fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Argentína - búin

Þá er maður farinn frá Buenos og kominn til Santiago, Chile. En í Buenos var lavað mikið sjóvt og til dæmis fórum við nokkrar á ekta argentískt steikhús eitt kvöldið. Var það yndislegt og bráðnaði steikin í munninum og piparsósan lak niður á höku. Nei nei ekki alveg en næstum því. Við kíktum líka nokkur á tangókvöld þar sem fólk á öllum aldri kemur saman á kvöldin og dansar tangó af mikilli innlifun og ástríðu. Afar gaman að sjá það með berum augum.

Jú svo var víst eitthvað spilað á tónleikum og fluttum við Human Behaviour saman í fyrsta skipti sem heppnaðist bara svona fruntalega vel. Eftir tónleikana var hoppað á annað tangóstað og ég og Erla sýndum þessum Argentínum hvernig á að dansa samba. Ojá. Eftir það var okkur boðið á svakalegt hótel sem var bara keppnis og ekkert annað. Auðvitað varð ég að prófa sundlaugina þarna sem var svona heit og fín.

Í dag flugum við svo hingað til Chile og gerðist ég svo heppin að týna veskinu mínu í flugvélinni með kortinu mínu og 200 dollurum. En ég er með fólk í því að finna það fyrir mig á meðan ég slaka. Flugum við yfir hin frægu Andesfjöll og sem betur fer hrapaði vélin ekki líkt og í myndinni Alive (sem er sko sönn). Við neyddumst því ekki til að borða hvort annað. Þegar ég var lítil fékk ég alltaf martraðir eftir að ég sá þessa mynd því ég hélt alltaf að fólk hefði drepið annað fólk til að borða það en ekki borðað annað fólk sem var þegar dáið. Löng setning. En blabla. Á morgun er svo frídagur og ef sést til sólar vitið þið hvar ég verð.

Hasta luego.


Smá fyrirsjóvsspenna í gangi


Æi greyið Harpa pantaði sér sauðagarnir


Hent að mörgu gaman á steikhúsinu enda algjörar steikur þar á ferð


Megas Argentínu eitthvað að tjá sig við mig. Það var rosalega vond lykt af honum og ég skildi ekkert hvað hann var að segja.


Smá svanavaskasyrpa frá geðveika hótelinu








Magnús Scheving leynist víða - líka á götumörkuðum í Chile

5 ummæli:

O.N. sagði...

Hola!

i can't help to leave a message here!

i hope you enjoy Sounth America, specially Chile (my country).
i follow bjork's music for years and i'm very excited for the concert...

from my heart, the best wishes and lucks for the concert, you do a lovely work, and (again) i hope you enjoy my beautiful country, the mountain, the city :D

take a look at mi blog! i wrote something in english for you girls to read it... and leave a message!! (please, leave a message, please!)
http://mountainhum.blogspot.com


See you tomorrow, raising our flags.

Nafnlaus sagði...

hola
hola
hola
hola
hola



www.fotolog.com/cebras

Björk Níels sagði...

jæja ég geri mér fulla grein fyrir því að þú stendur við hliðina á mér. það er bara miklu skemmtilegra að gera þetta svona............góð færsla mahr......

Erla sagði...

Takk fyrir dansinn! Til í annan???

Erla sagði...

Takk fyrir dansinn! Til í annan???