mánudagur, október 31, 2005

Plokk!

Stundum fara hin minnstu smáatriði alveg rosalega í taugarnar á mér. Eins og til dæmis þegar að kvenmaður hirðir ekki augabrúnir sínar. Illa snyrtar augabrúnir eru eins og Hitler. Afar illa séðar (enda er ekki hægt að sjá Hitler). Þegar ég sé óplokkaðar auganbrúnir á almenningsstöðum langar mig helst að öskra, rífa plokkarann upp úr rassvasanum og plokka manneskjuna í botn. Mér finnst sjálfri gott að plokka. Ég plokka alla fjölskyldumeðlimi. Líka pabba. Ég og mamma dundum okkur við að gera það við hvor aðra og höfum báðar gaman af. Mér finnst ekki vont að láta plokka mig. Bara frekar þægilegt. Svo er það svo mikil lífsfylling að plokka aðra þegar að þeir emja af sársauka. Þá hlakkar í nýrunum mínum og lífið öðlast tilgang. Ég væri alveg til í að vinna við þetta. Vera titluð sem mannlegur plokkari í símaskránni. En þá þyrfti ég örugglega að fara í F-skóla eða Iðnskólann.
Sjálf plokka ég mig svona einu sinni í dag. Kíka allavega í spegil til að gá hvort eitthvað hafi sprottið frá því deginum áður. Oft eru broddar. Það er bara smá challange. Klípi ég í skinn eða næ ég hárinu? Það er lífið! Svo hata ég plokkfisk. Haha en fyndið og kaldhæðnislegt.

Plokkið þangað til þið droppið!


Það þyrfti nú heldur betur að trimma þetta!

laugardagur, október 29, 2005

Fall er ekki faraheill

Eða svo segir Bóbó. Datt þrisvar sinnum í gær. Fyrst þegar ég var að fara í þýsku í einhverjum hálum tröppum og fullt af busakrökkum fyrir aftan mig fóru að hlæja. Engin virðing borin fyrir heldra fólki. Í bakaleiðinni ætlaði ég að passa mig extra vel því ekki vildi ég detta aftur á sama stað. Allt kom fyrir ekki og ég datt í annað sinn og kúlan á hnénu tvöfaldaðist sem var það fyrir. Enskukennarinn minn var fyrir aftan mig og þegar ég reis upp aftur sagði ég með fullri reisn: "It's very slippery!" Svo fór ég og tók próf í Under Milk Wood hjá sama kennara. Kannski fæ ég svona simpaðí stig. Þriðja skiptið var nú verst. Ég var að flýta mér ógeðslega mikið í vinnuna og var að labba ógó hratt þegar ég datt... um hjólagrind! Fyrir framan eitthvað hús! Hver er að hjóla í snjó? Fjaðrapungar vaxa greinilega á trjám. Fékk annan marblett og í þetta skipti skoppar hann alltaf þegar ég geng. Það er ekki þægilegt. Núna er ég að sjá þetta fyrir mér í slómó. Núna er ég að hlæja. Hef ekki ennþá dottið í dag en það eru víst nokkrar mínútur eftir af þessum sólahring. Ég bíð spennt.

FÓLK MÁ SVO ALVEG BJÓÐA MÉR Í PARTÝ SKO! ÉG GET EKKI BEÐIÐ ENDALAUST! Úbbs, caps lock.

miðvikudagur, október 26, 2005

The Adventures of Cornelius and Mortimer

Það var sólríkur dagur í bænum Offcester á Englandi og vinirnir Cornelius og Mortimer ákváðu að skella sér á ströndina. Fámennt var á ströndinni þennan dag og þeir sáu einungis ástfangið, nakið par í heitum ástarleik í sandinum. Skyndilega rak Mortimer upp kvenmannsóp með þeim afleiðingum að Cornelius missti ísinn sinn í sandinn.

M: "What on earth is that black object buried in the sand, my dear Cornelius?"
C: "Well I don’t have a clue Mortimer!"
M: "Ohh good Lord! This is a gun!"
C: "It’s obviously very old. I wonder if it works!?!"
*BANG* *AAA*
M: "I think that your question was answered my old friend."
C: "Dear Lord! I think we shot the couple!!"
M: "Huhumm… you did my lad! But I think that won’t be a problem. That’s just Herman, the drunken sailorman and his mistress. No one will miss them."
C: "But what shall we do with the drunken sailor?"
M: "Oh Cornelius! Now is not the time to sing. We just have to go to the Danish shopkeeper and buy a plastic-bag and a shovel to dig them into the sand."
C: "What a splendid idea, pal! Jolly good then!!"

Þegar vinirnir komu í Den danske fødevarebutik tók kaupmaðurinn Hans á móti þeim að dönskum sið.

H: "Hvad!?!"
C: "God dag! Kan vi ha’ to sorte plastikposer og en skovle tak?"
H: "Nej, I kan ikke ha’ to sorte plastikposer og en skovle!"
M: "Men, hvorfor??"
H: "Jeg servere ikke mordere!"
C: "Hvorfor tror du at vi er mordere?"
H: "Jeg er ikke et tossehovet! Du holder en pistol, idiot!"
M: "Ehh, ja det er sandt. Men det er kun en vandpistol."
H: "Hvis det er en vandpistol... skyd mig!"
M: "Er du sikker på det?"
H: "Ja, eller er du en høne?"
*BANG*
C: "What have you done you fool?"
M: "He called me a chicken!!"
C: "But now we have to burry 3 dead bodies!"
M: "I am human you know!"
C: "Yes I know! But a cup of tea will fix everything. I can bet my grandmothers eyeball on that."
M: "But I don’t want a cup of tea."
C: "Lets think for a moment. We are in a Danish shop full of delicacies and Danish money. Then we’ve got the drunken sailorman’s boat."
M: "Why are you always so bloody clever Cornelius?"
C: "I guess I was just born under a lucky star with a silver-spoon in my mouth."
M: "So you want us to take the money and the food and sail to Denmark on the boat?"
C: "You hit the nail on the head my dearest pal!"
M: "But what shall we do with the bodies?"
C: "We’ll just take them with us and sell them in Denmark. I’m sure the zoo will take them!"
M: "What a splendid idea, pal! Hurry up then!"

Cornelius og Mortimer siglu til Danmerkur og þar hélt ævintýri þeirra áfram. En þið fáið ekki að heyra hvernig gekk í Danmörku. Allavega ekki strax.

mánudagur, október 24, 2005

Toppurinn á tilverunni

Hvað er betra en að byrja nýja viku á einni jarðarför eða svo? Mín vika byrjaði allavega þannig. Hressandi! Svo voru kökurnar svo góðar. Ég og Gimmi tókum það víst að okkur að halda næsta ættarmót. Ætli ég hristi ekki einu fram úr erminni in no time næsta sumar.

Í dag á ég afmæli. Bílprófsafmæli. Eitt ár komið og ég keyri jafnilla og ég gerði fyrsta ökutímann minn. Bara plís, ef ég býð þér far, labbaðu frekar ef þú vilt ekki enda sem rúðusplass. Þura á líka afmæli. Eftir mánuð og 3 daga á ég líka afmæli. Og það helgina fyrir jólaprófin. Nú bölva ég foreldrum mínum fyrir að hafa ekki getið mig fyrr.

Sökum jarðarfararinnar komst ég ekki í bæinn til að vera kona. Er búin að vera í því í dag að útskýra þennan dag fyrir karlpeningnum. Talaði við einn áðan sem var ekki hress með að konur væru bara með 64% af launum karla. Ég var ánægð með hann þangað til hann sagði að þetta væri ósanngjarnt því hann vill ekki að tilvonandi konan hans komi með minni pening inn á heimilið en hann. Samtalið fór ekki lengra.Æi gleymdi ég að raka mig undir höndum áður en ég fór í gallann...

föstudagur, október 21, 2005

Brúnetta

Langþráður draumur rættist í gær þegar ég gerðist dökkhærð. Ég segi að þetta sé dökkhært, en sumir rauðhært. Þetta er dökkhært! Miðað við hvernig ég var allavega. Í kvöld ætla ég svo að tjútta af mér rassgatið og það í fyrsta skipti sem dökkhærð kona. Þeir sem vilja samgleðjast mér á þessum tímamótum er bent á miðbæ Reykjavíkur. Í kvöld skal drukkið Gajol og bjór með tilheyrandi þemalagi. Ekki get ég sungið það hér. Ég sakna samt óneitanlega ljósu lokkanna en þeir koma aftur seinna. Verð bara að prófa hitt. Sjá hvort fólk taki meira mark á mér.

Í spænsku sagði Vala mér að þegar hún horfir á OC minnir Julie Cooper hana alltaf á mig. Ekki erum við líkar. Julie er líka bara tussupussa. Takk Vala. Fyrir þetta færðu link.


Sjáið þetta glott! Þetta get ég ekki.

miðvikudagur, október 19, 2005

Myndir af manni sjálfum eru ágætar


Rúllandi full!


Eiríkur reynir að hella á mig bjór


Sem betur fer hætti hann við og það er gaman


Ingimar reynir að ota sínum tota í minn munn. Ég segi bara oj við því.


Gaman að vera til!


Villtur puttadans


Fallega fólkið


Það er brundur í bjórnum mínum!


Ég og Doddi trommukall: bara like this!


Ég er ekki þarna

Birt meðalvegörugglega góðfúslegu leyfi Atla

þriðjudagur, október 18, 2005

Fokksjitt

Millinafnið Örn eltir mig á öndum. Íslenskir foreldrar drengja hafa ekkert hugmyndaflug.

Ég sá súrustu mynd sem ég hef á minni stuttu ævi séð í kvikmyndagerð. Og þær eru margar súrar fyrir. En þessi var sænsk og það toppaði allt. Samt sofnaði ég. En það var kannski af því að myndavélin var aldrei hreyfð og myndin var full af ógeðslegu fólki, gubbi og stúlknafórnum.

Fékk póstkort áðan og mig langaði bara að fara að grenja. Skondið hvað lítill blaðsnepill getur rótað í hausnum manns.

Á fimmtudaginn geng ég ef til vill í lið með dökkhærðu fólki. Já ég mun gerast ein af þeim. Nema að ég beili á síðustu stundu því að ég er vibbalega stressuð fyrir þessu. En þetta er gamall draumur og ætli ég verði ekki að leyfa honum að rætast.

Það er gaur að hrella mig á MSN. Hann á gulan sportbíl með númerinu EMINEM. Ég hef nú alltaf verið veik fyrir sportbílum en þetta er bara einum of. Hann er alltaf að reyna að senda mér mynd af bílnum sínum og skilur ekkert í því af hverju ég vil ekki taka við myndinni. En það er gaman að rugla í honum en samt ætla ég að blokka kvikindið.

Vá þetta var fokksjitt leiðinleg færsla.

sunnudagur, október 16, 2005

Heitar heimilisfréttir

Í fréttum er þetta helst:

Fjárfest hefur verið í nýjum ísskáp af gerðinni Gram á Hverfisgötunni. Sá gamli (18) sagði sitt síðasta í síðustu viku er hann tók upp á því að leka og það beint í grænmetishólfið. Hann fór beinustu leið á haugana og hinum nýja komið fyrir í hans stað. Húsráðendur segjast aldrei hafa fengið kalda mjólk fyrr en nú.

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn Mazda Tribute (2 mán) gæti verið að yfirgefa fjölskylduna. Húsmóðir (40) segir hann vera of dýran í rekstri og að hann eyði of miklu. Elstu heimasætunni (18) á heimilinu gæti ekki verið meira sama því hún fær víst aldrei að keyra kvikindinu.

Pallur hefur poppað upp í garði fjölskyldunnar en það hefur tekið fjölskylduföðurinn (47) 2 ár að koma honum fyrir. Næsta verkefni á dagskrá er herbergi á neðri hæð hússins fyrir elstu dótturina (18) en guð einn veit hvenær byrjað verður á verkinu. Síðustu fréttir herma að byrja ætti í september en jú, sá mánuður er liðinn. Fréttamenn verða þó í startholunum og láta vita ef þeir verða varir við hreyfingu í þeim málum.

Ekki er fleira í fréttum. Útsendingu stjórnaði Brjánn Jónasson.

fimmtudagur, október 13, 2005

Back in action!

Krakkar, það þýðir ekkert að vera í fílu endalaust og láta einhverja perlupunga eyðileggja fyrir sér. Þá er bara málið að koma aftur, eldhress að vanda. Síðastliðin vika hefur verið frábær og hefur marg skemmtilegt drifið á daga mína. Hér koma nokkur sýnishorn:

- Á föstudaginn var MR-ví dagurinn og vitaskuld rúlluðu MR-ingar þessu upp og bjuggu til pergament. Loki-kvasir kom út og var drullupussuflottur. Ég var tímavörður og gaf hundaprump í krukku. Það er ekkert gaman að komast yfir piss-kúk-prump skeiðið og þess vegna ætla ég aldrei að hætta á því.

- Á laugardaginn var haustfagnaður LH og voru veigar Bakkusar iðulega við hönd. Þá var gaman og ég fór að rugla í MS-ingum. Teitið var á Álftanesi en þeir fóru á Seltjarnarnes. Þessir rugludalla MS-ingar. Svo loksins þegar þeir komu, ljóskuprófaði ég þá í rassgatið! En ég var leiðinleg við Erlu. Fyrirgefðu Erla mín!

- Skólavikan gekk bara sinn vanagang. Prófaútkomur sem voru misgóðar. Trallala! Árshátíðarvikan og þemað Bóndi, Jón Bóndi. (ens. Bond, James Bond)

- Gærdagurinn var afar spes. Um kvöldið tók ég þátt í SPK í árshátíðarsjónvarpinu og fékk framan í mig vatn, undanrennu og fanta blandað saman í formi vatnsbyssuinnihalds (oj ljót setning). Við í 6. bekk komumst í undanúrlsit en töpuðum. Oh. En svo fór ég með Þuru í MR-sundlaugarpartí til að þrífa af mér ógeðið. Tók þátt í boðsundi fyrir Björk og drullutapaði af því að: 1) Þegar að ég stakk mér ofan í fóru bikiníbuxurnar + toppurinn í klessu 2) Fékk krampa í ilina á miðri leið sem er búinn að hrjá mig um nokkurt skeið 3) Þegar að ég kom til baka (síðust) var önnur júllan búin að poppa út og ætla ég rétt að vona að enginn sá herlegheitin. Allamalla! En svo var ég mönuð í að taka þátt í dýfingarkeppni með frjálsri aðferð. Og nota bene, sjálfur Gilzenegger var að dæma. Ég var eina stelpan sem tók þátt og var aðferðin frekar frjálsleg. Hún var einhvern veginn svona: Settist klofvega á brettið alveg við endann. Þegar þar var komið vissi ég ekki hvernig ég ætti að koma mér ofan í þannig að ég hugsaði með mér: "Hmm, best að hossa mér." Það gerði ég við góðar undirtektir og lét mig gossa. Splass! Beint á magann og það var ekki þægilegt. Þegar að ég kom upp (eftir að ég klæddi mig aftur í bikiníið í kafi) heyrði ég bara: "Úú! Ái!" og vissi að aðrir fundu til með mér. En ég vann og fékk að vita það með þessum fögru orðum af vörum Gilzenegger: "Og án efa vann stelpan sem hossaði sér svo eftirminnilega á brettinu." Og ég vann útrunnið Celebrations! En mamma og pabbi vita það ekkert. En ég náði því miður ekki í hnakkadrambið á Gilz til að þakka honum fyrir. Þura varð á undan mér til þess.

- Í morgun fór ég svo í morgunpartý hjá Þuru. Bakkelsi og Fuglastríðið í Lumbruskógi. Það var nú meiri nostalgían. Þegar að ég var lítil gerði ég mér ekkert grein fyrir húmornum í myndinni en núna hló ég af mér rassgatið. Og maður ólst upp við þetta og hvað hafa krakkarnir núna? Bubbi byggir? Síðan fór ég í Klifurhúsið og gerði tilraun til að klifra upp vegg. Gerðum svo mannlegan píramída. Vúhú! Núna er ég heima að skrifa þetta og er að fara til Sóleyjar og hún ætlar að setja í mig krullur fyrir árshátíðini sem er í kvöld. Blee!

Dagbókarbloggstíllinn er víst voða inn núna. Ætli ég verði ekki að fylgja tískustraumnum í þetta sinn.

fimmtudagur, október 06, 2005

Líðandi stund

hún bara líður. Prófavikan ógurlega er að renna sitt síðasta skeið á morgun með skítasöguprófi. Frumlesturinn bara tekinn á þetta í dag. Hlutirnir hafa nefnilega afgerandi tilhneigingu til að reddast. Á morgun kemur líka út barnsburður vökunætur til kl. 3, Loki Laufeyjarson/kvasir og er blaðið drullupussuflott, Loka-helmingurinn þ.e. MR-ví dagurinn er líka á morgun, þess vegna kemur blaðið nú út. Ég verð tímavörður í ræðukeppninni og þarf að gefa vesslingi gjöf en hef ekki hugmynd um hvað ég á að gefa. Þetta fólk á allt. Þau eiga samt örugglega ekki prump í krukku. Hmm.

Jæja ég er bara að pæla í að slútta þessu bloggi. Óprúttnir náungar eru farnir að leggja leið sína hingað og bera allskonar slúður um mig og aðra um allan bæ. Ég er ekki að fíla það því ég á að geta skrifað um hvað sem er hér á þessu vefsetri. En ég sé bara til.

sunnudagur, október 02, 2005

Ég held að ég hafi drukkið kaffi í gær. Ég held líka að ég hafi rænt banka því í morgun var veskið mitt fullt af seðlum. Einnig held ég að ég hafi grennst í nótt. Svo held ég líka að ég sé að missa mitt vit og æru.