sunnudagur, ágúst 26, 2007

Parí Parí Parí Parí

Rosalega kósí borg verð ég nú bara að viðurkenna. Við erum á þessu fína hóteli þar sem lögreglan vaktar götuna allan sólahringinn. Örugglega besta vinna í heimi. Auðvitað fór maður á Louvre safnið í öllu sínu veldi til að berja Mónu Lísu. Augum. Og Venus frá Míló og svona svínx. Og alvöru múmíu. Þetta var bara eins og að labba inn í tíma hjá Helga Ingólfs all over again. Svo er maður bara áreittur af frönskum karlmönnum þegar maður labbar á götum úti. Eins gott að ég skil ekki frönsku því annars væri margir fransmenn búnir að fá einn á lúðurinn. Haha. Svo myndi ég hlæja að frönskum sið: lu HA lu HA lu HAA!

En nóg af bulli því bráðum stíg ég á svið, vonandi í nýjum búning. Þessi gamli farinn að rotna. Kings of Leon voru flottir á því í alltof þröngum buxum sem hljóta að hafa skemmt einhverja líkamsstarfsemi. Núna er Faithless-fólk að ljúka sér af og svo kemur röðin að okkur. Svo tökum við úberhraðlest til London á morgun og þar get ég nú tekið einhverjar myndir og get leyft ykkur að sjá ef þið verðið stillt. Kannski tek eg myndir af mér að lesa hagfræðibókina mína. Kannski. Og munið að kommtenta takk því ég þarf líka smá ást.

Gettó-Særún kveður í bili. Blingbling!

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Bloggið sem átti að koma í gær en fór:

Giggibú!

Var að enda við að spila hérna í Nimes í Frans og gekk það bara svona tússuvel. Áhorfendurnir voru í góðum fíling og gerðu hina yndislegu bylgju sí og æ. Smá eftir á hér í landi. Fatta bara ekkert að þetta telst ekki kúl á Íslandi. En ég get alveg látið þá vita því við spilum aftur hérna á fimmtudaginn á þessum svakalega gladiator-velli. En núna er pælingin að fara bara aftur upp á hótel og lesa smá markaðsfræði. Markaðsfræði - holl fyrir bein og blóð. Svo verð ég bara að segja ykkur frá pizzu sem ég fékk á einum pöbbnum hérna í gær. Okkur grunar sterklega að botninn hafi bara verið tortillakaka. Haha. Alveg með þetta hér í bæ. En því miður eru myndirnar engar því kameran er rafhlöðulaus. Ég reddaþí.

Bless og ekkert stress... nema að þið viljið það eitthvað frekar

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Minn tími er kominn

til að blogga smá. Bráðum fer ég svo aftur út, réttara sagt á sunnudaginn og fluffast ég þá til London. Best að passa yfirvigtina. Bæði í töskunum og á mér. Bráðum fara þeir örugglega að rukka fyrir líkamsyfirvigt. Sveimérþá. En fyrir forvitna þá verður þetta heljarinnar ferðalag á okkur sem skipast svo:

London, UK
Nimes, Frans
París, Frans
London, UK
Döööblin, Ærlend
Glesgóv, Skottlend
Toronto, Keneda
Put your hands up for Detroit, US
Téxas, US
Atleeenta, US
Montreal, Keneda
Njú Jork, US

Alveg 6 vikur. Hólímólí. Svo verð ég í rekstrarhagfræði og markaðsfræði á meðan líka. Spennó já. Næ ekki einu sinni fyrsta skóladeginum en hvaða hvaða. Þýðir ekki að kvarta.

En í dag er merkisdagur. Foreldrar mínir eiga hvorki meira né minna en 9 ára brúðkaupsafmæli í dag. Klapp fyrir því. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur með londonlambi og gluggakistuísetningu. Ómæld gleði á Hverfisgötunni. En það var einmitt fyrir 9 árum þegar ég steig mín fyrstu skref í hornleiknum og spilaði hið margrómaða lag My Heart Will Go On úr Títanik. Náði ég nú að prumpa mig í gegnum þetta klakklaust og er ég ennþá svo stolt af mér. Í tilefni af því er hérna mjög blörruð mynd af mér að spila. Í bláum kínakjól með glimmermaskara í hárinu.


Þarna var maður nú á við tannstöngul. Mörg vötn hafa runnið til sjávar síðan þá.


Og uppalendurnir fylgjast með og skilja ekkert í því af hverju þau leyfðu mér að gera sér þetta. Og pabbi er ekki með kollu. Hárið hans er bara svona.

Ætla nú ekki að þreyta ykkur lengur með eilífu rausi en ég hef samband í Frans. Ætli það ekki.

Ble.

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Bada bing

Helgi allra helga er liðin. Ég gerði nú alveg slatta. Fór í Úthlíð með skvísunum Sigrúnu og Brynju úr gömlu vinnunni og skemmtum okkur konunglega. Fórum á sveitaball, í kollhnísa, á Gullfoss, ég stal hamborgurum og ég veit ekki hvað og hvað. Myndir allra mynda eru á MínumGeimi hérna til hliðar fyrir forvitna. Komum nú heim rétt fyrir 10 um morguninn og pæjurnar að fara að vinna kl. 12. Obbosí. En ég bara svaf og svaf. Svo fór familían til Kuben á mánudaginn og það hefur því bara verið rólegt hérna heima hjá okkur Sókra. Enginn að bögga mann. Jújú, alveg smá.

Á eftir er svo myndataka fyrir eitthvað erlent tónlistarblað. Og það úti. Veðrið er nú ekkert að hrópa húrra en ég læt það nú ekki á mig fá. Ég mun ekki bugast! Við stelpurnar höldum hita á hvorri annarri. Blása bara. En jæja, fyrst ég er komin í bullið hérna er tilvalið að enda þetta með smá lagi sem ég er búin að vera með á heilanum í alllangan tíma:

Ég er ekki kynmóðir þín,
elsku sonur minn.
Kynmóðir þín er dáin
og líka kynpabbi þinn.
Kynpabbi þinn,
kynpabbi þinn,
kynpabbi þiiiinn.

Örugglega ekki allir sem fatta hvaða lag þetta er en þeir sem gera það eru heppnir.


Ofurlúðinn kveður í bili

föstudagur, ágúst 03, 2007

Svefninn - að eilífu - amen

Ég hef sofið endalaust síðan ég kom heim. Hálfur sólahringurinn eða jafnvel meira fer í svefn. Svo geyspa ég hinn helminginn af sólahringnum sem ég er vakandi. Þetta gerist víst þegar maður hefur þannig lagað séð ekkert sérstakt að gera. Ég þarf ekki að mæta í vinnu. Ég fæ eiginlega borgað fyrir að sofa. En þetta er ekkert sniðugt. Þá fer helmingurinn af fríinu mínu bara í eitthvað rugl. Einhverja fokkdöpp drauma og martraðir sem ég vil ekkert með hafa. Mig dreymdi til dæmis aftur í nótt að Erla reyndi að keyra bílinn minn upp tröppur og þar með eyðilagði hann. Það er ekkert þægilegt að vakna við svona. Hér með dömpa ég svefninum og byrja með... vöknuninni. Fer svo bara út að hjóla í rokinu. Erfitt að geyspa í vindinn þið fattið.

Og nei, ég er ekki að gera neitt spes um helgina heldur. Allavega ekki sofa. Bara djamma.

PartýSærún kveður

In English: I sleep a lot. And I'm hot.