föstudagur, apríl 30, 2004

Gjordú schwo vell!

Svona segir fólkið frá Bíbísí gjörðu svo vel. Frægðarsól mín skein sem hæst í kaffiboðinu hjá frænda mínum áðan. Það var tekin mynd af mér að borða og akkúrat í því augnabliki missti ég diskinn minn. Þá fóru kallarnir frá Bíbísí að hlæja. Það var enginn sætur en allir voru svolítið mikið brúnir. Þeir stara mjög mikið og finnst íslenskur matur greinilega ekki góður. Því miður var ég ekki spurð að neinu. Ég hitti frægan kall, Eggert Skúlason sem var einu sinni fréttamaður. Hann stjórnaði þessari heimildarmynd og túlkaði allt sem fólkið sagði. En þegar hann sá mömmu varð hann svaka hissa og spurði hvar hann hafði séð hana áður. Mamma fór hjá sér og sagði að hún hafði verið að vinna á Hótel Bjarkalundi á Vestfjörðum þegar hann var þar með vinum sínum í fylleríisveiðiferð. Hann reyndi víst mikið við mömmu á þeim tíma en ekkert gekk því mamma var svo feimin. Þau töluðu mjög mikið um gamla tíma og hann sagði henni frá syni sínum sem var í Herjólfi á leiðinni á skákmót og ældi í snakkpoka. Þá fór ég því ég vildi ekki heyra meira. Hannes portner og konan hans voru þarna. Ekki spyrja af hverju.

Kellingin bara komin í bókasafnsnefnd! Ég er með margar góðar hugmyndir sem geta kannski orðið að veruleika. Til dæmis að fara með allar Disneybækurnar sem ég átti sem krakki í skólann og setja þær í bókahilluna í Cösu. Fyrst og fremst eru þetta auðveldar og stuttar bækur annað en bókin eftir Össur Skarphéðinsson um fiskveiðar. Svo eru þær líka svo skemmtilegar.

Prófin byrjuð. Fór í ritgerðarpróf áðan og skrifaði um það að vera orðin 18 ára og sjálfráð. Það var nú leiðinlega ritgerðin. Svo var síðasti skóladagurinn í gær. Hann byrjaði nú ekki vel því ég hrasaði á hliðina á leið í strætó. Var í opnum skóm og fékk risastórt sár á fótinn sem núna er fullt af sandi. Það virkar ekki mjög vel að nota flísatöng og plokka sandkornin úr. Alls ekki. Það var mjög leiðinlegt að hugsa til þess að ég mun ekki vera með stórum hluta bekkjarins í bekk á næsta ári því það fara aðeins 3 úr okkar bekk á fornmálabraut. Ég á eftir að sakna þessara... kúkalabba. Búhú.

Nújæja, þetta er ein af þessum leiðinlegu færslum mínum.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Á morgun

er merkisdagur. Þá mun ég öðlast frægð. Það á sér skýringu eins og allt annað. Frændi minn var tilraunadýr á einhverju nýju hjartalyfi með svo góðum árangri að BBC vill gera heimildarmynd um hann. Fjölskyldan var því beðin um að koma í kaffi til hans á morgun og á meðan munu kallar frá BBC taka viðtal við hann og okkur og taka myndir. Ef ég verð spurð að einhverju verð ég að tala íslensku og það er fúlt. Ég var búin að ákveða að tala svona brjálaða ýkta ensku eins og í öllum bresku myndunum um kóngafólkið en neinei, það má ég ekki. Ég ætla bara rétt að vona að þetta verða sætir kallar frá BBC. Alltaf gaman að víkka sjóndeildarhringinn. Svo græt ég ekki smá frægð.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Skyr er gott!

En peruskyr er það ekki. Ég var einmitt að gæða mér á svoleiðis skyri í gær um leið og ég var að spjalla við hana Móu um það að frussa út úr sér matnum sínum. Orð eins og: "Ómægod!" og "Djísúskræst" voru sögð frekar oft við það tilefni. Og síðan gerðist það... ég frussaði skyrinu mínu næstum því yfir Móu og öll var ég útötuð í skyri. Það er ástæða fyrir því eins og öllu öðru, Móa sagði eitt fyndnasta orð sem ég hef heyrt: Gammósíur. Eða það hélt ég því hún sagði eitthvað annað sem er ekki nálægt orðinu gammósíur. Já, þetta var leiðinleg færsla en öll höfum við rétt á einni slíkri um ævina. Lifið lengi og borðið skyr!



Ég mun gerast sek um það að fara á tónleika með Pink í ágúst en það er ástæða fyrir því eins og öllu öðru. Ég á litla systur sem dýrkar þá konu og mun ég fara með henni og litlu gelgjuvinkonum hennar til að passa að þær geri ekki einhvern óskunda eins og að flassa... þótt þær hafi ekkert til að flassa. Vill einhver koma með?

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Vangaveltur

Fólk hefur verið mikið að pæla hvar ég er inni á myndinni hér að neðan en enginn hefur fundið mig. Það er ástæða fyrir því líkt og öllu öðru. Ég er inni á myndinni en ég sést ekki. Þið sjáið 2 stráka sem líta út fyrir að faðmast en í rauninni er ég á milli þeirra. Ég var sem sagt að labba á Flensborgarballi og komu þessir drengir askvaðandi og tóku mig í samloku. Var ég þar á milli í dágóðan tíma að kafna, síðan slepptu þeir mér lausri og gengu sína leið. Og það vildi svo skemmtilega til að ljósmynd var tekin af þessum atburði.

Jáh, lífið er fullt af óvæntum uppákomum!



Hver verður 10.000asti gesturinn?

sunnudagur, apríl 25, 2004

Fyndin tónskáldanöfn A-G

Isaac Albéniz
Tomasso Albinoni (Koma svo abinói!)
Mily Balakirev
Béla Bartók
Arnold Bax
Ludwig van Beethoven (Asnalegast af þeim öllum)
Alban Berg (Þú meinar Anton Berg? Nammið?)
Lennox Berkeley
Franz Berwald
Ernest Bloch
Luigi Boccherini
Alexander Borodin (ha, er Alexander brotinn?)
Max Bruch
Ferruccio Busino (Strætó?)
Diderik Buxtehude
Aaron Copland (Er Copland ekki bíómynd með Silvester Stallone?)
Arcangelo Corelli
Ernö Dohnányi
Edward Elgar (Það eru elgar á veginum!)
Manuel de Falla (Ég er ekkert að fara að falla!)
César Franck
Alexander Glazunov
Mikhail Glinka
Christoph Willibald Gluck
Enrique Granados

Kristján vann í kvæðakeppninni. Klöppum fyrir því! Allir sem tóku þátt eru komnir í Kvæðamannafélagið Snúð og fá sendan gíróseðil í pósti á næstu dögum.

laugardagur, apríl 24, 2004

Ljúfa líf

Móðir mín bauð mér í leikhús í gær. Fyrir valinu varð sýningin 5stelpur.com og þegar í Austurbæ var komið, blasti við mér heill kvennakór sem söng Kúmbæjamælord, My Girl og fleiri góða slagara. Vín var selt á staðnum og voru nokkrar konurnar komnar vel í það og viti menn... ég fékk bjór yfir mig alla. Fulla konan bauðst þá til að sleikja bjórinn af mér en fullu vinkonur hennar töldu hana trú um að það væri ekki góð hugmynd. Það er því ekki sniðugt að fara í leikhús undir áhrifum áfengis. Mamma var búin að vara mig við því að það væri fólk með myndavél á svæðinu sem spurði fólk allskyns óþægilegra spurninga varðandi kynlíf og sýndi það svo á skjánum inni í sal. Okkur tókst um tíma að passa okkur á öllum rafmagnstækjum með linsu með því að fela okkur á klósettið og viti minn... þegar ég labbaði af jóninum, hysjandi upp um mig pilsið, blasti ein slík vél og óð kona með míkrófón fyrir framan mig.
Óða kona: "Hefurðu fengið raðfullnægingu?"
Ég: "Uhh, ég er nú bara 17 ára."
Óða kona: "Ha, það getur ekki verið!"
Ég: "Jú."
Óða kona: "Allavega, ertu þá að segja mér að 17 ára stelpur eins og þú fái ekki fullnægingu og stundi kynlíf?"
Ég: "..."
Þarna stóð ég stjörf að ótta við konuna og spurninguna en sem betur fer kom einhver undrakona og bjargaði mér með því að svara fyrir mig. Inni í salinn gekk ég niðurlút eftir þessa hræðilegu lífsreynslu. Ekki bætti úr skák að við hliðina á mér sat feitur kall og tók hálft sætið mitt fyrir hendina á sér. Sýningin byrjaði svo og fyrst gekk Björk Jakobsdóttir á svið og bað allar konur sem voru í g-streng að rétta upp hönd. Þær voru nú eitthvað feimnar og þá gerðist hið ótrúlega. Mamma rétti upp höndina á mér. Þá benti Björk á mig og sagði: "Það er allavega ein og hún er ekki einu sinni kona!" Allir hlógu og ég sökk í sætið mitt. Sýningin var orðin eitt risastórt helvíti en ég þraukaði því ég er þraukari. Sýningin sjálf var nú ekki svo slæm en stundum var nú gengið aðeins of langt í greddunni. Mamma er ekki mjög vinsæl hjá mér í augnablikinu en það verður ekki lengi.

Best að fara að semja 8 blaðsíðna ritgerð um Wagner og síðan hengja sig!



Þetta með að hengja mig var nú bara smá spaug.

föstudagur, apríl 23, 2004

Hvar er Særún?



Verðlaun í boði.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Fyrsti dagur sumars

er genginn í garð. Hann var haldinn hátíðlegur með skrúðgöngu í Hafnarfirði kl. 11 í morgun og með annari göngu í Garðabæ kl. 2. Komst að því að fólk í Garðabæ er mun dónlegra en fólk í Hafnarfirði og auðveldara er að hræða garðbæsk börn en hafnfirðsk.

Skúðgöngugrín:

Við áttum að spila lag sem heitir The Grenadiers og einn polli öskraði til að láta alla hina vita: "THE GREEN REINDEERS!" Og vitaskuld fór ég að skellihlæja.

Mömmugrín:

Einu sinni var ljóska og brúnka sem voru vinkonur og löbbuðu framhjá blómabúð. Inni í búðinni var maður brúnkunnar og þá sagði brúnkan: "Ég þoli ekki þegar hann er alltaf að kaupa blóm handa mér!" Þá spurði ljóskan af hverju. Brúnkan svaraði: "Af því að þá þarf ég að vera útglennt í alveg 4-5 daga. Ég þoli það ekki!" Þá spyr ljóskan: "Nú, áttu ekki blómavasa?"

Sóleyjargrín:
Einu sinni voru 2 appelsínur að labba og þá datt önnur í sjóinn. Þá öskraði hin: "Fljót fljót! Skerðu þig í báta!"

Í dag er ókeypis að hringja í og úr símum frá Vodafone og einnig að senda sms. Ég mæli eindregið með því að fólk hringi í númer að handahófi og óski þeim sem svarar gleðilegs sumars.



The Green Reindeer

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Botnið dömuna

Davíð litli dapur er,
drekkur vín úr brúsa.


Verlaunin fyrir besta endinn er ekki af verri endanum (haha!): heiðursstaða í Kvæðamannafélaginu Snúði sem stofnað hefur verið. Allir þeir sem taka þátt fá aðgang ef óskað er eftir því. Athugið að notkun stuðla og höfuðstafa er algjört möst.

Ég vil einnig óska Hit-ler til hamingju með 115 ára afmælið. Er hat Geburtstag, viel Glück!

Ich habe einen Kircheslange in meinen Lederhosen!

mánudagur, apríl 19, 2004

Uppgötvun dagsins

Derhúfur fara mér ágætlega. Það gerir höfuðlagið. Fann þessa svakalegu Chicago Bulls derhúfu í herberginu mínu um daginn sem ég átti þegar ég var lítil og djöfulli er hún flott maður. Aðeins of lítil kannski en það má redda því. Krakkar, derhúfur eru inni. Ekki viljið þið brenna á skallanum, ónei.



Húfan mín er svona, bara rauð og... er ekki með blikkljós.

sunnudagur, apríl 18, 2004

Roskilde Festival, her kommer jeg!

Jeg kender en dreng fra Sverge. Han hedder Jörgen Olsen og han havde altid drømt om at gå til Roskilde Festivalen. Sidste år blev hans drøm opfyldt fordi han vand en billet til en Star Trek fest i Danmark men fik en forkert billet som var en billet til Roskilde Festival. Før havde stakkels Jörgen ingen tid til at rejse til festen, fordi han altid spillede Counter Strike og så på Star Trek i sin klub. Jörgen havde også en drøm om at blive en rocksanger og performere på festivalen. Nu havde han en chance til at blive berømt. I Roskilde festede Jörgen meget, bollede og bollede og lærte mange at kende, især kvinder. Han mødte sin kæreste på festen, Jette men hun kommer fra Færøerne. Jörgen flyttede til hende til Færøerne og nu...har han ungergået en skønhedsoperation og hedder nu Teitur og er en berømt troubadour, især i Norden. Dette år skal han performere i Roskilde og hans drøm vil endelig opfyldes. I kan se at Roskilde kan hjælpe man meget hvis man vil blive berømt, smuk eller forelsket.

föstudagur, apríl 16, 2004

Sanna saga dagsins

Einu sinni var óþekktur prestur að predika í óþekktri kirkju og sagði:
"Allt er gott þar sem Guð ríður rækjum... nei, ég meina ræður ríkjum."

Þetta kallar heldur betur á aflátsbréf.



Virðum hamstrana!

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Ég hef verið að spekúlera:

- Ef djöfullinn sjálfur og Jesús myndu eignast afkvæmi, hvað myndi það þá heita? Eftir langa umhugsun komst ég að niðurstöðu: Djesúll
- hvað það væri gaman að nafn manns væri Úlfhildur Larsen. Þá gæti maður kallað sig Úlla La.
- hvað það væri fyndið ef maður myndi bara allt í einu missa minnið, vera svo að labba úti og segja: ,,Þarna á ég nú heima!", labba svo bara inn í eitthvað hús þar sem fjölskylda sæti að snæðingi. Svo myndi maður segja afar svekkjandi: ,,Hva, enginn diskur handa mér?! Þið vitið líka alveg að ég borða ekki lauk og er með ofnæmi fyrir hnetum!"
- hvað það væri yndislegt að segja í hvert skipti sem maður er reiður eða pirraður: ,,Oh, ég er svo frústereruð/frústeraður!"
- hvað það væri illkvittnislegt ef maður þekkti einhvern ógeðslega leiðinlegan Óla og svo ef maður fyndi vonda lykt eða einhver prumpaði, myndi maður alltaf segja: ,,Ólabjakk!"
- það versta sem hægt er að segja við kvenmann er ekki drullupussa, heldur eitthvað miklu miklu verra.

En kann einhver að spila á gyðingahörpu?


þriðjudagur, apríl 13, 2004

Er einhver þarna úti sem kann að spila á munnhörpu?


mánudagur, apríl 12, 2004

Særún mælir með:

- teiknimyndinni Villti folinn. Uppáhaldssetningin mín: ,,Mikli foli, í dag mun ég ríða þér!" Þetta er bara hin ágætasta pikköpp-lína.
- fetaosti. Ómissandi með salatinu.
- Jóa Fel - fyrir hægðirnar.
- því að búa til gervikúk úr Snickers og klína því svo framan í einhvern. Ég heyrði nefnilega þessa svakalegu sögu um svona Snickerskúk í gær. Hún er samt ekki fyrir viðkvæma þannig að ég er ekki að segja hana hérna.
- því að fara í sjoppu og biðja um Travolta olíu. Það bregst aldrei.
- Akranesi. Það er nefnilega svo góð lykt og stemning þar í bæ. Svo eru pizzurnar ágætar líka.
- því að passa sig í kvikmyndahúsum erlendis. Stelpa sem vinkona mín þekkir fór nefnilega einu sinni í bíó í Frakklandi og fann að það stakkst eitthvað í sig í sætinu. Þá var það sprauta og á henni var miði sem á stóð (á frönsku auðvitað): Til hamingju, þú hefur smitast af HIV. Og það var satt... Já þið hafið ástæðu til að vera hrædd því það er sjúkt fólk útum allt.
- þessari síðu. Þið eigið eftir að pissa í ykkur af hlátri.

sunnudagur, apríl 11, 2004

Páskar - eitt stórt partý!

Ég fór í páskapartý í gær. Þetta var eitthvað Flensborgarpartý þannig að ég þekkti ekkert svakalega marga en nóg af fólki þó. Þegar ég og partýfélaginn minn góði ætluðum að yfirgefa teitið, sannfærði einhverjir bad-ass gaurar okkur um að vera áfram og gáfu okkur áfengi í staðinn. Ég átti skemmtilegt samtal við þá:

Ég: "Jæja strákar, stundið þið einhverja íþrótt eða eitthvað svona skemmtilegt?"
Gaur: "Já, ég stunda kynlíf." Blikk


Sko strákar, svona á að fara að þessu. Ég féll allavega fyrir þessu og núna erum við par. Ég man reyndar ekki hvað hann heitir en það er annað mál. Ég læt ykkur vita á morgun.
-----

Páskaeggjaleitin tók um það bil klukkutíma þetta árið sem er bara góður tími. Mitt var falið í lúðrasveitarbúningnum mínum og systir minnar í nærfataskúffu mömmu minnar. Þónokkuð frumlegri staðir en í gítarnum Hannibal og óhreinatauinu í fyrra. Mamma fékk páskaegg nr. 10 frá vinnunni sinni og núna var sko komið að skuldadögum. Ég faldi eggið á svolítið nastý stað, í pokanum sem geymir hundamat heimilishundarins. Leitin tók einnig klukkutíma en hefði getið verið lengri ef hundurinn hefði ekki eyðilagt allt og byrjað að þefa af pokanum eins og... hundur. Mamma er mjög reið útí mig af því að það er eiginlega ekki hægt að borða eggið núna af því að það angar allt af hundamatslykt og bragðast eins og hey eins og svo margt þessa dagana. Þetta voru góðir páskar.

laugardagur, apríl 10, 2004

Helvítið hann Jóhann Felixson!

Hann er ástæðan fyrir því að öll fjölskyldan er með niðurgang. Ég er nefnilega að tala um hann Jóa Fel, kokkasjarmörinn ógurlega. Það var keypt þessi dýrindissteik undir hans nafni fyrir kvöldmatinn í gær og nú sitja allir á klóinu með skitu mikla... nema ég. Það svaf enginn í nótt og það myndaðist biðröð fyrir utan klósettið en á meðan svaf ég værukærum blundi. En það hefur sína kosti að eiga 2 klósett en það komst bara enginn á það fyrra því annars hefði allt gossað á leiðinni. Það er vilji manna að kæra manninn en sú hugdetta var þögguð niður strax við fæðingu. Núna er bara best að liggja á bæn og vona að hörmungunum ljúki nú einhvern tímann á næstunni svo hægt verði að borða páskamatinn. Ég nenni ekki að fá Dominos pizzu eins og fyrra. Það var nú meira steikin.

Páskahreingerningin búin. Heimilisfólkið fór í ísbíltúr á Hvolsvöll í gær og ég sagðist ekki ætla að koma af því að ég ætlaði að lesa Kein Schnaps für Tamara. Þá var ég kölluð nord og félagsskítur. En ég ætlaði nefnilega ekki að lesa bókina, ég ætlaði að taka til í öllu húsinu, sýna smá lit og það gerði ég. Ég byrjaði á því að ryksuga allt og þurrka af öllu og svo tók ég herbergið mitt í gegn. Fór í gegnum allar skúffurnar og fann margt skemmtilegt. Til dæmis fann ég augasteinshring sem ég keypti á götumarkaði í Búdapest árið 1998 í minni fyrstu utanlandsferð. Einnig fann ég sundmiða í sundlaug í Búdapest sem var svona fansípansísundlaug. Þar var innilaug þar sem allir áttu að vera allsberir og með sundhettu og í henni var bara gamalt fólk. Útilaugin var með öldulaug og ég drukknaði og kafnaði næstum í henni. Svo var allt út í rauðum flísum sem voru sjóðheitar og ég held að ég sé ennþá með brunasár á iljunum. Svo fann ég líka um 30 bíómiða en á mínum yngri árum safnaði ég svona afrifum af bíómiðum. Ég var svo brenglað barn. Ég fann líka mynd af strák sem ég var svo hrifin af í 9. bekk en núna er hann víst kominn út úr skápnum. Gott hjá honum! Skemmtilegast var þó að finna bréf frá afrískum pennavini mínum sem bað bara um liti, myndavélar og úr. Já, og símanúmerið mitt! Ég get þó státað mig af því að strákur hefur beðið mig um númerið mitt. Þegar ég hætti svo að senda þessum strák til baka, lét hann bara vini sína fá heimilfangið mitt og þeir sendu mér tyggjó frá Ghana og skartgripi og báðu svo um vasareikni í staðinn. Þeir voru nú meiri steikurnar.
En svo kom fólkið heim og tók ekki eftir neinu! Algjörar beyglur.

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Bæli hinna dauðu

Jah sveisvei. Það mætti bara halda að allir væru dauðir. Enginn tjáir sig lengur um páskana. Það er greinilegt að fólk er að herma eftir Jesú, að deyja bara. Haha! En ég er svo sannarlega ekki dauð enn því ég er enn í fullu fjöri. Samdi ljóð áðan um Sigrúnu og það í snatri án stuðla og höfuðstafa. Hver þarf þá um páskana? Neih sko! Tvær neðstu línurnar bara með stuðla og læti, alveg óvart! Þetta kalla ég nú hæfileka. Nei, ég meina hæfileika.

Sigrún ei í kjólinn fer.
Hvað á hún að gera?
Labbar ein um bæinn ber,
borðar nammi og stera.


Ef ég væri að fara í fermingu um páskana myndi ég semja ljóð um fermingarbarnið og hafa það klúrt. Ég hefði verið mjög glöð ef einhver hefði gefið sér tíma og samið klúrt ljóð handa mér á fermingardaginn. En gerði það einhver? Nei. En það eru 5 fermingar á næsta ári sem þýðir bara eitt fyrir mig: partý!

Kallið mig Samningakonuna. Ég gerði hið ómögulega áðan: fékk pabba til að skrifa undir samning um að jólin 2004 fengi ég herbergi í kjallaranum. Ég þurfti ekki að grípa til táranna eins og ég hélt því mamma kom mér til hjálpar á ögurstundu. Hún er góð kona. Rök pabba fyrir því að þetta væri afleidd hugmynd, er að þá þyrfti hann að hlaupa upp á næstu hæð fyrir ofan til fara á náðhúsið þegar ég er með "gest" og hann er að horfa á leik. 1,5 fermetra klósettið er nefnilega fyrir innan mitt tilvonandi herbergi. Ég sagði að hann gæti bara pissað úti því hann hafði nú öll tólin til þess. Kallinn leit á þetta sem hina mestu móðgun og ég var í djúpum skít. En þá kom hvolpasvipurinn til bjargar og það ekki í fyrsta skipti. Kallinn játaði beiðni minni og skrifaði undir samning á eldhúspappír. Við tókumst síðan í hendur og mamma tók mynd af okkur með Colgate-brosið. Næstu jól verða því puðjól. Sumarið var alveg ómögulegt því þá ætlar hann a sprengja hólinn í garðinum okkar og byggja pall. Þá verða nú álfarnir ekki glaðir. Nú er hann að reyna að fá mig til að hætta við með því að segja að herbergið verði ekkert stærra við að búa til nýtt. Það er bara kjaftæði.
Núna þegar ég pæli í því, þá sé ég að ég tala alltof mikið um foreldra mína á þessari síðu. Ég ætla að hætta því.

Þrír mánuðir í Portúgal!


Pennar

Það er alltaf gaman að krota á fólk með pennum, sérstaklega þegar fólk vill ekki að maður geri það en það er þannig í flestum tilfellum. Gaman er að nota vatnshelda penna og þá krota eins mikið og maður getur því það er oft hægðarleikur að ná krotinu af sér. Þá er sko partý. Sigurvíman nær þá hámarki en oftast er þó reynt að borga margfalt til baka. Eitt krot getur þá orðið að stórri keppni sem endar oft illa. Þó er hægt að slá þessu öllu upp í létt grín með fyrsta krotinu og segja um hæl (virkar aðeins ef um áherslupenna er að ræða):

- Ég er bara að leggja áherslu á það hvað mér þykir vænt um þig.
- Ég er bara að undirstrika hvað þú ert æðislegur gæi.

Þá ertu búin/n að redda þér fyrir horn og í leiðinni, sýnt vini þínum eða vinkonu hvað hann eða hún er þér mikilvæg/ur. Allir geta þá orðið vinir og búið til börn.



Oó! Þarna hefur eitthvað pennastríði endað illa. Krakkar, notið hjálm því þeir bjarga öllu!

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Ómægod!

Mamma er að skera puttana á barninu!!



Og núna er hún að striplast um á náttfötunum í vinnunni!!



Og þarna hefur hún gjörsamlega misst andlitið því hakan er bara eftir að því hún drakk svo mikið af Woody's. (Fólkið í svarta er meðan ég man foreldrar frænda míns sem ég sá typpið á. Hinn er bróðir hans pabba.)



Ég held að konan þurfi virkilega á hjálp að halda

Upplyfting

Nei, ekki hljómsveitin. Tímamót í lífi mínu áttu sér stað í gær þegar ég gerði mér ferð í nýja hverfi Hafnarfjarðar, Krýsuvíkina í matarboð til hennar Rebekku. Þar hittust 5 stelpur úr 10.T í Lækjarskóla og áttu saman ánægjustundir og slúðruðu mikið. Við komumst að mörgu um hvor aðra sem engum óraði fyrir. Við höfum breyst og þroskast en til hins betra. Ég komst að því að...

... aðeins ein af okkur á kærasta.
... aðeins tvær af okkur eru með bílpróf.
... aðeins ein af okkur hefur farið að hágráta á dansgólfi á skemmtistað, full, af því að hún fór að hugsa um strák sem var með okkur í 10. bekk og er núna skiptinemi í Bandaríkjunum.
... við drekkum allar og aðeins tvemur finnst bjór góður.
... engin af okkur reykir dagsdaglega.
... við erum í allar í sitthvorum skólanum.
... spínat bragðast eins og hey. Já, ég borðaði einu sinni hey þegar ég var lítil þannig að ég veit hvernig hey smakkast.
... ein af okkur hefur kysst stelpu.

Það er alltaf gaman að hitta gömlu vinina. Því verður ekki neitað.

mánudagur, apríl 05, 2004

Harlem

Ótrúlegt en satt þá hef ég ekkert til að skrifa um þannig að mér finnst það tilvalið að hafa smá tónlistargetraun í tilefni þessa mánudags. Spurt er um titil og höfund nýja uppáhaldslagsins míns og hér fyrir neðan eru tveit bútar úr laginu:

There's a five minute break and that's all you take,
for a cup of cold coffee and a piece of cake.

He's got people who've been working for fifty years
No one asks for more money cause nobody cares
Even though theyr're pretty low and their rent's in arrears.


Ég viðurkenni það að þetta er ekkert svakalega auðvelt en ég kem með tvær vísbendingar hér fyrir neðan:


sunnudagur, apríl 04, 2004

Loksins loksins!

Niðurstöðurnar úr brandarakeppninni vinsælu eru komnar í hús eftir mánaðarkvalir dómara í leit að hinum eina rétta brandara. Alls bárust 15 brandarar í keppnina en vitaskuld er aðeins einn vinnigshafi. Og það er enginn annar en hinn mikli Snorri sem fær heiðurinn með þessum brandara:

Einu sinni voru tveir kúkar að labba saman.
Þá sagði annar kúkurinn:

"Við verðum að hætta að labba, því annars heldur einhver að við séum kúkalabbar"


Verðlaunin munu verða send til hans í pósti á næstu dögum. Og nei, það er ekki páskaegg. Ég vil einnig þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt fyrir framlag sitt en eins og amma segir alltaf: "Þú verður bara að gera betur næst." Já krakkar, kúkar eru svo sannarlega fyndnir.



Kúkalabbi

laugardagur, apríl 03, 2004

Gleðigjafar dagsins

Austin Powers lagið. Ég kemst alltaf í svo gott skap þegar ég heyri það og spila. Yndisleg tónsmíð.

Billy Joel. Hann er nefnilega svo mikill partýkall. Kannski ekki minn uppáhaldstónlistarstíll en maður getur bara ekki annað dillað sér við Uptown Girl og grátið af gleði við Piano Man.

Rósir. Ég fékk appelsínugula rós áðan.

Hrós. Ég fékk hrós fyrir skemmtilegt blogg á Café Amsterdam í gær, reyndar var stelpan sem sagði það við mig svolítið vel í glasi en eigi að síður þá var það hrós. Takk fulla stelpa, þú ert alveg ágæt. Svo fékk ég líka mikið af hrósum á tónleikum áðan og þá varð ég glöð. Það þarf svo lítil til. Svo rímar hrós við rós.

Unglingablaðið Smellur. Systir mín fékk gefins þannig blað í gær og ah, það er svo gaman að lesa þátt í blaðinu sem kallast Neyðarlínan. ,,Ég er 12 ára og fr** mér daglega. Getur það verið ástæðan fyrir því að ég er ekki komin með hár á p*****?" "Ég er 11 ára og er með svo lítið typpi og allir strákarnir í bekknum stríða mér af því. Get ég farið í einhverja aðgerð eða eitthvað við þessu?" Ojá, það er gaman af þessum krökkum. Alltaf að koma með brandara.

Sigrún. Hún er alltaf svo fyndin. Hún gerði 2. aprílgabb á pabbi sinn sem er líka fyndinn, hún kom grátandi til hans og sagðist hafa kúkað í sig. Það var nokkurn veginn mín hugmynd því ég sagði henni að segja að hún hefði pissað í sig. Já, kúkur og piss er alltaf jafn fyndið.

Söngur. Ég er að fara á söngkeppni framhaldsskólanna í kvöld að styðja mínar beyglur. Vitaskuld mun ég nýta mér öll þau góðu tilboð sem voru aftan á miðanum: frítt í sund í Hafnarfjarðarlaug, frítt í Sívertsen-húsið OG 16" pizzu með 2 áleggstegundum frá Hróa hetti á aðeins 1200 kr. ef ég læt senda hana í Kaplakrika eða Flensborg. Ég verð bara að nýta mér þau öll, þau eru svo góð.



Allir gleðigjafarnir í einni sæng.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Kvensami Guð, hallelúja!

Í dag er 1. apríl og ég hef ekki enn verið plötuð og það er frekar súrt. Aðrir á heimilinu hafa þó platast og er það ávallt gleðiefni fyrir mig. Í hinu ágæta bæjarblaði Hafnarfjarðar, Víkurfréttum, var aprílgabbið að Sykurbörnin væru komin til landsins og myndu árita nýjustu plötu sína í dag í Firðinum frá kl. 1-3. Systir mín hoppaði hæð sína af gleði og ætlaði pottþétt að fara. Ég var nú ekkert mikið að segja henni frá því að þetta væri líklegast gabb þannig að hún fór í Fjörðinn í dag og varð svo sannarlega fyrir vonbrigðum líkt og um 100 litlar smástelpur sem voru að pissa í sig af spenningi. Annað gabb í bæjarblaði nr. 2 var að það væru krókódílar í Hvaleyrarvatni sem einhver hafði sleppt og ætluðu björgunarsveitarmenn að fara á gúmmíbát í dag, ná í krókódílana og hafa þá svo til sýnis. Pabbi hoppaði einnig hæð sína, heila 2 metra við þessa frétt og ætlaði að fara að keyra þangað upp eftir í dag og sjá krókódílana því hann er alltaf að segja mér og öðrum hvað þetta eru kynngimagnaðar skepnur. Þótt ég hefði nú viljað sjá vonbriðgðissvipinn á föður mínum þá varð ég bara að segja honum að þetta var gabb. Hann fór nú bara hjá sér og í fyrstu vildi hann ekki trúa þessu. Hann er líka kjáni.
Ég plataði líka í dag, reyndar stríddi ég meira en plataði en ég plataði þó líka. Málið er að á morgnana tekur mamma alltaf fram tvær skálar úr skápnum fyrir mig og systur mína undir morgunkornið og í gærkvöldi fyllti ég efstu skálina í staflanum af vatni. Svo í morgun var mamma að flýta sér eitthvað óvenju mikið, hrifsaði í skálarnar og fékk feita vatnsgusu yfir sig, andlitið og fötin og allt. Og þá hló ég. Þegar ég náði að hætta að hlæja, sannfærði ég hana um að þetta hefði bara verið eitthvað aukavatn sem kom með úr uppþvottavélinni. Ástæðan fyrir þessum lyga mínum var hvað móðir mín var ákaflega reið og hún hreinlega gnísti tönnum og ekki vil ég verða fyrir barðinu á henni svona í morgunsárið. Hún þurfti því að skipta um föt, endurnýja meiköppið og kom þá allt of seint á mjög mikilvægan fund. Æi ég er svo vond. Þetta var sem sagt aprílgabbið mitt, ömurlegt en gabb var það þó. Gaman væri þó ef einhverjum tækist að gabba mig fyrir miðnætti því þá verð ég glöð.

Svo sá ég Bruce Springsteen á Hlöllabátum í dag, ég er sko ekki að plata. Fyrsta skipti sem ég sé einhvern frægan fyrir utan Ólaf Ragnar Grímsson.



Mar Vorsteinn. Haha!