mánudagur, október 31, 2005

Plokk!

Stundum fara hin minnstu smáatriði alveg rosalega í taugarnar á mér. Eins og til dæmis þegar að kvenmaður hirðir ekki augabrúnir sínar. Illa snyrtar augabrúnir eru eins og Hitler. Afar illa séðar (enda er ekki hægt að sjá Hitler). Þegar ég sé óplokkaðar auganbrúnir á almenningsstöðum langar mig helst að öskra, rífa plokkarann upp úr rassvasanum og plokka manneskjuna í botn. Mér finnst sjálfri gott að plokka. Ég plokka alla fjölskyldumeðlimi. Líka pabba. Ég og mamma dundum okkur við að gera það við hvor aðra og höfum báðar gaman af. Mér finnst ekki vont að láta plokka mig. Bara frekar þægilegt. Svo er það svo mikil lífsfylling að plokka aðra þegar að þeir emja af sársauka. Þá hlakkar í nýrunum mínum og lífið öðlast tilgang. Ég væri alveg til í að vinna við þetta. Vera titluð sem mannlegur plokkari í símaskránni. En þá þyrfti ég örugglega að fara í F-skóla eða Iðnskólann.
Sjálf plokka ég mig svona einu sinni í dag. Kíka allavega í spegil til að gá hvort eitthvað hafi sprottið frá því deginum áður. Oft eru broddar. Það er bara smá challange. Klípi ég í skinn eða næ ég hárinu? Það er lífið! Svo hata ég plokkfisk. Haha en fyndið og kaldhæðnislegt.

Plokkið þangað til þið droppið!


Það þyrfti nú heldur betur að trimma þetta!

Engin ummæli: