sunnudagur, október 16, 2005

Heitar heimilisfréttir

Í fréttum er þetta helst:

Fjárfest hefur verið í nýjum ísskáp af gerðinni Gram á Hverfisgötunni. Sá gamli (18) sagði sitt síðasta í síðustu viku er hann tók upp á því að leka og það beint í grænmetishólfið. Hann fór beinustu leið á haugana og hinum nýja komið fyrir í hans stað. Húsráðendur segjast aldrei hafa fengið kalda mjólk fyrr en nú.

Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn Mazda Tribute (2 mán) gæti verið að yfirgefa fjölskylduna. Húsmóðir (40) segir hann vera of dýran í rekstri og að hann eyði of miklu. Elstu heimasætunni (18) á heimilinu gæti ekki verið meira sama því hún fær víst aldrei að keyra kvikindinu.

Pallur hefur poppað upp í garði fjölskyldunnar en það hefur tekið fjölskylduföðurinn (47) 2 ár að koma honum fyrir. Næsta verkefni á dagskrá er herbergi á neðri hæð hússins fyrir elstu dótturina (18) en guð einn veit hvenær byrjað verður á verkinu. Síðustu fréttir herma að byrja ætti í september en jú, sá mánuður er liðinn. Fréttamenn verða þó í startholunum og láta vita ef þeir verða varir við hreyfingu í þeim málum.

Ekki er fleira í fréttum. Útsendingu stjórnaði Brjánn Jónasson.

Engin ummæli: