laugardagur, desember 29, 2007

Skil mig ekki

Það er bara allt að mér þessa dagana.

1. Svefnvenjur mínar eru asnalegar. Í gærkvöldi dottaði ég kl. 8 og svaf af mér djammið sem ég ætlaði að fara á með krökkunum. Glaðvaknaði svo kl. 6 í morgun. Djí!

2. Ég held að ég sé litblind. Hélt að svartur bíll væri blár, að brúnir vettlingar væru fjólubláir og að gulllitaði kjóllinn minn væri grænn. Það er allavega eitthvað brenglað þarna bak við augun.

3. Ég er búin að hósta samfleytt í svona 3 vikur. Ekki er ég á leiðinni til læknis því þessi hósti Á að fara sjálfur. Heyrirðu það hósti.

4. Svo er ég komin með bloggveikina sem lýsir sér þannig að ég ætla ekki að blogga aftur fyrr en ég kem til Nýja-Sjálands um miðjan janúar. Ekkert meðal til við þessari veiki. Sorrí. Lifið heil á meðan og við sjáumst á vappinu.

En á meðan fáið þið hér gott ráð í boði fyrrverandi fimleikaiðkanda:


Einu sinni gat umtalaður iðkandi einu sinni gert svona en ekki lengur án þess að koma til baka eins og þessi á myndinni. Búhú.

þriðjudagur, desember 25, 2007

Hátíðarfærslan

Fyrir sumum eru jólin búin því pakkarnir eru búnir. En stærsta gjöfin er óopnuð og þurfið þið að finna út sjálf hver hún er (voða korní tónlist)

Og núna fáið þið að lesa hvað ég gerði síðastliðnu daga:

Á föstudaginn var húllumhæ. Ég, Vala og Oddný skelltum okkur á ömurlegasta ball ever. Háskólaballið á Breiðvangi. Við mættum í seinni kantinum og þegar við komum fór ég bara að hlæja því mættar voru sirka 8 hræður og aðeins hálfur staðurinn opinn. Í það korter sem við vorum á staðnum vorum við í hláturskasti en hættum því þegar við mættum í bæinn og dönsuðum af okkur allt svekkelsi. Aahh, það var gott.

Laugardagurinn fór í leti en á þoddlák fór ég á Laugarveginn með Sigrúnu minni í jólageðveikina. Hleypa þurfti inn í sumar búðirnar í hollum og kvensur með vagna áttu svæðið. Svo var asskoti kalt.

Í gær byrjaði jólastressið fyrir alvöru með pakkakeyrslum og veseni. Þegar ég fer að búa ætla ég að heimta að pakkarnir komi til mín. Jæja þegar við komum heim kl. 5 var ofninn kominn í gang en engin hamborgarahryggjalykt. Þá hafði mamma gleymt að setja hrygginn inn í ofninn. Það er víst nauðsynlegt ef eitthvað á að eldast. Svo gleymdist að fara með Sókra í göngutúr þannig að kl. 6 var ég ein á gangi um hverfið með hundinn minn. Voða næs. Sem betur fer fengum við ekki matinn um miðnætti heldur reddaðist þetta allt. Pakkarnir rifnir upp og allir voða ánægðir. Nenni ekki að telja upp hvað ég fékk. Sorrí. En pabba fannst munkakuflinn utan um rauðvínsflösku sem ég gaf honum, ekki eins flottur og mér. Ísinn var svo allur kláraður sem hefur ekki gerst lengi en það er af því að mandlan í ísnum fannst hvergi. Þá hafði Siggi frændi fengið hana í fyrsta bitanum og geymt hana allan þennan tíma. Hann Siggi frændi prakkari. Síðan eyddum ég og síðarnefndur Siggi frændi örugglega heilum klukkutíma í gestaþraut sem gekk svo aldrei upp. En hún verður kláruð í kvöld í hangikjötinu hjá ömmu og afa.

Á morgun er svo Millaball og ég verð þar. Og hér koma nokkrar góðar frá föstudeginum. Já og gleðileg jól gott fólk.


Þessir voru flottastir

Svo vil ég leiðrétta algengan misskilning. Ef þú hellir útrunni mjólk út í óútrunna mjólk, þá er ekki allt í lagi með mjólkina. Hún er alltaf jafn útrunnin. Vildi bara koma þessu á framfæri. Takk.

fimmtudagur, desember 20, 2007

Tvífarar vikunnar
Jói Fel og Win Butler úr Arcade FireKallið mig brjálaða en maður má alveg segja það sem manni finnst.

mánudagur, desember 17, 2007

Heimkomin kona

Og komin í kærkomið jólafrí þangað til 15. janúar en þá er ferðinni haldið til Nýja-Sjálands, Ástralíu, kannski Balí og Asíu. En Vegas já. Ég og Vallarinn rifum okkur upp úr almennum veikindum og fundum þetta svaðalega moll þar sem peningunum var eytt eins og ég veit ekki hvað. Ég skrapp svo á I Am Legend í bíóið á hótelinu og brá bara nokkrum sinnum. Smá. Þið verðið bara að bíða þangað til annan í jólum til að sjá hana í bíó. Haha hí á þig. Nú svo fórum við nokkur á tónleika með The Killers-mönnum. Ekki á þeirra tónleika heldur aðra tónleika. Ætluðum svo að fara á Beowulf í bíó en það gekk ekki. Þá hefði ég farið í bíó tvisvar sinnum á sama deginum. Úff. Í staðinn fóru þeir með okkur á ekta 70' ítalskan Vegas veitingastað sem er opinn allan sólahringinn. Bara fyndið.
Jæja daginn eftir var hljóðprufa og veikindin alveg að gera alla brjálaða. Hóst og hor um allar trissur. Tónleikarnir gengu samt ágætlega og var stuð á fólkinu. Ég þorði nú samt ekki að gera neinar snöggar hreyfingar því ekki vildi ég að horið færi að fljúga á mann og annan. Þetta voru sem sagt síðustu tónleikarnir í Bandaríkjunum sem er bara fínt. Komin með soldið ógeð á því landi í bili.
Eftirpartíið var svakalegt og haldið á 53. hæð á hótelinu. En það sem gerist í Vegas verður eftir í Vegas. Ég kom samt ekki heim með hring á fingri, því miður.
Kl. 5:30 um morguninn mætti ég niður í lobbí í misgóðu ástandi og steinrotaðist um leið og ég settist í vélina til NY. Þurftum að bíða á JFK í nokkra klulla og heim. Aaaa það er gott að vera komin heim.

Myndir!


Til hvers að fara til París þegar þú getur séð það sama í Vegas?


Dúðuð Valdís í Aladín-mollinu


Eitt klikkað par sem ákvað að halda brúðkaupsveisluna í hlaðborðinu á spilavítinu. Gerist bara í USA!


Give it to me


Helvíti getur maður verið eggjandi


Fyrst voru þær tvær


Svo þrjár


Á nú ekki að þurfa að telja ofan í ykkur


Gleði gleði gleði

Og hættið svo að kommenta svona mikið. Hef ekki tíma til að lesa þetta allt!

Blellöð
-S

föstudagur, desember 14, 2007

Skemmtilegheit

Nú er ég víst komin til Las Vegas en það breytir því ekki að í þrjá daga vorum við staðsett í Hollywood. Eftir langt flug til borgarinnar alræmdu fórum við skvísurnar beint í risastórt moll og byrjaði kaupæðið þar fyrir alvöru. Næsti dagur var tekinn snemma og komum við aftur upp á hótel uppgefnar með pyngjur og pakka. Á baki mínu leyndist þó eitt stykki rjómahvítur Fender Jazz bassi sem ég gaf mér í snemmbúna jólagjöf. Ég ætla nefnilega að gerast rokkari. Þetta kemur allt með kalda vatninu. Ég hef þó ákveðið að persónugera ekki hljóðfærið mitt í þetta skipti með því að gefa því nafn. Það þykir ekki töff.

Á miðvikudeginum fórum við Valdís í morgunjólavaxið á báðum fótleggjum og voru átökin það mikil að ég er öll marin og blá á fótunum. Já fegurð er svo sannarlega sársauki. Haldið var í Nokia Theatre tónleikahöllina og voru Svíarnir því með okkur í anda. Shaun, tour managerinn okkur frábæri átti afmæli þann sama dag og var Sigrún eldri búin að útsetja þennan skemmtilega afmælissöng honum til heiðurs sem við síðan spiluðum fyrir hann. Eftir það kom górilla í tútúpilsi og söng fyrir hann. Varð hann sá vandræðalegasti og skil ég það afar vel. Tónleikarnir voru hinir skemmtilegustu og fékk ég afar slæmt tilfelli af geyspunni sem er algengt vandamál hjá mér þessa dagana. Geyspa út í eitt og hósta þar á milli eða sýg upp í nös. Jólapest að ganga í hópnum. Eftirpartíið var nú ekkert spes þannig að við fórum snemma í háttinn. Allavega flest.

Í dag keyrðum við í rútu í 6 tíma til Las Vegas og er alveg hreint magnað um að litast hér í bæ. Leisersjóv á hverju götuhorni og hálfnaktar konur á öðru hverju skilti. Spilavítið á hótelinu er risastórt og ætli ég splæsi ekki nokkrum dollurum þar á morgun og kannski nokkrum í jólagjafir í Playboy búðinni í lobbíinu. Planið á morgun er síðan að fara á Cirque du Soleil sýningu eða á Tool tónleika hér á hótelinu. Á laugardaginn spilum við svo á hótelinu og morgunflug daginn eftir til NY og svo heim. Gaman. Kannski kem ég heim með hring á baugfingri en það fáið þið ekki að vita því það sem gerist í Vegas verður eftir í Vegas. Híhíhí.

Eitthvað verður maður að myndskreyta þetta:


Ég var næstum búin að kaupa svona fínan sombrero í Mexíkó. Næstum.


Massabassi á hlýjum stað í klofinu á rúmgaflinum mínum


Stuðpíur


Sama borð og var á Coachella. Alveg magnað hvað heimurinn er lítill.


Jólatréð í lobbíinu


Skrapp svo á Pussycat Dolls tónleika.


Fer þetta mér ekki bara ágætlega?Allsber runni að múna á Bergrúnu yfir matnum á 52. hæð.


Og megi Josh Groban farast.

Howdie

sunnudagur, desember 09, 2007

Sombrero

Núna er ég víst að slaka í Mexíkó í steikjandi hita. Þýðir ekkert annað í desember. Ferðin byrjaði vel. Lítill krakki ældi bláu og grænu í innritunarröðinni á Leifsstöð og lyktin var yfirþyrmandi. Jæja, flugum til Boston og gistum þar í eina nótt og svo til Atlanta daginn eftir og þaðan til Guadalajara. Flugþreytan í hámarki. Í fyrradag fórum við í hljóðprufu á festivalinu sem við spiluðum á í gær og tók aðeins 2 tíma að komast á staðinn. Keyrðum niður gil og upp aftur. Svaka flott útsýni og fullt af flækingshundum, -hvolpum og -beljum á veginum til að skoða á meðan. Eins gott að sumir eru með hundaæðissprautu! Tónleikarnir voru svo í gær sem voru svona svakalega hressir. Peyjarnir í RATATAT hituðu liðið upp og þá kom röðin að okkur. Hún Harpa átti svo afmæli í gær og sungu Mexíkanarnir fyrir hana. Mússímússí. Eftirpartíið var morandi í Íslendingum þannig að auðvitað var Hemmi Gunn settur á fullt blast. Ferðin til baka var afar skrautleg en það þýðir ekkert annað þegar Rodie Wine Club er með í för. Ekki allir sem fá að skrá sig í þann klúbb skal ég ykkur segja. Dagurinn í dag er óráðinn en á morgun fluffumst við til Los Angeles og beint að versla bassa og aðrar nauðsynjar.

Svo dreymdi mig svakalega góða hugmynd að sjónvarpsþætti í nótt. Hann heitir Iceland’s Next Wonderbrass og er íslenskum brassstelpum hent inn í blokkaríbúð í Breiðholti og í hverri viku fara þær í upptökur, ekki myndatökur og eiga að semja lög fyrir hverja viku. Aðaldramað var svo þegar allar voru að æfa sig í þessari litlu íbúð og jú, þegar stelpur koma saman er ávallt gaman. Munnstykkjastuldur og beyglur á lúðrum hér og þar. Það er greinilegt að ég fer beint upp á Skjá 1 þegar ég kem heim. Sveimérþá.

Ooog nokkrar leiðinlegar myndir:


Þeir hreyfðu sig á ljóshraða. Magnað.


Harpa fína afmælisbarn


Ekki bara apakettir sem klifra í trjám...


Ein góð af tilvonandi hljómsveitarmeðlimum í drum'n'bass hljómveitinni

Lifið heil

mánudagur, desember 03, 2007

Flöðeskúmm

Þá vippar maður sér aftur af landi brott á miðvikudaginn. Eftir þrjú eflaust yndisleg flug ættum við að lenda í Guadalajara sem er í Mexíkó. Eins gott að það sé eitthvað heitara þar en hér. Vonandi um nokkrar gráður, ég bið ekki um meira. Svo bara LA og Vegas. Í LA ætla ég að gerast svo djörf og kaupa mér rafmagnsbassa og eyða jólafríinu í almennt strengjafikt og hljóðmengun. Maður heyrir það svona út undan sér að ekkert sé heitara en stelpa sem spilar á bassa. Dæmi hver um sig.

Svo mæli ég með því að fólk kaupi lottó.

Læt heyra í mér þegar út ég kem en á meðan skuluð þið gera eins og ég og Oddný, tannhirðunnar vegna:


Og ekki reyna að rífa bilaðan klósettpappírskassa af veggnum. Það er ekkert sérstaklega þægilegt.Hér má sjá myndbandsklippu sem einn dúddi í Spank Rock tók á meðan við dilluðum okkur við Declare Independence í Brasilíu. Svona upp á stemmarann:Svo á örið mitt á hnénu eins árs afmæli í dag. Vúhú.
Núna er ég hætt.
S.

laugardagur, desember 01, 2007

Júgur

Í gær lá ég á maganum í rúminu mínu, andvaka eins og alltaf. Hafði ekkert annað að gera en að pæla í því af hverju mér var ekki illt í brjóstunum á því að liggja á þeim og kremja í öreindir. Jú það er út af því að þau eru svo lítil. Flest allar konur með lítil brjóst bölva daginn út og inn yfir því hvað þær séu smábrjósta og ætla sko að setja jólabónusinn í sílíkonaðgerðasjóðinn sinn. Ekki ég því ég fagna litlum brjóstum og sé kostina í staðinn fyrir gallana. Sko:

1. Þú getur legið á maganum án þess að finna fyrir brjóstaóþægindum. Bara forréttindi.

2. Þú getur verið í gymminu að hamast og þarft varla að vera í íþróttabrjóstahaldara. Svo eru þeir líka svo dýrir.

3. Þú getur eiginlega alltaf fengið brjóstarhaldara í þinni stærð. Margar búðir eru meira að segja með AA sem er bara snilld.

4. Þú getur verið nokkuð viss um að karlmaður sem reynir við þig, lítur fyrst á barminn þinn, sér smæð hans og fer síðan, er ekki þess verðugur. Hann hugsar nefnilega með typpinu.

5. Þú sprengir ekki alla bolina þína með brjóstunum. Þið fattið.

Þegar hér er komið við sögu náði ég ekki pæla meira í þessu því ég var steinsofnuð. Endalaust hægt að pæla í þessu en það er ekki alveg minn tebolli. Nú líður mér kjánalega. Ég var líka að klára seríu af geimnördaþáttum.


Varð að setja einhverja mynd með en fannst heldur óviðeigandi að setja mynd af bobbingum. Í staðinn er hér fyrirtækjakort af Silicon Valley.