laugardagur, mars 29, 2003

Margar hugsanir og pælingar hafa streymt gegnum huga minn síðastliðnu daga og á meðal þeirra er sú pæling í að hætta að blogga. Margar ástæður eru fyrir því, t.d. það að það skoða ekki margir þessa síðu... sem er allt í lagi, og svo hef ég bara ekki ýkja mikið til að skrifa um. Það sem ég tala um er heldur ekki mjög innihaldsríkt og já... bara leiðinlegt. En ég ætla að láta þessa fáu lesendur þessarar síðu dæma um það hvort ég eigi að halda áfram eður ei. Þannig að endilega segið skoðun ykkar á þessu máli í commenta-hlekknum og ekki vera feimin við að vera hreinskilin. Hver veit nema að þetta verði síðasta færslan sem ég geri á þessari síðu og vil ég bara þakka þessum örfáu hræðum sem hafa einhvern tíma komið inn á þessa síðu, kærlega fyrir það.

Engin ummæli: