fimmtudagur, maí 29, 2003

LAG VIKUNNAR!

Ég nenni ekki að segja meira frá þessum óspennandi bíltúr og ef ég segi meira þá missir maður allt kúlið sko! Tótallí! En í þessum bíltúr heyrðum við afar kynæsandi auglýsingu, Durex-auglýsingu og mamma var ekki alveg að fatta hana. Skildi ekkert af hverju það var verið að lýsa samförum í rafhlöðuauglýsingu. Já hún ruglast víst alltaf á Durex og Durell sem eru rafhlöður. Þetta er svo flippuð kona!

En þann eftirsótta titil: Lag vikunnar, hlýtur lagið Kúkalagið með hljómsveitinni Enn ein sólin. Ég verð að viðurkenna fáfræði mína á þessari hljómsveit því ég veit ekkert um hana. Jú hún tók þátt í Músiktilraunum og vann.... ekki! Það er nú ekkert hægt að hrópa húrra fyrir laginu sjálfu né söngnum en textinn.... hann er á heimsvísu! Tökum viðlagið sem dæmi:

Á klóstinu sit ég og kúka á fullu,
ég er að kafna því ég er með drullu.
Ég öskra á Jesús og alla Guðs engla
því görnin á mér er að rifna í hengla.


Þeir gerast ekki betri en þessir! Þarna lýsir höfundur því mikla sálarstríði sem hann er í... stríðið við saurlátið. Það getur verið erfitt og dáist ég að höfundinum fyrir að deila því með áheyrendum lagsins. Svona vinnubrögð eru alveg týnd í íslenskri tónlistargerð og fær Enn ein sólin stjörnu í kladdann fyrir það!

Hlustið á lagið.... hérna!

miðvikudagur, maí 28, 2003

BÍLTÚR VIKUNNAR! (1. HLUTI)

Í síðustu viku voru mikil tímamót í lífi mömmu minnar. Hún átti nefnilega afmæli, kjéllingin. Hún varð 26 ára gömul (+10 ár) og hún ákvað að halda upp á það með því að bjóða fjölskyldunni út að borða. Við hugsuðum okkur vel til glóðarinnar og héldum að hún ætlaði að fara með okkur á Ítalíu eða Argentínu en nei.... hún var í miðaldarstuði og ákvað að fara á Hróa Hött. Tekur af þeim ríku og gefur fátæku!!!
Maturinn var svona lala en það var kannski útaf lélegu vali mínu á fæðinu. Mamma er alltaf að hylla einhverja fjögura-mygluosta-pizzu og ég ákvað að treysta henni. Það hefði ég ekki átt að gera því núna veit ég hvernig það er að borða pizzu og tásigg í einum og sama réttinum. Bara viðbjóður!!
Við skunduðum glöð í bragði útaf staðnum og útí bílinn. Þá kom mamma með þá snilldarhugmynd: “Fáum okkur ís!!! Og förum svo í bíltúr!!!” Og allir: “JEI” bara til að þóknast afmælisbarninu. Við fórum reyndar fyrst í bíltúr og það útí rassgat... s.s. útí hraun fyrir utan Hafnarfjörð. Pabbi fór í göngutúr og við hin þurftum að bíða í bílnum. Þegar pabbi kom til baka var hann með þetta risabros upp á augu. Þá töfraði hann fram úr erminni þessa fínu hreindýrshauskúpu með horn og allt! Vá hvað hann var stoltur og glaður! Mér leist ekkert á kvikindið og ekki mömmu heldur en pabbi ætlaði að fara með hana heim og það gerði hann. Núna situr hauskúpan hreykin uppi á sjónvarpsskáp fyrir ofan sjónvarpið í “piparsveinaíbúðinni” í kringum risa-fílastyttu frá Afríku og gerviblóm í vasa. “Þetta sýnir bara vald mitt yfir sjónvarpinu!!” Þetta sýnir kannski hvað hann pápi er mikil karlremba... karlmennskan alltaf í fyrirrúmi! En hey... karlremba er kvenkyns-orð!! AHAHAHAHA!

Þetta var svo langur bíltúr að ég verð að hafa ferðina á tveim pörtum... því miður. En bíðið spennt við skjáinn!

mánudagur, maí 26, 2003

SKRÝTIÐ....

... að heimasíðan www.skyr.is er virkilega til!!
... að heimasíðan www.ungfruisland.is er EKKI til!?!
... að tunglið er svo ekkert búið til úr osti eftir allt saman... heldur úr marmara!!
... að ef maður er með –4 á vinstra auga og –5 á því hægra og prófar að taka af sér gleraugun... þá er Woody Allen bara helvíti fallegur!!
... að ef maður segir: “Komdu þér í það!” mjög hratt og nokkrum sinnum, þá er eins og maður segi: “Komdu að ríða!” Afar furðulegt!
... að þegar pabbi sest við matarborðið (og kemur seint) þá segir hann í hvert einasta skipti: “Hva... af hverju fæ ég alltaf kaldan mat??” Klikkar aldrei!!
... að Bretland fékk ekkert stig í Júróvisjon. Eða nei, það er bara.... FYNDIÐ!!

laugardagur, maí 24, 2003

Kæru lesendur... þið verðið að afsaka þessa bloggleysu sem hefur ríkt meðal mér síðustu daga. Ég þurfti nefnilega að undirbúa mig andlega fyrir tjaldferðina sem ég var að koma úr bara rétt áðan og mátti alls ekki láta sorugar skoðanir mínar sem ég birti á þessati síðu, trufla mína guðdómlegu upplyftingu. Eins gott að ég sleppti því!!

En ég held að það sé bara best að tala ekkert mikið um þessa ferð, því ekki vill maður nú uppljóstra einhverju sem umræddur aðili vissi alls ekki að hann hafi gert. Hann hugsanlega les það á þessu vefsetri og fyllist minnimáttarkennd og á endanum... bindur enda á sitt líf! Og af þeim ástæðum er minn munnur lokaður með renni- og hjólalás!

En ég get sagt frá því að tveggja manna-bleika-Rúmfatalagers-tjaldið mitt sem ég keypti sumarið '98, fékk á sig stimpilinn "3-some tjaldið" því tveir ónefndir einstaklingar ákváðu að sótthreinsa munna sína með tungu hins aðilans og lenti ég á milli. Ja OK, ég var úti í horni í fílu því ég fékk ekki að vera með! Nei hei... mér var samt boðið að vera með en ég deili ekki með mér og þannig vil ég hafa það!

Jámm, Selfoss er afar skrautlegur bær. Eftir þessa ferð ætla ég að kalla bæinn "Sleffoss" því það var ekki óalgeng sjón að sjá slefskipti milli útilegumanna. Þeir eru líka með tvo KFC staði og skammast sín ekkert fyrir það!!

Í nótt lofaði ég líka honum Degi að gefa honum link og auðvitað stend ég við það!! Ég efa samt að hann muni eftir því að hann lofaði að gefa mér líka link en hey.... mér er alveg sama *snökt snökt*

Framhald af sögunni: "THE ADVENTURES OF CLAUDIUS AND MORTIMER" er líka á leiðinni. Er bara með sssmmmááá ritstíflu á einum stað, en ritstíflu-drullusokkurinn góði ætti nú að geta lagað það!

mánudagur, maí 19, 2003

MARTRÖÐ NÆTURINNAR!

Í nótt dreymdi mig draum. Þetta var ekki venjulegur draumur, heldur hræðilegasta martröð sem ég hef fengið. Verri en martröðin um það þegar mamma fór til helvítis með lyftu og ég varð að taka stigana. Verri en martröðin þegar ég labbaði fram af bryggju. Og ó já... verri en að ég sé föst í tölvuleiknum Jack The Rabbit og ég sé elt af morðóðum, stökkbreyttum gulrótum.
Sú martröð sem toppaði eitt sinn Topp 10-listann minn var það þegar amma mín fór inn í helli, ýtti á takka og þá byrjaði eldfjall að gjósa í Hafnarfirði. Ég og hundurinn minn vorum þau einu sem dóu því að í sameiningu ætluðum við að bjarga henni Björk frá því að steikjast, því hún nýtti bara tækifærið því það var svo heitt og skellti sér í sólbað. Við náðum samt að bjarga öðlingnum henni Björk en ekki okkur sjálfum. Svo er verið að segja að maður sé sjálfselskur!!!
En best að vinda sér nú að fyrirsögninni. Martröðin byrjaði þannig að ég ákvað að fara í ljós (hlutur sem ég geri kannski ca. einu sinni á ári, bara svona til að lifa) Þetta byrjaði bara ágætlega, varð reyndar að hlusta á eitthvað FM-hnakka-ógeð því ég kunni ekki að skipta um útvarpsstöð. Svo gerðist það.... gagnsæa platan sem á einhvern hátt, á að halda manni uppi, byrjaði að bresta. Og svo bara... PÚMM!! TSSSS! Mín datt bara á þessar 333° heitu perur og bara steiktist! Og þarna var ég... spælt egg á sólbaðsstofu og öllum var sama. Það komu samt nokkrir í jarðarförina... eigandi sólbaðsstofunnar og mamma og pabbi. Svo var búið að skrifa á legsteininn: “Hún sá ljósið” Já, mamma og pabbi eru alltaf svo heppin með orðin!
En sem sagt þá var þetta versta martröð lífs míns. Þetta sýnir kannski að það er ekki gott að fara í ljós, allavega geri ég það ekki í bráðinni! :S Góður boðskapur og góð skilaboð!

föstudagur, maí 16, 2003

FORELDRAGULLKORN DAGSINS!

1. Ólíklegasta mannveran að mínu mati til að koma með gullkorn, er hann pabbi. Hann leynir svo sannarlega á sér kallinn, og getur bara verið fruntalega fyndinn þegar hann vill það og tekur sig til. Þetta byrjaði allt saman þegar við sátum við matarborðið og ég var að segja meðlimum fjölskyldunnar frá því sem ég skrifaði í íslensku ritgerðinni minni. Hún var um bækur sem dægradvöl og einhvern veginn fékk ég þá ósniðugu flögu í hausinn að segja að án bókar væri ég eins og franskar kartöflur án kokteilsósu. Léleg samlíking sú arna.Pabbi fór nú bara að hlæja að mér, kallaði mig kjánaprik og sagðist geta komið með miklu betri setningu en þetta. Og þá kom það: "Það er gott að búa í Bókavogi!" HAHA! Jæja, þetta var kannski fyndið þá en hann náði feita-sjalla-undirhökukarlinum bara nokkuð vel! :)

2. Móðir mín kær á gullkorn númer 2 og það ekki í fyrsta skiptið. Þetta er nú reyndar eldgömul saga sem pabbi var að segja mér í gær, en hún telur. Mamma átti einu sinni bol sem á stóð: Choose Life! (Fyrir þá sem eru í sjálfsmorðshugleiðingum??) Ég hef alltaf vitað að enskukunnáttan hennar mömmu hefur aldrei verið upp á marga fiska en núna sé að hún er hörmuleg!! Kellan hélt nefnilega að það stæði á bolnum: Goose Life! Pabbi stríddi henni víst allsvakalega útaf þessu en hún stóð við sitt; á bolnum stendur: Goose Life! Það er nú eilítill sannleikur í þessu því mamma lifir hálfgerðu gæsalífi. Hún er gæsamamma og hún var gæsuð fyrir brúðkaupið sitt og varð að ná í plastgæs útá tjörnina í Hellisgerði.... með sundfit!

Svona fór um sjóferð þá. Hjónakornin eiga nú einhver fleiri gullkorn en ég man bara engin eins og er. Ég veit... þessi sem ég er búin að segja frá eru svona -þú-varðst-að-vera-þar- móment en hey... ég vil bara deila með mér gleðinni!! :E

fimmtudagur, maí 15, 2003

GUÐNÝJARHORNIÐ!!

Ég lofaði víst upp í ermina mína að tala svolítið um merka unga manneskju... hana Guðnýju. Hún er MR-ingur og fannst þýska ekki nógu merkilegt tungumál þannig að hún valdi frönskuna í staðinn. Þannig að núna skilur Guðný ekki hvað stendur hérna: -Es tut mir leid ich zu spät kommen. Ich muss mein Hausaufgaben machen. Keine Sorge, meine Freunde.- Eða hvað??

Hún Guðný er afar þjófótt manneskja því hún stalst í myndaalbúm fjölskyldunnar og stal þar nokkrum myndum af mér í æsku og setti inn á bloggið sitt. Þar á meðal voru uppáhaldsmyndirnar mínar þar sem ég lenti í útistöðum við Malla máv um brauð og hann skeit á mig. Hin myndin var af mér og honum Þorláki sem var með mér á leikskóla og á henni erum við að láta vel að hvor öðru. Þetta eru mér afar kærar myndir sem ég vildi ekki að færu inná veraldarvefinn!!! Já Guðný... það ætti að rassskella þig!

En hún Guðný er ágætisgrey, myndi ekki gera flögu mein. Hún er fiðlusargari eins og systir mín (nema bara betri) og það sem ég hef heyrt er bara nokkuð gott!!

Ég veit ekki hvað ég á að segja meira um hana Guddu. Þori því eiginlega ekki því ekki vil ég nú móðga hana á neinn hátt. Ónei, því ég hef heyrt ANSI kræfar sögur af henni þegar fólk reytir hana til reiði! Púff....
S.s. bara yndislegt og frábært eintak og öðlingur mikill!! :) Ég mun horfa upp til þín Guðný ef ég mun einhvern tímann læra á fiðlu!! ;)

sunnudagur, maí 11, 2003

EITT AF ÞVÍ FYNDNASTA SEM ÉG HEF SÉÐ...

... þetta byrjaði allt þegar ég sat í makindum mínum með bestu vinkonu minni (henni Svell er á gnípu og eldur geisar undir... dýrka þessa stelpu!!) við borðstofuborðið heima á sjálfan kosningadaginn. Við vorum að spjalla saman um muninn á há- og lághitasvæði og þegar samræðurnar voru orðnar ansi ofbeldisfullar, gerðist það....
Okkur brá örlítið þegar við heyrðum mikið gelt og urr frá tveim hundum og ég rauk útí glugga. Þá var nágranna-dobermann-hundurinn að riðlast á e-m hundi úti á götu. Ekkert merkilegt við það þangað til....
Eigandinn Dobermann-hundsins (segi betur frá honum á eftir) kom arfareiður út... á nærbuxunum!! :) Það sem gerir þetta ennþá fyndnara er að þetta er ca. fertugur kall með ljóst sítt hár í tagli. Hann var alveg arfavitlaus, fór að öskra e-ð útí loftið og reyndi að skilja hundana í sundur. Hinn hundurinn var greinilega ekki með ól þannig að kallinn greip bara í aðra afturlöppina á honum og togaði hann inn í garðinn sinn og læsti. Vondur maður en allavega... Svo fór hann að öskra e-ð á hundinn og greyið hundurinn fór í algjöran kúk. HAHAHAHA... þetta var svo fyndið en það varð ennþá fyndnara þegar...
Kallinn sá að ég var að hlæja að honum inn um gluggann og gerði svo það barnalegasta sem hægt er að gera... hann gaf mér FOKKJÚ-MERKI!! AAAAHAHHA... hláturinn minnkaði ekki við þetta á mínum bæ og kallinn strunsaði súr í bragði með hundinn undir hendinni og nærbuxurnar á hælunum. (Og þetta voru svona þröngar gömlu-kalla-nærbuxur!!) Og hann hleypti hinum hundinum EKKI út! Er þar öruuglega ennþá. Vondur maður.

Svona er nú hverfið mitt í hnotskurn, fullt af brjálæðingum. Svo að við víkjum okkur aftur að karlinum, þá hafa þær sögusagnir gengið um bæinn að hann sé sterasali. Hann heitir víst Steingrímur og er stundum kallaður Stergrímur! Hann er nú betur þekktur sem Faxi á mínu heimili en við skiptum nöfnunum bara bróðurlega niður. Hann á alveg milljón bíla og svakalega sjúskaða kellingu. Svo er maður alveg skíthræddur við hundinn hans sem heitir örugglega saklausasta nafni í geimi... Tímon. Hundurinn minn er ekki ánægður með hann því hann notar alltaf pissuhornin hans án þess að biðja um leyfi. Einu sinni hittust þeir þegar ég var að hleypa mínum út að pissa. Það eina sem ég hugsaði var: "SJITT!" og hljóp á eftir honum. Þeir voru eitthvað að metast og kemur þá ekki Stergrímur út. Hann sá að ég var að reyna að ná mínum í burtu og sagði þá við mig: "Hva... mega þeir ekki ríða... elskan!" Blehh... ógeðslegur maður. Ef ég hefði verið ósýnileg þegar hann var að striplast á brókunum, (sem er svo líklegt) þá hefði ég togað þær niður og gefið lillemann einn á 'ann!!!! Grr....

fimmtudagur, maí 08, 2003

THE TOURIST CORNER!

Svona sér breskur blaðamaður fyrir sér Ísland:

Iceland is big.
Window breaking is popular.
Björk is from Iceland.
The legal age of sexual consent is fourteen.
Iceland won the Codwar with a little boat with a machine gun on it.
It is possible to have a family with four different surnames.
Most Icelanders like movies and pizzas.
Only seven have ever danced naked on a glacier.
Icelanders are very clean.
Icelanders do not understand the concept of social drinking.
Art is for the people, not just the social elite.
Beer was banned until 1989.
Iceland does not permit the import of cheese.
The Icelandic pony is the only horse in Iceland.
It has an extra trot called tölt and proportionally the largest genitalia of any horse in the worlds.


-Information from an excerpt from The Daily Mail UK and from a man in Kaffibarinn September 2002-

Á maður nokkuð að vera að mótmæla þessu???

þriðjudagur, maí 06, 2003

Góðan og blessaðan daginn, lesandi góður.

Í staðinn fyrir að væla um það, hvað mér gekk illa í eðlisfræðinni í gær, þá ætla ég að sýna fram á það að óheppniskvótinn minn hlýtur bara að vera búinn fyrst að þessi atburður átti sér stað:

Þetta var bara venjulegur föstudagur, mín bara nýbúin í þýskuprófi. En svo..... “Gvöð minn góður og Guði sé dýrð í upphæðum!! Ég á eftir að taka passamynd af mér fyrir nýja passann minn!!!” Mín rauk niður í Fjörð, þurfti hvort eð er að kaupa hakk og lasanja-mix fyrir ömmu. Á vegi mínum urðu ofurkonurnar Katrín og Helga en þær voru að bíða eftir að geta snætt vinstri-grænar-pulsur sem var verið að gefa einhvers staðar í nágrenninu.
Þegar ég var búin að gera innkaupin, var mér litið á passamyndakassann sem var fyrir framan 10-11. Hann skein af ánægju við að sjá mig og ef fyrrverandi stærðfræðikennarinn minn (sem ég bölva á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa) hefði ekki labbað framhjá, þá hefði ég pottþétt faðmað hann að mér (kassann sko).
Ég steig hægum skrefum inní herlegheitin og stakk 5 nýslegnum hundraðsköllum í rifuna. (Nei strákar, ekki þá rifu! Kjánaprik!) Þá stóð á skjá fyrir framan mig: Ýttu á gula takkann til að taka mynd. Ég gerði það og ætlaði svo að setja upp ofurlúkkið mitt en nei.... þá var bara búið að taka myndina!!!! Og á skjánum fyrir framan mig var eitthvert óþekkjanlegt og rangeygt fífl að ýta á takka. Þetta var þá svona kassi þar sem maður tekur myndina sjálfur. Allt í lagi með það en stóllinn sem ég sat í var e-ð bilaður og ég varð því að sitja í keng til að vera nú með höfuðið inn á myndinni. Mynd nr. 2 var ekki góð og sú þriðja var tekin. Hún heppnaðist bara ágætlega þrátt fyrir að það líti út fyrir að ég sé ekki með neinn háls eða axlir. Svo var bara að bíða eftir myndinni. Ég beið í svona 5 mínútur og fannst það nú fulllangur biðtími eftir einni mynd. Svo stóð bara á skjánum að það var búið að prenta myndina en engin var myndin í gatinu þar sem hún á að koma út. Ég fór þá að klóra mér í hausinum: “Tók einhver myndirnar??” Humm... nei það getur ekki verið, þær voru nú ekki það góðar! En kannski voru þær bara fastar í hólfinu. Ég teygði mig upp í gatið og viti menn... þarna voru þær!! En hvað ég var glöð! En abbabbabbababb kom í bátinn því myndarnar voru ekki þær einu sem voru fastar í gatinu... heldur einnig mín heilaga hönd! Ég togaði og togaði en ekkert gekk. Kassakonan í 10-11 var farin að hlæja að mér og þegar ég bað hana um að hjálpa mér, sprakk hún bara úr hlátri og sagðist ekki geta það núna. Þá var það eina í stöðunni, að nota lappirnar og spyrna af öllu afli í kassann og toga á móti. Litlir krakkar voru farnir að hópast í kringum mig og mér leið... já frekar kjánalega. Eftir svona þriggja mínútna tog, náði ég að losa mig. Ahh.... þetta var gott! En höndin mín heilaga var ekkert heilög lengur, heldur einkenndist hún af rauðleitum, þrútnum fingrum og blóðleysi. Það var því frekar hokinn haus sem yfirgaf Fjörðinn þennan föstudagseftirmiðdag.
Já, boðskapurinn með þessari hættulegu en jafnframt spennandi sögu er bara... að ekki dæma bókina af kápunni einni saman, og hana nú!...

föstudagur, maí 02, 2003

Þessir síðustu dagar hafa ekki verið mér og mínum í hag. Óheppnin eltir okkur útum allt og við fáum bara engan frið frá henni.

Skemmtilegt dæmi um það er að ég missti síma sem var svona mánaðar gamall, ofan í klósett í veislusal í síðustu viku. Mín varð auðvitað að dýfa hendinni ofan í herlegheitin og ná í símann en ATH: ég var búin að sturta niður! Sem betur fer er allt í lagi með símann en á hendur mínar hefur myndast þetta þykka sigg vegna ofsótthreinsunar. Ég fékk nú nýja framhlið í sumargjöf á símann og henti þeirri gömlu í gám á Sorpu bara svona... just in case! Maður veit aldrei hvar þessir sýklar hafa verið og hvað þeir geta gert.

Mamma hefur heldur ekki sloppið við þennan faraldur því hún klessti á skafmiðavél í IKEA um daginn og við það myndaðist þessi risastóri, fjólublái, græni, guli og bleiki marblettur á handleggnum hennar og þá varð bara allt ónýtt! Hún fór til Búdapest í gær, ætlaði að taka helling af stuttermabolum með en nei, hún skildi þá bara alla eftir heima útaf þessum marblett. ,,Það má enginn halda að pabbi þinn lemji mig!” Afar furðulegt!!

Óheppnin er ekki hætt að elta mig. Ónei, því ég á ennþá nóg af kvóta. Amma og afi “passa” mig og systur mína á meðan mamma og pabbi djamma með vinnunni hans pabba í Búdapest. Amma fer í bað eins og flest siðsamlegt fólk gerir endrum og sinnum og nýtti hún tækifærið og gerði það áðan. Allt í lagi með það en... HÚN KANN EKKI AÐ LÆSA!! Ég komst að því þegar ég labbaði inn á hana áðan. Ég held að hún viti ekkert að því, því ég sá (þennan hundraðshluta úr nanósekúndu sem ég var þarna inni) að hún var sofandi í baðkarinu og úff... þessu vil ég sko gleyma!! Appelsínuhúð... gervitennur í glasi... æðaslit... BBEEEHHH!

Já, óheppnin eltir mig á röndum, ekki bara núna heldur alltaf. Ég fæddist greinilega ekki með silfurskeið í munninum. Það er alveg á hreinu!!