mánudagur, júní 30, 2008

Náttúra

Síðastliðinn miðvikudag spiluðum við Volta fólk í Olympiu-tónleikasalnum í París. Ótrúlegur hiti var á sviðinu og kamerur í öllum hljóðfærabjöllum. Það var því gott að komast heim úr rakanum.

Á laugardaginn voru hinir margumtöluðu Náttúrutónleikar það sem Ghostigital, Ólöf Arnalds, Sigur Rós og Björk létu gott af sér leiða í þágu íslenskrar náttúru. Ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel en kuldinn var kannski full mikill. Ef það hefði verið skrúfað aðeins niður í honum hefði þetta verið fullkomið. Eftir mikið hopp, sprell og míkrófónarúst (af minni hálfu) var tjúttað smá í Þróttaraheimilinu og síðan marserað í miðbæinn og skvett úr klaufunum.

Planið var svo að við færum til Sheffield í fyrramálið í annað skiptið að spila eina sárabótatónleika en aftur er röddin hennar Bjarkar að stríða henni þannig að ekkert verður af þeim tónleikum. Svo er líka búið að hætta við aðra tónleika á Wild In The Country festivalinu í Bretlandi þannig að ég fer ekki aftur út fyrr en 9. júlí og þá verður ferðinni heitið til saunulandsins Finnlands.

Þangað til eru hér nokkrar gleðimyndir:


Að springa úr gleði fyrir giggið (mynd: Damian Taylor)


Pabbi var öflugur á kamerunni en þessi error var ekki eins öflugur..


Hörpuvinkonur voru hressastar


Dillontöffararnir

Leiter skeiter

mánudagur, júní 23, 2008

Sko

ég er eiginlega að fara til París á morgun

blelló

mánudagur, júní 16, 2008

Þú ert að lesa

virkasta blogg heimssögunnar! Vó! (leisersjóv, glimmer og g-strengur)
Kjellan komin í hóp kúlaða fólksins og fékk sér tattú fyrir viku. Mega röff tattú, g-lykil á mjöðmina. Lítið tattú en töff tattú. Núna er það samt bara ljótt, allt að flagna og svona en það verður flottara seinna. Þá skal ég skella inn mynd af fegurðinni. Ég er ekki kölluð Særún Hardkor Pálmadóttir fyrir ekki neitt.

Öööö svo bara fer ég til París eftir sirka viku að spila eitt gigg sem verður örugglega tekið upp á VHS. Síðan fjölfaldað hjá Fjölföldun Valda og hægt að kaupa eintak á 500 kall í Kolaportinu frá 10-16 allar helgar það sem eftir er sumars. Svo náttúrast maður eitthvað í Laugardalnum og svo aftur til útlanda. Alltaf þetta fart á manni alltaf hreint.


Meira sexí en þú og pabbi til samans

Hætt þessu bulli og farin í gymmið að pumpa. Hver veit nema að ég flexi tattúinu í leiðinni. Fæ allavega nokkur kúl-stig fyrir það.

Tattrún

sunnudagur, júní 08, 2008

Yndislegt

að vakna kl. 8 á sunnudagsmorgni við það að það er verið að berja niður hellur beint fyrir neðan svefnherbergisgluggann þinn.

En svona stöff er enn yndislegra:Ja sei sei nú.