laugardagur, apríl 03, 2004

Gleðigjafar dagsins

Austin Powers lagið. Ég kemst alltaf í svo gott skap þegar ég heyri það og spila. Yndisleg tónsmíð.

Billy Joel. Hann er nefnilega svo mikill partýkall. Kannski ekki minn uppáhaldstónlistarstíll en maður getur bara ekki annað dillað sér við Uptown Girl og grátið af gleði við Piano Man.

Rósir. Ég fékk appelsínugula rós áðan.

Hrós. Ég fékk hrós fyrir skemmtilegt blogg á Café Amsterdam í gær, reyndar var stelpan sem sagði það við mig svolítið vel í glasi en eigi að síður þá var það hrós. Takk fulla stelpa, þú ert alveg ágæt. Svo fékk ég líka mikið af hrósum á tónleikum áðan og þá varð ég glöð. Það þarf svo lítil til. Svo rímar hrós við rós.

Unglingablaðið Smellur. Systir mín fékk gefins þannig blað í gær og ah, það er svo gaman að lesa þátt í blaðinu sem kallast Neyðarlínan. ,,Ég er 12 ára og fr** mér daglega. Getur það verið ástæðan fyrir því að ég er ekki komin með hár á p*****?" "Ég er 11 ára og er með svo lítið typpi og allir strákarnir í bekknum stríða mér af því. Get ég farið í einhverja aðgerð eða eitthvað við þessu?" Ojá, það er gaman af þessum krökkum. Alltaf að koma með brandara.

Sigrún. Hún er alltaf svo fyndin. Hún gerði 2. aprílgabb á pabbi sinn sem er líka fyndinn, hún kom grátandi til hans og sagðist hafa kúkað í sig. Það var nokkurn veginn mín hugmynd því ég sagði henni að segja að hún hefði pissað í sig. Já, kúkur og piss er alltaf jafn fyndið.

Söngur. Ég er að fara á söngkeppni framhaldsskólanna í kvöld að styðja mínar beyglur. Vitaskuld mun ég nýta mér öll þau góðu tilboð sem voru aftan á miðanum: frítt í sund í Hafnarfjarðarlaug, frítt í Sívertsen-húsið OG 16" pizzu með 2 áleggstegundum frá Hróa hetti á aðeins 1200 kr. ef ég læt senda hana í Kaplakrika eða Flensborg. Ég verð bara að nýta mér þau öll, þau eru svo góð.



Allir gleðigjafarnir í einni sæng.

Engin ummæli: