One night stand
Í því er ég drottning! Nei bara smá spaug. Er að fara að taka þátt í ræðukeppni á mánudaginn við busabekk og er titill færslunnar umræðuefnið. Ég er ekki að segja að þetta verði auðvelt. Ónei. Við munum leggja allan okkar svita í að rúst' essu. Þótt ég sé á móti einnar nætur gamni, er ekki þar með sagt að ég stundi það ekki. Ehehe! (perrahláturinn minn)
Loki númer 4 kom út í dag, stútfullur af stöffi. Gaf upp fjölskylduuppskriftina af bjórkjúlla en auðvitað hét hann pilsnerkjúlli í blaðinu. Það sem maður gerir ekki fyrir blaðamennskuna. Gerði myndasögu um Svartsýna hvuttann Seppa. Var að dunda mér við þetta hérna á laugardaginn þegar ég hafði ekkert að gera. Þá bjó ég til myndasögur og sendi fullu fólki nafnlaust sms og sagði þeim að kynlíf biði þeirra á MSN. 5 af 6 létu sjá sig og grunuðu þeir allir mig um græsku. Ég er stundum svo fyrirsjáanleg.
Nóg að gera í skólanum. Fyrirlestur í dag um Matta Joch í íslensku. Íslenskukennarinn minn kallaði mig enn og aftur Sæunni. Næst kýli ég hana. Ég var næstum því búin að gubba því ég var með gubbupest í gær. En ég gerði það ekki. Pjúkket. Fnykurinn í I-stofu er slæmur fyrir. Svo sagði hún eftir fyrirlesturinn að hún hafði ekki fílað að ég kallaði Matta fola og sagði að hann hafi örugglega keypt fötin sín hjá Sævari Karli. "Sævar Karl var ekki einu sinni fæddur þá!" Konan hefur engan húmör, það er víst.
Talandi um gubbupest. Ég rauf 15 ára án-gubbs-múrinn. Já ég hafði ekki ælt síðan ég var ca. 4 ára, þangað til í gær. Það var ekki góð tilfinning. Og ég sem var alltaf svo spennt að prófa. Núna hef ég ekkert til að hlakka til. Jú ég á reyndar afmæli bráðum og held megagígafeitt partý í næstu viku. Það ætti að halda mér við efnið.
Þessi færsla var með skiptinema í huga svo þeir getu fylgst með því sem ég er að stússast við. Allar dagbókarfærslur hér eftir eru tileinkaðar þeim.
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli