miðvikudagur, júní 25, 2003

MIKILVÆGI DAGSINS!

Mesta þarfaþing mitt þessa dagana er lítill, skrítinn hlutur. Hann býr með bræðrum sínum og systrum, oftast í kassa, og lifa þar í sátt og samlyndi þar til einn eða tveir eru teknir upp úr og notaður/notaðir aðallega sem líkamshlutahreinsir. Þetta mikilvægi fæst oftast hvítt að lit en þeir sem vilja, geta fengið það í litum og álítast þá hrokafullir andskotar sem gefa skít í lúðrasveitir. Hægt er að nota þennan hlut á svo marga vegu að ekki er hægt að telja þá upp. En sem dæmi, er afar gaman að steikja hann á pönnu með dýrafitu, villisveppum og rauðlauk og borða sem nokkurs konar nætursnarl.

Og mín spurning er: HVERT ER MIKILVÆGI DAGSINS???

Engin ummæli: