundinni Shetland Sheepdog sem er bara míníútgáfa af Collie en Sókrates er af þeirri tegund. Lítill heimur. Við fáum hana öugglega í sumar og þá getur Sókri kennt henni allt sem hann kann. Ég vil skíra hana Hnetu en mamma vill skíra hana Cleopatra í stíl við Sókrates. Það er bara ekkert í stíl. Eins og lagið segir: "Ég hlakka svo til..."


Úff mig langar bara að étann!


Æi þetta var nú léleg fyrsta færsla ársins.

Engin ummæli: