sunnudagur, ágúst 26, 2007

Parí Parí Parí Parí

Rosalega kósí borg verð ég nú bara að viðurkenna. Við erum á þessu fína hóteli þar sem lögreglan vaktar götuna allan sólahringinn. Örugglega besta vinna í heimi. Auðvitað fór maður á Louvre safnið í öllu sínu veldi til að berja Mónu Lísu. Augum. Og Venus frá Míló og svona svínx. Og alvöru múmíu. Þetta var bara eins og að labba inn í tíma hjá Helga Ingólfs all over again. Svo er maður bara áreittur af frönskum karlmönnum þegar maður labbar á götum úti. Eins gott að ég skil ekki frönsku því annars væri margir fransmenn búnir að fá einn á lúðurinn. Haha. Svo myndi ég hlæja að frönskum sið: lu HA lu HA lu HAA!

En nóg af bulli því bráðum stíg ég á svið, vonandi í nýjum búning. Þessi gamli farinn að rotna. Kings of Leon voru flottir á því í alltof þröngum buxum sem hljóta að hafa skemmt einhverja líkamsstarfsemi. Núna er Faithless-fólk að ljúka sér af og svo kemur röðin að okkur. Svo tökum við úberhraðlest til London á morgun og þar get ég nú tekið einhverjar myndir og get leyft ykkur að sjá ef þið verðið stillt. Kannski tek eg myndir af mér að lesa hagfræðibókina mína. Kannski. Og munið að kommtenta takk því ég þarf líka smá ást.

Gettó-Særún kveður í bili. Blingbling!

4 ummæli:

Sandra sagði...

hvenær ferður til london? verðuru þar enn þann 10. sept?

Nafnlaus sagði...

*comment*

*ást*

þín er saknað - eins gott að þú gleymir þvi ekki!!! :)

alltaf nóg sem gerist á meðan þú ert úti .. dúmmsídúmm!!! verð að fara að skrifa þér e-mail or some .. þu mátt ekki detta út úr sigrúnarslúðrinu í allar þessar vikur ;) uss uss

reyndar ekkert svo mikið að gerast hjá mér núna þar sem ég er í FRÍI!! og vá hvað ég hef aldrei gert neitt jafn leiðinlegt hahahahah! æji skrifa þér e-mail á morgun .. eða hinn eða hinn .. svona þegar andinn kemur yfir mig heheh :D

*saknisakn sætust*

Særún sagði...

O nei Sandra. Eg verd komin til Kanada tha held eg.

Nafnlaus sagði...

Já viltu setja mynd af þér að lesa hagfræði? ´Plís, bíð spennt!
En gaman samt að fylgjast með þér :)

Erla Gríms (því það eru víst fleiri Erlur)