laugardagur, apríl 05, 2003

Ég er komin aftur... aðallega vegna fjölda áskoranna!! Mohohohoh! :) Svo er líka afar erfitt að segja bara bless við eitthvað sem manni þykir vænt um, í þessu tilfelli við bloggið mitt. Ég hef aldrei verið góð í líkingum en ég held að þessi líking sé við hæfi: Maður sendir ekki barnið sitt í einangrun þótt að það fari í taugarnar á manni og maður veit ekki hvað á að segja við það. Já... hérna sannast það að ég er ömurleg í líkingum en ekki grýta mig fyrir því!
Ég sá líka í gær að ég varð að byrja aftur að blogga. Ég fór nefnilega í Kringluna með überkonunum Evu og Björk og sáum þar okkur til mikillar undrunar afar skringilega munaðarvöru. Það var koddi... koddi með 6 brjóst í klessu í einu horninu á koddanum. Okkur varð óglatt við þessa sjón og bölvuðum hönnuði þessa kodda. Að fara svona með líkamspart konu eins og... eins og... eins og HÚSGAGN! Brjóst hafa líka tilfinningar og vilja örugglega ekki að það sé verið að skera sig og kyntvíbura sína af húsbóndakonum sínum og límd á kodda!!
Og við þessa sjón ákvað ég að byrja aftur að blogga! :)

Engin ummæli: