mánudagur, júní 30, 2003

PÆLINGAR DAGSINS!

Pæling 1: “Af hverju heita Íslendingar ekki Ísar eins og fólk á Írlandi heitir Írar??”

Pæling 2: “Af hverju heita Írar ekki Írlendingar eins og fólk á Íslandi heitir Íslendingar? ”

Pæling 3: “Af hverju heita Íslendingar ekki bara Ísfólkið??” (Guðný torfþræll átti þessa pælingu)

Pæling 4: “Af hverju heita Norðmenn ekki Noregingar og Íslendingar Norðmenn því við erum miklu norðar en þeir??”

miðvikudagur, júní 25, 2003

MIKILVÆGI DAGSINS!

Mesta þarfaþing mitt þessa dagana er lítill, skrítinn hlutur. Hann býr með bræðrum sínum og systrum, oftast í kassa, og lifa þar í sátt og samlyndi þar til einn eða tveir eru teknir upp úr og notaður/notaðir aðallega sem líkamshlutahreinsir. Þetta mikilvægi fæst oftast hvítt að lit en þeir sem vilja, geta fengið það í litum og álítast þá hrokafullir andskotar sem gefa skít í lúðrasveitir. Hægt er að nota þennan hlut á svo marga vegu að ekki er hægt að telja þá upp. En sem dæmi, er afar gaman að steikja hann á pönnu með dýrafitu, villisveppum og rauðlauk og borða sem nokkurs konar nætursnarl.

Og mín spurning er: HVERT ER MIKILVÆGI DAGSINS???

föstudagur, júní 20, 2003

ÞÝÐINGAR DAGSINS!

Ég get ekki slitið mig frá umræðu minni um Þýskaland því að... jæja OK, ég dýrka þetta land!! Ég rakst líka á það í þessari ferð að það, að þýða orðtök og setningar frá íslensku yfir á ensku, getur verið bara massa fyndið! Eiki bleiki stóð sig líka vel í þessum málum og fær hann hrós frá mér fyrir það!! :D Við notuðum þessar þýðingar óspart á Germanana en þeim fannst þetta ekki jafn fyndið og okkar.... þetta er líka ýtið fólk, ýtið fólk! En er ekki best að taka bara nokkur dæmi?? Ég held það:

- Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð = I don’t know my smokey advice
- Hann fór á kostum = He went on options
- Þarna var fólk í hundraða tali = There were people in hundreds of speaking
- Það kom babb í bátinn = It came a babb in the boat
- Kjánaprik = Sillystick... AHAHAHAHA!
- Eigum við að fara út á lífið í kvöld? = Should we go out to the life tonight?
- Viltu brjóstsykur? = Would you like some breastsugar?
- Ekki leggja hann í einelti! = Don’t lay him into one-following!
- Hákarl og brennivín er þjóðarréttur Íslendinga = High-man and burning-wine is the national-right of Icelanders

Ah, þetta er svo fyndið svona í morgunsárið! Ég ætti kannski bara að semja bók: “Lélegar þýðingar að hætti Særúnar” Ég verð að pæla aðeins í þessu því ekki get ég gert þetta ein... ég held ekki! Best að byrja þá að pæla........... Hvaðan kemur orðið “að pæla” ?? Hummm....

fimmtudagur, júní 19, 2003

ÞÝSKALAND Í HNOTSKURN!

Stærsta land í Evrópu, Þýskaland, (fyrir utan Rússland) hefur sína kosti og galla. Tökum dæmi:

KOSTIR:

- Þar er oftast heitt og ekki þessi ískaldi vindur eins og er á Íslandi. S.s. allt annað en rokrassgat!
- Í stórborgum (eins og t.d. í Köln) þarf maður ekki að vera hræddur um að mæta fyrrverandi kærastanum á förnum vegi eins og er sífellt að gerast á Íslandi. Huhumm...
- Fólk verður bara ánægt að sjá mann því maður er frá Íslandi. Eins og þegar við fórum nokkur á pöbb og það var 18 ára aldurstakmark inn á staðinn, við áttum ekkert að komast inn en svo missti einhver út úr sér að við værum frá Íslandi og þá bara.... "alles gutes!" Ég og hún Oddný fórum líka í bakarí í Þýskalandi og okkur var hleypt fram fyrir alla og borguðum 1 € (ca. 87 kr.) fyrir 2 svala, 2 tyggjópakka og 2 kökusneiðar. Alles gutes með það og ekki amalegt!
- Þjóðverjar keyra hratt og ég fíla það!! Konan sem ég gisti hjá keyrði t.d. mér og Oddnýju í rútuna þegar við vorum að fara heim... á 140 km hraða!! Kannski vildi hún losna við okkur sem fyrst... veit það ekki :S
- Dettur ekkert meira í hug

GALLAR

- #$%&#%@€ stallaklósettin! Hvaða fáviti fattaði upp á svona viðbjóði??
- Þjóðverjar vilja alltaf vera stundvísir og nýta tímann. Mér finnst það galli því að... ég er Íslendingur!!
- Dettur ekkert meira í hug

þriðjudagur, júní 17, 2003

DIE REISE IST ZU ENDE!!

Ég er komin heim á kaldan klakann
ég er komin heim með stakan skó
ég er komin heim að heilsa mömmu
en fékk bara að heyra: "Særún þó!"

Já svona lauk þessari sjóferð. Ég fór úr 35 stiga hita og er komin í skítakulda. Ég elska Þýskaland!! Ég á margar góðar miningar þaðan en einnig slæmar. Ég á t.d. aldrei eftir að gleyma þýsku klósettunum. Á heimilinu sem ég var á, var eitt af þessum vibbaklósettum. Lorturinn og pissið fór ekki neðst á botninn, heldur lenti á einhverjum stalli ofarlega í klóinu. Þetta myndi Íslendingar ekki sætta sig við. Svo á sumum heimilum var annað lítið klósett við hliðina á því stóra, til að þvo og þurrka rassinn eða fæturna. Ég fékk því miður ekki að sjá þann litla gaur... ég er alveg miður mín.

Ég er hætt að tala um þýska skítadalla. Hæ hó og jibbí jei og jibbí jei. Það er kominn 17. júní!! Gangan gekk bara vel í dag því ég datt ekki. Systir mín sagði að litli feiti trommukallinn hafi næstum því dottið aftur á sama stað og hann gerði 1. maí en hann náði að halda jafnvæginu. Til hamingju með það Doddi!

laugardagur, júní 07, 2003

DIE REISE!

Ich fliege nach Deutschland heute! Ich kan nicht auf dieser Zeite in 8 Tage schreiben!! :( Es tut mir SEHR leid! Du tenkst: “Nein, sie spinnst!!” Aber ich spinne nicht, ich nie spinne. Vielleicht kannst du nach mir in die Nummer +003546959252 anrufen. Das ist ein gut Idee! Nein, ich spinne jetzt! Nicht anrufen!! Ich schläfe in einem Haus in Deutschland, ja, draußen. Die Flugzeug fährt!!!! NICHT WEITER!! Auf Wiedersehen!! :D

Viele Grusse nach Deutschland!!!

fimmtudagur, júní 05, 2003

VIÐTAL DAGSINS!

Til mín er kominn hestur, hesturinn Pablo. Hann er tígulegur, hörgulur að lit, sterklega byggður en auðvitað á hann ekki roð í íslenska hestinn. Hann býr í bæ í Evrópunni þar sem nýjar reglur um saurlát hesta hafa verið samþykktar. Ég ræddi aðeins við hann um þetta á kaffihúsi um daginn:

Blaðamaður: Góðan daginn Pablo. Hvernig er heilsan??
Pablo: PRRRRR, hún er fín fyrir utan smá roða og eymsli í vinstri rasskinninni, þakka þér fyrir.
B: Já.... einmitt. En segðu mér nú aðeins frá þessum nýju reglum sem hafa verið samþykktar í heimabæ þínum.
P: ÍHÍHÍHÍHÍHÍ.... alveg sjálfsagt. Mannbleyðurnar voru eitthvað ósáttar við það að við hestarnir skitum bara á jörðina og þá aðallega á götuna. Þær fengu þá flugu í hausinn að setja á okkur bleiur. Þetta er náttúrulega útí hött. Það hefur aldrei verið svona. Við hestarnir erum annaðhvort miður okkar eða bara hestvitlausir útaf þessari fásinnu.
B: Ég get trúað því. En hvernig ganga þessu bleiuskipti fyrir sig?
P: Jahh, það er bara sett fólk í þetta á launum allan ársins hring. Svo var annað fólk sem sá um að sauma bleiurnar. Þær voru aðallega innfluttar frá Seglagerðinni Ægi á Íslandi en einnig frá Panama. Tvífætlingarnir sem kepptu í Ungfrú Alheimur voru settar í þetta þegar þær áttu frítíma. En núna er byrjuð samvinna milli bæjarstjórnar, Pampers og Pony. Nýjar bleiur eru komnar á markaðinn, Ponpers. Það sem fer nú aðallega í taugarnar á okkur eru myndirnar á bleiunum, hægt er að velja um Pony myndir eða brauð-myndir. Þetta er bara svo mikil niðurlæging fyrir okkur. Óprúttnir menn reyna líka stundum að líma aftan á okkur auglýsingar en þeir lenda nú flestir á sjúkrahúsi.
B: Uhh... þú ert ekki alveg að skilja spurninguna, fákur. Ég spurði hvernig bleiurnar væru settar á ykkur.
P: UHUHUHUHUHUHUHU! Já það er afar mikil fyrirhöfn. Við erum bara beðnir um að lyfta einum afturfæti í einu og svo er taglið sett í gat á bleiunni. Þær eru svo tæmdar á klukkutíma fresti og svo er sett barnapúður á bossann. Stundum gleymast bleiurnar og þá myglar kúkurinn og festist utan á okkur og myndar svona þykka skán. Það er líka algengt að útbrot myndist. Ég veit að margir hestar hafa ekki getað keppt á veðhlaupabrautinni vegna eymsla í rassi. Það er auðvitað alveg hrikalegt!! Svo á maður svo erfitt með að hreyfa sig í þessu, það brakar svo mikið í þessu og þetta er bara fyrir okkur.
B: Og hvað getið þið hestarnir gert í þessu??
P: Ja, það er nú allt í bígerð. Samningaviðræður við fólk á elliheimilum standa einmitt yfir núna og ef allt gengur upp, þá ætlum við að heyja stríð, svokallað “Bleiustríðið” eða "Diper-War". Það verður svipað í sniðum og Þrælastríðið undir stjórn Spartakusar hérna í den. Það er samt ekkert víst, þetta kemur allt í ljós.
B: Ehe... þú segir það já! Pablo, ég vil þakka þér kærlega fyrir að leyfa okkur að sjá þína hlið á þessu máli og gangi ykkur vel í stríðinu. Gefðu mér spaðann foli!!!!

Með þessum orðum brokkaði Pablo út með bleiuna flaksandi upp í loftið. Hestar hafa nefnilega líka stolt!!

miðvikudagur, júní 04, 2003

KJÉÉFTÆÐI DAGSINS!

Margt er nú skrýtið í kýrhausnum, en í þessu tilfelli hestshausnum. Greyið hesturinn getur kannski lítið að því gert, því að mannveran er að gera hann að einhverju sem hann er alls ekki.... að smákrakka. Bæjaryfirvöld í einhverjum bæ í Evrópunni hafa átt í miklum vandræðum með saurinn sem hestar bæjarins skilja eftir sig og hafa brugðið á það ráð... að skella á hestana BLEIU!! En mér er spurn: “Eru margir hestar vappandi um bæi í Evrópu, skítandi um allt?” Ég held nefnilega ekki, jú kannski svona þrælahestar sem puða við það daginn út og daginn inn að draga feita túrista um á risakerrum og droppa svo herlegheitunum í miðju kafi. Og núna þarf að taka af þessum elskum, skítastoltið sem þær hafa! Maður getur nú auðveldlega séð það á hestunum hvað þeir hugsa: “Farið frá... ég er hestur!!” “Ég kúka þar sem ég vil!”

Ég veit að það er ekki gaman að stíga í hestaskít og það þýskan hestaskít, en þetta er bara gras!! Það ætti að banna svona pjatt!
Og hvernig á svo að koma bleium á hesta?? Segja bara við þá: “Blesi minn, lyfta afturlöppunum smá..... og núna hinni.”?? Ég hef sett bleiu á gamalt fólk (afsakið.... stykki) og það er alls ekki auðvelt!! Ímyndið ykkur að setja bleiu á hesta... (lokið augunum núna)
Svo er örugglega ekki gaman að fara á bak á hesti með bleiu. Fólk fer að hlæja að manni og hestinum og bara... þetta er asnalegt!!
Evrópa er að fara til fjandans!!! Verum góð við dýrin!!!