mánudagur, maí 26, 2003

SKRÝTIÐ....

... að heimasíðan www.skyr.is er virkilega til!!
... að heimasíðan www.ungfruisland.is er EKKI til!?!
... að tunglið er svo ekkert búið til úr osti eftir allt saman... heldur úr marmara!!
... að ef maður er með –4 á vinstra auga og –5 á því hægra og prófar að taka af sér gleraugun... þá er Woody Allen bara helvíti fallegur!!
... að ef maður segir: “Komdu þér í það!” mjög hratt og nokkrum sinnum, þá er eins og maður segi: “Komdu að ríða!” Afar furðulegt!
... að þegar pabbi sest við matarborðið (og kemur seint) þá segir hann í hvert einasta skipti: “Hva... af hverju fæ ég alltaf kaldan mat??” Klikkar aldrei!!
... að Bretland fékk ekkert stig í Júróvisjon. Eða nei, það er bara.... FYNDIÐ!!

Engin ummæli: