sunnudagur, febrúar 29, 2004

Slys

Mamma viðurkenndi fyrir mér í gær að einu sinni gleymdi hún að hún ætti mig. Hún var bara tvítugt kjánaprik þegar faðir minn barnaði hana Valentínusardaginn 1986 (reiknaði það út sko) og bjuggu þau í blokkaríbúð á Seltjarnarnesinu. Mamma sem sagt skrapp út í sjoppu og þegar þangað var komið, mundi hún eftir því að hún ætti barn heima sem lá í rúminu.
Það er greinilegt að mér var ekki ætlað að koma í heiminn sbr. fjölskyldumyndbandinu sem ég fann fyrir löngu. Þar var matarklúbbur foreldra minna saman kominn og var karlpeningurinn að troða smokkum yfir hausinn á sér. Öllum tókst ætlunarverk sitt nema föður mínum en hans smokkur rifnaði. Þá sagði perrapíparinn í hópnum: ,,Já, það var svona sem Særún varð þá til!" Þetta fannst öllum alveg gasalega fyndið nema foreldrum mínum... og mér þegar ég sá myndbandið. Já, það er ekkert grín að vera óskilgetið barn.

laugardagur, febrúar 28, 2004

Tíska

Ég ætla að innleiða nýtt tískufyrirbrigði. Ætlunin er að byrja með svokallaðan veraldarvefsorðaforða sem endurspeglar það sem Ísland er orðið í dag... ein stór internettengd tölva. Planið er að segja punktur is á eftir aftasta orði í setningu en þó helst ef það er lýsingarorð. Hérna koma dæmi:

- Ég er svo full.is
- Þú ert þéttur.is

Við Íslendingar ættum að kunna heilan helling af erlendum tungumálum og er það því tilvalið að nota veraldarvefsorðaforðann einnig þar.

- Dein Bratwurst ist am kurzesten.de
- This biscuit with marmalade is just extraordinary.com!
- Denne pige er rigtig seksuelle.dk

Ekki kann ég fleiri tungumál en í framtíðinni mun ég óhikað nota þetta nýja tískufyrirbrigði og vera svöl.is!



Heitur.is

föstudagur, febrúar 27, 2004

Ungdómurinn nú til dags

Leið mín lá úr verslunarmiðstöð sem heitir eftir brauðmeti og í strætóskýli í nágrenninu. Í því voru 3 stelpur sem voru ekki eldri en 13 ára og voru þær að reykja. Ég datt inn á samtal þeirra:

1: Veistu, ég var einu sinni svo hrædd við þig. Þú ert með svo ill augu.
2: Já ég veit, frændi minn hann Elli Manson er líka með svona augu.
3: Hver er Elli Manson?
2: Vinur Sævars sænska í Breiðholtinu. Hann er með svona risa drekatattú á bringunni. Ég er að fara að fá mér svoleiðis í næstu viku.
1: Vá!
2: Ég veit! Ég var einu sinni drulluhrædd um að hann myndi skvíla í mömmu að ég dröggaði einu sinni.
3: Það hefði verið sækó fíaskó!
2: Neinei. Þá hefði ég bara látið annan frænda minn, Birki Manson berja hann og vini hans. Hann er sko lífvörðurinn minn og lemur alla sem bögga mig í klessu.
1: Svoleiðis...

- Þögn -

3: Myndir þú láta hann lemja mig ef ég myndi lemja þig?
2: Æi, ég veit það ekki. Fer bara eftir því hvað þú gerir fast og mikið.
3: OK.
1: Hvaða leið keyrir mamma þín?
3: 114
1: Færðu þá ekki alltaf frítt í strætó?
3: Nei, mamma er svo mikil tussa. Svo þarf ég aldrei að fara í strætó. Vinur minn hann Halli hamar skutlar mér bara útum allt þegar ég vil.
2: En af hverju er hann þá ekki að skulta þér núna?
3: Æi, hann er veikur.

Hér skilja leiðir okkar því nú er minn strætó kominn. Því miður missti ég af því að heyra um sportbílinn hans Halla hamars og hvað hann er ógisslega góður í að lemja fólk í köku.

Haha, ég var að komast að því að ég á annan frænda í MR sem er líka í 4. bekk og líka á máladeild eins og ég. Lítill heimur.

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Þegar fjórar fullar stúlkur koma saman... þá er gaman.



Þegar tveir bjórar liggja vel við hendi... þá er gott að vera hörkukvendi.



Þegar ástarlestin fer af stað... þá er tími til að fara í bað.



Vá, ég er svo góð í að ríma.

Fleiri sukkmyndir á bekkjarsíðu 4.B

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Hvað gjöra skal þegar flensan hrjáir þig

Nú mun gleðigjafinn Jörundur segja ykkur frá niðurstöðum könnunar sem við gerðum í gær um það hvað gjöra skal í veikindum líkt og mínum í gær. Jörundur, ég sendi boltann yfir til þín:

Þökk þér. Ætíð er það vandamál mikið er eirðarleysi hrjáir unga fólkið í veikindum sínum. Það veit eigi hvað það gjöra skal, heldur horfir í kvistinn og stingur fingri í óæðri nasaholur. Nú mun ég koma með eilítinn upplýsingakafla sem utinam mun gagnast lesendum þessarar vefsíðu. Gjörið yður svo vel:

1. Að skoða plötusafn heimilisins er ætíð upplífgandi. Mikið var um plöturnar og fann ég hvern gullmolann á fætur öðrum. Gaman var þó að finna:

-Kaffibrúsakarlarnir
-Halli og Laddi - Fyrr má nú aldeilis fyrrvera
-Grand Funk - Railroad (umslag plötunnar var glansandi og í formi silfurpenings. Það var Jörundi að skapi.)
-Jakob Magnússon - Horft í roðann
-Mana Mouskouvi - Greatest Hits
-BG & Ingibjörg - Sólskinsdagur
-Hjálpum þeim


Hjá mér vaknaði þó furða er ég fann mér til mikillar furðu, þrjú eintök af plötunum Wish you were here og Dark side of the moon með honum Pink Floyd. Ei veit ég hver sá bleiki maður er en mig grunar að húsbóndinn á heimilinu hafi fengið sér eilítið of mikið af öli í glas er hann festi kaup á þær plötur.

2. Að brúka andlitsmálningu húsfreyjunnar er skemmtun mikil. Miklar gersemar leynast í kössum á víð og dreif um heimilið og ætíð eru þær gersemar nothæfar. Tilvalið er að þreifa sig áfram í þeim málum og nota ímyndunaraflið. Sem dæmi má nefna, fann ég einmitt rauðan varatúss og svartan augnbrúskalit frá áttunda áratugnum. Setti ég þetta á mitt andlit og viti menn, aldrei hefur Jörundur verið svo fínn og nú er hann tilbúinn fyrir hlöðuballið. Og drengir, ei vera feimnir við notkun tólanna. Þau eru ei tól djöfulsins líkt og móðir mín kær sagði eitt sinn.

3. Að íklæðast fötum húsfreyjunnar er fróðleg tilbreyting. Margur mölétinn klæðnaðurinn fannst í skáp húsfreyju en fínn var hann, ei er því hægt að neyta. Skótauið var þó eilítið óþægilegt og pinninn sem úr því stóð var ógjörlegt að taka úr. Frekar kýs ég sauðskinnsskóna. En kynngimagnaðar voru húðbuxurnar sem ég rak auga á. Mjúkar voru þær sem silki en á lit sem húð. Ekkert var þó skálmagat að neðan og rifnaði tauið við langar og ósnyrtar táneglur mínar. Gæðin voru ekki upp á marga fiska en glaður varð Jörundur er hann sá ullarpeysuna góðu. Aldrei bregst hún þótt götótt hún sé. Hrossabeislið bleika var þó afar furðulegt verð ég að segja. Ei var nokkur leið til að festa beislið á fákinn og tjull og blúndur voru mér til ama. Síðar barst það mér til eyrna að þarna voru komnar nærbrækur en svo daufur er ég ekki að trúa vitleysu þeirri.

Aldrei hef ég skemmt mér svo mikið líkt og gjörði ég í gær. Furða er hve mikil skemmtan það er að vera ófrískur.

mánudagur, febrúar 23, 2004

Ég er ógeðslega veik!!

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Gleðilegan konudag!

Nú er ég opinberlega orðin kona! Ástæðan fyrir því er að ég fékk konudagsgjöf frá pabba í morgun og í hans hug er ég því orðin fullvaxta kona. Haha! En ég fékk allavega geisladiskinn The Essantial Clash með The Clash. Held að hann hafi bara keypt hann af því að hann langaði í hann en auðvitað tók ég við honum með glöðu geði og mun banna honum að hlusta á hann nema með mínu leyfi. Ég skil samt ekki þessa þráhyggju föður míns að kaupa alltaf safndiska því oftast er bara eitthvað prump á þeim en sem betur fer eru öll besta lögin að mínu mati á þessum disk.

Gullkorn gærdagsins

Í eldhúsinu hennar Sóleyjar og frosið læri lá á borðinu:

Ég: Nei, bara læri á morgun!
Kristján: Já sjitt! Ég þarf að læra á morgun!

laugardagur, febrúar 21, 2004

Það er víst komið nýtt Faðir vor:

Bjór minn vor,
þú sem ert í flösku,
frelsist þinn tappi,
tilkomi þín froða,
freyði þínir humlar svo í glasi sem í munni.
Svalaðu í dag mínum daglega þorsta
og skeyttu ei um vísaskuldir
Svo og líka hjá þyrstunautum mínum.
Eigi leið þú oss á Astró heldur ei á Nasa,
því að þitt er valdið, gleðin og stuðið,
að eilífu
Carlsberg

Já, þetta kallar á aflátsbréf.

Amadeus Amadeus!

Það er bara til einn Amadeus er það er Mozart. Þennan dag mun ég tileinka þessum manni og geri ég það með glöðu geði. Ef þið eruð ekki að kveikja á perunni þá er Mozartdagur í dag. Í dag mun ég hlusta á öll verkin hans 626 og ég mun gera það með stæl. Nei nú bulla ég því það er enginn Mozartdagur til. Haha! Ég er bara að gera sögufyrirlestur um þennan merka mann og ég verð að viðurkenna að ég sé eftir því að hafa valið hann sem fyrirlestrarefni. Jú vitaskuld var hann merkur og góður tónlistarmaður en það er bara eitthvað við hann sem pirrar mig. Er ekki alveg að fatta hvað það er en ég mun komast að því. Þarf að vera með tóndæmi og er búin að hlusta núna á allt Mozartsafn föður míns sem ég var að enda við að taka úr plastinu. Metnaðarleysi í þessum manni. Ég er alvarlega að hallast að því að koma bara með lifandi tóndæmi, s.s. mig. Hrista nokkrum hornkonsertum uppúr erminni eins og ekkert sé. Svo myndi ég kannski fá nokkur stig í kladdann frá Helga Ingólfs sögukennaranum knáa. En æjá, hann er ekki með neina sál! Nú jæja, þá er það fyrir bí.

Árshátíð tónlistaskólanna í gær. Ég mætti galvösk að vanda en upp kom vandamál sem tengdist átjánáraleysi mínu. En það reddaðist því ég lofaði að hanga ekki við barinn og drjúpa ekki á áfengi. Það var líka ekki ætlunin þannig að enginn skaði skeður. Allir tónlistaskólarnir áttu að vera með sitt þema og var tónó í Hafnarfirði með þemað Bugsy Malone. Við unnum líka verðlaun fyrir besta þemað. Jei! Svo spiluðu Rússíbanarnir undir dansi. Ég verð að segja að það er ekkert smá erfitt að dansa við svona tónlist, ekkert nema polka og ræll og eitthvað vesen. Guðrún Árný (konan sem tekur alltaf þátt í undankeppnum fyrir Eurovision en vinnur aldrei) var þarna og lét eins og hún ætti dansgólfið. Ég rakst einu sinni í hana og viti menn, hún hrinti mér bara í burtu. Fröken Fix!! Þetta var sem sagt ágætis skemmtun þrátt fyrir ölvunarleysi.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Sjaldan fellur sultan langt frá berinu

Þetta sagði afi minn alltaf og gerir enn. Það er viss boðskapur í þessu sem enginn skilur nema ég og hann og ætla ég því ekki að fara í þá sálma. En sulturnar leynast víða, bæði í afkimum ísskápa og á veraldarvefnum. Við sulturnar í Sultufélaginu erum nokkurs konar sértrúasöfnuður sem sultar saman þegar tími gefst til og eru berar iljarnar oftar en ekki notaðir sem hjálpartæki. Leyf mér að kynna ykkur fyrir fólkinu:

Eplasulta
Það vill svo skemmtilega til að þetta er hún Sigrún í 3.A og er sérgrein hennar þýskar eplasultur. Ekkert jafnast á við þær og gæti ég borðað mörg baðkör af henni, sultunni það er.

Sultuhundur
Þessi sulta er fræg því hann er rappari. Hann rappar um beyglur og heitir Þorsteinn. Hann slítur þig í sundur því hann er Rottweilerhundur! Sérsvið hans eru svokallaðar hundasultur sem já... eru úr hundum. Ég er ekki sátt við þessa meðferð á greyið skepnunum en ef þetta er hans áhugamál þá get ég lítið gert í því.

Jarðaberjasulta
Verð að viðurkenna að ég veit bara ekkert um þessa sultu. Á fundum segir hún aldrei neitt heldur sultar bara og sultar. Sultar til að gleyma. Synd hvernig heimurinn er orðinn.

Sulta
Þessi sulta hefur ekki mætt á fund núna í ár, akkúrat á morgun. Sultufélagið mun halda upp á afmælið á næsta fundi og er fólk beðið um að taka með sér pönnsur eða vöfflur. Sultur gefnar á staðnum. Þótt ég hafi bara verið nýbyrjuð þegar þessi sulta hætti að mæta, þá var þetta einmitt heimsmeistarinn í sultugerð árið 2002. Varð víst fyrir aðsúgi brjálaðs aðdáanda og hefur þar af leiðandi lokað sig inni á sveitabæ í Austur-Húnverjahreppi. Við bíðum spennt eftir næstu sultu sem hún er víst að þróa samkvæmt áreiðanlegum heimildum.

Sviðasulta
Já, það er ég! Líkt og Sultuhundur hef ég einbeitt mér að dýrasultun því þá er útkoman einfaldlega best. Ég er alls ekki að monta mig en ég er formaður Sultufélagsins ;) Fékk það hlutverk eftir frábærlega vel skipulagða utanlandsferð til Memphis á tónleika með hljómsveitinni The Jam. Þetta var draumur allra meðlima og er það auðvitað mér að þakka að hann rættist. Takk fyrir, takk.

Space Jam
Ekkert jafnast á við Sultuteitin okkar frægu. Þá er Space Jam stungið í tækið og snakk borðað, að sjálgsögðu með sultuídýfu. Partý partý!! Micheal Jordan var auðvitað boðið að vera með í félaginu en hann afþakkaði. Ekki veit ég af hverju!?!

Það er greinilegt að sultur eru mikilvægir fyrir samfélagið og hef ég hér með sannað það. Förum vel með sultur og gleðjumst yfir tilveru þeirra!



Himnaríki!

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Bömmer!



Missti af þessari í bíó.

Nærbuxum var stolið af snúrunni hjá mér í dag. Sökudólgur er vinsamlegast beðin/n um að skila strax! Þetta var eina parið mitt.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Lágkúra

Ég myndi ekki segja að ég sé af MTV kynslóðinni en dúóið The Cheeky Girls getur bara ekki farið framhjá neinum hvort sem hann/hún/það er með MTV eður ei. Dúóið samanstendur af slavneskum anorexíutannstönglatvíburasystrum og er tónlistin ekki upp á marga fiska ef tónlist mætti kalla. Ég horfi stundum á Fox Kids (Lizzy McGuire sko) og sá ég þar einmitt þetta tvíeiki flytja lag sitt fyrir norsk börn íklæddar pínupilsum og bikinítoppum einum fata. Lagið heitir Cheeky Song (Touch my bum) og voru krakkarnir farnir að káfa á rössum hvors annars í gríð og erg. Þótt það sé kannski kurteisi í Slavníu að snerta bossa, þá þarf ekki að koma með þann sið í okkar siðmenntuðu lönd. Texti lagsins er líka afar áhugaverður eins og þið fáið að sjá ef þið gefið ykkur tíma til að lesa eftirfarandi: *skroll*

Cheeky Song (Touch My Bum)

Cheeky girls…………
Ooh boys cheeky girls
Ooh girls cheeky boys
Ooh boys cheeky girls
Ooh girls cheeky boys
Ooh boys cheeky girls
Ooh girls cheeky boys
Ooh boys cheeky girls
Ooh girls cheeky boys

I never ever ask where do you go
I never ever ask what do you do
I never ever ask what’s in your mind
I never ever ask if you’ll be mine
Come and smile don’t be shy
Touch my bum this is life.

Oooooh

We are the cheeky girls
We are the cheeky girls
You are the cheeky boys
You are the cheeky boys
We are the cheeky girls
We are the cheeky girls
You are the cheeky boys
You are the cheeky boys

Hhmm cheeky cheeky

Cheekycheekycheeky
Ooh boys cheeky girls
Ooh girls cheeky boys
Ooh boys cheeky girls
Ooh girls cheeky boys
Ooh boys cheeky girls
Ooh girls cheeky boys
Ooh boys cheeky girls
Ooh girls cheeky boys

I never ever ask where do you go
I never ever ask what do you do
I never ever ask whats in your mind
I never ever ask if you’ll be mine
Come and smile don’t be shy
Touch my bum this is life.

Unu doy trei si

We are the cheeky girls
We are the cheeky girls
You are the cheeky boys
You are the cheeky boys
We are the cheeky girls
We are the cheeky girls
You are the cheeky boys
You are the cheeky boys
Come and join the cheeky club
This is what you want
Come and sing the cheeky song
Our cheeky song woo
Come and join the cheeky club
This is what you want
Come and sing the cheeky song
Our cheeky song woo
Come and smile don’t be shy
Touch my bum this is life

Cheeky cheeky

We are the cheeky girls
We are the cheeky girls
You are the cheeky boys
You are the cheeky boys
We are the cheeky girls
We are the cheeky girls
You are the cheeky boys
You are the cheeky boys
We are the cheeky girls
We are the cheeky girls
You are the cheeky boys
You are the cheeky boys
We are the cheeky girls
We are the cheeky girls
You are the cheeky boys
You are the cheeky boys
Cheeky-cheeky
----
Já, ullabjakk segi ég bara! Rassar eru ekki til að snerta... heldur til að kúka með!



Fussum sveisvei!

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Kleppur er víða af því að:

- ég horfði tvisvar sinnum á Engla alheimsins í gær og kann alveg fullt af línum utan að.
- 40 ára gamall maður að nafni Steini sendi mér ca. 20 sms í gærkveldi af því að númerið mitt var allt í einu í símanum hans og hann var á þörfinni. Oj!
- ég er að fara í þýskuþraut á morgun og vil ekki vinna mánaðar ferð til Þýskalands. Enda mun ég ekki gera það.
- fjölskyldan er að fara til Portúgal í sumar og er nú þegar farin að pæla í hvað það eigi að kaupa sér þar í landi og hvaða föt þau ætla að taka með sér. Kreisí!!
- ég sá bílnúmer áðan: Sæzi. Hvað fær fólk til að gera svona?

laugardagur, febrúar 14, 2004

Myndi ekki gráta að hafa verið á stelpukvöldi hjá Borgó...











... sérstaklega af því að einn af fátæklega klæddu mönnunum er einmitt sá sami og fór úr öllum fötunum á MR-Borgó ræðukeppninni... s.s. frændi minn.
Já, mér er greinilega ætlað að sjá frændfólk mitt nakið.

föstudagur, febrúar 13, 2004

Það var gaman í gær

Árshátíðin búin og ég held að ég hafi aldrei eytt jafn mörgum seðlum í einn dag en í gær. Kjóllinn minn rifnaði/sprakk sökum áfengistútnunar á maga og ekki verður hægt að laga það. Allt kvöldið var ég að ýja að því að kjólinn var að springa en enginn trúði mér. Svo sprakk hann þannig að ég segi bara FEIS! Týndi eyrnalokk móður minnar en fann eyrnalokk Bjarkar í staðinn. Það var súrsætt.

Ég ætla að segja ykkur sögu, dæmisögu um það hvað vinnustaðaeinelti getur verið andstyggilegt. Faðir minn er rafvirki og í mörg mörg ár hefur hann tekið með sér kaffi í vinnuna og forláta Smarties bolla sem ég átti þegar ég var lítil. Ég á hann eiginlega ennþá en pabbi er með hann í leigu. Einn góðan veðurdag hætti pabbi að taka með sér bollann í vinnuna og keypti sér nýjan bláan bolla. Sagði að sá gamli væri orðinn svo lúinn. Einu sinni kom svo vinnufélagi hans í heimsókn og spurði með hæðingstóni: ,,Hva, hvar er Smarties bollinn?" og hló svo dátt. Pabbi sagði honum bara að þegja og fór í fýlu. Ástæðan var nefnilega sú að vinnufélagarnir voru alltaf að stríða honum útaf bollanum. Hvílíkur barnaskapur!! Eftir þessa heimsókn neitaði pabbi að fara í vinnuna daginn eftir en mamma fékk hann til þess að skipta um skoðun. Nú segi ég stopp!! Vinnustaðaeinelti getur nefnilega drepið!!



Smarties getur líka drepið... sérstaklega af því að það er greinilega til Smarties áfengi og allir vita að áfengi drepur... líka kjóla.

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

TEITI Á NÆSTA LEYTI!

Börnin góð, árshátíð Framtíðarinnar er á morgun og ég er kát... skák og mát. Kjóllinn var keyptur fyrir hálfum mánuði og er þetta í fyrsta skipti sem ég mun sjást í kjól á almannafæri síðan á fermingadaginn minn. Þarna er því komin góð og gild ástæða fyrir því að skella sér á ballið... að sjá mig í kjól. Ærin skemmtun sú arna.

Fyrir síðustu árshátíð kom ég með nokkrar sveinbjargir (pikköpp línur) fyrir unga drengi en því miður sá ég ekki að þær voru notaðar í það skipti. Ég vil því gefa hnokkunum annað tækifæri og birti þær aftur. Njótið og notið:

1. Þú heitir Villi, Hilli eða bara jafnvel Lilli. Þú ert geeeeðveikur töffari og þú veist það! Þú sérð alveg mergjaða gellu sem þú diggar í tætlur! Þú gengur að henni með Súperman göngulaginu og Stifler lúkkið er að springa, það er svo yfirvegað. Þú vilt sýna henni að þú ert sannur MR-ingur, að þú ert gáfaður, að þú ert karlmaður sem kann að ríma. Þú segir við hana:

"Vantar þig snilla með tilla? Hringdu þá í Villa!"

Gellan fellur fyrir þér... á gólfið og þú flýgur með hana burt í Súperman búningnum, leggur hana á næsta ský og... tekur hana! Ef þetta virkar ekki, þá er stelpan annaðhvort heyrnarlaus eða dofin. Það getur gerst að þetta virki ekki strax en bíddu spakur. Hún kemur um hæl.

-------

2. Þú sérð gellu við barinn sem er að fá sér vatn. Þú ákveður að grípa tækifærið og vilt vera bæði fyndinn og sjarmerandi í senn. Þú gengur að henni, biður um vatn og á meðan það er á leiðinni, gjóir þú augunum til hennar og blikkar hana létt. *blikk* Ef hún horfir á þig, þá veistu að þú átt hana. Þegar þú ert komin með glasið í hendina snýrðu þér að henni og segir:

"Vissir þú að vatn er það hollasta sem til er fyrir fallega líkama eins og þinn?" (Skvettir vatninu yfir hana) "Núna mun kroppurinn þinn vera fallegur að eilífu!"

Stundum hefur það komið fyrir að hún verði svolítið reið, en óttastu ekki, hún verður ekki mikið reið. Ef það gerist er best að slá þessu upp í aðra pikköpp línu með því að bjóða henni skyrtuna þína til að þurrka sig. Svo má hjálpa henni með það að vild.

-------

Planið er að koma jafnfalleg heim og ég fór að heiman og verð ég því spök... sem lök.

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Hver verður sjöþúsundasti gesturinn?

Vegleg verðlaun í boði því þetta gerist nú bara einu sinni á hverju bloggi.

laugardagur, febrúar 07, 2004

Gaman...

... þegar tvífari fyrrverandi kærasta síns er í sama skóla og maður sjálfur.



Þetta er hann Þórarinn en hann er samt ekki nálægt því að vera jafn myndarlegur og umræddur fyrrverandi. Oh dear!

Gallar Hafnarfjarðar:

- Framtíðarútvarpið FM 88,5 næst ekki hérna.
- Of stór höfn.
- Alltof mikið af Rússum sem hafa ekkert að gera nema drekka vodka.
- Er talinn vera bær álfanna en enginn hefur séð þessa álfa nema ein kona sem vinnur við það að telja fólki trú um að þeir séu til.
- Alltof margar 10-11 búðir.
- Rúmfatalagerinn hætti.
- Almenningssamgöngur í lamasessi.
- Það hefur engum tekist að búa til nýjan og fyndinn Hafnfirðingabrandara. S.s. Hafnfirðingabrandarar ekki lengur í tísku.
- Ljót verslunarmiðstöð ef verslunarmiðstöð mætti kalla.
- Hafnarfjörður er þriðja stærsta bæjarfélag landsins en enginn veit það. S.s. Hafnarfjörður ósýnilegur.
- Hafnarfjörður er sveit og ég verð að sætta mig við þá staðreynd.
- "Lag Hafnarfjarðar" er: Þú hýri Hafnarfjörður. Segir sig sjálft.
- Allir þekkja eða kannast við alla... á reyndar sín takmörk.
- Í Hafnarfirði eru 5 kirkjur en enginn fer í þær.
- Ég á heima þar.



Gatan mín

föstudagur, febrúar 06, 2004

"Maður" vikunnar



Svampur Sveinsson (Sponge Bob)

Horfðu á þessa teiknimynd... eða deyðu!!

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Ert þú komin/n með námsleiða af háu stigi?

Finnst þér leiðinlegt að glósa í tímum? Finnst þér glósurnar þínar ekkert spennandi? Viltu gera þær meira spennandi? Viltu gera þær fyndnar? Ef svo er, þá er ég með rétta svarið!
Ég var í stærðfræði í gær líkt og fjóra daga vikunnar og var komin með æluna upp í kok af leiðindum þangað til ég fann upp á aðferð til að gera glósurnar mínar áhugaverðari. Núna get ég ekki hætt að lesa glósurnar mínar og hlæ og hlæ í hvert skipti sem ég lít á þær. Núna elska ég líka glósur og árangur minn í skólanum hefur heldur betur náð að toga sig upp úr holræsinu. Hérna kemur dæmi með hinni nýju og endurbættu glósuaðferð:

Speiglun

Huxum okkur púngt og línu í hnidakervinu. Hægd er að huxa sjér að púngturinn eigji sjér speigilmynd handan við línuna.
Línan sem speiglað er um nebbnist samkvervuás/speiglunarás. Speigilmyndin sjálv kadlast samkverva.

Jabnsdæð födl

Ev grav fadls fedlur ovan í sjálvd sig við speiglun um ufsilon-ás er sagd að fadlið sjé jabnstætt.
Þedda mergjir að gravið sjé samkverfd um ufsilon-ásinn, eða að eggs-gildi með gagnsdæð fermergji gjevi sama fadlgildi.
----
Svei mér þá, ég get bara ekki hætt að hlæja enda er þetta svo skemmtilegt. Jafnvel stærðfræði getur orðið áhuaverð aðeins með því að skrifa hana eins og maður les hana. Af hverju datt engum þetta fyrr í hug? Ég bara veit það ekki.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Á Sviðasultunni ríkir lýðræði...

... því ég hlusta á lýðinn og geri það sem hann segir. Lýðurinn var á báðum áttum um litaval á faxi mínu þannig að ég gerði bara 50/50. Annar helmingur faxins er þá dökkur og hinn ljós. Hér eftir, kallið þið mig Grimmhildi og helst Grámann.
Haha, mikið gaman - mikið grín því ég var að grínast. Myndi segja að ég sé svona semi-dökkhærð en auðvitað leynast ljósir lokkar inn á milli - ekki létt að fela ljóskuna innra með mér.

L fyrir lýðræði
J fyrir jólin
Ó fyrir óskhyggju
S fyrir sunnudaga
K fyrir kavíar
A fyrir Alfreð

mánudagur, febrúar 02, 2004

Spurning dagsins

Á ég að láta lita hárið á mér dökkt á morgun?

sunnudagur, febrúar 01, 2004

The Icelandic killer dog!

Um daginn fór hundurinn minn til læknis og fyrir góða hegðun fékk hann dagatal í verðlaun. Reyndar pissaði hann utan í stól en samt fékk hann verðlaun... skil það ekki alveg og ekki heldur af hverju hann fékk dagatal. Ekki eins og að hann geti spáð í því hvaða mánuður eða dagur sé. En þetta er flott dagatal, ekki hægt að neita því. Það er tileinkað íslenska fjárhundinum en ég hef oftar en ekki kallað hann The Icelandic killer dog því ég hef aðeins séð drápshliðina á þessari tegund í formi glefs, gelts og froðufellinga. Einkenni dráparans mikla, Hannibal voru einmitt líka svona er ég fer þó ekki svo langt að líkja honum og þessari tegund saman.
Þetta dagatal vakti samt furðu mína. Hver mánuður hefur sína mynd og já... af íslenska fjárhundinum. Voða flottar myndir og er hundurinn glæsilegur á alla kanta. Nöfnin á hundunum eru þó afar sérstök. Hérna koma nokkur dæmi:

Fyrirsæta janúarmánaðar: Bangsi (byrjar sakleysislega)
Fyrirsæta febrúarmánaðar: Keilis Hekla (S.s. tvö eldfjöll. Sniðugt)
Fyrirsæta marsmánaðar: Skessu Snjór (Nú jæja)
Fyrirsæta aprílmánaðar: Kersins Katla og Sunnusteins Muggur (Ha?)
Fyrirsæta maímánaðar: Stefsstells Fáni Ásgarður
Fyrirsæta októbermánaðar: Sindra Espa (Hún kann greinilega að espa hann Sindra. Grrr...)
Fyrirsæta nóvembermánaðar: Leiru Runa Gunn (Ha, amma?)
Fyrirsæta desembermánaðar: Dranga Röskva Frostrós

Ég er greinilega ekki nógu vel að mér í ættarnöfnum hunda en þetta er kannski... aðeins of mikið fancy pancy að mínu mati. Er ekki bara miklu betra að skíra gæludýrið sitt Jón eða Geirþrúði? Ég held það bara...