miðvikudagur, september 29, 2004

Steik

Ég gerði eitt alveg rosalega steikt áðan sem eflaust toppar allt sem steikt er. Ég gerði lista yfir alla þá stráka sem ég hef kysst og gaf þeim einkunn. Steiktara verður það ekki. Niðurstöðurnar voru heldur betur sjokkerandi. Til dæmis er nákvæmlega helmingur þeirra í MR sem mér finnst afar merkilegt og þar af leiðandi vandræðalegt. Meðaleinkunn var í lægri kantinum eða 7,2. Hæsta einkunn var 9,5 og sú lægsta var 4. Í 68% tilvika var ég undir áhrifum áfengis einhvern tímann á meðan á verknaðinum stóð og fyrir þá sem ekki kunna að reikna, þá var ég með fúlle femm í 32% tilvika. Það er greinilega búið að steikja mig á pönnu upp úr olíu, ég er svo steikt. En ég mæli með því að allir geri þetta, vekur upp gamlar kenndir og minningar sem er nauðsynlegt á rigningarmiklum kvöldum sem þessum.

Gullmoli dagsins

(Pabbi að horfa á fótboltann) ,,Arsenal er bara prumpulið!"

1 ummæli:

Haukur11 sagði...

Síðan líka finna meðalaldur og miðgildi.... stærðfræðin hefur heilaþvegið mig