fimmtudagur, október 06, 2005

Líðandi stund

hún bara líður. Prófavikan ógurlega er að renna sitt síðasta skeið á morgun með skítasöguprófi. Frumlesturinn bara tekinn á þetta í dag. Hlutirnir hafa nefnilega afgerandi tilhneigingu til að reddast. Á morgun kemur líka út barnsburður vökunætur til kl. 3, Loki Laufeyjarson/kvasir og er blaðið drullupussuflott, Loka-helmingurinn þ.e. MR-ví dagurinn er líka á morgun, þess vegna kemur blaðið nú út. Ég verð tímavörður í ræðukeppninni og þarf að gefa vesslingi gjöf en hef ekki hugmynd um hvað ég á að gefa. Þetta fólk á allt. Þau eiga samt örugglega ekki prump í krukku. Hmm.

Jæja ég er bara að pæla í að slútta þessu bloggi. Óprúttnir náungar eru farnir að leggja leið sína hingað og bera allskonar slúður um mig og aðra um allan bæ. Ég er ekki að fíla það því ég á að geta skrifað um hvað sem er hér á þessu vefsetri. En ég sé bara til.

Engin ummæli: