þriðjudagur, janúar 03, 2006

Jö!

Skólinn bara á morgun. Ha. Síðasta önnin mín í MR. Ha. Stúdentspróf í næsta dimma húsasundi. Ha. Ég er alveg rosalega mikið að springa úr bjartsýni hérna. Ha.

Nú er janúar. Ekkert rímar við janúar. Japúar? Jagúar? Efa það. Mikið að gera í janúar. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna eins og í fyrra. Æfingar bara annan hvern dag næstum því. Næsta laugardag er fyrsta raddæfingin og um kvöldið eru það tónleikarnir í Höllinni. Ég er að prumpa á mig hérna, ég er svo spennt.

Verð ég ekki að koma með eina svona 2005-pælingu eins og allir eru að gera? Jú. 2005 - ár númer 2005 - ár sem miðast við tímatal sem ég hef ekki hugmynd um hvar byrjar - ár tækifæranna - ár háranna. Þetta ár er svona í móðu. Ég var særð og ég særði örugglega jafnmikið á móti. Ég biðst afsökunar á því. Ég endurnýjaði gömul kynni og sé ekki eftir því og það er gott að vita til þess að tíminn er ógeðslega góður í að kyssa á gömul bágt. Mörg skyldmenni dóu. Ekki hægt að komast hjá því því þetta á víst að gerast fyrir alla einn daginn. Meira að segja fyrir mig. Úff þetta er nú niðurdrepandi.

En 2006? Það er allt annar handleggur. Það verður ár framfara og endurbóta. Árið þar sem ég tek mig á á eins mörgum sviðum og ég get og nenni. Þau svið koma bara í ljós þegar þar að kemur. Ég ætla að ferðast og það mikið. Ég ætla ekki að lofa upp í ermina mína og því hætti ég bara hér. Mér líst sem sagt bara vel á 2006 enda verð ég þá tvítug og verð því ekki lengur barn.

Eitt ógeðslega fyndið hérna í lokinn: Ég var í aukatíma í tónheyrn í morgun og var nýkomin úr sturtu þegar ég kom. Fann allt í einu fyrir því að ég varð rosalega þurr á höndunum og bara svona til að vera viss þá spurði ég yfir bekkinn hvort einhver væri með handáburð. Bjóst nú ekki við jákvæðu svari en svo sagði einhver stelpa sem ég þekki ekki neitt: ,,Já!" og rétti mér handáburð. Þetta fannst mér ógeðslega fyndið.

Persónulega hornið


Stundum skil ég ekki afhverju í ósköpunum ég er með þetta persónulega horn. En jæja. Þarna er ég bara eitthvað í bleikum galla í sófa með straum í hárinu og allt er ógeðslega gaman. Ég held að ég hafi verið álfur í fyrralífi.

Engin ummæli: