laugardagur, maí 24, 2003

Kæru lesendur... þið verðið að afsaka þessa bloggleysu sem hefur ríkt meðal mér síðustu daga. Ég þurfti nefnilega að undirbúa mig andlega fyrir tjaldferðina sem ég var að koma úr bara rétt áðan og mátti alls ekki láta sorugar skoðanir mínar sem ég birti á þessati síðu, trufla mína guðdómlegu upplyftingu. Eins gott að ég sleppti því!!

En ég held að það sé bara best að tala ekkert mikið um þessa ferð, því ekki vill maður nú uppljóstra einhverju sem umræddur aðili vissi alls ekki að hann hafi gert. Hann hugsanlega les það á þessu vefsetri og fyllist minnimáttarkennd og á endanum... bindur enda á sitt líf! Og af þeim ástæðum er minn munnur lokaður með renni- og hjólalás!

En ég get sagt frá því að tveggja manna-bleika-Rúmfatalagers-tjaldið mitt sem ég keypti sumarið '98, fékk á sig stimpilinn "3-some tjaldið" því tveir ónefndir einstaklingar ákváðu að sótthreinsa munna sína með tungu hins aðilans og lenti ég á milli. Ja OK, ég var úti í horni í fílu því ég fékk ekki að vera með! Nei hei... mér var samt boðið að vera með en ég deili ekki með mér og þannig vil ég hafa það!

Jámm, Selfoss er afar skrautlegur bær. Eftir þessa ferð ætla ég að kalla bæinn "Sleffoss" því það var ekki óalgeng sjón að sjá slefskipti milli útilegumanna. Þeir eru líka með tvo KFC staði og skammast sín ekkert fyrir það!!

Í nótt lofaði ég líka honum Degi að gefa honum link og auðvitað stend ég við það!! Ég efa samt að hann muni eftir því að hann lofaði að gefa mér líka link en hey.... mér er alveg sama *snökt snökt*

Framhald af sögunni: "THE ADVENTURES OF CLAUDIUS AND MORTIMER" er líka á leiðinni. Er bara með sssmmmááá ritstíflu á einum stað, en ritstíflu-drullusokkurinn góði ætti nú að geta lagað það!

Engin ummæli: