miðvikudagur, júní 04, 2003

KJÉÉFTÆÐI DAGSINS!

Margt er nú skrýtið í kýrhausnum, en í þessu tilfelli hestshausnum. Greyið hesturinn getur kannski lítið að því gert, því að mannveran er að gera hann að einhverju sem hann er alls ekki.... að smákrakka. Bæjaryfirvöld í einhverjum bæ í Evrópunni hafa átt í miklum vandræðum með saurinn sem hestar bæjarins skilja eftir sig og hafa brugðið á það ráð... að skella á hestana BLEIU!! En mér er spurn: “Eru margir hestar vappandi um bæi í Evrópu, skítandi um allt?” Ég held nefnilega ekki, jú kannski svona þrælahestar sem puða við það daginn út og daginn inn að draga feita túrista um á risakerrum og droppa svo herlegheitunum í miðju kafi. Og núna þarf að taka af þessum elskum, skítastoltið sem þær hafa! Maður getur nú auðveldlega séð það á hestunum hvað þeir hugsa: “Farið frá... ég er hestur!!” “Ég kúka þar sem ég vil!”

Ég veit að það er ekki gaman að stíga í hestaskít og það þýskan hestaskít, en þetta er bara gras!! Það ætti að banna svona pjatt!
Og hvernig á svo að koma bleium á hesta?? Segja bara við þá: “Blesi minn, lyfta afturlöppunum smá..... og núna hinni.”?? Ég hef sett bleiu á gamalt fólk (afsakið.... stykki) og það er alls ekki auðvelt!! Ímyndið ykkur að setja bleiu á hesta... (lokið augunum núna)
Svo er örugglega ekki gaman að fara á bak á hesti með bleiu. Fólk fer að hlæja að manni og hestinum og bara... þetta er asnalegt!!
Evrópa er að fara til fjandans!!! Verum góð við dýrin!!!

Engin ummæli: