þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Blúbb!

Kleinan mín fór frá okkur í gær en það breytir því ekki að ég á víst afmæli í dag. Það kemur sér líka asskoti vel að vera orðin 21 árs þegar maður er að fara til Vegas í hjartalaga djakúsí eftir nokkra daga. Þar verður sko gamblað og gamblað fram á rauða nótt. Af því bara. Vaknaði ég við yndisfagran söng Nærbuxnakórsins en því miður flexaði enginn nærunum þetta árið. Fékk ég þennan fína útivistargalla frá uppalendunum. Kannski verið að segja manni eitthvað. Veit ekki. En deginum verður eytt í tiltekt og kökubakstur þannig að ég finn á mér að þetta verður góður dagur. Uss já. Ég er alltaf að kynnast húsmóðurinni í mér betur sko. Svo testar maður kannski útivistargallann með því að fara með Sókra kall í göngu í kvöld. Nei sælir.


Naujnauj, allt finnur maður á netinu. Svo er þetta bara svolítið líkt mér...

laugardagur, nóvember 24, 2007

Kleinublogg

Eins og margir vita eflaust þá fengum við okkur dúlluhvolp í september og fékk hún nafnið Kleina. Til að byrja með var hún eins og hver annar hvolpur, kúkaði og pissaði bara þar sem hún stóð og var ávallt sú sprækasta. En á meðan ég var úti hætti hún að vilja að borða og enginn vissi af hverju. Nú er hún afar máttlaus og í gær fengum við þær hræðilegu fréttir að nýrun hennar eru hætt að virka. Á næstu dögum verður því án efa að lóga litla greyinu. Það ríkir því mikil sorg á þessu heimili en svona er víst lífið. Það er bara svo sárt að horfa á hana þegar henni líður svona illa og ennþá sárara að vita til þess að kannski verður hún ekki þarna á morgun. Sá litli tími sem ég fékk að eyða með henni var góður tími. Við kúrðum alltaf saman á morgnana þegar allir voru farnir í vinnur og skóla og höfðum það kósí. En ég er hætt þessu niðurdrepandi babbli mínu og enda þetta á nokkrum myndum af prinsessunni.


Hæ. Ég er sæt.


Alltaf að sjúga í sig fréttirnar

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Heimkomufærslan

Þá er fjórði túrinn búinn og ég komin heim. Tónleikarnir í Kóló voru afar spes og er aðalástæða þess loftleysið þar í bæ. Bogotá er víst í um 2700 m hæð yfir sjávarmáli og loftið því afar þunnt og vont. Ég átti í mestu erfiðleikum með að halda tóni sökum þess hve erfitt var að anda og var súrefniskútur bak við okkur ef allt færi til fjandans og var hann óspart notaður. Flugin heim voru helvíti á jörðu og hef ég ekki lyktað svona illa lengi lengi. Ég tók líka megasvefninn á þetta í nótt. En þar sem ég tók engar myndir í Kóló kemur hérna Best Of Youtube-fylleríi okkar stelpnanna á túrnum:


Algjört möst að horfa á og það oft


Versti rappari alheimsins gjöriði svo vel


Og þessi er næstversti
Óða útvarpskonan var svo að senda mér þessa mynd. Þarna er ég alveg að fara að hlæja og gerði það nanósekúndu seinna.

laugardagur, nóvember 17, 2007

Prins póló í Cóló

Hér í Cóló er allt fljótandi í kóki og kaffibaunum. Eyddum fyrsta frídeginum í miðbæ Bogotá (eða Coke-otá eins og ég kýs að kalla borgina) og ætluðum að fara á stærsta gullsafn í heimi en það var víst lokað. Löbbuðum um götur bæjarins og var glápt á okkur eins og einhver sirkusdýr. Meira að segja löggurnar á aðaltorginu sneru sig úr hálslið þegar við löbbuðum fram hjá. Ekki skánaði það þegar við fórum á einhvers konar innimarkað því þar hlógu verslunarmennirnir bara að okkur. Ekki er viðskiptavit mitt mikið en það eitt veit ég að það þýðir lítið að hlægja að viðskiptavinum sínum því þá verður nú lítið keypt. Ég fékk mér síðan besta latté sem ég hef á ævinni smakkað og sumir keyptu þyngd sína af kaffi til að fara með heim. Halló yfirvigt. Seinna um kvöldið brummuðum við nokkur fyrir utan Bogotá og á afar spes veitingastað. Var hann afar skrautlegur og voru dansarar út um allar trissur. Maturinn var mjög góður, eitthvað svona ekta kólumbískt.
Hér í landi ríkir enn borgarastyrjöld og sést það greinilega. Lögreglumenn eru út um allt og fólk meira að segja gengur um með riffla vafða inn í barnateppi. Eins gott að vera ekki einn á ferð og mæta einum slíkum í dimmu húsasundi.

Gærdagurinn fór í lítið annað en að skipta um hótel og æfingar. Í dag er svo okkar síðasti performans hér í þessari heimsálfu og á morgun verður haldið heim á leið. Fyrst með flugi til Madrid, svo til London og þaðan heim á klakann. Við komum því ekki heim fyrr en á rétt eftir miðnætti á þriðjudaginn og verður því hoppað beint upp í rúmið mitt góða og ofurblundur tekinn á þetta í ótiltekinn tíma.

Skvetti inn nokkrum myndum til að skreyta þetta nú aðeins:


Brynjan hress á torginu


Það var eitthvað svakalegt löggusjóv í gangi


Dansararnir alveg með þetta!


Stuðborðið


Númi kokkur átti afmæli um stund. Bara til að fá maríatsíspilarana til að spila fyrir okkur. Haha. Tékkið á plastkökunni.


Og að lokum ein af kólumbíska vísanu mínu. Ég vissi ekki að ég gæti verið svona alvarleg á mynd!

Ég læt svo heyra í mér þegar ég kem heim. Get allavega ekki beðið eftir að hitta alla og þá sérstaklega eins litla óþekka Kleinu. Mússímússímú.

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Video killed the radiostar

Þá er ég mætt til Perú en fer til Cóló á morgun. Í Chile var svakastuð og núna kemur skemmtilega sagan. Ókei. Þetta byrjaði allt með myspace. Þar er einhver chile-ísk kvensa búin að vera að tuða í mér að koma í einhvern útvarpsþátt þar í landi. Ég sagði alltaf bara pent nei eða svaraði henni ekki. Svo þegar við komum í landið hélt hún áfram að tuða og ég vorkenndi svo greyið konunni að ég ákvað að koma í þennan þátt hennar og sagði henni að koma á hótelið innan klukkustundar. Auðvitað kom hún ekki enda var hún ekki búin að sjá póstinn. Um kvöldið beið hún svo fyrir framan hótelið og hálfpartinn réðst á Brynju og Erlu. Bað hún þær um að gefa mér gjöf frá sér og miða sem á stóð að hún hefði ekki séð þetta fyrr en of seint og vildi hitta mig daginn eftir. Gjöfin var hálsmen og einhver dolla. Ég bauðst því til að hitta hana daginn eftir á hótelinu. Hún var með túlk með sér og bað mig um að gera svona "Þetta er Særún og þú ert að hlusta á blablabla". Gerði ég það á afar lélegri spænsku og hló mikið inn í mér á meðan og aulahrollurinn var í hámarki. Spurði hún mikið um mitt einkalíf sem ég var ekki alveg til í að svara að svo stöddu. Svo bað hún mig líka um að láta Björk árita disk en ég hélt nú ekki. En þetta var bara gaman og fyndið að hugsa til þess að hafa verið í útvarpsþætti í Chile. Svo sá ég píuna mjög framarlega á tónleikunum hágrenjandi. Voða emó eitthvað.
En á tónleikunum (sem voru 11.000 manna tónleikar á fótboltavelli) spiluðum við tvö ný lög, Come To Me og Who Is It? og tókst það þrusuvel. Á staðnum var súkkulaðigosbrunnur sem allir voru að missa sig yfir. Sem betur fer tók enginn dýfu í gosbrunninn.

Í Lima var lítið annað gert en að borða hráan lax og fara á indíánamarkað að kaupa jólagjafir. TOTO menn spila svo hérna á morgun. Mikil ógleði hér yfir að missa af þeim. Jæja, spilum eftir smá þannig að ég bið bara að heilsa. Blellöð!


Harpa og Valdís - portkonur með meiru (myndin var sko tekin í svona porti)


Skelltum okkur á einkagigg Chris Corsanos trommarans okkar. Nettör.


Aksjónmynd. Vantar bara Spídermann inn á.

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Puff til Peru

Ooo eg nenni ekki ad blogga i utlenskri tolvu thannig ad eg geri thad bara i Peru og hef sko ansi fyndna sogu ad segja. Thannig ad thad er most ad vera limd/ur vid tolvuskjainn krakkar minir. Oja. En a medan er herna myndband af mer i SingStar. Eg syng lika svo vel og hef svakaleg dansmuv:

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Argentína - búin

Þá er maður farinn frá Buenos og kominn til Santiago, Chile. En í Buenos var lavað mikið sjóvt og til dæmis fórum við nokkrar á ekta argentískt steikhús eitt kvöldið. Var það yndislegt og bráðnaði steikin í munninum og piparsósan lak niður á höku. Nei nei ekki alveg en næstum því. Við kíktum líka nokkur á tangókvöld þar sem fólk á öllum aldri kemur saman á kvöldin og dansar tangó af mikilli innlifun og ástríðu. Afar gaman að sjá það með berum augum.

Jú svo var víst eitthvað spilað á tónleikum og fluttum við Human Behaviour saman í fyrsta skipti sem heppnaðist bara svona fruntalega vel. Eftir tónleikana var hoppað á annað tangóstað og ég og Erla sýndum þessum Argentínum hvernig á að dansa samba. Ojá. Eftir það var okkur boðið á svakalegt hótel sem var bara keppnis og ekkert annað. Auðvitað varð ég að prófa sundlaugina þarna sem var svona heit og fín.

Í dag flugum við svo hingað til Chile og gerðist ég svo heppin að týna veskinu mínu í flugvélinni með kortinu mínu og 200 dollurum. En ég er með fólk í því að finna það fyrir mig á meðan ég slaka. Flugum við yfir hin frægu Andesfjöll og sem betur fer hrapaði vélin ekki líkt og í myndinni Alive (sem er sko sönn). Við neyddumst því ekki til að borða hvort annað. Þegar ég var lítil fékk ég alltaf martraðir eftir að ég sá þessa mynd því ég hélt alltaf að fólk hefði drepið annað fólk til að borða það en ekki borðað annað fólk sem var þegar dáið. Löng setning. En blabla. Á morgun er svo frídagur og ef sést til sólar vitið þið hvar ég verð.

Hasta luego.


Smá fyrirsjóvsspenna í gangi


Æi greyið Harpa pantaði sér sauðagarnir


Hent að mörgu gaman á steikhúsinu enda algjörar steikur þar á ferð


Megas Argentínu eitthvað að tjá sig við mig. Það var rosalega vond lykt af honum og ég skildi ekkert hvað hann var að segja.


Smá svanavaskasyrpa frá geðveika hótelinu
Magnús Scheving leynist víða - líka á götumörkuðum í Chile

mánudagur, nóvember 05, 2007

Góðir vindar

Þá erum við mættar til Buenos Aires ofurhressar að vanda. Höfum sloppið við alla rigningu hér annað en í Brasilíu. Vitaskuld hefur því tönunin verið tekin á þetta og er árangurinn framar björtustu vonum. Ég mun því hér eftir vera kölluð Svarti Sambó... stundum Rauði Sambó þegar óhöppin gerast. Planið í dag var samt að kíkja í trúarlegan skemmtigarð hér í borg og hitta Jússa og vini hans. Fá heilagan anda í flösku. En hann var því miður bara opinn um helgar. Asnó. Þegar ég lít hérna yfir finnst mér samt eins og ég sé bara mætt til Köben og aðra stundina held ég að ég sé á Times Square. Skrýtið. Datt allavega aldrei í hug að borgin væri svona. Hef samt bara séð brotabrot af henni og líst vel á það sem ég hef séð

Tónleikarnir í gær gengu alveg glymrandi. Allt öðruvísi set-listi sem hristi aðeins upp í þessu. Fremst mátti sjá grenjandi hommapar og konur með maskarann lekandi niður á kinnar. Kómískt.

Svo þegar maður steikir sig í sólinni allan daginn er ekkert annað hægt en að sjúga í sig slúðrið. Greyið hún Britney. Sprautandi einhverju rusli í varirnar og læbó á lærunum um hverja helgi. Jidúddamía. Nú blöskrar mér. Alveg eins og mér blöskraði um daginn yfir stærð eins manns. Djí. Hann var svo stór.

En því miður hef ég engar birtingarhæfar myndir til að sýna ykkur í þetta skiptið. Innihalda allar brúna maga eða sukk og svínerí. Tók samt mynd með símanum mínum af einhvers konar fálkum sem voru að tékka á okkur Brynju í sólbaði í dag. Kem henni samt ekki í tölvuna. Voru bara nokkrum metrum frá okkur og virtust svangir. En ég er víst að fara að dansa og sjá tangó núna eftir smá. Það er eitthvað sem maður verður að gera í Argentínu. Þetta verður skrautlegt.

Næst koma myndir og skemmtilegra blogg..

laugardagur, nóvember 03, 2007

Brasilíumyndir

Hérna koma nokkrar. Njótið.


Valdís fann risalaufblað í rigningunni í Ríó. Hin fínasta sundskýla.


Brynja að tékka á rassinum á DJ Esús


Namminammifjall


Hvaða apaþrolli er þetta?


Ætli við notum ekki svipaða skóstærð?


Útsýnið var heldur fátæklegt séð frá hótelsvölunum


Blómlegar


Við og einhver kall


AllamallaBrasilíubúar alveg með tískuna á hreinu


Mr D og gaurinn úr Heitum Flögum alltaf hressastir


Alltaf í vatninu sko

Mætt til Buenos. Hleypið svo þessum Vítisenglum bara inn í landið og ekkert kjaftæði!

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Kominn tími til

að blogga smá. Við erum ennþá hérna í Brasilíu og fljúgum til Argentínu á morgun. Gigguðum í Sao Paulo eina kvöldstund ásamt vinum okkar í Spank Rock, Hot Chip, Arctic Monkeys og The Killers. Svo ákváðu Juliette Lewis and The Licks að hljóðmenga aðeins þarna á milli. Svo gerðist bara leiðinlegt sem ég ætla ekkert að fara út í.
Í gærkvöldi spiluðum við svo hérna í Curitiba á sama festivali. Eftir á var heljarinnar partí með súludans og læti. Ætla ég aldrei að stunda þá iðju. Stórhættulegt sport. Svo sá ég The Killers spila í fyrsta skipti þótt við höfum spilað heldur betur oft á sömu festivölum og þeir. Trommarinn var íklæddur galdrakallabúning í tilefni hrekkjavökunnar. Svaka fönní. Svo er bjór hérna sem heitir Skol. Haha. Mér brá líka heldur betur í brún þegar ég sá auglýsingu á brasilískri sjónvarpsstöð. Verið var að auglýsa Saturday Night Live og poppaði ekki bara klippa af okkur á skjáinn. Fyndið að sjá sig í brasilísku sjónvarpi. Jæja ég er farin að dást að nýju töffaraskónum mínum og enda þetta með myndum fyrir myndaótt fólk.

Ókei djók, þær koma seinna. Lofa.

Svo læt ég heyra í mér í Buenos Aires krakkar mínir. Svo hef ég komist að því að lífið er alltof stutt. Farðu því að næstu manneskju sem þú sérð, faðmaðu hann eða hana og segðu að þú sért svo glaður yfir að hann eða hún hafi fæðst. Bara smá væmni í tilefni dagsins. Það er líka dagur hinna dauðu hjá nokkrum hérna í nágrenninu. Blelluð.