fimmtudagur, júní 05, 2003

VIÐTAL DAGSINS!

Til mín er kominn hestur, hesturinn Pablo. Hann er tígulegur, hörgulur að lit, sterklega byggður en auðvitað á hann ekki roð í íslenska hestinn. Hann býr í bæ í Evrópunni þar sem nýjar reglur um saurlát hesta hafa verið samþykktar. Ég ræddi aðeins við hann um þetta á kaffihúsi um daginn:

Blaðamaður: Góðan daginn Pablo. Hvernig er heilsan??
Pablo: PRRRRR, hún er fín fyrir utan smá roða og eymsli í vinstri rasskinninni, þakka þér fyrir.
B: Já.... einmitt. En segðu mér nú aðeins frá þessum nýju reglum sem hafa verið samþykktar í heimabæ þínum.
P: ÍHÍHÍHÍHÍHÍ.... alveg sjálfsagt. Mannbleyðurnar voru eitthvað ósáttar við það að við hestarnir skitum bara á jörðina og þá aðallega á götuna. Þær fengu þá flugu í hausinn að setja á okkur bleiur. Þetta er náttúrulega útí hött. Það hefur aldrei verið svona. Við hestarnir erum annaðhvort miður okkar eða bara hestvitlausir útaf þessari fásinnu.
B: Ég get trúað því. En hvernig ganga þessu bleiuskipti fyrir sig?
P: Jahh, það er bara sett fólk í þetta á launum allan ársins hring. Svo var annað fólk sem sá um að sauma bleiurnar. Þær voru aðallega innfluttar frá Seglagerðinni Ægi á Íslandi en einnig frá Panama. Tvífætlingarnir sem kepptu í Ungfrú Alheimur voru settar í þetta þegar þær áttu frítíma. En núna er byrjuð samvinna milli bæjarstjórnar, Pampers og Pony. Nýjar bleiur eru komnar á markaðinn, Ponpers. Það sem fer nú aðallega í taugarnar á okkur eru myndirnar á bleiunum, hægt er að velja um Pony myndir eða brauð-myndir. Þetta er bara svo mikil niðurlæging fyrir okkur. Óprúttnir menn reyna líka stundum að líma aftan á okkur auglýsingar en þeir lenda nú flestir á sjúkrahúsi.
B: Uhh... þú ert ekki alveg að skilja spurninguna, fákur. Ég spurði hvernig bleiurnar væru settar á ykkur.
P: UHUHUHUHUHUHUHU! Já það er afar mikil fyrirhöfn. Við erum bara beðnir um að lyfta einum afturfæti í einu og svo er taglið sett í gat á bleiunni. Þær eru svo tæmdar á klukkutíma fresti og svo er sett barnapúður á bossann. Stundum gleymast bleiurnar og þá myglar kúkurinn og festist utan á okkur og myndar svona þykka skán. Það er líka algengt að útbrot myndist. Ég veit að margir hestar hafa ekki getað keppt á veðhlaupabrautinni vegna eymsla í rassi. Það er auðvitað alveg hrikalegt!! Svo á maður svo erfitt með að hreyfa sig í þessu, það brakar svo mikið í þessu og þetta er bara fyrir okkur.
B: Og hvað getið þið hestarnir gert í þessu??
P: Ja, það er nú allt í bígerð. Samningaviðræður við fólk á elliheimilum standa einmitt yfir núna og ef allt gengur upp, þá ætlum við að heyja stríð, svokallað “Bleiustríðið” eða "Diper-War". Það verður svipað í sniðum og Þrælastríðið undir stjórn Spartakusar hérna í den. Það er samt ekkert víst, þetta kemur allt í ljós.
B: Ehe... þú segir það já! Pablo, ég vil þakka þér kærlega fyrir að leyfa okkur að sjá þína hlið á þessu máli og gangi ykkur vel í stríðinu. Gefðu mér spaðann foli!!!!

Með þessum orðum brokkaði Pablo út með bleiuna flaksandi upp í loftið. Hestar hafa nefnilega líka stolt!!

Engin ummæli: