mánudagur, júlí 28, 2003

VIBBASETNINGAR DAGSINS!

1. "Hey stelpur, vitiði hvað... ég er ekki búin að skipta um túrtappa í viku!!"

2. "Vó strákar, sjáiði þetta!! Er þetta bara ég eða er annar pungurinn á mér stærri en hinn??"

3. Við matarborðið: "Þegar það var dýragarður hérna í Hafnarfirði í gamla daga, skeit alltaf einn api í hendina á sér, lokkaði fólk til að koma nær og KASTAÐI svo kúknum í það!"

fimmtudagur, júlí 24, 2003

FUGL MÁNAÐARINS

Herfugl (Upupa epopa)

Herfugl er svo kallaður af því að hann þykir líkjast köppum frumstæðra þjóða, er þeir klæðast stríðsbúningi (Neihh... Atli Húnakonungur bara mættur á svæðið!!!!)
En hið latneska heiti og nafn hans á mörgum tungum er mótað eftir sérkennilegu dimmu og háværu hljóði hans ,,ú-pú-pú”. Að útliti er hann svo sérkennilegur og skrautlegur, að hann er auðþekkjanlegur. Aðallitur er glóbrúnt, vængir og stél með breiðum svörtum beltum (Ha... karate-beltum??) En mestan svip setur á hann hár og ryðrauður fjaðraskúfur á kolli með svörtum þverrákum (Ahhh.... TÍGRISDÝR!!) Ef hann æsist, þenur hann skúfinn út sem fyrirferðamikinn fjaðrakrans (Já, þú meinar aðventukrans)
Hinsvegar eru nú ekki margir, sem fá að sjá herfugl, því að honum hefur fækkað frá fyrri tíð af völdum mannsins. Helzt er hann á ferli um engi og graslendi, krafsar með beittu nefi í grasrót og dýrataði (Maður á ekki að róta í annarra manna saur!!) í leit að smáum skordýrum, en er styggur og mannfælinn, verpir oftast fjarri mannabústöðum, helzt í trjáholu en kemur þó fyrir undir þakbrún á stökum kofum. Kvenfuglinn liggur á ein á 5-8 grænleitum eða grábrúnum eggjum og tekur klakið 15-16 daga. Oft er megn ólykt af hreiðrunum (Rakspíra takk) og menn mega vara sig á að koma of nálægt þeim, því fuglarnir sletta svörtum ólyktarlegi úr stélrótarkirtlum (Meiri rakspíra takk).
Útbreiðslusvæði nær yfir meginhluta Evrópu, Asíu, Afríku og eyna Madagaskar. Liggur þar sú trú á, að ólyktarefni hans sé kynörvandi og er það notað í ástardrykki (Ó Mannfreð!!! Taktu mig!! Grrrr...) Svo mikil ásókn hefur verið í hann, að ekki alls fyrir löngu var honum útrýmt með öllu úr Grikklandi.

Heimildir: Stóra fuglabók Fjölva, 1971. Bls. 390-392

þriðjudagur, júlí 22, 2003

NÝJASTI FJÖLSKYLDUMEÐLIMURINN!

Og það er albinóa-hamsturinn hennar systur minnar... sem á sér reyndar ekkert nafn. Hann var að lenda á svæðinu áðan í þessum svakaflotta Puma skókassa með loftgötum og öllu. Svo voru sætin í kassanum þakin ekta kálfsleðri og stýriborðið var úr marmara. Já, hann getur ekki kvartað hamsturinn sá. Hann kemur (því miður) í staðinn fyrir fyrrverandi forseta Íslands, Vigdísi a.k.a Viggu, en hún upplifði sársaukalausan dauðdaga nú á dögunum... hún kafnaði í svefni. Eitt kvöldið þegar systir mín ætlaði að fara með hana í göngutúr um Vesturbæinn, sýndi hún ekki mikil viðbrögð við fréttunum... reyndar ekki nein! Systir mín sá sér til mikillar mæðu að Vigga var dáin. Upp spratt þetta ógurlega öskur en annað eins hefur ekki heyrst á Hverfisgötunni síðan ég pommsaði niður stigann eitt Þorláksmessukvöld hér um árið.
Litla gerpið fékk að sofa í rúminu með mér og gat ég ekkert sofið þessa nótt því í órólegum svefni sínum, öskraði hún í sífellu: “Litli sæti hamsturinn minn!!!”
Um morguninn var síðan hátíðarborðhald í fínni stofunni þar sem Cheerios og möndlukaka var á boðstólnum. Systir mín fann gullkassa undir rúmi, skreytti hann með myndum af Viggu, setti bómul í kassann og skellti líkinu í. Svo otaði hún þessu framan í mig með tárin í augunum og sagði: “Kysstu Viggu bless!!” Og ég sem ætlaði aldrei að kyssa dauða lífveru!! Ég gat ekki annað gert en að smella einum blautum á stíft hamstralíkið til að gera litla skinnið ánægt. En sælan var öll hennar...
Síðan var jarðarförin. Fjölskyldan klæddi sig í svart og fór út í garð. Pabbi hafði smíðað lítinn kross í vinnunni, grafið holu við stjúpubeð og síðan var kassinn grafinn. Við kyrjuðum öll í kór Ó Jesú bróðir besti, við mikinn fögnuð nágranna og síðan var grátið...
Já þetta var falleg jarðarför. Ég veit að ég ætlaði að skrifa um nýjasta fjölskyldumeðliminn en hvernig er það hægt því við vitum öll að það er ekki hægt að bæta upp slíkan missi? Aaaa, það er gott að vera væminn á sumrin :D

þriðjudagur, júlí 15, 2003

AHHHH!! Ég er föst í mínum eigin kjallara!! Þið spyrjið... hvernig er það hægt?? Ég kem með svarið: “ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ TAKA FOKKING STIGANN!!” Já stiginn sem notaður er til að komast milli hæða er horfinn og ég veit ekkert af hverju! Eða kannski er það útaf flísalagningunni sem er í gangi í þvottahúsinu okkar.... gæti hugsast. Jú stiginn er hérna... upp í sófa. Ahh... núna líður honum vel. Orðinn 83 ára og fær loksins að leggjast smá niður eftir allan þennan tíma. Hann á það líka skilið greyið... búinn að bera marga feita rassa milli hæða, búinn að forða mörgum dauðdögum og bara... hann er hetja! Tja... ég datt nú einu sinni úr honum og lenti á gólfinu. Ég lá stynjandi á gólfinu af sársauka og kom þá ekki bara Björkin askvaðandi og byrjaði að hlæja að mér. Þá höfðu nýju buxurnar mínar bara rifnað í klofinu við fallið! Svona er að vera bansett sillystick! Þá fær stiginn 1 refsistig! Skamm...
En ég er s.s. föst í kjallaranum því að ég tók bara lykil af kjallaranum með mér...ekki útidyralykil. Ég lifi þetta örugglega af... er með Sun-Lolly, marengsbotn og 3 gaddfreðnar endur í frystikistunni.
Það er orðið eitthvað svo kalt hérna niðri... og dimmt... hver slökkti ljósin?? Af hverju skelf ég svona... og af hverju glamra tennurnar mínar?? Ég er að gefa öndina....

... en ég á sem betur fer 2 eftir

föstudagur, júlí 11, 2003

AULAHÚMOR DAGSINS!

Það er ekki erfitt að geta upp á, hver það er sem á aulahúmor dagsins. Jú mikið rétt... það er hún móðir mín, Agnes Finnsdóttir að nafni.
Þetta byrjaði allt saman þegar skötuhjúin, ásamt systur minni, komu heim úr rigningarbústað á Kirkjubæjarklaustri í gær. Og viti menn... þau komu með heita flatböku með sér!! :) Dominos Extra með helling af gúmmelaði! Mamma ákvað sýna okkur þessa gífurlegu listhæfileika sem hún geymir undir vinnusigginu, og gerði broskall á diskinn minn úr pizzugúmmelaðinu. Broskallinn átti s.s. að vera ég, svo ánægð með að fá fólkið heim! Uppskriftin er svo hljóðandi:

Augu: 2 stykki ólífusneiðar
Munnur: Lauksneið
Nef: 1 stykki hakk-kurl

Þetta kallar maður sko list!! Svo kom brandarinn: “Nefið á þér er bara allt í... HAKKI !!” Úff og púff... annar eins hlátur hefur ekki brotist út á heimili mínu í áraraðir!! Hláturinn hjaðnaði þó þónokkuð þegar ég kom með tilkynningu úr einkalífinu sem var greinilega svolítið sjokk fyrir mömmu gömlu. Hún setti nefnilega skeifu á munninn á broskallinn og já... ég túlka þetta þannig að henni fannst fréttirnar... ekki góðar!! En mamma á aulahúmor dagsins og ég klappa svo sannarlega fyrir því!!

laugardagur, júlí 05, 2003

DAUÐDAGI DAGSINS!!

Og hann hlýtur enginn annar en.... BARRY WHITE!! Hann var nú aldrei í neinu uppáhaldi hjá mér en hey... hann kunni svo sannarlega að syngja!! Ég man líka eftir einu lagi sem sú ágæta hljómsveit Fun Lovin’ Criminals samdi hérna um árið, og auðvitað var Barry kallinn aðalstjarnan:

Barry White... saved my life
and if Barry White saved your life
or got you back with your ex-wife
Sing Barry White, Barry White, Barry White, Barry White
It’s all right, it’s all right.


Barry minn… þetta er tileinkað þér! Ain’t getting enough of your love baby!! ;) RIP!