miðvikudagur, febrúar 11, 2004

TEITI Á NÆSTA LEYTI!

Börnin góð, árshátíð Framtíðarinnar er á morgun og ég er kát... skák og mát. Kjóllinn var keyptur fyrir hálfum mánuði og er þetta í fyrsta skipti sem ég mun sjást í kjól á almannafæri síðan á fermingadaginn minn. Þarna er því komin góð og gild ástæða fyrir því að skella sér á ballið... að sjá mig í kjól. Ærin skemmtun sú arna.

Fyrir síðustu árshátíð kom ég með nokkrar sveinbjargir (pikköpp línur) fyrir unga drengi en því miður sá ég ekki að þær voru notaðar í það skipti. Ég vil því gefa hnokkunum annað tækifæri og birti þær aftur. Njótið og notið:

1. Þú heitir Villi, Hilli eða bara jafnvel Lilli. Þú ert geeeeðveikur töffari og þú veist það! Þú sérð alveg mergjaða gellu sem þú diggar í tætlur! Þú gengur að henni með Súperman göngulaginu og Stifler lúkkið er að springa, það er svo yfirvegað. Þú vilt sýna henni að þú ert sannur MR-ingur, að þú ert gáfaður, að þú ert karlmaður sem kann að ríma. Þú segir við hana:

"Vantar þig snilla með tilla? Hringdu þá í Villa!"

Gellan fellur fyrir þér... á gólfið og þú flýgur með hana burt í Súperman búningnum, leggur hana á næsta ský og... tekur hana! Ef þetta virkar ekki, þá er stelpan annaðhvort heyrnarlaus eða dofin. Það getur gerst að þetta virki ekki strax en bíddu spakur. Hún kemur um hæl.

-------

2. Þú sérð gellu við barinn sem er að fá sér vatn. Þú ákveður að grípa tækifærið og vilt vera bæði fyndinn og sjarmerandi í senn. Þú gengur að henni, biður um vatn og á meðan það er á leiðinni, gjóir þú augunum til hennar og blikkar hana létt. *blikk* Ef hún horfir á þig, þá veistu að þú átt hana. Þegar þú ert komin með glasið í hendina snýrðu þér að henni og segir:

"Vissir þú að vatn er það hollasta sem til er fyrir fallega líkama eins og þinn?" (Skvettir vatninu yfir hana) "Núna mun kroppurinn þinn vera fallegur að eilífu!"

Stundum hefur það komið fyrir að hún verði svolítið reið, en óttastu ekki, hún verður ekki mikið reið. Ef það gerist er best að slá þessu upp í aðra pikköpp línu með því að bjóða henni skyrtuna þína til að þurrka sig. Svo má hjálpa henni með það að vild.

-------

Planið er að koma jafnfalleg heim og ég fór að heiman og verð ég því spök... sem lök.

Engin ummæli: