fimmtudagur, september 30, 2004

Trúir þú á álfasögur?

Á hverjum degi fæ ég dágóðan skammt af vinnusögum frá mömmu. Hún vinnir á leikskóla og því er ekki við öðru að búast en að þær séu ýktar og allsvakalegar. Ég fékk eina góða í dag sem hljómar svona og er bara nokkuð skondin. Nokkrar leikskólakonur eiga heima í sömu skuggalegu götunni og í morgun tóku þær allar eftir því að skuggalegur maður á skuggalegum bíl lét eitthvað skuggalega. Hann hafði lagt skuggalega bílnum sínum upp á skuggalegan grasblett og sat skuggalega í bílnum sínum og beið eftir einhverju skuggalegu. Konurnar bjuggust við hinu versta og héldu að hann væri að bíða eftir því allir færu í vinnuna sína og myndi svo taka til hendinni og ræna öll húsin og börnunum í verkfallinu með. Þær sögðu frá þessu allar á innsoginu og voru að fríka skuggalega mikið út. Þær ákváðu því að gera hið skuggalega og hringdu í lögregluna til að láta hana líta á skuggalega manninn á skuggalega bílnum á skuggalega grasblettinum. Lögreglan fór í málið því að ekki höfðu þeir neitt annað skuggalegt að gera og síðan hringdu þeir aftur í leikskólann með niðurstöðu málsins. Þetta var þá bara háskólanemi sem var að telja bíla á Hringbrautinni fyrir eitthvað umferðarverkefni. Og svo hlógu konurnar allan daginn við þá tilhugsun að núna þurfti greyið kallinn að byrja upp á nýtt að telja. "Einn gulur bíll, einn blár bíll..."

Já, boðskapur þessarar sögu er að þótt að skuggalegur maður á skuggalegum bíl á skuggalegum grasblett sé fyrir utan skuggalega húsið þitt, þá er hann bara að telja bíla.

Orð dagsins: Skuggalegur

miðvikudagur, september 29, 2004

Steik

Ég gerði eitt alveg rosalega steikt áðan sem eflaust toppar allt sem steikt er. Ég gerði lista yfir alla þá stráka sem ég hef kysst og gaf þeim einkunn. Steiktara verður það ekki. Niðurstöðurnar voru heldur betur sjokkerandi. Til dæmis er nákvæmlega helmingur þeirra í MR sem mér finnst afar merkilegt og þar af leiðandi vandræðalegt. Meðaleinkunn var í lægri kantinum eða 7,2. Hæsta einkunn var 9,5 og sú lægsta var 4. Í 68% tilvika var ég undir áhrifum áfengis einhvern tímann á meðan á verknaðinum stóð og fyrir þá sem ekki kunna að reikna, þá var ég með fúlle femm í 32% tilvika. Það er greinilega búið að steikja mig á pönnu upp úr olíu, ég er svo steikt. En ég mæli með því að allir geri þetta, vekur upp gamlar kenndir og minningar sem er nauðsynlegt á rigningarmiklum kvöldum sem þessum.

Gullmoli dagsins

(Pabbi að horfa á fótboltann) ,,Arsenal er bara prumpulið!"

mánudagur, september 27, 2004

Í gær skrifaði ég þessa þrusuritgerð fyrir íslensku um lýtaaðgerðir. Hún var allsvakaleg ef ég á að segja sjálf frá og mun hann Óli Odds eflaust fella tár yfir henni. Ég sagði nefnilega frá minni hrikalegu reynslu þegar ég fór í slíka aðgerð í 10. bekk, sagði frá öllum sársaukanum, niðurlægingunni og þar fram eftir götunum. Ég sagði frá því þegar að vinir mínir komu í heimsókn á meðan á bata mínum stóð. Þeir höfðu víst gleymt því að ég væri að fara í aðgerðina og þegar ég kom til dyra með túrban, fóru þeir að hlæja og spurði hvort það væri öskudagur. Ég skellti bara á þá og lagðist í þunglyndi. Ég hlýt að fá einhver samúðarstig fyrir það. Ég gleymdi samt að segja frá því að í þessa viku sem ég var að jafna mig, gat ég ekki brosað neitt því það togaði í einhverja sauma. Ég þurfti því alltaf að taka munninn einhvern veginn saman til að hindra hláturinn. Það var því lítið gleði þessa viku, nema þegar að vinkonur mínar komu og spiluðuð fyrir mig lag úti í garði og gáfu mér sólblóm. En ég mátti ekki brosa, ónei.

Þetta var súra færslan, svona í tilefni súrs nýs útlits. Eignarfalls s-in flæði um allt eins og hunang á engi.

sunnudagur, september 26, 2004

Ég er á breytingaskeiðinu
Ég er með fiðring í fingrunum og hann er grár
Ég er kona

laugardagur, september 25, 2004

Í morgun vaknaði ég á gólfinu með MH stimpil á kinninni.

Hver verður fjórtánþúsundasti gesturinn?

Mun hjónabandsskemmileggjarinn Brooke Logan giftast hinum unga Thorne Forrester eða mun Macy, áfengissjúka eiginkona Thornes, halda í mann sinn?
Mun Ridge Forrester samþykkja bón konu sinnar Taylor (klæðskeri haha) og hafa samfarir við Morgan DeWitt, æskuást sína, svo að hún geti átt barn hans?
Mun Becky Moore deyja úr briskrabbameini við altarið er hún giftist unga erfingja Spectra-tískutískuhússins C.J Garrison?
Mun þessum þætti einhvern tímann ljúka?

fimmtudagur, september 23, 2004

Ég nenni ekki

að bíða eftir því að þið takið þátt í vinaleiknum. Þið getið því bara brókað ykkur upp í görn. En hér koma hin réttu svör:

1. Hver er minn helsti veikleiki?

B. Vínarbrauð - Af því bara. Það má líka borða það á meðan að á villta og hömlulausa kynlífinu stendur.

2. Hvað finnst mér fyndið?

D. Brandarar - Og nei, allt sem ég segi er ófyndið.

3. Hvað geri ég aðallega á daginn?

D. Klappa plastgæsum - En það verða að vera heiðagæsir.

4. Á hvað er ég líklegust til að vera að hlusta á núna?

D. I Feel Pretty - Mikið rétt, ég dansa við lagið fyrir framan spegilinn og dilli mér eggjandi.

5. Hver er uppáhaldstölvuleikurinn minn?

A. Barbie's Cool Trends - Fashion Designer - Hver vill ekki fá að hanna föt á Barbie?

6. Hvaða bók er ég að lesa um þessar mundir?

D. Kokkabók Sigga Hall - Kama Sutra og Tantra? Haldið þið að ég sé einhver perri? Siggi kann líka að elda súpur. Hann er reyndar perri.

Og úrslitin komu á óvart en stigin standa svona:

Haukur: Eitt stig
Guðný: Eitt stig
Kristinn: Tvö stig
Oddný: Tvö stig

Kristinn og Oddný fá því titlana besti vinur Særúnar og besta vinkona Særúnar. Þau mega ráða hvoran titilinn þau fá sér. En ég veit alveg hvaða titil Kristinn velur sér... Til hamingju með þetta krakkar. Vonandi nýtið þið ykkur þennan titil en munið að ég lána ekki pening og stunda ekki kynlíf í Hellisgerði fyrir lakkríspoka.

Plata vikunnar er Strange Days með The Doors af því að á þessum degi árið 1967 (svo ég best viti) var lagið People Are Strange gefið út en það lag er einmitt á þessari plötu. Tilviljun! Allir eiga að vera góðir við hurðarnar sínar.

mánudagur, september 20, 2004

Hversu vel þykist þú þekkja mig?

1. Hver er minn helsti veikleiki?

A. Villt og hömlulaust kynlíf
B. Vínarbrauð
C. Hvolpar
D. Ökukennarinn minn

2. Hvað finnst mér fyndið?

A. Allt sem aðrir segja
B. Allt sem ég segi
C. Ekkert því ég hef ekki kímnigáfu
D. Brandarar

3. Hvað geri ég aðallega á daginn?

A. Stunda líkamsrækt í einkalíkamsræktarsalnum mínum
B. Sit á hækjum mér
C. Mjólka mig
D. Klappa plastgæsum

4. Á hvað er ég líklegust til að vera að hlusta á núna?

A. Fuck Her Gently
B. I'm An Asshole
C. No Diggity
D. I Feel Pretty
E. Væl móður minnar

5. Hver er uppáhaldstölvuleikurinn minn?

A. Barbie's Cool Trends - Fashion Designer
B. Tekken 3
C. The Sims - Unleashed
D. Gamebreak! The Lion King II: Simba's Pride

6. Hvaða bók er ég að lesa um þessar mundir?

A. Kama Sutra
B. Tantra - Listin að elska
C. Brennu-Njálssögu
D. Kokkabók Sigga Hall

Verðlaunin eru ekki af verri endanum: Titillinn Besti vinur/vinkona Særúnar, í heilt ár! Þetta er titill sem enginn með viti vill missa af.

laugardagur, september 18, 2004

Sagan um Öskubusku - í grófum dráttum*

Stjúpsystrum Öskubusku er boðið á dansleik í kastalanum. ,,Burstaðu hárið á mér!" segir önnur. ,,Fáðu mér ilmvatnsglasið!" segir önnur. Þær eru báðar hrokafullar. ,,Vertu róleg, Öskubuska!" segir álfkonan góða. ,,Þú ferð á dansleikinn. Hókuspókus! En mundu, að álögin verða búin á miðnætti." Í kastalanum er Öskubuska fegurst allra. Stjúpsysturnar horfa á hana með öfund, þegar hún dansar við prinsinn allt kvöldið. ,,Dong! Dong! Dong!" Klukkan slær tólf á miðnætti og Öskubuska tekur á sprett heim. Þegar hún hleypur niður stigann, missir hún annan glerskóinn. ,,Sú unga stúlka sem kemst í þennan skó, verður konan mín!" tilkynnir prinsinn. Öskubuska ein kemst í skóinn. ,,Þú verður brúður mín!" segir prinsinn. Punktur

* þetta orðalag hef ég aldrei skilið. Grófur... dráttur. Hmm

þriðjudagur, september 14, 2004

Lög sem koma mér og þér í gott skap:

- That Thing You Do ~ The Wonders: Þetta lag fær mig til að bresta í söng og læra textann utan að. Það er líka bara eitthvað gamalt við það sem lætur mann fá fiðring í kroppinn og byrja að tvista. Þetta lag er eina ásæðan fyrir því að horfði á samnefnda mynd því að hún var léleg mynd en með góðu lagi. Í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni, spila ég þetta lag og hver er útkoman? Glöð Særún.
- Supertramp ~ Logical Song: Þótt að það byrji frekar hægt, látið það ekki blekkja ykkur. Það verður nefnilega seinna grípandi, það grípandi að mig og ykkur langar hreinlega að öskra. Sérstaklega þegar það kemur fyrst eitt klapp og svo tvö klöpp. Þá er góða skapið komið. Saxófónsólóið er líka allsvakalegt og engilmjúk rödd söngmannsins nær að bræða allar frystikistur landsins.
- Blister in The Sun ~ Violent Femmes: Þetta lag fær mig til að dansa Stuðmannadansinn. Þarf að segja meira? Svo eru frunsur á sólinni alltaf mikið gleðiefni.
- Intergalactic ~ Beastie Boys: Þessi óður fær mig til að dansa róbótinn. Það versta er að ég á ekki stróbljós því þá væri allt fullkomið. Svo er líka gaman að dansa hliðar saman hliðar, gera orminn eða dansa Egyptann.

Framhald síðar... stei tjúnd!

mánudagur, september 13, 2004

Siggrímur

Helgin var slöpp, sérstaklega af því að ég var ein heima í fyrsta skiptið í langan tíma og ég hélt ekki sukkað kynsvall eins og í öll hin skiptin. Á föstudeginum fór ég nú í afmæli til hans Ingimars en á laugardeginum gerði ég eiginlega ekki neitt. Ég og Oddný sátum heima hjá mér og höfðum ekkert að gera. Við höfðum engan bíl og fórum því í Eye Toy, hinn skemmtilega tölvuleik sem fellst í því að boxa, þurrka rúður og drepa drauga. Við urðum fljótt þreyttar á þeim leik og ákváðum því að horfa á DVD. Hin feikiskemmtilega teiknimynd Litla hafmeyjan 2 varð fyrir valinu og vitaskuld sofnaði ég. Svo datt okkur í hug að kíkja aðeins í partí og fá ökkur heitan hund á Select. Við gátum nú ekki labbað í vesturbæinn í partíið þannig að við urðum nú að aka. En enginn var bíllinn... nema gamla Toyota Corolla druslan hans pabba (Siggrímur) sem er einungis 14 ára gömul og lyktar eins armkriki. Við ákváðum að flippa ærlega, vera villtar og stálumst að fara á bílnum. Oddný var ekki með ökuskírteinið sitt þannig að við vorum soldið mikið að brjóta lögin. En það var bara enn meira spennandi. Bíllinn hann Siggrímur vildi ekki fara í gang og eftir nokkrar tilraunir varð bíllinn rafmagnslaus. Pabbi hefur því alveg örugglega ekki komist í vinnuna á réttum tíma í morgun og veit alveg pottþétt af hverju. Síðan fórum við inn og töluðum saman um stráka til kl. 4 um nóttina. Já, þetta var ein slappasta helgi hingað til. Segi ekki meir.Siggrímur og pabbi á góðum degi

En helgin hjá foreldrum mínum var nú örugglega öllu betri. Þau fóru á æskuslóðir móður minnar í Reykhólasveit á Vestfjörðum og áttu þar glaða daga í faðmi afa og ömmu. Á meðan mamma og gangandi unglingaveikin fóru í berjamó, fór pabbi á gæsaskytterí. Það samanstóð af nokkrum plastgæsum, gæsaflautu, dúk í hermannalitunum, legu í skurði og auðvitað riffli. Eftir nokkra tíma sást fyrsta gæsin og hún var skotin. Heimilishundurinn, sem gerir ekki flugu mein, kom svo með hana í kjaftinum, alblóðugur. Ég mun aldrei aftur geta litið hundinn sömu augum og áður. ,,Og þessi verður sko étin!" Það var það fyrsta sem pabbi sagði þegar hann kom heim með gripinn í plaspoka og fór svo að logsjóða hana. Frekar kýs ég bláberjasultuna hennar mömmu.

laugardagur, september 11, 2004

Lagið fasta

Lag hef ég verið með á heilanum nú í nokkra daga eftir miklar umræður í 5.A um Útvarp Sögu 94,3 en það var ein af útvarpsstöðvunum sem ég náði hvað best í vinnunni og voru þær nú ekki margar. Í asnaskap mínum byrjaði ég að koma með nokkur dæmi eins og Ég er frjáls, Ástin er eins og segulstál og jafnframt það lag sem hefur verið fast í hausnum á mér í þónokkurn tíma. En sem betur fer er það hið hressasta lag og kemst ég alltaf í partýmúdið við það að heyra það. Það er ritað svona:

Eyjólfur hressist

Sjá þarna er fögur freyja, la, la, la.

Fús ég, skal hennar vegna deyja, la, la, la,

í bardaga við dreka fjóra, fimm,

sjá frækinn sigur veitist mér.

Þá systur mínar æpa, Eyjólfur,

æ góði besti gættu nú að þér.Tra, la, la, la, la, la, la, la, la,

la, la, la, la, la, la, la, la,

la, la, la, la,

la, la, la, la, la.Beyg hef, ef vill mig konan þýðast, la, la, la

hverfa mun, strax lífið yndis þýðast, la, la, la

jafnt okkur báðum það ég segi satt

þá sannast mundi hver ég er

Þá systur mínar æpa, Eyjólfur,

æ góði besti gættu nú að þér.

Tra, la, la, la, la, la, la, la, la,

la, la, la, la, la, la, la, la,

la, la, la, la,

la, la, la, la, la.Hve sæll, ég skyldi rækta henni rósakvist (rósakvist)

rauðar, ef ég þá fengi varir hennar kysst.

Dyr myndur opnast inn í draumaheim

djúp yrði sælukenndin mér.

Þær kyrja einum rómi, Eyjólfur,

æ góði besti gættu nú að þér.En hún, mér framhjá stöðugt strunsar, la, la, la

Stolt kleyf, og varir mínar hunsar, la, la, la,

Vonleysið grefur sig í geð og sál,

en glaðna yfir tíðum fer.

Þá systur mínar æpa, Eyjólfur,

æ góði besti gættu nú að þér.Tra, la, la, la, la, la, la, la, la,

la, la, la, la, Eyjólfur,

já orðinn hress

og hefur gáð að sérTra, la, la, la, la, la, la, la, la,

la, la, la, la, Eyjólfur,

já orðinn hress

og gáði loks að sér.

föstudagur, september 10, 2004

Ó og æ

Morguninn var sársaukafullur. Til að byrja með fann ég ekki fyrir hvorugum litlu tánum mínum vegna skóóþæginda og held ég að ein nöglin muni á næstunni segja skilið við hinar neglurnar fjórar á vinstri fæti. Svo er ég komin með stingandi varaþurrk vegna alls brullsins sem átti sér stað á nokkrum busamöllum í gær. Minn úlnliður er líka stokkbólginn eftir járnarmband sem ég var með á ballinu. Ég var greinilega barin til óbóta án minnar vitundar. Hjarta mitt og stolt eru líka í hakki af því að ég sagði mikið á ballinu sem ég hefði ekki átt að segja. En ekki verður aftur snúið ónei. Svo er mér líka illt í hálsinum af því að brjóstin mín stóru voru oft næstum búin að kyrkja mig, þvílíkur máttur sem þessar bombur hafa.
En sársaukinn var þess virði því þetta var bara heví skemmtó ball. Dansaði við Pál Óskar sökum snemmkomu nokkurra hnáta. Ég get því sagt barnabörnunum mínum frá því. Enginn skandall í þetta skiptið, sem er nýtt. Ég ætla líka að halda því þannig.

miðvikudagur, september 08, 2004

Vinnustaðagrín

Vinnustaðnum mínum er skipt upp í nokkra parta og þeirra á meðal er "kanturinn." Ég hef alltaf verið sett í að þjóna á þeim parti og við það svitna ég mikið því þetta er erfiðisvinna skal ég ykkur segja. Ég get því með rentu sagt að ég sé sveitt á kantinum!

Barnagrín

Ef ég ætti barn með fæðingarblett á miðju enninu, myndi ég halda mig frá því. Það er nefnilega gangandi skotmark hryðjuverka.

Kjánalegtgrín

Að mæta á busaballið á morgun í brjóstarhaldaranum og naríunum utan yfir fötin.

mánudagur, september 06, 2004

Túr -viðkvæmir aumingjar skulu hætta að lesa hérna-

Það er nú mesta óþarfa drasl sem ég veit um. Hélt Guð að hann væri að gera okkur einhvern greiða þegar hann gaf okkur tvíbrystingunum* þessa "gjöf?" Ég hlakka bara til að byrja á breytingarskeiðinu og losna við þennan fjanda fyrir fullt og allt. Þetta hefur bara verið mér til trafala og hefur ekki gert mér neitt gott. Tökum dæmi um þau augnablik þar sem ég hef byrjað á túr:

- í flugvél
- í sumarbúðum
- á litlu jólunum í grunnskóla
- í skólanum (ég hætti að telja eftir 30 skipti)
- í leikfimi
- á ströndinni
- á balli
- í reiðtúr
- skólaferðalagi

og svona gæti ég lengi talið. Versta tilfellið var þó núna um helgina og er það svo slæmt að siðgæðiseftirlit Íslands myndi fara yfir um og setja mig á svartan lista ef það myndi lesa það hér. Og svo hef ég bara engan áhuga á að segja frá því, því þetta var eitt vandræðalegasta augnablik í lífi mínu og voru þau nú ansi mörg fyrir. Ég varð bara að koma þessu frá mér, þið verðið að afsaka dónaskapinn og klígjuna sem hlýtur af hafa hríslað um líkama ykkar. En svona er nú bara kvennaheimur - helvíti!

AMEN!

* konur. Ég bjó þetta orð til, nema að einhver hafi verið á undan mér.

sunnudagur, september 05, 2004

Ég

er orðin uppiskroppa með vefsíður til skoðunnar. Ég er meira að segja farin að leggjast svo lágt að fara á Skólafélagssíðuna næstum því á hverjum degi til að athuga hvort einhver sem ég þekki eigi nokkuð afmæli.

föstudagur, september 03, 2004

Flöskuviðtal

Blaðamaður: Góðan daginn góða flaska. Hvað ertu nú með í vösunum á þessum ágæta föstudegi?
Flaska: Tja, margt um mikið. Smokk, upptakara og viagra pillu.
B: Jáh, það verður ekki af því skafið. En hvert er nafn þitt?
F: X on the beach er mitt nafn.
B: Það er hið furðulegasta nafn. Hvaðan er það?
F: Ég held að það sé bara frá mömmu minni.
B: Og hvað hét hún?
F: Screaming orgasmo, blessuð sé minning hennar. Hún dó hræðilegum dauðdaga á Roskilde 1984. Allt þetta káf varð henni ofviða.
B: En sorglegt. En mér er spurn, fyrir hvað stendur X?
F: Sex.
B: Talan sex?
F: Nei, kynlífið sex.
B: Já þú meinar! En hvaðan ertu?
F: Upprunalega kem ég frá Bandaríkjunum en síðan flutti ég búferli til Portúgal í sólina.
B: Og lifðirðu góðu lífi þar?
F: Já mjög svo. Ég flutti í stórmarkað sem heitir Modelo og þar voru sko píur! Það var bara habbahabba daginn út og inn, ef þú skilur hvað ég meina.
B: Ha, jájá. En hvernig stóð á því að þú ert nú staddur á Íslandi?
F: Það er nú löng saga að segja frá því. Mér var smyglað.
B: Neih nú dámar mér.
F: Svo mun ég verða opnaður á fimmtudaginn og þú mun ég enda í endurvinnslunni.

Svona gerist þegar ég er uppiskroppa með umræðuefni.

miðvikudagur, september 01, 2004

Stórtíðindi

áttu sér stað í sveitabænum Hafnarfirði í gær: Maður var laminn í hausinn með exi á veitingastaðnum A. Hansen í gærkvöldi. Góð tillaga að barefli en öxi er bara aðeins og amerískt. Kjöthamar er kannski meira málið. Það vill nú svo skemmtilega til að þessa umræddi veitingastaður er smáspöl frá heimili mínu en ég var í vinnunni þegar atburðurinn átti sér stað þannig að ég heyrði ekki ópin sem hafa eflaust komið frá fórnarlambinu sem höfuðkúpubrotnaði við höggið og sitthvað fleira.
En mér finnst það rosalega jákvætt að þetta hafi gerst í Hafnarfirði því að ekkert svona hefur gerst langalengi, ekki síðan að upp kom eitt af þessum STÓRU fíkniefnamálum. Jú reyndar hóran sem var með starfsemi í bílskúrnum sínum. En þetta mun án vafa koma Hafnarfirði aftur á kortið sem "krimmabær" og nú getur fólk séð að við erum ekki dauð úr öllum æðum. Við erum líka blóðþyrst og höfum langanir... til að drepa.

Með þessu áframhaldi munu bæjaryfirvöld (ef þau verða ekki öll dauð) neyðast til að breyta bæjarnafninu yfir í Hafnarmorð-ur eða Hafnarfjö-ldamorð.