Allt að gjörast!
Ég er ekki af öllum bökum dottin. Bara nokkrum. Nóg að gerast í húsinu! Það nýjasta er kannski London-ferð nokkurra pía í nóvember, besta mánuðinum. Svo Köben þegar það er pláss fyrir mig. Þá getur fólk hætt að stríða mér á því að ég hef aldrei komið til London eða Köben. Svo eru það Morrissey-tónleikar þarnæstu helgi. Ég er mannleg og ég þarf að vera elskuð. Alveg eins og allir hinir.
Gleymdi alltaf að segja eitt. Þarsíðustu helgi var ég í bænum (þú segir fréttir) og hitti gamlan skólabróður minn. Samtal okkar var einhvern veginn svona:
Ég: "Hæ, manstu eftir mér?"
Hann: "Nei, á ég að fokkíng lemja þig?"
Ég: "Neinei, ég var bara með þér í skóla"
Hann: "Mér er fokkíng sama!"
Svo steytti hann hnefa og ég tók því sem merki um láta fætur toga mig langt í burtu frá þessu gerpi. Svo hitti ég hann aftur þessa helgi í Skutlubíl og sagði honum frá þessu (þó í mikilli fjarlægð) og hann var bara ýkt sorrí og sagðist aldrei hafa lamið stelpu. Ég fyrirgaf honum nú þetta enda er ég öðlingur mikill. Sagði samt stopp þegar hann bauðst til að fylgja mér heim. Afþakkaði pent og rúllaði niður Smyrlahraunið. Já fyrrverandi grunnskólabræður geta verið hættulega fullir.
Nýjasta trendið í dag er að kveðast á á MySpace. Ætli ég hafi ekki bara byrjað á því svei mér þá. Talandi um MySpace. Þeir sem eru húkkd á þessu eins og ég ættu kannski að þekkja þetta en ég á mér svona MySpace-skot. Bara einhver gaur út í bæ sem ég hef aldrei talað við og aldrei séð og ég er bara svo skotin í honum. Rosalega skrýtið en samt gaman á furðulegan hátt. Þetta er svona 10. bekkjarskot, gamli fílingurinn. O mér líður eins og smástelpu. Svo er málið: ætti ég að senda honum skilaboð EÐA láta kyrrt við liggja og láta mig dreyma EÐA finna út hvar hann á heima og elta hann út um allt og komast að áhugamálum hans og rekast á hann niðrí bæ viljandi með kaffi sem skvettist yfir mig og upp úr því spretta samræður og við erum bara sálufélagar? Nei bara pæling. Ég er ekkert ein um svona skot. Það eru bara fáir sem viðurkenna það.
Siggi Stormur er meiri ormurinn.
miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli