mánudagur, ágúst 28, 2006

Viðbjóður heimsins er mikill


Já ég var í göngu með minn trygga hund um daginn og sá þetta fest á húsi í vesturbæ Hafnarfjarðar. Þá var gott að vera með myndavélasíma. Tæknin maður. Mér finnst þetta ógeðslega fyndið en samt ekki því þetta er bara pjúra viðbjóður. Spurning hvort þessir vibbar hangi í glugganum alla daga til að fylgjast með yfirvofandi hundakúk. Spurning. En allir aðrir en hundar mega greinilega skíta þarna. Haha, ég fann holu í kerfinu!

Ég var að vinna í brauðkaupi í gær. Þar voru tvö seleb. Kallinn sem er með Fasteignasjónvarpið og kokkur sem er stundum í Sex til 7/6 til sjö. Þeir eru líka bræður. Og ég missti bakka með 4 freyðivínsglösum fyrir framan alla gestina þegar ég var að sýna bakkalistir mínar. Je.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Fyrir


Eftir


Það gleður mig að kynna ykkur að ég hef verið valin annar mesti horframleiðandi í heiminum af breska blaðinu The Guardian. Fyrsta sætið hlaut kona á elliheimili í Úganda. Í tilefni af því hefur mér verið boðið í teboð í Búkkíngham í nóvember. Ekki veit ég hvaðan allt þetta hor kom en mig grunar að Argentínumaðurinn Zeno sem bauð mér í argentíska grillveislu á tjaldstæðinu sínu um daginn hafi átt þar hlut að máli.

Hor getur látið mann gera allskonar vitleysu. Í vinnunni í gær var ég svo utan við mig að litlu munaði að ég tannburstaði vistmann á sambýlinu með fótakremi. Enginn skaði skeður.

Fyndið að kvef byrjar oftast í annarri nösinni og bíður með að ráðast á hina í smá tíma. Þetta er eins og að höggva bara annan fótinn af manni þegar þú getur gert meiri skaða með því að höggva báða. Asnalegt.

Ég er farin að bæta í snýtubréfahrúguna. Fann samt upp á nýrri sögn fyrir að snýta í horæði mínu: að hora í nefið.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Ísland - bezt í heimi!

Land íss og snjós/snjóvar/snjóar (skv. www.lexis.hi.is) kemur víða við og þær vörur sem framleiddar eru á okkar fagra landi.

1. Heather Graham sást skokka í 66°N peysu í þættinum 'Emily's Reasons Why Not' hér á dögunum. Tók hún sig einkar vel út í flíkinni.

2. Madonna á kjól sem einhver íslensk kona hannaði. Jeee!

3. Nikita límmiði sást á spegli á sveittum bar sem kom fram í síðasta þætti af 'Love Monkey'. Reyndar sáust bara stafirnir N, T og A því öðrum límmiða var plantað yfir umtalaðan límmiða. En undirrituð tók eftir 'For Girls Who Ride' neðst á límmiðanum. Kannski ekki týpískur barlímmiði.

4. Og enn um Nikita. Í unglingamyndinni 'Stick It' sást stúlka í Nikita peysu. Nikita greinilega að gera það gott í Drollívúdd.

5. Óperusöngkonan Pink á jakka frá Dead. Líka Bill Clinton.

6. Íslenskur fiskur var einu sinni notaður í 'Sex and the City' þætti.

7. Frægasta kona heims, Oprah á peysu frá Elm.

8. Kiefer Sutherland á íslenska lopapeysu.

Og svo lengi mætti telja. Óþarfi að kvarta yfir því að vera Íslendingur.

mánudagur, ágúst 14, 2006

Góð helgi mar!

Morrissey og Páll Óskar á Nasa. Þarf að segja meira?

Til að sanna það og einnig að ég er orðin dökkhærð. Myndir gjössovell! Og myndir Tyrkja-Móu gjössovell!

föstudagur, ágúst 11, 2006

What else is in the teaches of peaches?

Haldið þið ekki bara að mín sé að skipta um lið. Nei ekki það lið kjánarnir ykkar. Ég mun alltaf vera Völsungur. Húhúhúhú! Á morgun gerist ég dökkdökkdökkhærð. Tók þá ákvörðun áðan þegar ég komst að því hvað ég er virkilega, já virkilega ljóshærð. Ég skuldaði systur minni 700 kall en átti bara þússara þannig að ég spurði hvort hún ætti þá ekki 300 kall til að láta mig fá. Jú hún átti hann en var eitthvað pirrípú af því að einn hundraðkallinn var frá 2006 (greinilega voðalega hipp og kúl að eiga þannig pening) þannig að ég lét hana bara fá 2006 peninginn aftur og tók annan 100kall úr veskinu mínu þannig að þá var ég með 300 kall. Haha. Sem betur fer fattaði ég ljóskuleg mistök mín áður en það var um seinan. Já litlu munaði að ég hefði orðið hundraðkallinum fátækari sökum háralits míns. Þá er bara eitt í stöðunni...

mánudagur, ágúst 07, 2006

Aldrei þessu vant

hef frá alveg slatta að segja.

Númer eitt: var að taka bensín á bílnum okkar með stelpurnar aftur í þegar þessi hvíti reykur gaus upp úr húddinu og inn í bílinn. Allir panikeruðu eins og sést kannski best á Björk á þessari mynd:

Þá var komið gat á vatnskassann. Á leiðinni heim hélt ég að bíllinn myndi springa. Það var skemmtileg tilfinning.

Númer tvö: ég er byrjuð í heilsuátækinu Latisær (ún). Haha. Ég fattaði þetta nafn sjálf. Fann fullkomna leið til að byrja. Keypti mér ógeðslega flottar Levi's buxur sem eru bara aðeins of litlar. Og þá í hvert skipti sem ég fæ sykurlöngun sé ég buxurnar fyrir mér og fæ mér þá ekkert óhollt. Klikkað ég veit en þetta virkar. Er byrjuð að fara reglulega í sund og synda og sýna mig. Haha. Hjóla svo eða labba í sund, aldrei keyra. Skammskamm. Hjólaði einmitt um daginn hringinn í kringum Ástjörn, ekkert smá stolt af mér.

Númer þrjú: talandi um sund. Ég og vinur minn ætluðum að fara í Árbæjarlaugina enda bæði að drepast úr þynnkudrullu. Keyrðum í Árbæinn. Svo bara: "Veist þú ekki hvar laugin er?" "Nei ég hélt að þú vissir það!" Leituðum með tilheyrandi pirringi. Hætti við að taka þýska túristann á þetta í einhverri sjoppu enda er ég ekki svo túristaleg. Það var þá bara Kópavogslaugin. Fór í ófáar rennibrautaferðirnar enda er ég að drepast í rassinum núna útaf helv... samskeytunum.

Númer fjögur: helgardjammið var sveitt. Svo sveitt að ég fór í fyrsta skipti á Sirkus og endaði í sönglpartíi hjá Sigga í Hjálmum. Urðum samt að fara af því að Oddný var með svo mikið ofnæmi fyrir kettinum hans. Var mjög glöð að komast í holuna mína. Myndir segja meira en milljón og eitt orð:


Bjóraugu dauðans!


Er búin að pæla mikið hvernig þessi mynd var tekin

Númer fimm: hvað er málið með að allir eru að slá sér upp með einhverjum? Ég er bara 8villt. Það var einu sinni hljómsveit sem hét 8villt og var með lag á þeim geysigóða diski Bandalög 8 sem ég vann í útvarpsþætti hjá Hemma Gunn hér um árið. Man samt að hann gaf mér eiginlega svarið. Það var eitthvað Austfjarðaþema í þættinum og hann spurði um einhverja stelpuhljómsveit frá Austfjörðum. Þar sem ég var ekki mikill tónlistarspekúlant þegar ég var 11 ára (eins og ég er núna) vissi ég ekkert hvað kallinn var að tala um. Þá spurði hann: "Áttu dúkkulísur?" Þá fattaði ég svarið. Hemmi Gunn er góður kall þótt hann hafi sést á hóruhúsi á Tælandi. Merkilegt hvað hægt er að teygja lopann.

Númer sex: þetta er orðið alltof langt.

Númer sjö: eitt enn. Pabbi er núna búinn að sitja sveittur við að setja gömlu fjölskyldumyndböndin á DVD. Gamla góða VHS ekki nógu gott. Var að horfa á þetta í gær og ji hvað ég var leiðinlegur og skrýtinn krakki. Var alltaf að gretta mig og geifla. Ekki furða að ég sé með gúmmíandlit núna. En núna þegar ég tek stráka með mér heim segi ég við þá með seiðandi röddu: "Hei sæti, viltu koma heim með mér?" og skelli fjölskyldumyndunum í spilarann. "Þú verður nú að vita hvað þú ert að fara út í." Sé alveg fyrir mér reykinn á eftir honum. Haha. Ég er svo nastí

Númer átta: hvar eru öll kómentin? Hætt núna.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Allt að gjörast!

Ég er ekki af öllum bökum dottin. Bara nokkrum. Nóg að gerast í húsinu! Það nýjasta er kannski London-ferð nokkurra pía í nóvember, besta mánuðinum. Svo Köben þegar það er pláss fyrir mig. Þá getur fólk hætt að stríða mér á því að ég hef aldrei komið til London eða Köben. Svo eru það Morrissey-tónleikar þarnæstu helgi. Ég er mannleg og ég þarf að vera elskuð. Alveg eins og allir hinir.

Gleymdi alltaf að segja eitt. Þarsíðustu helgi var ég í bænum (þú segir fréttir) og hitti gamlan skólabróður minn. Samtal okkar var einhvern veginn svona:

Ég: "Hæ, manstu eftir mér?"
Hann: "Nei, á ég að fokkíng lemja þig?"
Ég: "Neinei, ég var bara með þér í skóla"
Hann: "Mér er fokkíng sama!"

Svo steytti hann hnefa og ég tók því sem merki um láta fætur toga mig langt í burtu frá þessu gerpi. Svo hitti ég hann aftur þessa helgi í Skutlubíl og sagði honum frá þessu (þó í mikilli fjarlægð) og hann var bara ýkt sorrí og sagðist aldrei hafa lamið stelpu. Ég fyrirgaf honum nú þetta enda er ég öðlingur mikill. Sagði samt stopp þegar hann bauðst til að fylgja mér heim. Afþakkaði pent og rúllaði niður Smyrlahraunið. Já fyrrverandi grunnskólabræður geta verið hættulega fullir.

Nýjasta trendið í dag er að kveðast á á MySpace. Ætli ég hafi ekki bara byrjað á því svei mér þá. Talandi um MySpace. Þeir sem eru húkkd á þessu eins og ég ættu kannski að þekkja þetta en ég á mér svona MySpace-skot. Bara einhver gaur út í bæ sem ég hef aldrei talað við og aldrei séð og ég er bara svo skotin í honum. Rosalega skrýtið en samt gaman á furðulegan hátt. Þetta er svona 10. bekkjarskot, gamli fílingurinn. O mér líður eins og smástelpu. Svo er málið: ætti ég að senda honum skilaboð EÐA láta kyrrt við liggja og láta mig dreyma EÐA finna út hvar hann á heima og elta hann út um allt og komast að áhugamálum hans og rekast á hann niðrí bæ viljandi með kaffi sem skvettist yfir mig og upp úr því spretta samræður og við erum bara sálufélagar? Nei bara pæling. Ég er ekkert ein um svona skot. Það eru bara fáir sem viðurkenna það.

Siggi Stormur er meiri ormurinn.