mánudagur, ágúst 07, 2006

Aldrei þessu vant

hef frá alveg slatta að segja.

Númer eitt: var að taka bensín á bílnum okkar með stelpurnar aftur í þegar þessi hvíti reykur gaus upp úr húddinu og inn í bílinn. Allir panikeruðu eins og sést kannski best á Björk á þessari mynd:

Þá var komið gat á vatnskassann. Á leiðinni heim hélt ég að bíllinn myndi springa. Það var skemmtileg tilfinning.

Númer tvö: ég er byrjuð í heilsuátækinu Latisær (ún). Haha. Ég fattaði þetta nafn sjálf. Fann fullkomna leið til að byrja. Keypti mér ógeðslega flottar Levi's buxur sem eru bara aðeins of litlar. Og þá í hvert skipti sem ég fæ sykurlöngun sé ég buxurnar fyrir mér og fæ mér þá ekkert óhollt. Klikkað ég veit en þetta virkar. Er byrjuð að fara reglulega í sund og synda og sýna mig. Haha. Hjóla svo eða labba í sund, aldrei keyra. Skammskamm. Hjólaði einmitt um daginn hringinn í kringum Ástjörn, ekkert smá stolt af mér.

Númer þrjú: talandi um sund. Ég og vinur minn ætluðum að fara í Árbæjarlaugina enda bæði að drepast úr þynnkudrullu. Keyrðum í Árbæinn. Svo bara: "Veist þú ekki hvar laugin er?" "Nei ég hélt að þú vissir það!" Leituðum með tilheyrandi pirringi. Hætti við að taka þýska túristann á þetta í einhverri sjoppu enda er ég ekki svo túristaleg. Það var þá bara Kópavogslaugin. Fór í ófáar rennibrautaferðirnar enda er ég að drepast í rassinum núna útaf helv... samskeytunum.

Númer fjögur: helgardjammið var sveitt. Svo sveitt að ég fór í fyrsta skipti á Sirkus og endaði í sönglpartíi hjá Sigga í Hjálmum. Urðum samt að fara af því að Oddný var með svo mikið ofnæmi fyrir kettinum hans. Var mjög glöð að komast í holuna mína. Myndir segja meira en milljón og eitt orð:


Bjóraugu dauðans!


Er búin að pæla mikið hvernig þessi mynd var tekin

Númer fimm: hvað er málið með að allir eru að slá sér upp með einhverjum? Ég er bara 8villt. Það var einu sinni hljómsveit sem hét 8villt og var með lag á þeim geysigóða diski Bandalög 8 sem ég vann í útvarpsþætti hjá Hemma Gunn hér um árið. Man samt að hann gaf mér eiginlega svarið. Það var eitthvað Austfjarðaþema í þættinum og hann spurði um einhverja stelpuhljómsveit frá Austfjörðum. Þar sem ég var ekki mikill tónlistarspekúlant þegar ég var 11 ára (eins og ég er núna) vissi ég ekkert hvað kallinn var að tala um. Þá spurði hann: "Áttu dúkkulísur?" Þá fattaði ég svarið. Hemmi Gunn er góður kall þótt hann hafi sést á hóruhúsi á Tælandi. Merkilegt hvað hægt er að teygja lopann.

Númer sex: þetta er orðið alltof langt.

Númer sjö: eitt enn. Pabbi er núna búinn að sitja sveittur við að setja gömlu fjölskyldumyndböndin á DVD. Gamla góða VHS ekki nógu gott. Var að horfa á þetta í gær og ji hvað ég var leiðinlegur og skrýtinn krakki. Var alltaf að gretta mig og geifla. Ekki furða að ég sé með gúmmíandlit núna. En núna þegar ég tek stráka með mér heim segi ég við þá með seiðandi röddu: "Hei sæti, viltu koma heim með mér?" og skelli fjölskyldumyndunum í spilarann. "Þú verður nú að vita hvað þú ert að fara út í." Sé alveg fyrir mér reykinn á eftir honum. Haha. Ég er svo nastí

Númer átta: hvar eru öll kómentin? Hætt núna.

Engin ummæli: