laugardagur, október 29, 2005

Fall er ekki faraheill

Eða svo segir Bóbó. Datt þrisvar sinnum í gær. Fyrst þegar ég var að fara í þýsku í einhverjum hálum tröppum og fullt af busakrökkum fyrir aftan mig fóru að hlæja. Engin virðing borin fyrir heldra fólki. Í bakaleiðinni ætlaði ég að passa mig extra vel því ekki vildi ég detta aftur á sama stað. Allt kom fyrir ekki og ég datt í annað sinn og kúlan á hnénu tvöfaldaðist sem var það fyrir. Enskukennarinn minn var fyrir aftan mig og þegar ég reis upp aftur sagði ég með fullri reisn: "It's very slippery!" Svo fór ég og tók próf í Under Milk Wood hjá sama kennara. Kannski fæ ég svona simpaðí stig. Þriðja skiptið var nú verst. Ég var að flýta mér ógeðslega mikið í vinnuna og var að labba ógó hratt þegar ég datt... um hjólagrind! Fyrir framan eitthvað hús! Hver er að hjóla í snjó? Fjaðrapungar vaxa greinilega á trjám. Fékk annan marblett og í þetta skipti skoppar hann alltaf þegar ég geng. Það er ekki þægilegt. Núna er ég að sjá þetta fyrir mér í slómó. Núna er ég að hlæja. Hef ekki ennþá dottið í dag en það eru víst nokkrar mínútur eftir af þessum sólahring. Ég bíð spennt.

FÓLK MÁ SVO ALVEG BJÓÐA MÉR Í PARTÝ SKO! ÉG GET EKKI BEÐIÐ ENDALAUST! Úbbs, caps lock.

Engin ummæli: