föstudagur, október 21, 2005

Brúnetta

Langþráður draumur rættist í gær þegar ég gerðist dökkhærð. Ég segi að þetta sé dökkhært, en sumir rauðhært. Þetta er dökkhært! Miðað við hvernig ég var allavega. Í kvöld ætla ég svo að tjútta af mér rassgatið og það í fyrsta skipti sem dökkhærð kona. Þeir sem vilja samgleðjast mér á þessum tímamótum er bent á miðbæ Reykjavíkur. Í kvöld skal drukkið Gajol og bjór með tilheyrandi þemalagi. Ekki get ég sungið það hér. Ég sakna samt óneitanlega ljósu lokkanna en þeir koma aftur seinna. Verð bara að prófa hitt. Sjá hvort fólk taki meira mark á mér.

Í spænsku sagði Vala mér að þegar hún horfir á OC minnir Julie Cooper hana alltaf á mig. Ekki erum við líkar. Julie er líka bara tussupussa. Takk Vala. Fyrir þetta færðu link.


Sjáið þetta glott! Þetta get ég ekki.

Engin ummæli: