laugardagur, mars 29, 2003

Margar hugsanir og pælingar hafa streymt gegnum huga minn síðastliðnu daga og á meðal þeirra er sú pæling í að hætta að blogga. Margar ástæður eru fyrir því, t.d. það að það skoða ekki margir þessa síðu... sem er allt í lagi, og svo hef ég bara ekki ýkja mikið til að skrifa um. Það sem ég tala um er heldur ekki mjög innihaldsríkt og já... bara leiðinlegt. En ég ætla að láta þessa fáu lesendur þessarar síðu dæma um það hvort ég eigi að halda áfram eður ei. Þannig að endilega segið skoðun ykkar á þessu máli í commenta-hlekknum og ekki vera feimin við að vera hreinskilin. Hver veit nema að þetta verði síðasta færslan sem ég geri á þessari síðu og vil ég bara þakka þessum örfáu hræðum sem hafa einhvern tíma komið inn á þessa síðu, kærlega fyrir það.

þriðjudagur, mars 25, 2003

LÍFSREYNSLUHORNIÐ

Ég varð fyrir hræðilegri lífsreynslu í dag þegar ég “stórslasaði” gamalt konugrey í strætó og það í annað skiptið á stuttum tíma... ég er miður mín. Þetta byrjaði allt saman þegar ég var að labba inn í strætó með töskuna mína fulla af bókum, s.s. múrsteinum. Svo sá ég einhvern úti sem ég þekkti og tók svona 180° hopp af gleði en í þessu sama hoppi, slóst taskan mín óvart í höfuðið á gamalli konu sem sat við ganginn. Hún öskraði á mig og blótaði og kallaði mig vandræðaungling og bara allskyns viðbjóð. Svo fannst mér ég sjá nokkur tár streyma niður hrukkóttar kinnar hennar og þá leið mér ennþá verr. Ég er svo vond manneskja... það er greinilega verið að segja mér að mér er ekki ætlað að eiga samskipti við gamalt fólk. Núna á ég örugglega eftir að fara að gráta í hvert skipti þegar ég sé gamlar konur í strætó.
En fyrsta skiptið sem ég næstum því slasaði gamla konu var ennþá hræðilegra. Ég var bara að labba útúr strætó og það var gömul kona á undan mér en hún labbaði svo hægt út að faldurinn á kápunni hennar “varð eftir” og ég steig á hann. Greyið gamla konan féll næstum því fram fyrir sig en vegna skjótra viðbragða ofurkonunnar Núræs, náði hún að koma henni til bjargar. Hún náði einhvern veginn að toga í hnakkadrambið á henni svo að hún dytti ekki kylliflöt ofan í slabbpoll sem var fyrir neðan. Núræs fékk þakkir en ég fékk bara skammir og töskubarningu.
Já... gamalt fólk kann að verja sig þegar því er ógnað, því hef ég komist að. Látum þetta okkur að kenningu verða og stöndum vörð um gamlar konur í strætó!

mánudagur, mars 24, 2003

MOGGARÝNI

Það duttu allar dauðar og lifandi lýs úr höfði mér í morgun þegar ég leit í Moggann því engin önnur en.... þyrl....taddarara.... Chelsea Clinton, fyrrverandi... eitthvað... var stödd á Hverfisbarnum á föstudaginn. Ég er ekkert smá svekkt yfir að hafa misst af henni.... ég meina.... átrúnaðargoðið mitt var aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá mér og ég fékk ekki neina strauma frá henni!! Hversu óheppinn getur maður verið?? Svo er það þessi mynd af henni framan á Mogganum sem lét mér líða aðeins betur. “Gellan” sem er með henni á myndinni er ekki alveg með Zoolander-lúkkið á hreinu... maður þyrfti kannski að taka hana bara í kennslu einhvern daginn. Svo er eitthvað viðtal við hana: ,,Hún hélt að það væri ekkert mál að koma til Íslands því enginn myndi þekkja hana. Allt í einu komst upp hver þetta var og þá fór fólk að tala við hana. Hún var voða fín en örugglega svolítið stressuð.” Hvað veit hún um það?? Hún er örugglega svona kreisí fan sem eltir frægt fólk útum allt og reynir að sálgreina það og spyrja það fáránlegra spurninga: “Hey Chelsea Clinton! I’m your biggest fan. How is Monica doing?? You know, I know about this great dry-clean place here in Iceland where she can clean her dresses. I know what these kind of stains can do to your clothes. Believe me... I know!” Æi, ég veit það ekki. En ég verð bara að bíta í það súra epli að ég á örugglega aldrei eftir að sjá hana!! En hvar ætli hún eigi heima?? Humm....

Hún Guðný massi fær link fyrir að vera frábær... og hún sjálf!! Svo hefur hún líka gaman af því, eins og ég, að tala um aðra fjölskyldumeðlimi og gerir það bara skratti vel!!

miðvikudagur, mars 19, 2003

KVIKMYNDAGAGNRÝNI.... ÁSAMT ÖÐRU

Ég sá afar skemmtilega mynd um helgina en hún heitir því ágæta nafni About a boy. Svo bættist eitt fjölskyldugullkorn í safnið þegar pabbi kom með spóluna heim og sagði við mömmu: “Ég tók About a boy áðan” Og þá spurði mamma: “Um hvað er hún??” Eins og það segi sig ekki sjálft. Já hún móðir mín er skondin kona, það fer ekki milli mála. Það var nú mest hlegið af myndinni þegar einhver strákur drap önd með því að kasta brauðhleifi í hana. Það sýnir kannski hvað fjölskyldan mín er ómannúðleg... er bara alveg sama um greyið öndina. En þetta er nú bara allt í plati!
Hann Hugi Stóri (Hugh Grant) stóð sig með mikilli prýði í þessari mynd, bara búinn að losa sig við 80’ greiðsluna og slöngulokkana og læti. Svo rak ég mig á það að ég held að ég hafi bara aldrei sagt nafnið hans rétt, öll þau ár sem ég hef horft á myndir með honum. Ég segi alltaf: Hjúgg.... en svo hef ég heyrt alls konar útgáfur: Húghhh...... og Hjúk..... og Hggjúk. Hvað heitir maðurinn eiginlega???
Sem sagt...fyrir þá sem ekki hafa séð þetta meistarastykki ættu þeir endilega að slíta sig frá tölvunni og horfa á hana. Því að eins og gamli kallinn segir: ,,Að horfa á myndband er góð afþreying!”

sunnudagur, mars 16, 2003

THE ADVENTURES OF CORNELIUS AND MORTIMER

Það var sólríkur dagur í bænum Offcester í Englandi og vinirnir Cornelius og Mortimer ákváðu að skella sér á ströndina. Fámennt var á ströndinni þennan dag og þeir sáu bara ástfangið, nakið par í heitum ástarleik í sandinum. Allt í einu sáu þeir einhvern svartan hlut grafinn í sandinn.

M: “What on earth is that black object buried into the sand, my dear Cornelius?”
C: “Well I don’t have a clue Mortimer!”
M: “Ohh good Lord! This is a gun!”
C: “It’s obviously very old. I wonder if it works!?!”
*BANG* *AHH*
M: “Your question was answered my old friend!”
C: “Dear Lord! I think we shot the couple!!”
M: “Huhumm… you did my lad! But I think that won’t be a problem... that’s just Herman, the drunken sailorman and his mistress. Noone will miss them.”
C: “But what shall we do with the drunken sailor??”
M: Oh Cornelius! Now is not the time to sing! We just have to go to the Danish shopkeeper and buy a plastic-bag and a shovel to dig them into the sand.
C: What a splendid idea, pal! Lets go!!

Þegar vinirnir komu í Den danske fødevarebutik tók kaupmaðurinn Hans á móti þeim að dönskum sið.

H: “Hvad!?!”
C: “God dag! Kan vi ha’ to sorte plastikposer og en skovle tak??”
H: “Nej, I kan ikke ha’ to sorte plastikposer og en skovle!! ”
M: “Men... hvorfor??”
H: “Jeg servere ikke mordere!!”
C: “Hvorfor tror du at vi er mordere??”
H: “Jeg er ikke et tossehovet! Du holder en pistol, idiot!!”
M: “Ehh... ja det er sandt. Men det er kun en vandpistol.”
H: “Hvis det er en vandpistol... skyd mig!!”
M: “Er du sikker på det??”
H: “Ja... eller er du en høne??”
*BANG*
C: “What have you done you fool??”
M: “He called me a chicken!!”
C: “But now we have to burry 3 dead bodies!”
M: “I am human you know!”
C: “Yes I know! But a cup of tea will fix everything. I can bet my grandmothers eyeball on that!”
M: “But I don’t want a cup of tea!”
C: “But lets think for a moment. We are in a Danish shop full of delicacies and Danish money. Then we’ve got the drunken sailorman’s boat!”
M: “Why are you always so bloody clever Cornelius??”
C: “I guess I was just born under a lucky star and with a silver-spoon in my mouth!”
M: “So you want us to take the money and the food and sail to Denmark on the boat??”
C: “You hit the nail on the head my dearest pal!”
M: “But what shall we do with the bodies??”
C: “We’ll just take them with us and sell them in Denmark... I’m sure the zoo will take them!”
M: “What a splendid idea, pal!! Lets go!!”

Cornelius og Mortimer siglu til Danmerkur og þar hélt ævintýri þeirra áfram. En þið fáið ekki að heyra hvernig gekk í Danmörku. Allavega ekki strax....

miðvikudagur, mars 12, 2003

Bréfaskriftir ungra menntaskólapía í leiðinlegum eðlisfræðitímum geta verið afar spennandi og skemmtileg lesning! Tökum dæmi:

A: Heyrðu B, ætli við eigum nokkuð eftir að hittast mikið í sumar?
B: Ha.... jújú... við reynum bara! :)
A: OK... en ég skal kaupa handa þér týrólabúning í Þýskalandi!! :) *blikk*
B: Hehe... Heidi #2!!
A: Já... með týrólahatt og alles!!
B: Og síðar fléttur og stór brjóst!
A: Auðvitað! Svo skal ég kaupa extra fleginn búning og svo annan handa mér! FLOTTAR Á BÖLLUNUM!!!
B: Geðveikt!! Svo getum við notað svona pikköpp línur:

B: Want me to jodle for you... boy?? *blikk*
A: Wanna see my jodeling tits??
B: Honey... I’ll be your goat if you’ll be my shepard! Grr..!!
A: Wanna milk my two goats??
B: Wanna be my jodle-jodle-jodeler?? We can jodle all night long!!
A: Come on grandpa and jodle with me because Heidi isn’t home!! Arrgg...

B: Veistu... ég held að þetta virki ekki.
A: Nehh... það skilur enginn ensku!!

Já eins og sjá má eru samræður ungra stúlka afar þunnar og asnalegar. Stelpur... vonandi gerið þið ekki sömu mistök og þessar gerðu... því þessar rollur gengu AÐEINS og langt!! En samt sem áður... afar athyglisverð lesning og gott dæmi um fáfræði ungra stúlkna á týrólabúningum og pikköpp línum!!

þriðjudagur, mars 11, 2003

Hann Steindór fór link fyrir að vera súr... út í mig aðallega.

sunnudagur, mars 09, 2003

PIPARHORNIÐ

Í þessu horni ætla ég ekki að tala um pipar.... heldur miklu alvarlegri hlut. Það að pipra er hlutur sem allir hræðast. Hver fær ekki martraðir um að vera sjötug kelling eða kall, sitja í ruggustól og hugsa um hvað hann Jón á Grund eða hún Jóna á Beitilandi sé að gera akkúrat þessa stundina. Ég tala nú ekki af reynslu því ég reyni nú að hafa ekkert áhyggjur af þessu en stundum kemur sá tími að maður pælir svolítið í þessu. En ég ætlaði nú ekki að tala um mína piprun heldur vandamál sem koma upp þegar maður er piparsveinn eða piparfrú. Allir verða nú einhvern tíma svangir... líka piprað fólk. Hefur þú ekki lent í því að vera einn heima, ekkert er til og þú átt ekki eyri fyrir flatböku??? En ég er komin með lausn... pulsupasta!!! Þetta er réttur sem er afar vinsæll á mínu heimili. Segja má að þetta sé leynifjölskylduuppskrift og er ég því hér að deila með ykkur miklu leyndarmáli. En uppskriftin er svona:

5 pulsur skornar í bita
Slatti af pasta (t.d. slaufur, skrúfur eða bara það sem hendi er næst)
Bönns af tómatsósu


Pastað er soðið í mauk, pulsubitum hent út í og ekki spara tómatsósuna!!

Já... svona var nú það! Þetta er bæði fljótlegur, ódýr og góður réttur sem hægt er að matreiða hvenær sem er. Svo ef undur og stórmerki myndi gerast.... þú myndir næla þér í gellu eða gæja... þá er tilvalið að bjóða upp á pulsupasta kannski á öðru deiti! Verði ykkur að góðu lömbin mín, og munið... ekki spara tómatsósuna! ;)

miðvikudagur, mars 05, 2003

Það sem fyndið er...

... að segja.
... að heita Tómas Oral og stunda skák.
... að horfa á Eight legged freaks með kóngulóarhræddu barni.
... að leggja það á sig að horfa á Eight legged freaks.
... að heita Anus og búa í Bandaríkjunum.
... að pota eða kýla í bakið á einhverjum þegar hann/hún býst síst við því.
... að ramba á Popptíví þegar Skjöldur í Lúkkinu er að fara í hárlengingu, láta setja á sig gervineglur og fer í ljósabekk með öðrum karlmanni. Skondin vera!!
... þegar gamlir karlar með staf og sixpensara keyra um á sportbílum og eru með Eminem eða Britney Spears í botni og krúsa down the Pool-road í góðum glens.
... að horfa á póstmenn fjúka!!!
... að sofna í flugvél og leggjast síðan á öxlina á næsta manni og mala. Ekki skemmir ef maðurinn er handboltagaur í landsliðinu! :$
... þegar pabbi manns er búinn að nota hundasjampó með bananalykt í marga mánuði og skilur ekkert í því af hverju það er mynd af hundi framan á sjampóbrúsanum.
... að sparka í kind og ef engin rolla er til staðar, þá bara sparka í önd.

Endilega bætið í púkkið ef þið hafið eitthvað til málanna að leggja!