miðvikudagur, janúar 30, 2008


Allir í stuði


hér í Melbourne enda ekki annað hægt. Á mánudaginn var spilað í fjórða sinn (reyndar þriðja sinn fyrir okkur) á Big Day Out festivalinu og byrjuðum við kvöldið á því að spila með Arcade Fire í þeirra síðasta lagi, Rebellion Lies. Svo var okkur hent í úmpa-lúmpa gallana og upp á svið. Eftirpartíið var svo hið skrautlegasta eins og alltaf og var maður því rúminu feginn morguninn eftir.

Í kvöld er svo planið að fara á Rage Against the Machine tónleika og keyptum við því byrgðir af eyrnatöppum fyrir kvöldið. Heyrnin er víst svolítið mikilvæg og ómissandi. Á morgun fluffumst við svo til Adeleide og voða gaman.

Tjá!


Rage hafa engu gleymt


Tékkið á apanum í trénu þarna aftast


Hressar Pálmadætur


Mennirnir í lífi okkar: Shaun, Ken, Jez og Mark.


Lafði Björk eða hékk hún?

Aðrar myndir eru ekki húsum hæfar.

laugardagur, janúar 26, 2008

Sydney Lohan

Ekkert mas í þessari færslu því þetta verður myndafærsla og skiptist hún í tvo flokka.

Súrmeti


Tímaeyðsla


Ekki drekka


Tæknin marr!


Kraftar í kögglum



Stuðmenn


Fjarstýrður boxísskápur


Lét bleikja á mér tunguna og fékk smá freknun í kaupæti


Bak við tjöldin


Góðmeti


Mannmergð við óperuna


Flotti nýi undirrúllukragaspilabolurinn minn


Dópmynd


Bondi-ströndin er ekki amaleg


Sydney óperuhúsið að innan rétt fyrir Joönnu Newsom tónleika


Fluffast svo til Melbourne á morgun. Þéttur melur! Ég ætla að halda áfram að horfa á Heath Ledger tribute kvöldið í sjónvarpinu.

Gleðilegan Ástraladag!

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Gullna flippið

Gullströndin fór vel í mannskapinn enda ekki við öðru að búast. Brimbrettaparadís og himnaríki næpuhvítra Íslendinga. Eitís-hótelið okkar var staðsett fyrir framan ströndina þannig að labbið var stutt og einnig strandarlegan því festivalið beið ekki á meðan við sóluðum okkur og köstuðumst til og frá í öldugangi. Eftirtektarvert er þó hvað fallegir menn búa á þessu landi. Greinilegt hvar ég leita ef ekkert gengur heima. Hoho.
Við píurnar skelltum okkur á vini okkar í Shy Child en þeir performuðu einmitt í sama sjónvarpsþætti og við hér um árið. Ávallt hressir. Arcade Fire liðar rúlluðu sínu sjóvi upp eins og alltaf og verð ég nú að segja að við gerðum það líka þetta kvöld. Mikið stuðsjóv. Eftirpartíið var snilld mikil og má þar helst nefna marblettastóladansinn, viftudansinn og kæliskápasetuna. Af því að ég get verið svo flippuð ákvað ég að skella mér inn í kæliskáp og náði einhvernveginn að brjóta stálplötuna sem ég sat á. Enda með stálrass. Win úr Arcade reyndi slíkt hið sama en komst ekki fyrir í skápnum enda slefar hann upp í tvo metrana. Eftir mikið danssvitakóf, vatns- og vodkaáhellingar og sófapulluslag var haldið í eftireftirpartí og var þar margt um manninn. Maður ruglaði aðeins í liðinu þarna eins og sönnum Íslendingi sæmir. Ég lenti í afar skemmtilegu samtali við Tom úr Rage Against the Machine og kenndi honum meðal annars smá íslensku. Þurfti hann nokkrar tilraunir til að læra hina klassísku frasa “Flott gervibrúnka” og “Æ ég veitiggi”. Erfiðara að kenna Könum íslensku en Bretunum. Svo fór líkaminn að segja stopp við allri þessari vitleysu og við fórum upp á hótelið að lúlla því daginn eftir var flug hingað til Sydney.

Sydney er svaka töff og er hótelið staðsett við óperhúsið og brúna. Í dag fórum við nokkrar í ferjuferð um borgina og létum okkur dreyma um hafnarvillur og seglskútur á meðan Japanir tóku Fuji-myndir sí og æ. Rétt í þessu var meirihluti okkar að koma af Arcade Fire tónleikum. Allt annað að þekkja lögin og svona en sú var ekki raunin þegar ég sá þau fyrst í New York í apríl. Obbosí. En ég er allavega búin að gera heimavinnuna mína núna. Svo verð ég að hryggja ansi marga Íslendinga með því að þessi ágæta hljómsveit mun ekki stíga á stokk á klakanum árið 2008. En það er alltaf annað ár eftir þetta. Særún - alltaf með nýjasta skúbbið.

Tilhlökkunin á mínum bæ er mikil fyrir morgundeginum en þá spilum við fyrir framan óperuhúsið hér í Sydney. Ekki margir sem fá að gera það. Shy Child hita lýðinn upp og má búast við miklu stuði. Dvöl okkar í Sydney er þó ekki lokið eftir það því á fimmtudaginn spilum við aftur á festivalinu.

Þið afsakið allt rausið í mér en ég skelli nokkrum myndum með í sárabót:


Fönní búð í Auckland


Nokkrar að pissa í sig af spenningi fyrir Arcade


Blörrað en bjútífúl

Ég kveð úr Kengúrulandi. Skoppiskopp.

mánudagur, janúar 21, 2008

Loksins!

Tókst mér að setja inn þetta blessaða myndband. Hér er það en þið þurfið örugglega að halla ykkur smá á vissum tímapunkti. Brynja snillingur var svo yndisleg að vera upptökumaður og þakka ég henni fyrir það. Svo setti ég nokkrar myndir við færsluna hérna fyrir neðan. Svo er um að gera að hlæja að mér. Voðalega vinsælt þessa dagana. Njótið beibs!



Svo kemur ofurfærsla á næstu dögum.

laugardagur, janúar 19, 2008

Down Under like a Thunder

Þá er legunni á Nýja-Sjálandi lokið og kellan mætt til Ástralíu. Tónleikarnir í Auckland voru já, afar skrýtnir en stuðið var nóg og þá er ég sátt. Skemmtileg uppsetning á sviðunum á Big Day Out festivalinu en þá eru tvö svið hlið við hlið (svona júllusvið) og þá er alltaf stöðugt rennsli og áhorfendurnir þurfa því lítið að bíða í hitanum og svitanum. Rage Against The Machine spiluðu því á sviðinu við hliðina á okkur eftir okkur en þegar á staðinn var komið var sviðið þeirra lokað. Við fengum því ekki að sjá dýrðina í þetta skiptið en því verður reddað í kvöld því þá spilum við aftur hérna á Goald Coast sem á víst að vera algjör paradís.

Og þá að aðalskemmtiefni dagsins. Um daginn skelltum ég og Bergrún okkur í teygjustökk af Auckland-brúnni á Nýja-Sjálandi. Brynja, Sigrún Jr., Harpa og Valdís voru okkur til halds og trausts og komu með okkur á brúna. Fyrst vorum við allar ólaðar upp, viktaðar og gerðar fínar og eftir það tók við heljarinnar löng ganga meðfram stálplanka. Þegar upp var komið byrjaði stressið að segja til sín en það fór um leið og maður sá alla hina fara á undan sér. Flestir nema við vildu steypa sér ofan í sjóinn en ég vissi að með minni óheppni hefði það endað illa. Kannski ofan í gininu á hákarli. Ég ætlaði þó að fá að snerta sjóinn og blotna smá. Þá var komið að mér og þá var ekkert annað hægt en að stökkva og gefa frá sér smá öskur til að gera þetta nú smá djúsí. Valdís var á útsýnispalli aðeins neðar og að hennar sögn mátti glitta í smá plömmer á konunni. Ekki verra. En ji hvað þetta var mikið stuð. Ég náði reyndar ekki að snerta sjóinn en það var nóg að finna hvernig adrenalínið steymdi um allan líkamann og teygjan dróg mig aftur upp. Svo skoppaði maður í smá stund og svo var ég toguð upp. Þegar upp var komið fékk ég þetta móðusýkilega hláturskast og skalf öll af gleði og ánægju. Mæli hiklaust með þessu. Við keyptum svo DVD disk með öllu heila klabbinu og það verður því vídjókvöld fyrir áhugasama þegar heim var komið. Brynja tók samt smá myndband af mér sem ég er að reyna að koma í nethæft form. Gengur illa en ég set það hérna inn um leið og það kemur.

Planið í dag er svo að skella sér smá á ströndina hérna fyrir framan og rokka svo allsvakalega á tónleikunum í kvöld. Á morgun er svo flug til Sydney og verðum við þar í nokkra daga enda 2 gigg þar í borg.

Smá leisersjóv:


Megabeibs við höfnina


Spekingar miklir


Plankinn genginn. Úúúú.


Neinei, ekkert stressuð

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Komin!

Já sem betur fer fékk ég bloggveikina því ji minn eini hvað ég hefði tuðað mikið um mitt vesæla líf á nýju ári. Tölum ekki um það en ég fer allavega í jaxlatöku þegar ég kem heim enda jaxl mikill. Haha.

En nóg af því því eftir heljarinnar ferðalag er ég loksins mætt til Nýja-Sjálands. Ferðalagið gekk þó allt á afturfótunum til að byrja með og má um kenna hinni frægu íslensku veðráttu. Snjóstormurinn sem bætti gráu hári á höfuð móður minnar þann sama morgun, gerði það að verkum að tveggja tíma seinkun varð á fluginu okkar til London en tveir tímar var akkúrat sá tími sem við áttum að fá til að komast í flugið okkar til Nýja-Sjálands. Aldrei hef ég hlaupið svo hratt yfir í annað terminal og hefðum við ef til vill náð fluginu ef ekki hefði verið fyrir heimsku og skilningsleysi starfsmanns á Heathrow. Urðum við því að dúsa á flugvelli helvítis í um 7 stundir þangað til okkur var reddað öðru flugi sem fór nú í allt aðra átt en upprunalega flugið. Millilentum í Hong Kong eftir 12 tíma flug og hoppuðum síðan aftur upp í sömu vél eftir afar súrt öryggistékk. Önnur 12 tíma rassaseta tók við og þurfti ég nú að sitja á milli gamallar konu og rakspíramanns. Ánægjulegt það. Við komumst þó klakklaust til Auckland eftir um tveggja sólahringja ferðalag og fögnuðum eflaust allar hótelherberginu og sturtuferðinni. Fæturnir mínir eru samt ennþá afar þrútnir og vesælir en það ætti að lagast með tímanum. Planið á morgun er svo að ég og Bergrún erum þær einu sem þorum að fara í teygjustökk og sjáum nú bara til hvort að því verður. Ef svo er verður það allt dokúmenterað fyrir forvitna. Svo er líka svo gaman að hlæja að mér. Mér finnst það allavega.

Nú er klukkan 9 að kveldi miðvikudags en heima er fólk að skríða úr bólum klukkan átta að morgni sama dags. Við erum því 13 tímum á undan okkar samtíð sem gerist ekki meira. Ég bíð því góðan dag og kem með myndablogg síðar. Myglaðar flugvallamyndir eru ekki mjög lekkerar.

Ást,
Saerun Oskpaladottir (þetta heiti ég í tölvum hótelsins...Nett.)