föstudagur, febrúar 28, 2003

SKEMMTIHORNIÐ II

Vegna gífurlegra “vinsælda” á nafnasprellinu mínu sem ég var með fyrir nokkru, hef ég ákveðið að halda áfram með svipað. En núna eru það ekki þýðingar á erlendum, frægum nöfnum... heldur hvernig erlend, fræg nöfn geta hljómað í eyrum dumbdaufra Íslendinga eða hvernig nöfnin geta verið þýdd yfir á íslensku sem allir ættu að skilja.

Bill Gates: Billi Geit
Bill Clinton: Billi Klín-tonn
Bruce Springsteen: Brúsi Sprengjusteinn
Chris O’Donnel: Kriss Ó-Dolla
Chris Rock: Kriss Rokkur
George Clooney: Georg Klón
James Cameron: Djeims Kameljón
John Travolta: Jón Tveggja-volta
Kofi Annan: Koffín Anna
Olivia Newton-John: Ólavía Nítján-Tonn
Robert DeNiro: Róbert Nýra
René Zellwegger: René Segulveggur
Robert Townsend: Róbert Tása
Fransic Ford Coppola: Frekar fer ég á kopp Óla
Michael Douglas: Mikael dó í glasi
Catherine Zeta Jones: Kötturinn situr á Jóni

Eins og sést hér er alltaf hægt að gera eitthvað skemmtilegt úr leiðinlegu fólki!!

Engin ummæli: