föstudagur, febrúar 28, 2003

SKEMMTIHORNIÐ II

Vegna gífurlegra “vinsælda” á nafnasprellinu mínu sem ég var með fyrir nokkru, hef ég ákveðið að halda áfram með svipað. En núna eru það ekki þýðingar á erlendum, frægum nöfnum... heldur hvernig erlend, fræg nöfn geta hljómað í eyrum dumbdaufra Íslendinga eða hvernig nöfnin geta verið þýdd yfir á íslensku sem allir ættu að skilja.

Bill Gates: Billi Geit
Bill Clinton: Billi Klín-tonn
Bruce Springsteen: Brúsi Sprengjusteinn
Chris O’Donnel: Kriss Ó-Dolla
Chris Rock: Kriss Rokkur
George Clooney: Georg Klón
James Cameron: Djeims Kameljón
John Travolta: Jón Tveggja-volta
Kofi Annan: Koffín Anna
Olivia Newton-John: Ólavía Nítján-Tonn
Robert DeNiro: Róbert Nýra
René Zellwegger: René Segulveggur
Robert Townsend: Róbert Tása
Fransic Ford Coppola: Frekar fer ég á kopp Óla
Michael Douglas: Mikael dó í glasi
Catherine Zeta Jones: Kötturinn situr á Jóni

Eins og sést hér er alltaf hægt að gera eitthvað skemmtilegt úr leiðinlegu fólki!!

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Fyrir þá sem vilja vita... þá flutti ég sögufyrirlesturinn minn í dag um hann Atla Dyrahúnakonung (eins og pabbi kallar hann.... ég sé núna að húmorinn hans er afar þunnur!) Flutningurinn gekk bara prýðisvel og vonandi var ég honum Atla til sóma (Atli... ég veit að þú ert að lesa þetta... call me!!! Arrgg...) En eins og ég minntist á í síðustu færslu minni þá kemst maður að mjög merkilegum hlutum í heimildaleit fyrir svona fyrirlestra. En gott dæmi um það er einmitt þetta. Þessa heimasíðu rakst ég á fyrir tilviljun og finnst mér hún afar skemmtileg því á henni getur maður gerst frægur og keypt hjálm eins og hinn eini sanni Atli Húnakonungur notaði! (Wrawr wrawr!! ;) Mér finnst þetta nú ekki vera neinn hjálmur... meira svona tuskudúkka í úlfslíki. En þessi “hjálmur” er einmitt úlfur en ekki neinn venjulegur úlfur... ónei... heldur silfurúlfur!! Úúú... núna verð ég að fá mér svona!! En svo finnst mér fyrirsæturnar sem bera þessa hjálma afar kynæsandi og karlmannlegir. Svört Men in black sólgleraugu og snjóþvegnar gallabuxur. Ójá... eins og kom fram í fyrirlestrinum þá tollir Atli svo sannarlega í tískunni!! Haltu þessu áfram Atli minn.... þú ert á góðri leið!! Æi... þessi umræða um elskuna mína hann Atla er orðin eilítið þreytt. Þannig að.... bless Atli!!

mánudagur, febrúar 24, 2003

Þið verðið að afsaka þetta bloggleysi mitt síðustu daga. Ég hef líka góða og gilda ástæðu.... aha, þið giskuðuð rétt....það er karlmaður.... karlmaður sem hefur fyllt hjarta mitt af ástarþrá. Ohh... hann er svo karlmannlegur og kynæsandi. Hann heitir Atli og er Húnakonungur. Ég er alveg ráðalaus því hann kveikti svo stórt ástarbál í hjarta mér og ég get ekki slökkt það þótt ég reyni og reyni!! Ég meina... hver hrífst ekki af manni með mikið skegg og dauðan úlf á hausnum??
Nei ok, ég gefst upp!! Ég get ekki logið mikið lengur. Staðreyndin er sú að ég á að flytja sögufyrirlestur um þennan merka mann og getur maður nú ekki annað en hrifist af karlmennsku hans. Hann átti bönns af kvensum útum allar trissur og fullt af seðlum. En hann var nú ekki heppinn þegar hann dó... það segir sig nú kannski sjálft. Því að á brúðkaupsnótt númer 22, fékk hann blóðnasir í svefni og kafnaði!!! HAHAHA!! Þarna fór nú karlmennskan!! En maður lærir nú mikið þegar maður gerir svona fyrirlestra... eins og t.d. hvernig hægt er að borða syni sína, en það var einmitt það sem hann Atli á að hafa gert. Hann átti líka nóg af þessum sauðum þannig að hann greip bara sjénsinn og steikti sér eitt sonarlæri og át með bestu lyst!! Allir þurfa nú tilbreytingu svona einu sinni!!

mánudagur, febrúar 17, 2003

Núna er það á hreinu hver mun keppa fyrir Íslands hönd í Júróvisjón.... en það er söngkonan í Íraskinn, Girbitta Daukhal eins og pabbi kallar hana stundum og finnst það alltaf jafn hlægilegt!! Í tilefni að þessu merkiskvöldi í lífi okkar Íslendinga ákváðum við að bjóða foreldrum föður míns í grillmat svona í miðjum febrúarmánuði. Máltíðin byrjaði vel því að afi og pabbi fóru að karpa um það hvar fillet og lundir voru staðsettar á greyið rollunni.... Blessuð sé minning hennar. Þessu rifrildi var samt sem betur fer stungið undir stól og allir skunduðu með bros og vör að sjónvarpinu og settu sig í stellingarnar fyrir viðburðinn. Eftir smá Skúróvisjón (ahaha... þeir eru alltaf jafn fyndnir mennirnir þarna á stofu spaugsins!!) voru Gísli Marteinn og Logi Bergmann (Mísli Garteinn og Bogi Lergmann eins og pabbi segir...) orðnir þjóðhetjur Íslands á einu kvöldi fyrir það eina að segja sama brandarann eftir hvert einasta lag... en þessi brandari vakti mikla lukku og kátínu á mínu heimili! Og þegar stóra stundin rann upp... s.s. Botnleðja steig á svið... trylltist krávdið gjörsamlega!! Amma byrjaði að gera sinna fræga þumalputtasnúning, að hætti ellilífeyrisþega, á methraða og mamma ákvað að vera óþekk og fékk sér 3 skeiðar af ís í staðinn fyrir 2 eins og venjulega. Þegar Botnleðja lauk sínum líflega flutningi, róaðist liðið sem betur fer niður. En flipp kvöldsins var án efa þegar söngvari Leðjunnar öskraði í lok lagsins: “LEÐJAN TIL LETTLANDS!” og amma hélt að hann hafði sagt: “Á LEIÐINNI TIL LÆKNIS!!” og skildi ekkert af hverju hann var að láta alla íslensku þjóðina vita af því. Og svo þegar allir höfðu lokið sér af... var það bara að kjósa. Pabbi vildi kjósa Eivöru færeysku Pálsdóttur af því að hún á víst að vera mjög brjóstgóð en sterkara kynið fékk að ráða og við kusum okkar menn... Botnleðju. En það var ekki nóg því að Birgitta var kosin en okkar menn lentu í 2. sæti með AÐEINS 13.000 stiga mun!! Núna hefði verið gott að eiga GSM eins og auglýsingin segir en í þessu tilfelli 13.000 GSM síma og 1.300.000 kr í viðbót! En maður verður bara að vona að hún Girbitta geri okkur ekki að fíflum fyrir framan alla Evrópu.... kannski tekst henni það með þessu skoppi sem hún gerir alltaf á sviði. Er ég sú eina sem tek eftir þessu????? Hún er alltaf svona gleiðfætt og bara asnaleg. Lítil börn halda örugglega að hún sé api eða e-ð og fara að grenja þegar þau sjá hana. Nei kannski ekki... en hún verður að hætta þessum Tinu Turner stælum sínum... núna gengur hún aðeins of langt!! En brjóttu legg í Lettlandi frk. Girbitta!!

föstudagur, febrúar 14, 2003

Það er alveg rosalegt hvað hún móðir mín er mikil “Gróa á Leiti” inn í sér. Það gerðist nefnilega um daginn að mamma kom hlaupandi innan um dyrnar því að hún gat ekki beðið með að segja mér nýjasta slúðrið sem hún var enda við að heyra í vinnunni. Þegar hún var búin að kasta mæðinni í dágóða stund, gat hún loksins spýtt sögunni útúr sér en hún var á þennan veg:
,,Maðurinn sem er giftur konunni sem er sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands sem býr á móti okkur, sem á einhenta barnið.... er SONUR MEGASAR!!!
Og við þessa sögu stóð mamma gjörsamlega á öndinni. Nágranni okkar... Sonur Megasar! Hann hlýtur bara að vera frægur... eða það hélt hún. Það er örugglega ekki mjög eftirsótt að vera stimplaður sem barn Megasar þótt að hann semji mjög góða tónlist og allt það. En fyrir þá sem ekki vita þá er Megas drykkfelldur maður mjög og hefur fallið oft fyrir Bakkusi á sinni ævi. Sem sagt...öl er böl. Þannig að mér fannst þessi saga ekki merkilega né spennandi eins og allar góðar slúðursögur ættu að vera. Mömmu fannst það voðalega skrýtið að mér fannst þetta ekki merkileg saga en það finnst mér nú um svo marga hluti. En annað gilti um sögu sem hún sagði mér einu sinni en hún var einhvern vegin svona:
,,Nágrannakona okkar, sem bjó fyrir ofan leigubílstjórann sem var alkahólisti sem dó síðan úr hjartaáfalli, konan sem pabbi hélt að væri ódýr hóra því að hún var alltaf með nýjan og nýjan róna inni hjá sér um helgar... væri dóttir konunnar sem labbar alltaf um í fjólubláum glanssnjógalla allan ársins hring og er talin vera eitt af “viðundrum Hafnarfjarðar!”
En þetta fannst mér vera mjög áhugavert því að þarna sá ég að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Í þessu tilviki var eplið svolítið súrt.... æjæjæjæj!!
En ætlun mín með þessum pistli var að sýna fram á það að slúðursögur eru af hinu illa... ég sé að það tókst ekki en ég er nú bara mannleg!!

mánudagur, febrúar 10, 2003

SKEMMTIHORNIÐ

Ójá... það er ekki til neitt skemmtilegra en að leika sér með nöfn fræga fólksins og er það með eindæmum skondið að þýða þau yfir á íslensku. Hér koma nokkur dæmi:

Britney Spears: Britney Spjót
Nicole Kidman: Nicole Barnamaður
Justin Timberlake: Justin Timburvatn
Sandra Bullock: Sandra Bolalokkur
Tom Waits: Tommi bíður (en eftir hverju??? Humm...)
Alicia Silverstone: Alicia Silfursteinn
Magic Johnson: Töfrar Jónsson
Cat Stevens: Köttur Stefáns
Tom Cruise: Tommi Bíltúr
Jimmy Paige: Jimmy Blaðsíða
John Goodman: Jón Góðmaður
Lauren Hill: Lauren Hæð

Og svo eitt færeyskt í lokinn:

Eivör Pálsdóttir: Ekki-munnur Pálsdóttir

Eins og þið sjáið er alltaf hægt að gera eitthvað skemmtilegt úr leiðinlegu fólki.... ef þið lumið á einhverjum fleiri skondnum nöfnum.... látið mig þá vita!! Njótið heil!!

föstudagur, febrúar 07, 2003

Það tók mig langan tíma að finna upp á einhverju umræðuefni til að bulla um í dag en datt svo í hug að tala bara um það sem er manni næst.... fjölskyldan.

Fjölskylda er afar skringilegt fyrirbrigði. Hún er aldrei eins og maður vill að hún sé en stundum kemur sá tími þegar manni finnst hún bara vera fullkomin og vildi ekki hafa hana öðruvísi en hún er!! Ef við tökum sem dæmi mína fjölskyldu...

MAMMA: Leikskólakennari, er með æði fyrir bútasaumi og spýtumálun og hennar stærsti draumur er að fara að sjá Amish fólkið í Ameríkunni. Er með hreingerningaræði og reynir sífellt að troða því inn í litlu heilabú dætra sinna að hreint hús sé gott hús. En er samt alveg indæliskona. Kallar skapahár “pippskegg”... eitthvað vestfirskt dæmi held ég!?! Kann að láta mann fá alveg rosalegt samviskubit með þessu lúkki sem hún gerir þegar hún kaupir eitthvað handa manni. Ætli það sé hægt að læra það Húsmæðraskólanum??

PABBI: Rafvirki. Er með tækjadellu dauðans eins og ég kýs að kalla það. Dýrkar enska boltann. Var eitt sinn orðinn svo pirraður á vælinu í spúsu sinni þegar það var leikur og Innlit/útlit á sama tíma, að hann keypti sér bara annað sjónvarp og húsnæði undir það í leiðinni. Ekki amalegur díll því að núna fær loksins hann frið! Málar brjósta- og typpamálverk í frístundum og er bara helvíti góður í því kallinn!

SYSTIR MÍN: Öðru nafni Harpa Rán eða Harpa Bankrubbery eins og hún kýs að kalla sig. Er fiðlusargari af Guðs náð og hefur oftar en einu sinni skemmt heyrnir í fjölskylduboðum þrátt fyrir að vera aðeins 11 ára. Er þekkt fyrir sína skemmtilegu brandara sem vekja ávallt mikla kátínu við matarborðið... ef brandara mætti kalla.

HUNDURINN MINN: (Sagt með “kvikmyndarödd”) Sókrates aka. Sókri svakalegi. Er hættulegasti hundurinn í hverfinu og allir hræðast hann!! Blaðberar flýja... sölumenn væla.... handrukkarar kalla á mömmu sína... mormónar biðja til Guðs!! Pása Eftir að augað hans var næstum bitið úr honum af óvinahundi, breyttist hann til muna. Hann stökkbreyttist og fór að ganga í sokkabuxum. Hann byrjaði að gelta á gamalt fólk og þroskahefta sem áttu leið framhjá húsinu okkar. Hann fór að stæla átrúnaðargoðið sitt... Lassie... sem er einmitt af sama kyni og hann. Þegar barn datt um stein, kom hann og reddaði málunum... hann sem sagt drap steininn. En núna er hann bara venjulegur heimilishundur... á það stundum til að labba á veggi en hvaða hundur gerir það ekki???

Já eins og þið sjáið er fjölskyldan mín einsdæmi. Ég segi ekki meir.....

mánudagur, febrúar 03, 2003

Í gær var ég fyrir andlegu sjokki og andlegu ofbeldi í þokkabót. Þannig er mál með vexti að ég gerðist svo djörf að fara í verslunarleiðangur í þá ágætu verslunarmiðstöð Kringluna að leita mér að stígvélum. Nei gott fólk... ekki að gúmmístígvélum og ekki geimstígvélum (moonboots)... heldur pinnastígvélum. Eftir mikla leit fann ég loks draumastígvélin í Gallerí 17. Kostuðu bara skítinn 20 þúsund kall sem er gjafaprís fyrir fátækan námsmann eins og mig!! HAHA!! Ég bað um mína stærð og viti menn... þau pössuðu!!! En svo var að renna þeim upp. En ekki gat ég rennt upp þrátt fyrir mikil og blóðug slagsmál við rennilásinn. Það er erfitt að vera kvenmaður með breiða ökkla á Íslandi... því komst ég að í gær! Ég ákvað samt að gefast ekki upp og ákvað að leita hjálpar hjá einni af afgreiðslukonunum. Samtal okkar var á þessa leið:

Ég: ,,Fyrirgefðu... en áttu einhver stígvél fyrir kvenmenn með breiða ökkla??”
Afgreiðslukvendi: ,,Ha.... hvað meinarðu??” (sagt með truntulegri röddu)
Ég: ,,Nú... bara.... stígvél fyrir breiða ökkla!!”
Afgreiðslukvendi: ,,Bíddu, af hverju heldurðu að Stórar stelpur hafi verið stofnuð???”

Og þarna missti ég algjörlega andlitið og gat ekki komið upp einu einasta orði! Ef ég hefði ekki verið svona hissa, þá hefði ég getað buffað þessa kellingardruslu!! Hafa afgreiðslukonur rétt til að koma svona fram við kúnna?? Er maður bara stimplaður feitur ef maður er ökklabreiður?? Þessi búð djöfulsins tekur greinilega ekki tillit til stórbeinótts fólks og hér með fordæmi ég þessa búð og starfsfólk hennar líka.
En ekki þýðir að deila við dómarann því að minn dómur hefur verið kveðinn. Mér er ekki ætlað að kaupa mér stígvél og því hef ég gefist upp!! Gúmmítúttur here I come!!!!