laugardagur, desember 29, 2007

Skil mig ekki

Það er bara allt að mér þessa dagana.

1. Svefnvenjur mínar eru asnalegar. Í gærkvöldi dottaði ég kl. 8 og svaf af mér djammið sem ég ætlaði að fara á með krökkunum. Glaðvaknaði svo kl. 6 í morgun. Djí!

2. Ég held að ég sé litblind. Hélt að svartur bíll væri blár, að brúnir vettlingar væru fjólubláir og að gulllitaði kjóllinn minn væri grænn. Það er allavega eitthvað brenglað þarna bak við augun.

3. Ég er búin að hósta samfleytt í svona 3 vikur. Ekki er ég á leiðinni til læknis því þessi hósti Á að fara sjálfur. Heyrirðu það hósti.

4. Svo er ég komin með bloggveikina sem lýsir sér þannig að ég ætla ekki að blogga aftur fyrr en ég kem til Nýja-Sjálands um miðjan janúar. Ekkert meðal til við þessari veiki. Sorrí. Lifið heil á meðan og við sjáumst á vappinu.

En á meðan fáið þið hér gott ráð í boði fyrrverandi fimleikaiðkanda:


Einu sinni gat umtalaður iðkandi einu sinni gert svona en ekki lengur án þess að koma til baka eins og þessi á myndinni. Búhú.

þriðjudagur, desember 25, 2007

Hátíðarfærslan

Fyrir sumum eru jólin búin því pakkarnir eru búnir. En stærsta gjöfin er óopnuð og þurfið þið að finna út sjálf hver hún er (voða korní tónlist)

Og núna fáið þið að lesa hvað ég gerði síðastliðnu daga:

Á föstudaginn var húllumhæ. Ég, Vala og Oddný skelltum okkur á ömurlegasta ball ever. Háskólaballið á Breiðvangi. Við mættum í seinni kantinum og þegar við komum fór ég bara að hlæja því mættar voru sirka 8 hræður og aðeins hálfur staðurinn opinn. Í það korter sem við vorum á staðnum vorum við í hláturskasti en hættum því þegar við mættum í bæinn og dönsuðum af okkur allt svekkelsi. Aahh, það var gott.

Laugardagurinn fór í leti en á þoddlák fór ég á Laugarveginn með Sigrúnu minni í jólageðveikina. Hleypa þurfti inn í sumar búðirnar í hollum og kvensur með vagna áttu svæðið. Svo var asskoti kalt.

Í gær byrjaði jólastressið fyrir alvöru með pakkakeyrslum og veseni. Þegar ég fer að búa ætla ég að heimta að pakkarnir komi til mín. Jæja þegar við komum heim kl. 5 var ofninn kominn í gang en engin hamborgarahryggjalykt. Þá hafði mamma gleymt að setja hrygginn inn í ofninn. Það er víst nauðsynlegt ef eitthvað á að eldast. Svo gleymdist að fara með Sókra í göngutúr þannig að kl. 6 var ég ein á gangi um hverfið með hundinn minn. Voða næs. Sem betur fer fengum við ekki matinn um miðnætti heldur reddaðist þetta allt. Pakkarnir rifnir upp og allir voða ánægðir. Nenni ekki að telja upp hvað ég fékk. Sorrí. En pabba fannst munkakuflinn utan um rauðvínsflösku sem ég gaf honum, ekki eins flottur og mér. Ísinn var svo allur kláraður sem hefur ekki gerst lengi en það er af því að mandlan í ísnum fannst hvergi. Þá hafði Siggi frændi fengið hana í fyrsta bitanum og geymt hana allan þennan tíma. Hann Siggi frændi prakkari. Síðan eyddum ég og síðarnefndur Siggi frændi örugglega heilum klukkutíma í gestaþraut sem gekk svo aldrei upp. En hún verður kláruð í kvöld í hangikjötinu hjá ömmu og afa.

Á morgun er svo Millaball og ég verð þar. Og hér koma nokkrar góðar frá föstudeginum. Já og gleðileg jól gott fólk.






Þessir voru flottastir

Svo vil ég leiðrétta algengan misskilning. Ef þú hellir útrunni mjólk út í óútrunna mjólk, þá er ekki allt í lagi með mjólkina. Hún er alltaf jafn útrunnin. Vildi bara koma þessu á framfæri. Takk.

fimmtudagur, desember 20, 2007

Tvífarar vikunnar












Jói Fel og Win Butler úr Arcade Fire



Kallið mig brjálaða en maður má alveg segja það sem manni finnst.

mánudagur, desember 17, 2007

Heimkomin kona

Og komin í kærkomið jólafrí þangað til 15. janúar en þá er ferðinni haldið til Nýja-Sjálands, Ástralíu, kannski Balí og Asíu. En Vegas já. Ég og Vallarinn rifum okkur upp úr almennum veikindum og fundum þetta svaðalega moll þar sem peningunum var eytt eins og ég veit ekki hvað. Ég skrapp svo á I Am Legend í bíóið á hótelinu og brá bara nokkrum sinnum. Smá. Þið verðið bara að bíða þangað til annan í jólum til að sjá hana í bíó. Haha hí á þig. Nú svo fórum við nokkur á tónleika með The Killers-mönnum. Ekki á þeirra tónleika heldur aðra tónleika. Ætluðum svo að fara á Beowulf í bíó en það gekk ekki. Þá hefði ég farið í bíó tvisvar sinnum á sama deginum. Úff. Í staðinn fóru þeir með okkur á ekta 70' ítalskan Vegas veitingastað sem er opinn allan sólahringinn. Bara fyndið.
Jæja daginn eftir var hljóðprufa og veikindin alveg að gera alla brjálaða. Hóst og hor um allar trissur. Tónleikarnir gengu samt ágætlega og var stuð á fólkinu. Ég þorði nú samt ekki að gera neinar snöggar hreyfingar því ekki vildi ég að horið færi að fljúga á mann og annan. Þetta voru sem sagt síðustu tónleikarnir í Bandaríkjunum sem er bara fínt. Komin með soldið ógeð á því landi í bili.
Eftirpartíið var svakalegt og haldið á 53. hæð á hótelinu. En það sem gerist í Vegas verður eftir í Vegas. Ég kom samt ekki heim með hring á fingri, því miður.
Kl. 5:30 um morguninn mætti ég niður í lobbí í misgóðu ástandi og steinrotaðist um leið og ég settist í vélina til NY. Þurftum að bíða á JFK í nokkra klulla og heim. Aaaa það er gott að vera komin heim.

Myndir!


Til hvers að fara til París þegar þú getur séð það sama í Vegas?


Dúðuð Valdís í Aladín-mollinu


Eitt klikkað par sem ákvað að halda brúðkaupsveisluna í hlaðborðinu á spilavítinu. Gerist bara í USA!


Give it to me


Helvíti getur maður verið eggjandi


Fyrst voru þær tvær


Svo þrjár


Á nú ekki að þurfa að telja ofan í ykkur


Gleði gleði gleði

Og hættið svo að kommenta svona mikið. Hef ekki tíma til að lesa þetta allt!

Blellöð
-S

föstudagur, desember 14, 2007

Skemmtilegheit

Nú er ég víst komin til Las Vegas en það breytir því ekki að í þrjá daga vorum við staðsett í Hollywood. Eftir langt flug til borgarinnar alræmdu fórum við skvísurnar beint í risastórt moll og byrjaði kaupæðið þar fyrir alvöru. Næsti dagur var tekinn snemma og komum við aftur upp á hótel uppgefnar með pyngjur og pakka. Á baki mínu leyndist þó eitt stykki rjómahvítur Fender Jazz bassi sem ég gaf mér í snemmbúna jólagjöf. Ég ætla nefnilega að gerast rokkari. Þetta kemur allt með kalda vatninu. Ég hef þó ákveðið að persónugera ekki hljóðfærið mitt í þetta skipti með því að gefa því nafn. Það þykir ekki töff.

Á miðvikudeginum fórum við Valdís í morgunjólavaxið á báðum fótleggjum og voru átökin það mikil að ég er öll marin og blá á fótunum. Já fegurð er svo sannarlega sársauki. Haldið var í Nokia Theatre tónleikahöllina og voru Svíarnir því með okkur í anda. Shaun, tour managerinn okkur frábæri átti afmæli þann sama dag og var Sigrún eldri búin að útsetja þennan skemmtilega afmælissöng honum til heiðurs sem við síðan spiluðum fyrir hann. Eftir það kom górilla í tútúpilsi og söng fyrir hann. Varð hann sá vandræðalegasti og skil ég það afar vel. Tónleikarnir voru hinir skemmtilegustu og fékk ég afar slæmt tilfelli af geyspunni sem er algengt vandamál hjá mér þessa dagana. Geyspa út í eitt og hósta þar á milli eða sýg upp í nös. Jólapest að ganga í hópnum. Eftirpartíið var nú ekkert spes þannig að við fórum snemma í háttinn. Allavega flest.

Í dag keyrðum við í rútu í 6 tíma til Las Vegas og er alveg hreint magnað um að litast hér í bæ. Leisersjóv á hverju götuhorni og hálfnaktar konur á öðru hverju skilti. Spilavítið á hótelinu er risastórt og ætli ég splæsi ekki nokkrum dollurum þar á morgun og kannski nokkrum í jólagjafir í Playboy búðinni í lobbíinu. Planið á morgun er síðan að fara á Cirque du Soleil sýningu eða á Tool tónleika hér á hótelinu. Á laugardaginn spilum við svo á hótelinu og morgunflug daginn eftir til NY og svo heim. Gaman. Kannski kem ég heim með hring á baugfingri en það fáið þið ekki að vita því það sem gerist í Vegas verður eftir í Vegas. Híhíhí.

Eitthvað verður maður að myndskreyta þetta:


Ég var næstum búin að kaupa svona fínan sombrero í Mexíkó. Næstum.


Massabassi á hlýjum stað í klofinu á rúmgaflinum mínum


Stuðpíur


Sama borð og var á Coachella. Alveg magnað hvað heimurinn er lítill.


Jólatréð í lobbíinu


Skrapp svo á Pussycat Dolls tónleika.


Fer þetta mér ekki bara ágætlega?



Allsber runni að múna á Bergrúnu yfir matnum á 52. hæð.


Og megi Josh Groban farast.

Howdie

sunnudagur, desember 09, 2007

Sombrero

Núna er ég víst að slaka í Mexíkó í steikjandi hita. Þýðir ekkert annað í desember. Ferðin byrjaði vel. Lítill krakki ældi bláu og grænu í innritunarröðinni á Leifsstöð og lyktin var yfirþyrmandi. Jæja, flugum til Boston og gistum þar í eina nótt og svo til Atlanta daginn eftir og þaðan til Guadalajara. Flugþreytan í hámarki. Í fyrradag fórum við í hljóðprufu á festivalinu sem við spiluðum á í gær og tók aðeins 2 tíma að komast á staðinn. Keyrðum niður gil og upp aftur. Svaka flott útsýni og fullt af flækingshundum, -hvolpum og -beljum á veginum til að skoða á meðan. Eins gott að sumir eru með hundaæðissprautu! Tónleikarnir voru svo í gær sem voru svona svakalega hressir. Peyjarnir í RATATAT hituðu liðið upp og þá kom röðin að okkur. Hún Harpa átti svo afmæli í gær og sungu Mexíkanarnir fyrir hana. Mússímússí. Eftirpartíið var morandi í Íslendingum þannig að auðvitað var Hemmi Gunn settur á fullt blast. Ferðin til baka var afar skrautleg en það þýðir ekkert annað þegar Rodie Wine Club er með í för. Ekki allir sem fá að skrá sig í þann klúbb skal ég ykkur segja. Dagurinn í dag er óráðinn en á morgun fluffumst við til Los Angeles og beint að versla bassa og aðrar nauðsynjar.

Svo dreymdi mig svakalega góða hugmynd að sjónvarpsþætti í nótt. Hann heitir Iceland’s Next Wonderbrass og er íslenskum brassstelpum hent inn í blokkaríbúð í Breiðholti og í hverri viku fara þær í upptökur, ekki myndatökur og eiga að semja lög fyrir hverja viku. Aðaldramað var svo þegar allar voru að æfa sig í þessari litlu íbúð og jú, þegar stelpur koma saman er ávallt gaman. Munnstykkjastuldur og beyglur á lúðrum hér og þar. Það er greinilegt að ég fer beint upp á Skjá 1 þegar ég kem heim. Sveimérþá.

Ooog nokkrar leiðinlegar myndir:


Þeir hreyfðu sig á ljóshraða. Magnað.


Harpa fína afmælisbarn


Ekki bara apakettir sem klifra í trjám...


Ein góð af tilvonandi hljómsveitarmeðlimum í drum'n'bass hljómveitinni

Lifið heil

mánudagur, desember 03, 2007

Flöðeskúmm

Þá vippar maður sér aftur af landi brott á miðvikudaginn. Eftir þrjú eflaust yndisleg flug ættum við að lenda í Guadalajara sem er í Mexíkó. Eins gott að það sé eitthvað heitara þar en hér. Vonandi um nokkrar gráður, ég bið ekki um meira. Svo bara LA og Vegas. Í LA ætla ég að gerast svo djörf og kaupa mér rafmagnsbassa og eyða jólafríinu í almennt strengjafikt og hljóðmengun. Maður heyrir það svona út undan sér að ekkert sé heitara en stelpa sem spilar á bassa. Dæmi hver um sig.

Svo mæli ég með því að fólk kaupi lottó.

Læt heyra í mér þegar út ég kem en á meðan skuluð þið gera eins og ég og Oddný, tannhirðunnar vegna:


Og ekki reyna að rífa bilaðan klósettpappírskassa af veggnum. Það er ekkert sérstaklega þægilegt.



Hér má sjá myndbandsklippu sem einn dúddi í Spank Rock tók á meðan við dilluðum okkur við Declare Independence í Brasilíu. Svona upp á stemmarann:



Svo á örið mitt á hnénu eins árs afmæli í dag. Vúhú.
Núna er ég hætt.
S.

laugardagur, desember 01, 2007

Júgur

Í gær lá ég á maganum í rúminu mínu, andvaka eins og alltaf. Hafði ekkert annað að gera en að pæla í því af hverju mér var ekki illt í brjóstunum á því að liggja á þeim og kremja í öreindir. Jú það er út af því að þau eru svo lítil. Flest allar konur með lítil brjóst bölva daginn út og inn yfir því hvað þær séu smábrjósta og ætla sko að setja jólabónusinn í sílíkonaðgerðasjóðinn sinn. Ekki ég því ég fagna litlum brjóstum og sé kostina í staðinn fyrir gallana. Sko:

1. Þú getur legið á maganum án þess að finna fyrir brjóstaóþægindum. Bara forréttindi.

2. Þú getur verið í gymminu að hamast og þarft varla að vera í íþróttabrjóstahaldara. Svo eru þeir líka svo dýrir.

3. Þú getur eiginlega alltaf fengið brjóstarhaldara í þinni stærð. Margar búðir eru meira að segja með AA sem er bara snilld.

4. Þú getur verið nokkuð viss um að karlmaður sem reynir við þig, lítur fyrst á barminn þinn, sér smæð hans og fer síðan, er ekki þess verðugur. Hann hugsar nefnilega með typpinu.

5. Þú sprengir ekki alla bolina þína með brjóstunum. Þið fattið.

Þegar hér er komið við sögu náði ég ekki pæla meira í þessu því ég var steinsofnuð. Endalaust hægt að pæla í þessu en það er ekki alveg minn tebolli. Nú líður mér kjánalega. Ég var líka að klára seríu af geimnördaþáttum.


Varð að setja einhverja mynd með en fannst heldur óviðeigandi að setja mynd af bobbingum. Í staðinn er hér fyrirtækjakort af Silicon Valley.

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Blúbb!

Kleinan mín fór frá okkur í gær en það breytir því ekki að ég á víst afmæli í dag. Það kemur sér líka asskoti vel að vera orðin 21 árs þegar maður er að fara til Vegas í hjartalaga djakúsí eftir nokkra daga. Þar verður sko gamblað og gamblað fram á rauða nótt. Af því bara. Vaknaði ég við yndisfagran söng Nærbuxnakórsins en því miður flexaði enginn nærunum þetta árið. Fékk ég þennan fína útivistargalla frá uppalendunum. Kannski verið að segja manni eitthvað. Veit ekki. En deginum verður eytt í tiltekt og kökubakstur þannig að ég finn á mér að þetta verður góður dagur. Uss já. Ég er alltaf að kynnast húsmóðurinni í mér betur sko. Svo testar maður kannski útivistargallann með því að fara með Sókra kall í göngu í kvöld. Nei sælir.


Naujnauj, allt finnur maður á netinu. Svo er þetta bara svolítið líkt mér...

laugardagur, nóvember 24, 2007

Kleinublogg

Eins og margir vita eflaust þá fengum við okkur dúlluhvolp í september og fékk hún nafnið Kleina. Til að byrja með var hún eins og hver annar hvolpur, kúkaði og pissaði bara þar sem hún stóð og var ávallt sú sprækasta. En á meðan ég var úti hætti hún að vilja að borða og enginn vissi af hverju. Nú er hún afar máttlaus og í gær fengum við þær hræðilegu fréttir að nýrun hennar eru hætt að virka. Á næstu dögum verður því án efa að lóga litla greyinu. Það ríkir því mikil sorg á þessu heimili en svona er víst lífið. Það er bara svo sárt að horfa á hana þegar henni líður svona illa og ennþá sárara að vita til þess að kannski verður hún ekki þarna á morgun. Sá litli tími sem ég fékk að eyða með henni var góður tími. Við kúrðum alltaf saman á morgnana þegar allir voru farnir í vinnur og skóla og höfðum það kósí. En ég er hætt þessu niðurdrepandi babbli mínu og enda þetta á nokkrum myndum af prinsessunni.


Hæ. Ég er sæt.


Alltaf að sjúga í sig fréttirnar

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Heimkomufærslan

Þá er fjórði túrinn búinn og ég komin heim. Tónleikarnir í Kóló voru afar spes og er aðalástæða þess loftleysið þar í bæ. Bogotá er víst í um 2700 m hæð yfir sjávarmáli og loftið því afar þunnt og vont. Ég átti í mestu erfiðleikum með að halda tóni sökum þess hve erfitt var að anda og var súrefniskútur bak við okkur ef allt færi til fjandans og var hann óspart notaður. Flugin heim voru helvíti á jörðu og hef ég ekki lyktað svona illa lengi lengi. Ég tók líka megasvefninn á þetta í nótt. En þar sem ég tók engar myndir í Kóló kemur hérna Best Of Youtube-fylleríi okkar stelpnanna á túrnum:


Algjört möst að horfa á og það oft


Versti rappari alheimsins gjöriði svo vel


Og þessi er næstversti




Óða útvarpskonan var svo að senda mér þessa mynd. Þarna er ég alveg að fara að hlæja og gerði það nanósekúndu seinna.

laugardagur, nóvember 17, 2007

Prins póló í Cóló

Hér í Cóló er allt fljótandi í kóki og kaffibaunum. Eyddum fyrsta frídeginum í miðbæ Bogotá (eða Coke-otá eins og ég kýs að kalla borgina) og ætluðum að fara á stærsta gullsafn í heimi en það var víst lokað. Löbbuðum um götur bæjarins og var glápt á okkur eins og einhver sirkusdýr. Meira að segja löggurnar á aðaltorginu sneru sig úr hálslið þegar við löbbuðum fram hjá. Ekki skánaði það þegar við fórum á einhvers konar innimarkað því þar hlógu verslunarmennirnir bara að okkur. Ekki er viðskiptavit mitt mikið en það eitt veit ég að það þýðir lítið að hlægja að viðskiptavinum sínum því þá verður nú lítið keypt. Ég fékk mér síðan besta latté sem ég hef á ævinni smakkað og sumir keyptu þyngd sína af kaffi til að fara með heim. Halló yfirvigt. Seinna um kvöldið brummuðum við nokkur fyrir utan Bogotá og á afar spes veitingastað. Var hann afar skrautlegur og voru dansarar út um allar trissur. Maturinn var mjög góður, eitthvað svona ekta kólumbískt.
Hér í landi ríkir enn borgarastyrjöld og sést það greinilega. Lögreglumenn eru út um allt og fólk meira að segja gengur um með riffla vafða inn í barnateppi. Eins gott að vera ekki einn á ferð og mæta einum slíkum í dimmu húsasundi.

Gærdagurinn fór í lítið annað en að skipta um hótel og æfingar. Í dag er svo okkar síðasti performans hér í þessari heimsálfu og á morgun verður haldið heim á leið. Fyrst með flugi til Madrid, svo til London og þaðan heim á klakann. Við komum því ekki heim fyrr en á rétt eftir miðnætti á þriðjudaginn og verður því hoppað beint upp í rúmið mitt góða og ofurblundur tekinn á þetta í ótiltekinn tíma.

Skvetti inn nokkrum myndum til að skreyta þetta nú aðeins:


Brynjan hress á torginu


Það var eitthvað svakalegt löggusjóv í gangi


Dansararnir alveg með þetta!


Stuðborðið


Númi kokkur átti afmæli um stund. Bara til að fá maríatsíspilarana til að spila fyrir okkur. Haha. Tékkið á plastkökunni.


Og að lokum ein af kólumbíska vísanu mínu. Ég vissi ekki að ég gæti verið svona alvarleg á mynd!

Ég læt svo heyra í mér þegar ég kem heim. Get allavega ekki beðið eftir að hitta alla og þá sérstaklega eins litla óþekka Kleinu. Mússímússímú.

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Video killed the radiostar

Þá er ég mætt til Perú en fer til Cóló á morgun. Í Chile var svakastuð og núna kemur skemmtilega sagan. Ókei. Þetta byrjaði allt með myspace. Þar er einhver chile-ísk kvensa búin að vera að tuða í mér að koma í einhvern útvarpsþátt þar í landi. Ég sagði alltaf bara pent nei eða svaraði henni ekki. Svo þegar við komum í landið hélt hún áfram að tuða og ég vorkenndi svo greyið konunni að ég ákvað að koma í þennan þátt hennar og sagði henni að koma á hótelið innan klukkustundar. Auðvitað kom hún ekki enda var hún ekki búin að sjá póstinn. Um kvöldið beið hún svo fyrir framan hótelið og hálfpartinn réðst á Brynju og Erlu. Bað hún þær um að gefa mér gjöf frá sér og miða sem á stóð að hún hefði ekki séð þetta fyrr en of seint og vildi hitta mig daginn eftir. Gjöfin var hálsmen og einhver dolla. Ég bauðst því til að hitta hana daginn eftir á hótelinu. Hún var með túlk með sér og bað mig um að gera svona "Þetta er Særún og þú ert að hlusta á blablabla". Gerði ég það á afar lélegri spænsku og hló mikið inn í mér á meðan og aulahrollurinn var í hámarki. Spurði hún mikið um mitt einkalíf sem ég var ekki alveg til í að svara að svo stöddu. Svo bað hún mig líka um að láta Björk árita disk en ég hélt nú ekki. En þetta var bara gaman og fyndið að hugsa til þess að hafa verið í útvarpsþætti í Chile. Svo sá ég píuna mjög framarlega á tónleikunum hágrenjandi. Voða emó eitthvað.
En á tónleikunum (sem voru 11.000 manna tónleikar á fótboltavelli) spiluðum við tvö ný lög, Come To Me og Who Is It? og tókst það þrusuvel. Á staðnum var súkkulaðigosbrunnur sem allir voru að missa sig yfir. Sem betur fer tók enginn dýfu í gosbrunninn.

Í Lima var lítið annað gert en að borða hráan lax og fara á indíánamarkað að kaupa jólagjafir. TOTO menn spila svo hérna á morgun. Mikil ógleði hér yfir að missa af þeim. Jæja, spilum eftir smá þannig að ég bið bara að heilsa. Blellöð!


Harpa og Valdís - portkonur með meiru (myndin var sko tekin í svona porti)


Skelltum okkur á einkagigg Chris Corsanos trommarans okkar. Nettör.


Aksjónmynd. Vantar bara Spídermann inn á.

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Puff til Peru

Ooo eg nenni ekki ad blogga i utlenskri tolvu thannig ad eg geri thad bara i Peru og hef sko ansi fyndna sogu ad segja. Thannig ad thad er most ad vera limd/ur vid tolvuskjainn krakkar minir. Oja. En a medan er herna myndband af mer i SingStar. Eg syng lika svo vel og hef svakaleg dansmuv:

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Argentína - búin

Þá er maður farinn frá Buenos og kominn til Santiago, Chile. En í Buenos var lavað mikið sjóvt og til dæmis fórum við nokkrar á ekta argentískt steikhús eitt kvöldið. Var það yndislegt og bráðnaði steikin í munninum og piparsósan lak niður á höku. Nei nei ekki alveg en næstum því. Við kíktum líka nokkur á tangókvöld þar sem fólk á öllum aldri kemur saman á kvöldin og dansar tangó af mikilli innlifun og ástríðu. Afar gaman að sjá það með berum augum.

Jú svo var víst eitthvað spilað á tónleikum og fluttum við Human Behaviour saman í fyrsta skipti sem heppnaðist bara svona fruntalega vel. Eftir tónleikana var hoppað á annað tangóstað og ég og Erla sýndum þessum Argentínum hvernig á að dansa samba. Ojá. Eftir það var okkur boðið á svakalegt hótel sem var bara keppnis og ekkert annað. Auðvitað varð ég að prófa sundlaugina þarna sem var svona heit og fín.

Í dag flugum við svo hingað til Chile og gerðist ég svo heppin að týna veskinu mínu í flugvélinni með kortinu mínu og 200 dollurum. En ég er með fólk í því að finna það fyrir mig á meðan ég slaka. Flugum við yfir hin frægu Andesfjöll og sem betur fer hrapaði vélin ekki líkt og í myndinni Alive (sem er sko sönn). Við neyddumst því ekki til að borða hvort annað. Þegar ég var lítil fékk ég alltaf martraðir eftir að ég sá þessa mynd því ég hélt alltaf að fólk hefði drepið annað fólk til að borða það en ekki borðað annað fólk sem var þegar dáið. Löng setning. En blabla. Á morgun er svo frídagur og ef sést til sólar vitið þið hvar ég verð.

Hasta luego.


Smá fyrirsjóvsspenna í gangi


Æi greyið Harpa pantaði sér sauðagarnir


Hent að mörgu gaman á steikhúsinu enda algjörar steikur þar á ferð


Megas Argentínu eitthvað að tjá sig við mig. Það var rosalega vond lykt af honum og ég skildi ekkert hvað hann var að segja.


Smá svanavaskasyrpa frá geðveika hótelinu








Magnús Scheving leynist víða - líka á götumörkuðum í Chile